Siglfirðingur - 12.08.1954, Blaðsíða 4
SIGLFIRÐINGUR
4
Örfá orð um útsvör
Sérstaða Sigluf jarðar. Hvernig lækka mætti útsvör.
i.
HVERSVEGNA?
Þrem milljónum og nær þrem-
ur hundruðum þúsunda betur hef-
ur verið jafnað niður á bæjarbúa
í útsvörum á því herrans ári
1954.
Flestum vex í augum eigin út-
svör, enda sönnu nær, að fjár-
hagslegri getu ihvers og eins sé
fullboðið.
En hver er orsök þess, að út-
svarsálagningin kemur þyngra
niður almennt hér en á sambæri-
legum stöðum hvað -heildarniður-
jöfnun og íbúatölu snertir?
Hún er sennilega fólgin í því,
sem nú skal greina:
1. Hér í Siglufirði eru fá — nær
engin ■—- stór einkafyrirtæki
eða félög á sviði þess atvinnu-
reksturs, sem hér verður
stundaður — og meginþungi
útsvara gæti hvílt á.
2. Stærri atvinnurekstur er hér
allur í höndmn hins opinbera,
sérstaklega ríkisins (S.R. o.fl.)
og er útsvarsfrjáls, samkvæmt
lögum, þ.e. greiðir hvorki
tekjuútsvar né veltuútsvar í
sama formi og annar atvinnu-
rekstur.
3. Verzlanir á samvinnugrund-
velli, kaupfélagið og kjötbúðin,
greiða samkv. lögum aðeins
veltuútsvar af litlum hluta
veltu sinnar. Til dæmis greiðir
* iKFS ekki veltuútsvar af rúm-
lega 3/4 umsetningar sinnar
en einkaverzlanir af veltu
sinni allri!
4. Af þessu — ekki sízt því sem
um getur undir lið 1 og 2 —
leiðir svo það, að megjnþungi
útsvarsbyrðarinnar færizt yfir
á bök fastlaunafólks og verka-
fólks.
n.
AÐRAR
AÐSTÆÐUR
1 Reykjavík og annarsstaðar,
þar sem skattskyldur atvinnu-
rekstur hefur náð til að blómstra,
hvílir meginþungi útsvarsbyrðar-
innar á þeim rekstri, með þeim
afleiðingum, að ifært þykir að
stórlækka útsvarsstiga á almenn-
um borgurum, svo sem dæmin
sanna.
Þannig er útsvarsstiginn langr
lægstur í Rvík og því lægri sem
meira er stórra atvinnufyrirtækja
á hverjum stað, en þar hæstur
eem slík fyrirtæki eru fá eða
ríkisrekin.
, Um þessar staðreyndir er
óþarfi að ræða svo augljósar sem
þær eru öllum, sem um þessi mál
ihugsa.
III.
MEIRI
FRÁDRÁTTUR
Af framanrituðum orsökum
verður útsvarsbyrðin hér þyngri
en ella, þótt frádráttur gjaldenda
aukizt og útsvarsstiginn haldist
óbreyttirr.
Við útsvarsálagninguna í ár
var t.d. tekið tillit til hl'ifðarfata-
og fæðispeningafrádráttar sjó-
manna, samkv. nýju skattalögim-
um, ferðakostnaður vegna atvinnu
var reiknaður kr. 1200 (til sam-
anburðar kr. 800 á Norðfirði). —
Auk þess fengu togarasjómenn,
sem allar tekjur höfðu af þeirri
atvinnu, kr. 2400 dregnar frá
nettótekjum. Frá skattskyldum
nettótekjum voru dregnar kr.
750,00 fyrir hvern meðlim fjöl-
skyldu og ekki var lagt á barna-,
örorku- eða eliilifeyri.
Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir
18% lækkun frá ,,skala“ verða út-
svör hér svo þung og liggja til
þess framanritaðar orsakir.
IV.
ÓRÉTTMÆTAR
ÁSAKANIR
Margir, sem óánægðir eru með
útvör sín, kasta að óathuguðu
máli allri sök á Niðurjöfnunar-
nefnd.
Sannleikurinn er þó sá, að það
er bæjarstjórn með samningu fjár
hagsáætlunar bæjarsjóðs, en ekki
Niðurjöínunarnefnd, sem ákveður
hve hárri upphæð skuli jafnað
niður. Og það er hið háa Al-
þingi, sem með sívaxandi lög-
bundnum útgjöldum bæjarfélaga
til alm.trygginga o.fl., neyðir bæj-
arfélögin til hærri tekjuáætlunar
af útsvörum, þar sem nýjar leiðir
til tekjuöflunar eru ekki fyrir
hendi.
Niðurjöfnunarnefnd vinnur það
verk eitt, að jaífna niður þeirri
útsvarsupphæð, sem bæjarstjórn
ákveður, á einstaklinga og félög,
eftir þeim tekjxun og þeirri um-
setningu, sem viðkomandi gefa
sjálfir upp eða er áætlað af
skattanefnd, í samræmi við þegar
auglýstar álagningarreglur og
útsvarsstiga.
