Siglfirðingur


Siglfirðingur - 12.08.1954, Síða 1

Siglfirðingur - 12.08.1954, Síða 1
UP 27. árg. Kembuteppi Gærupokar Svefnpokar Kuldaúlpur, á drengi, telpur og fullorðna og efni í þær. GESTUR FANNÐAL arsaltendur tapað á söltun undan- farin ár, og fólk gengið frá með rýrar atvinnutekjur, en þetta ár ætlar líklega að verða einna erf- iðast viðfangs. Verður hér birt síldarsöltun á Siglufirði nokkur undanfarin ár til fróðleiks og samanburðar. Frá Rafveitu Sigluf jarðar: Nýja vélasamsfœdan tekln í notkun I rafmagnsmálum okkar Sigl- firðinga gerðist það gleðilega at- vik 10. þ. mán., að nýja vélasam- stæðan að Skeiðsfossi tók til starfa þannig, að framleiða raf- straum á háspennulínu hingað. Mun hún hafa tekið til starfa tþannig kl. 5 þ. 10. þ. m. í fyrsta skipti. Skilaði hún svo orku sinni alein hingað, en þegar fór að nálg- ast hádegið, þyngdist álagið svo, að setja varð eldri samstæðuna í gang og gengu þær svo saman báðar, og reyndist álagið kl. 11,30 vera 2450 kílówött. Þetta er hið langmesta álag, sem Skeiðsfoss hefur sent okkur hingað til. Hvor vélasamstæðan er upp á 1650 kvv. Afgangsorka var því 850 kw. Hið háa álag þennan dag staf- aði af því, að síldarverksmiðjan Rauðka var í gangi, en hún er að öllu leyti rekin með raforku frá Skeiðsfossi. Einnig var hráslaga- legt veður þennan dag, og fólk því óspart notað rafmagn til upp- hitunar, enda er verð fyrir upp- hitun í 'íbúðum aðeins 12 aurar pr. kw.-stund um srunarmánuðina (til 1 nóvember). Skeiðsfoss var virkjaður á ár- unum 1943—’45. Árið 1946 var stíflugarðurinn hækkaður upp í fulla hæð, eg er sá langhæsti stíflugarður, sem byggður hefur verið á fslandi. í því sambandi má einnig geta þess, að haf milli staura, sitt hvoru megin við Siglu- fjarðarskarð, er 500 m. annars vegar og 600 m hins vegar. Þarna er vírinn þannig gerður, að kop- arkjami leiðir rafmagnið, en stál utanyfir ber uppi þungann. I svona stuttri yfirlitsgrein er skylt að geta þess, að bæði þrýsti- vatnspípan og háspennul'inan voru í upphafi gerð fyrir tvær véla- samstæður, en hvor þeirra er upp á 1650 kw. Margir Siglfirðingar muna eftir stórgerðum vélum, er síðastliðið haust lágu geymdar í Rauðku- porti og í geymsluhúsi Rauðku. Þetta voru vélarnar, sem setja átti upp í orkuverinu við Skeiðs- foss. Þarna lágu þær fastar vegna geymsluvottorða o.s.frv. og þær mátti ekki hreyfa vegna ó- greiddra tolla. Fyrir sérstakan velvilja hr. bankastjóra Hafliða Helgasonar tókst á síðustu stimdu að losa þær undan tolli, og var þá strax hafizt handa með flutning- jnn inn yfir fjall, Þess má geta, að flutningurinn þessa örðugu leið gekk ágætlega og varð ódýrari en við hafði verið búizt. Komust vélarnar inneftir á mjög skömmum tíma og algjör- lega óskemmdar. Ekkert óhapp eða slys kom fyrir. Um haustið 1953 voru undir- stöður vélanna steyptar irndir stjórn Gísla Þorsteinssonar bygg- ingameistara. í marzmánuði 1954 var svo haf- izt handa um uppsetningu vélanna undir stjórn vélfræðinganna Þrá- ins Ólafssonar og E. Kobbelt. Síðan snemma í maí hefur ver- ið unnið við tenging^r inni við Skeiðsfoss, undir yfirstjórn Ing- vars Ingvarssonar rafmagnsfræð- ings, og er þeim nú lokið. Síðastliðnar tvær vikur hafa tveir sérfræðingar, Mr. Jackson og Mr. Walker, frá firma því, er smíðaði túrb’inuna og gangráðinn, fai’ið mjög nákvæmlega gegn um alla niðursetningu vélanna og stillingar á gangyáðnum. Hafa þeir unnið sitt verk með þeirri ná- kvæmni, sem sjaldséð er hér á landi, og ætti það að vera okkur næg trygging fyrir Iþví, að vél- arnar reynist vel. Góðir Siglfirðingar. Dag.urinn 10. ágúst markar mikilvæg tíma- Segja má að veðrátta hér á Norðurlandi í júlímánuði og það sem af er ágústmánuði hafi verið mjög óhagstæð til lands og sjáv- ar. Vindáttin hefur verið norðlæg með súld í útsveitum, en þoku og þurrkleysum í innsveitum. Síld- veiðiflotinn hefur sjaldan haft næði á hafinu, og átt erfitt með að fást við síld, þó hún hafi sézt. Nú í rúma viku hafa flest skip legið í höfn. Búast má við, að meginhluti flotans hugsi sér að setja lokin í þessa vertíð og haldi heimleiðis ef ekki birtir upp og lægir um næstu helgi. Nú ísem stendur lítur ekki út fyrir annað en að síjdin ætli ekki að koma á veiðisvæðin gömlu, vesturmiðin, og ætli að bregðast með öllu þar. Svo sem menn muha kom síldin upp á vestursvæðinu