Siglfirðingur - 12.08.1954, Page 3
SIGLFIRÐINGUR
3
Ásbjörn Sunde og þjóðvörn Islendinga
i.
Hver hugsandi maður hlustaði
eftir lyktim máls Ásbjarnar
Sunde. Nýlega er í Noregi fallinn
dómur í máli hans, mannsins,
sem sveik þjóð sína 1 þágu Sovét-
i'jkjanna og kommúnismans.
Ásbjörn Sunde hlaut 8 ára
fangelsisdóm. En dómur norsku
þjóðarinnar yfir honum var þó
mun þyngri. Þjóð, sem man af-
leiðingar þjóðsvika, þekkir engan
verri verknað.
Norska stjórnin hefur opinber-
lega mótmælt njósnum rússneska
sendiráðsins í Osló, enda er ó-
gæfa Ásbjamar Sunde ekki eins-
dæmi með þessari nálægu frænd-
þjóð okkar.
Atburður þessi leiðir þó hug-
ann að frásögnum flóttafólks úr
rússnesku leyniþjónustunni, sem
sjálft hefur skýrt frá njósnar-
Btörfum sínum, m. a. á Norður-
löndum. Af frásögnum þessara
rússnesku flóttamanna er ljóst,
að þéttriðið njósnanet So'/étríkj-
anna liggur hvarvetna xun hinn
lýðfrjálsa heim.
H.
Við skulum bregða ljósi þess
lærdóms, sem máil Ásbjamar
Sunde lætur okkur í té, að ís-
lenzku kommúnistunum og virða
fyrir okkur viðbrögð þeirra.
Engii* tala hærra en þeir um
þjóðvörn, engir þykjast heitari
þjóðernissinnar né trúrri íslenzk-
um málstað. Og engir bera jafn
ákaft né jafn oft ÖÐRUM á
brýn þjóðsvik og þjónslund við
utanaðkomandi öfl!
Ópin um eigin ágæti og áburð-
urinn um „þjóðsvik“ lýðræðis-
flokkanna eru þræðir þeir, sem
kommúnistar hyggjast vefa úr á-
breiðu, er hylji þeirra raunvem-
legu ásjónu, því kommúnistar
allra landa eru eins og sýki með
eömu sjúkdómseinkennum.
Það er því rík ástæða til að
(vara íslenzka æsku við loddara-
leik hinna æfðu trúða heims-
kommúnismans. Kommúnistar
svíkja ávallt með kossi. Það sýna
örlög Eystrasaltsríkjanna og
Austur-Evrópuþjóðanna. Að því
leyti er stefna þeirra ættuð frá
ískariot.
III.
iSamtakamáttur lýðræðisþjóð-
anna til sköpunar þess vígjs, sem
EKKI er girnilegt til árásar,
AtLantshafsbandalagsins, er sterk
asta stoð friðarins á vesturhveli
jarðar. Og sá framtíðarfriður,
sem samtökum lýðræðisþjóðanna
er ætlað að tryggja, skapar smá-
iþjóðum skilyrði til sjálfstæðrar
tilveru. Þá munu treystast stoðir
íslenzks sjálfstæðis: Þjóðerndð,
málið og trúin á alfrjálst ættland
okkar.
Að því marki liggja ekki fót-
spor Ásbjarnar Sunde — né trú-
bræðra hans.
ÞAKKARÁVARP
\£g iindirritaður fœri hér með
öllum þeim innilegar þakkir, sem
si'/ndu mér vinarliug í veikindum
mínum og veittu mér kærkomna
aðstoð.
EGGERT JÓSEFSSON
Ávarp frá stjórn Skák
sambands islands.