V.
HVAD ER
TIL BÓTA?
Bæjarfélögin þarfnast nýrra
tekjustofna, bæði til að standa
undir vaxandi útgjöldum og til
að lækka útsvarsbyrðarnar á
þeim, sem sízt megna að bera
þæir.
Verður hér lauslega drepið á
nokkur atriði, sem e.t.v. mættu
til bóta verða;
A) Hluti söluskattsins verði lát-
inn renna í bæjarsjóði, með-
an sá skattur er ekki felldur
niður. Er þetta sú leiðin, sem
einna greiðfærust þykir, en til
hennár þarf skilning Alþingis
og lagabreytingu.
B) Eins og, er greiðir S.R. aðeins
\ Vá % umsetningar, samkvæmt
sérstökum lögum, til bæjar-
sjóðs. Upphæð þessi mun s.l.
ár hafa numið ca. 11.600,00
kr., eða sem svarar helmingi
útsvars einnar söltunarstöðv-
ar í ár (Hafliða h.f.). Væri
ekki óréttlátt að þessi um-
setningarprósenta yrði stór-
hækkuð, eða verði henni held-
ið, að ákveða lágmarksgreiðslu
þessa fyrirtækis í bæjarsjóð.
Má þessu til stuðnings benda
á, að bæjarsjóður hefur þurft
og kemur til með að þurfa að
leggja út í mun fjárfrekari
framkvæmdir en ella vegna
þessa fyrirtækis. Ennfremur
má á það benda, að allur rekst
ur er veltuútsvarsskyldur,
þótt hann geti sýnt sannan-
legt tap.
Þá mætti og ætti, að hækka
að mun hina alltof lágu
greiðslu ÁVR hér á staðnum
í bæjarsjóð, en sú verzlun er
með lögum undanþegin venju-
legum útsvarsgreiðslum!
C) Utsvarsfríðindi samvinnufé-
laga verði afnumin þann veg,
að skapizt réttlæti í útsvars-
álagningu á samskonar rekst-
ur, án tillits til þess hvaða
rekstrarform er viðhaft.
D) Þá ætti að breyta lögum á þá
lund, að allur atvinnurekstur
væri útsvarsskyldur þar sem
hann fer fram, en eins og nú
er geta fyrirtæki, sem skráð
eru amnars staðar og einstakl-
ingar búsettir annars staðar,
rekið hér síldarsöltun án þess
að g;reiða hingað opinber
gjöld!
E) Samfara því, að hluti sölu-
skatts rynni í bæjarsjóði, yrði
sú leið farsælust, að gróður-
setja, ef svo mætti að orði
komast, með aðstoð og skiln-
ingi ráðandi aðila, atvinnu-
rekstur í skattskyldu formi,
— einkarekstur og félög —
sem í senn veitti atvinnu og
létti þann veg útsvarsbyrðar
borgaranna og bæri um leið
sjálfur hóflega útsvarsbyrði.
Það er sjálfsagt ágæt tóm-
stundaiðja fyrir þá, sem ekkert
hafa þarfara að gera, að glefsa í
niðurjöfnunarnefnd, en hitt væri
heilbrigðara og heilladrýgra, að
íhug;a aðstæður og reyna að eygja
færa leið til að rétta hlut bæjar-
félaganna gagnvart ríkissjóði og
r’íkisreknum fyrirtækjum. Og
fyrsta sporið í þá átt er að stöðva
þá öfugþróun, að Alþingi hækki
sífellt lögbundin útgjöld bæjarfé-
lag,a án sköpunar nýrra tekju-
stofna og lögfríi ríkisfyrirtæki
eðlilegum greiðslum í bæjarsjóð.
sf.
Síldarsöitiinarsíöð
á Siglufirði óskast keypt. Tilboð-
um sé skilað til
ÁRMANNS JAKOBSSONAR
hdl., Siglufirði.
í
TILBOD ÚSKAST
í hæsnahúsin við Hólaveg 5 hér í bænum, ásamt tilheyrandi lóð
(áður eign Hinriks Thorarenáen).
Tilboðum í húsin skal skilað til skrifstofu undirritaðs fyrir 1. sept.
n.k. og skal í þeim greina auk nafns og heimilisfangs tilboðsgjafa, til-
boðsupphæð og greiðsluskilmála.
BÆJARFÓGETINN
TIL SOLU
er gamla lögreglubifreiðin, áður F-ll International, smíðaár 1942
í því ástandi, sem hún er í nú.
Tilboð í bifreiðina óskast send skrifstofu bæjarfógeta fyrir 20.
þ.m., og sé í þeim greind tilboðsupphæð og greiðsluskilmálar, auk nafns
og heimilisfangs tilboðsgjafa.
Þeir sem óska að líta á bifreiðina snúi sér til Jóhannesar Þórðar-
sonar yfirlögregluþjóns.
Skrifstofa Siglufjarðar, 31. júlí 1954.
BÆJARFÓGETINN
4