um mánaðar- mót júní og júlímánaðar síðastl. mót í rafmagnsmálum okkar. Við getum ekki séð neina breytingu á ljósinu í perunum, hvort það er nýja eða gamla samstæðan, sem strauminn framleiðir, eða báðar. Hins vegar er það mjög mikill ávinningur fyrir okkur að þurfa ekki að keyra dieselmótora til stuðnings Skeiðsfoss um hádegið eins og verið hefur, hafi uppi- staðan ekki verið full. Þegar ákveðið var 1948 að panta þessa nýju vélasamstæðu, var henni ætlað að reka allar mögulegar verksmiðjur, ekki að- eins síldarverksmiðjur, heldur og niðursuðu- og lýsisherzluverk- smiðju. Eins og allir vita, bregð- ast þessir raforkukaupendur. En samt sem áður er ekki rétt að sjá eftir því, að vélasamstæðan var pöntuð, þvi éins og hver maður getur skilið, er ekkert öryggi í því að hafa aðeins eina vél, sem ganga verður dag og, nótt, ár eft- ir ár og ekki má stöðva til sjálf- sagðs eftirlits og hreinsunar. Það er því oss Siglfirðingum mikið gleðiefni að hafa fengjð tvær véla samstæður við Skeiðsfoss. 1 fyrsta lagi til öryggis, í öðru lagi til þess að losna við dieselmótor- keyrslu. En þegar maður minnist á hjálpina, dieselmótorkeyrsluna, verður rafveitan að tjá fram- kvæmdastjórum Síldarverksmiðja ríkisins s'inar beztu þakkir, fyrir alla aðstoð, sem þeir hafa ávallt þeitt, þegar rafveitunni hefur leg- ið á. sumar. Sú aflahrota, sem þá kom, bjarg,aði og bætti fyrir afkomu margra skipa og fólksins í landi. Nú hefur lítill afli borizt á land. Síldarsaltendur sitja uppi með fjölda fólks á tryggingu og hafa ekkert með það að gera, og fólk- ið sér fram á tekjurýrt sumar og litla eða eng,a atvinnu framundan, hér í bæ að mimista kosti. Flestir síldarsaltendur hafa fengið síld til söltunar, en enginn þeirra svo mikið, að það greiði þann kostnað, sem á þessari starf- rækslu hvilir. Er óhætt að ganga út frá, að síldarsaltendur stór- tapi í ár, ef ekki bætist úr. Svo er um fólkið að segja, að þó það sé að vísu nokkur bót að fá þessa tryggingu, þá nær hún skammt fyrir lausan mann og, liðugan, hvað þá fyrir fjölskyldumanninn. Ástandið er ömurlegt og horf- urnar iskyggilegar, Oft hafa síld- Árið 1946 er saltað 113.803 tn. — 1947 — 43.524 — — 1948 — 75.214 — — 1949 — 52.569 — — 1950 — 23.623 — — 1951 — 25.530 — — 1952 — 15.128 — — 1953 57.836 — — 1954 — ca. 9.000 — Á þessum tölum sézt, að þetta ár ætlar liklega að verða alrýr- asta sumar, sem komið hefur yfir þennan bæ. Hér er vá fyrir dyr- um ef ekki úr rætist, en er nokk- ur von til þess? Það getur auð- vitað enginn sagt um það. Hinar gömlu síldarleiðir virðast vera lagðar niður og aðrar leiðir tekn- ar upp, sem fiskifræðingum nú- tímans gengur illa að finna. Menn vaða orðið í villu og svíma um göngu síldar hér við land. Um venjulegar og reglubundnar síld- argöngur upp á grunnmiðin eins og við Noregsstrendur, er með öllu úr sögunni hér. Það lítur helzt út fyrir, að s'ildin hafi hvergi friðland' á sinni leið og sé á sífelldum flótta. 1 dag kemur hún máske upp á venjulegri leið sinni. Á morgun er hún horfin og, kemur þá upp annrs staðar á ó- líklegustu stöðum. Menn, sem þykjast bera eitt- hvert skynbragð á lifnaðarháttu sildar, tala mikið um orsakir síld- arleysis á grunnmiðum hér. Telja þeir t.d. óhentugan sjávarhita og átan, sem síldin leitar eftir, sé ekki fyrir hendi eða gangi ekki upp á miðin. Þetta getur svo sem verið rétt. Það er ómögjulegt fyr- ir óupplýstan almenning að dæma um það. En mundi það vera mjög fjarri og fjarstæðukennt, að láta sér detta í hug óforsvaranlega rán- yrkju í sambandi við s'ildveiðarn- ar. Gæti ekki verið um rányrkju að ræða þar eins og í þorskveið- um. Það væri sjálfsagt ekki úr vegi að athuga það. Um langjt skeið var mikið talað um aflaleysi inni á Faxaflóa og Breiðafirði, og menn hölluðust helzt að - því að banna alla veiði þar. Þegar svo landhelgislínan var færð utar, komu strax í ljós meiri fiskgöngur inn á grunn- sævið. Nú orðið eru á hafinu fyrir norðan land fjöldi erlendra síld- veiðiskipa, sem byrja síldveiðar áður en Islendingum dettur I hug að byrja. Þau ösla um þær leiðir sem sildin hefur verið vön að fara upp að landi. Gæti slíkt ekki haft áhrif á síldina. Þar stöðvist hún að mestu, en helduir svo áfram austur eða suð-austur. Framhald á 2, síðu Síldveiðarnar

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.