Stjórn Skáksambands Islands
hefur nú borizt boð um það að
senda sveit sex manna á alþjóða-
skákmót það, sem alþjóðaskák-
sambandið gengst fyrir í næsta
mánuði og haldið verður í Holl-
andi. Stjórn skáksambandsins
teelur það ekki vansalaust fyrir
Islendinga að hafna slíku boði nú,
eftir að íslenzku skákmeistararnir
hafa vakið geysilega athygli -á
hinu mikla skákmóti í Prag, '1
sumar. Boð þetta hefur því veeríð
þakksamlega þegið af sambands-
stjórninni, þrátt fyrir það, að fjár
hagsgeta sambandsins er nú eng-
in til þess að standa straum af
hinum mikla kostnaði, sem því er
samafara, að Islendingar taki þátt
í tveimur stórum skákmótum á
aðeins fjórum mánuðum. Skjótra
úrræða er því nú þörf um fjár-
öflun, ca. 40 þúsund krónur; og
sú leið ein til úrbóta að leyta nú
til almennings um fjárframlög til
þess að standast kostnaðinn. Bæði
alþingj og bæjarstjórn Reykjavík-
ur hafa á þessu ári veitt skák-
sambandinu styrki, er gerðu það
mögulegt að senda íslenzku skák-
meistarana til Prag i sumar. —
Sambandsstjórninni þykir því nú
sjálfsagt að gefa almenningi kost
á að sýna hug sinn í verki til ís-
lenzkrar skákiðkunar og íslenzkra
afreksmanna á þessu sviði, og;
treystir því fyllilega, að hann láti
ekki skutinn verða eftir, þegar
svo vel er róið framá, sem raun
ber vitni um.
Fyrir eindregin tilmæli sam-
bandsstjórnarinnar hafa þeir nú
fallizt á að keppa fyrir þjóð sína
á alþjóðaskákmótinu:
Friðrík Ölafsson
Guðmundur S. Guðmundsson
Guðmundur Pálmason
Guðmundur Ágústsson
Ingi R. Jóhannsson
Guðmimdur Arnlaugsson
Þeir Friðrik Ólafsson og Guð-
mundur Pálmason hafa nú báðir
ifórnað meira en heiliun mánuði af
sumaratvinnu sinni vegna skák-
mótsins í Prag.
Herraskyrtur
Mislitar og hvítar.
Gott flibbalag.
Verzlun Halldórs Jónassonar
Tilkynning til leigjanda frystihólfa í Isafold
Þeir sem hafa á leigu geymsluhólf hjá frystiliúsinu ísafold eiga að
skila þeim tómum 15. september n.k. Hólfin verða eklii leigð eftir fyrr-
greindan dag.
F.li. Frystihússins Isafold, ÞRÁINN SIGURÐSSON
Smáupphæð frá þeim, er lítið
má missa, er vitanlega jafn vel
þegin og stærri upphæðin írá hin-
um, sem betur er aflögufær. Vel-
vild fjöldans til málsins, sýnd á
þennan hátt í verki, verður hin-
um íslenzku skákmeisturum
áreiðanlega hvöt til nýrra dáða
og enn meiri afreka, þjóð sinni til
sæmdar.
Það, hve fljótt verður brugðist
við inn fjárframlög, sýnir betur
en nokkuð annað velvild fólks til
málsins. Frestið því ekki til morg-
uns að leggja fram yðar skerf. —
Það getur ekki verið margra daga
verk fyrir heila þjóð — íslendinga
— að leggja fram ekki hærri fjár
hæð en þá, sem til eþss þarf að
fylgja eftir skáksigrum Islend-
inga á alþjóða vettvangi.
Þetta blað hefur góðfúslega lof-
að að taka við fjárframlögum til
Skáksambands 'Islands í pósthólf
835 í Reykjavík.
Reykjavík, 5. ágúst 1954.
Stjóra Skáksambands Islanda
Mikið af
fegurðar- og
hreinlætisvörum
nýkolmið.
M. a. tegunda Elisabeth
Arden og Ponds feg-
urðarvörur
APOTEKIÐ
* EINHERJI er nú loks risin úr
dvala, setzt upp við dogg og les
upp gu^spjöllin sín.
Verða þau tekin til athugunar í
næsta blaði Siglfirðings,.