Siglfirðingur


Siglfirðingur - 27.08.1954, Side 1

Siglfirðingur - 27.08.1954, Side 1
16. tölublað. Föstudagur 27. ágúst 1954 Athygli Siglíirðinga er fiér með vakin á hlutavcltu Sjálfstæðiskvennafélags Siglufjarðar, sem haldin verður á morgun (laugardag) kl. 3 síðdegis í Alþýðuhúsinu. Þar verð- ur á boðstólum fjöldi ágætra muna, og er ekki að efa að þetta verður tvímælalaust glæsilegasta hlutavelta ársins, enda mjög vandað til allra muna. Sérstakt borð verður fyrir börnin. Sjá auglýsingu á 4. síðu. Klaufalegt yfirklór rádþrota manna i. Það er engu líkara en að fram- sóknarforsprakkarnir hér á Siglu- firði trui því og haldi í alvöru, að gerðir þeirra og yfirboðara þeirra og hjálparmanna á æðri stöðum, séu svo lýtalausar og sjálfsagðar, að þær séu hafnar yfir alla gagnrýni. Þeim virðist það bersýnilega sjálfsagt, að þag- að sé vendilega, til hverskonar bragða og klækja, sem þeir kunna að grípa í brölti sínu og flokkspólitísku umstangi hér heima fyrir sern annarsstaðar. — Ekki gæta þessir góðu menn þess, að þeir eru allra manna iðnastir við að setja út á annarra gerðir af fullkominni heift og ósvífni, þegar þeim býður svo við að horfa. Má í því sambandi minng. á skrif blaðs framsóknarmanna í Reykjavík, ,,Tímans“ um Sjálf- stæðisfiokkinn og ráðherra hans nú upp á síðkastið, þótt Sjálf- stæðisfiokkurinn og Framsóknar- flokkurinn standi að núverandi ríkisstjórn, alveg á sama hátt og Sjálfstæðismenn og Framsóknar- menn í bæjarstjórn Siglufjarðar Hopferð ti Ölafs- fjarðar N.k. laugardag og sunnu- dag verður samkoma ungra sjálfstæðismanna á Norður- landi háð á Ólafsfirði. Efnt verður til hópferðar héðan á laugardag. Er ráð fyrir gert, að mæta Akur- eyringum, Skagfirðingum, ög Eyfirðingum á Láglieiði og halda hópinn til Ólafs- fjarðar. Öllu sjálfstæðisfólki er heimil þátttaka í skemmtiför þessari, en þátttöku þarf að tilkynna síðasta lagi í dag til Óla Blöndal, Aðalbúðinni, sem gefur allar upplýsingar varðandi ferðina. standa saman að stjórn bæjar- mála. Síðasta tölublað „Einherja" blaðs framsóknarmanna hér á Siglufirði ber ljósan vott því ábyrgðarleysi og friðhelgi sem framsóknarforkólfarnir hér sem annarsstaðar telja sig njóta vegna gerða sinna og misgerða við aðra menn. Eftir býsna lang- an svefn, sem fáir harma rumsk- ar „Einherji" nú nýlega og er efni hans allt (nema auglýsingar, sem er mikið af í blaðinu) helg- að þeirri viðleitni að bera hönd fyrir höfuð Framsóknar gömlu út af óvenju fantalegum aðför- um í garð eins ágætis borgara í þessu bæjarfélagi. Þeir, sem rita í þetta síðasta blað „Einherja" virðast naumast eiga til nógu sterk orð til að lýsa hneykslan sinni yfir því að „Siglfirðingur" skuli dirfast að gagnrýna af fullri aivöru brölt framsóknarráðherr- anna Eysteins Jónssonar og Skúla Guðmundssonar, sem áreið- anlega er ,,pantað“ af framsókn- arhetjunum hér, í sambandi við það tiltæki að flæma Sigurð Kristjánsson úr starfi, sem einni hetjunni er síðan úthlutað í þrengingum hennar. Áður en lengra er haldið, skal þó tekið fram, að „Siglfirðingur“ mun ekki hér eftir sem hingað til þegja yfir því, að heiðarlegum mönnum er bolað úr störfum án nokkurra saka, aðeins til þess að þjóna flokkspólitískum hagsmun- um. n. Skriffinnar síðasta „Einherja" grípa til þess örþrifaráðs í von- lausri vörn sinni gegn óþokka- bragðinu, að halda því fram, að hið nýstofnaða svonefnda skatt- stjórastarf sé ekki sama starf sem Sigurður Kristjánsson gegndi sem fulltrúi skattstjórans á Akureyri, og hafi þeir Eysteinn og Skúli því ekki gerzt lögbrjót- ar með því að skipa ekki Sigurð Kristjánsson í hið nýstofnaða starf. Þessu er því til að svara, að öll þau störf, sem Sigurði sem fulltrúa skattstjórans á Akur- eyri hér, voru falin, falla undir hinn nýja skattstjóra. Enda þótt starf skattstjóra kunni að vera eitthvað yfirgripsmeira en starf það, sem Sigurður Kristjánsson hafði með höndum, er því enn haldið hiklaust fram, að um sama starf sé að ræða 1 lítið breyttri mynd. Þá má einnig