Siglfirðingur - 27.08.1954, Síða 3
SIGLFIBÐINGUE
ýsing
H frá iiifiiitningsskrifsíofunni
um mnfEutnine bifreiða.
2.
3.
4.
5.
6.
a.
b.
c.
Ríkisstjórnin hefir ákveðið, samkvæmt heimild í 1. gr. bráða-
birgðalaga nr. 80, 1954, að Innflutningsskrifstofan skuli til árs-
loka 1954 innheimta 100% leyfisgjald, auk áður lögboðins auka-
leyfisgjalds 35% á fólksbifreiðar, af öllum innflutningsleyfum
fyrir bifreiðum, nema vörubifreiðum, sem að burðarmagni eru 3
tonn og þar yfir. Síðar verður tekin ákvörðun um, hvort jeppar
verða seldir á því verði, sem þeir kosta frá ísrael eða á lægra
verði. Leyfisgjaldið miðast við fob-verð bifreiðanna, og skal inn-
heimt um leið og leyfi er afhent. Ef fob-verðið er ekki tiltekið,
miðast leyfisgjaldið við toilmat bifreiðanna, að frádregnu flutn-
ingsgjaldi og vátryggingargjaldi. Bifreiðarnar verða að sjálfsögðu
að vera í ökufæru standi.
Þó skal hið sérstaka leyfisgjald á bifreiðum, sem búið er að
ákveða um kaup frá Sovétríkjunum og Tékkóslóvakíu, smbr. 3.
og 4. lið hér á eftir, vera 60% af fob-verði.
í samræmi við ofangreindar reglur hefir Innflutningsskrifstof-
unni verið heimilað að veita nú þegar innflutnings- og gjaldeyris-
leyfi fyrir bifreiðum, sem hér segir:
1. 300 fólksbifreiðir, sem leyfishafi má kaupa frá hvaða landi
sem er.
300 sendiferðabifreioir, sem leyfishafi má kaupa frá hvaða
landi sem er.
100 fólksbifreiðir, sem þegar hafa verið keyptar frá Sovétríkj-
unum.
100 bifreiðir frá Tékkóslóvakíu.
70 jeppa-bifreiðir frá Evrópu eða - U.S.A., sem úthlutunar-
nefnd jeppabifreiða úthlutar.
275 vörubifreiðir, sem að burðarmagni eru 3 tonn eða þar yfir,
og má leyfishafi kaupa þær frá hvaða landi sem er.
Með tilvísun til framangreindra ákvarðana ríkisstjórnarinnar,
með samþykki hennar, hefir Innflutningsskrifstofan ákveðið eftir-
farandi skilyrði, samkvæmt heimild í 1. gr. laga nr. 88, 1953:
Þeir umsækjendur, sem eiga óafgreiddar umsóknir hjá Inn-
flutningsskrifstofunni, og sendar voru henni samkvæmt aug-
lýsingu hennar nr. 6, 1954, verða að tilkynna skrifstofunni
hér, með símskeyti eða bréfi, innan 14 daga frá birtingu þess-
arar auglýsingar, hvort þeir óska að umsókn þeirra verði tekin
til afgreiðslu nú, eftir að liið sérstaka leyfisgjald hefur verið
ákveðið. Geri þeir það ekki, verður litið svo á, að umsóknin sé
þar með úr gildi fallin. Þetta gildir þó ekki um vörubifreiðir,
sem að burðarmagni eru 3 tonn eða þar yfir, með því að af
þeim leyfum verður ekki innheimt neitt sérstakt aukagjald.
Umsækjandi, sem fær frá Innflutningsskrifstofunni tilkynn-
ingu um, að honum hafi verið veitt innflutningsleyfi fyrir bif-
reið, verður, innan hæfilegs tíma, sem ákveðinn verður í slíkri
tilkynningu, að greiða fob-verð bifreiðarinnar til Landsbanka
Islands eða Utvegsbanka íslands h.f., í sérstakan reikning.
Gildir þetta um allar bifreiðir jafnt.
Gegn framvísun frá nefndum bönkum um innborgun fob-verðs
bifreiðar, samkvæmt framansögðu, verður viðkomanda eða
umboðsmanni hans, afhent innflutningsleyfi hér á skrifstof-
unni, enda greiði hann þá um leið leyfisgjöldin, eins og þau
eru ákveðin í lögum.
Skipafélögum er óheimilt að taka bifreiðir til flutnings hingað
til landsins, nema innflutningsleyfi sé fyrir hendi. — Nánari
reglur um þetta hafa verið sendar öllum skipafélögum, og þau
öll fallizt á að hlíta þeim.
Reykjavík, 16. ágúst 1954.
’V' 7 INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN
TILKYNNING
um greiðslur örorkubóta og fæðingarstyrkja til danskra,
finnskra, norskra og sænskra ríkisborgara.
Hinn 1. septmebr n.k. koma til framkvæmda tveir milli-
ríkjasamningar Norðurlandanna fimm, annar um gagnkvæmi
varðandi greiðslur vegna skertrar starfshæfni og hinn um
gagnkvæma mæðrahjálp.
Samkvæmt fyrri samningum eiga ríkisborgarar hinna samn-
ingslandanna, sem búsettir eru hér á landi, sama rétt til ör-
orkubóta og íslenzkir ríkisborgarar, ef þeir hafa dvalið hér á
landi samfleytt fimm næstu árin áður en' bótakrafa er borin
fram, eða dvalið hérlendis a.m.k. síðasta árið áður en bóta er
leitað og hafa verið a.m.k. 12 mánuði af dvalartímanum færir
um, líkamlega og andlega, að inna af höndum venjuleg störf.
Samkvæmt síðari samningnum eiga danskar, finnskar,
norskar og sænskar konur, sem dvelja hér á landi og ala hér
börn, sama rétt til óendurkræfs fæðingarstyrks frá Trygginga-
stofnun ríkisins og íslenzkar konur hafa samkvæmt lögum um
almannatryggingar. Ennfremur eiga konur þessar jafnan rétt
til styrks frá sjúkrasamlagi dvalarstaðarins vegna fæðingar í
heimahúsum eða dvalar á fæðingarstofnun og íslenzkar konur
hafa samkv. sjúkratryggingakafla alþýðutryggingalaganna.
Samningarnir taka ekki til erlends starfsfólks sendiráða
samningsríkjanna og heldur ekki til öryrkja, sem rétt eiga til
bóta fyrir slys við tryggingaskyld störf.
Þeir ríkisborgarar Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sví-
þjóðar, sem samningar þessir taka til og telja sig öðlast rétt til
örorkubóta eða fæðingarstyrkja 1. september n.k. eða síðar, eru
hérmeð áminntir um að snúa sér til Tryggingastofnunar ríkis-
ins eða hlutaðeigandi umboðsmanns hennar og (ef um fæð-
ingarstyrk er að ræða) til sjúkrasamlags dvalarstaðarins.
Þeir íslenzkir ríkisborgarar, sem dveljast í Danmörku, Finn-
landi Noregi eða Svíþjóð og uppfylla skilyrði samninganna,
hafa sama rétt til greiðslna vegna skertar starfshæfni og til
fæðingarstyrkja í dvalarlandi sínu og þarlendir ríkisborgarar.
Reykjavík, 15. ágúst 1953.
TRYGGINGARSTOFNUN RÍKISINS
Vélritunarstúlka
óskast á skrifstofu bæjarfógeta frá og með 15. sept. n.k. Byrj-
unariáun kr. 1.879,00 á mánuði, að öllum uppbótum meðtöldum.
Umsóknir, þar sem greina skal aldur umsækjanda, menntun og
fyrri störf, ber að senda til skrifstofu bæjarfógeta fyrir 10. sept. n.k.
BÆJARFÖGETINN
allar stærðir, nýkomnir.
VERZLUN SIG. FANNDAL
Atvinna
Starfsstúlku vantar á Sjúkra-
hús Siglufjarðar.
Umsækjendur snúi sér til yfir-
hjúkrunarkonunnar.
BÆJARSTJÓRI
Innilegar hjavtans þakkir
til allra, fjœr og nær, sem
auösýndu mér vináttu á 8ð
ára afmæli mínu með heim-
sóknum, skeytum og gjöfum.
GuS blessi ykkur öll.
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR
(j£ Jaröarför Hilmars Jónssona/ fór
fram í Siglufjarðarkirkju lagardag-
inn 20. iþ.m. að viðstöddu fjðímenni.
1 kirkjunni talaði séra Kristinn
Stefánsson prestur fríkirkjusafnaðar-
ins- í Hafnarfirði, en sóknarprestur-
inn séra Kristjón Róbertsson jarð-
söng.
Athöfnin fór virðulega frain,
«