taka það fram í þessu sambandi, að nýsett lög um skyldur og réttindi starfs- manna ríkisins, gera ráð fyrir, að maður, sem leystur er frá störf- um, til dæmis vegna þess, að starf hans er lagt niður, sitji að öðru jöfnu fyrir um annað starf í þjónustu ríkisins, er losna kann. Hvað hefði verið eðlilegra, eftir að Sigurður Kristjánsson var hrakinn frá starfi sínu, en að hann fengi tækifæri til þess að minnsta kosti að sækja um hið nýja starf, sem þar að auki er í rauninni sama starf og hann var hrakinn frá. En starfinu var ekki slegið upp af skiljanlegum ástæð- um. Og enn má minna á eitt at- riði í viðbót: í síðasta „Einherja" keppast framsóknarhetjurnar um að bera lof á Sigurð Kristjáns- son, og skal hér kröftuglega tekið undir það, þótt einkennilega komi það mönnum fyrir sjónir að Siglfirðingar! / tilefni af afmæli Siglu- fjarBarkirkju n.k. sunnudag, hef.ur kirkjunefndin ákveðiö, að hafa merkjasölu til ágóöa fljrir fermingarkyrtla. Einnig veröur tekiö á móti frjálsum framlögum í ldrkjukassann í forkirkjunni. Tökum liöndum saman og hrindum þessu máli í fram- kvæmd fyrir næsta fermingar- dag. KfRKJUNEFNDlN lesa nú hólskrif um þann mann, sem þeir hafa alveg nýlega hlut- azt til um við húsbændur sína, að flæmdur væri úr starfi aðeins fyrir þær sakir, að hann er þeim ekki sammála um landsmál. — Gjarnan hefðu framsóknarhetj- urnar hér mátt stinga því að þeim Eysteini og Skúla, hversu mætur maður og alls góðs maklegur Sig- urður Kristjánsson er og hefir (Framhald á 4. síðu) Atvinnuvandamál Sigiufjarðar ÁSTAND Síldarvertíðinni er lokið á Norð urlandi. Að vísu eru fáein skip enn úti á reknetaveiðum, og halda þau til á Húnaflóa. Afli þeirra er íremur rýr og hefur engin áhrif á atvinnu fólks hér í bæ eða bætir að nokkru upp aflaleysið á síldarvertíðinni. Sumarið, sem brátt er á enda, er langrýrasta síldveiðisumar, er komið hefur. Raunar kom til Siglufjarðar talsvert meiri síld til bræðslu en undanfarin sumur, en ekki svo, að það hafi mikla aukn- ingu á atvinnutekjur manna. — Aldrei hefur borizt jafn lítil síld til söltunar á Siglufirði og nú. — Árið 1952, sem var áttunda síldar leysisárið, þótti lélegt, en þá voru saltaðar hér um 15 þús. tunnur. En þetta sumar, sem er það 10. í röðinni tekur öllum öðrum fram. í sumar mun hafa verið saltaðar hér um 9 þús. tunnur. Útkoman á síldarsöltuninni hef- ur aldrei verið eins slæm og nú. iSíldarsaltendur tapa stórfé og fólkið, sem ráðið hefur verið á stöðvarnar gengur snautt frá. — Ástandið er hið ömurlegasta. HOKFUR Það leikur vart á tveim tung- um, að ástand þetta skapar al- hliða atvinnuleysi hér í bæ. Með þessu ástandi, sem aflaleysið skapar, hefur grundvöllur undir fullnægjandi átvinnulífi hér í bæ hrunið. Við blasir að fólk tapi allri trú á vænlegri afkomu í framtíðinni og hyggi á þá leiðir, að flytja héðan. Er það eðlilegt. En þröngur kostur er það þeim, sem húseignir eiga að þurfa að yfirgefa eignir sínar, og láta þær standa arðlausar og máske van- hirtar hér. I fljótu bragði virðast þetta ver horfurnar, og engin vafi á, að undanfarin ár hefur burtflutningur héðan verið ofar- lega í hugum margra Siglfirð- inga, en er nú líklega efst í hug- anum nú eftir þetta hörmulega sumar. Þetta er mikið alvörumál. Ekki getur það gengið, að fólk flýi óðul sín hér og hér verði auðn og tóm og myrkur yfir djúpunum. Siglufjörður hlýtur að eiga framtíð, þó eigi sé byggt eingöngu á síldveiðunum, eins og gjört hefur verið. Á undanförn- um árum hefur verið barist við að byggja hér upp atvinnulíf á nýjum grundvelli. — Það hefur reynzt vandamál og margir örð- ugleikar orðið til á þeirri leið, en tilraunum mun haldið áfram og sjálfsagt á þeim hert eftir þetta sumar. Það kann að verða langt í land með að byggja hér upp tryggt og öruggt atvinnulíf, en að því verður að stefna. En nú er á líðandi stund, brýn þörf á að taka, í bili, það sem hendinni er næst til að skapa at- (Framhald á 2. síðu)

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.