Siglfirðingur


Siglfirðingur - 27.08.1954, Page 4

Siglfirðingur - 27.08.1954, Page 4
4 SIGLFIRÐINGUR Glæsilegasta hlutavelta ársins Hin árlega hlutavelta Sjálfstæðiskvennafélags Siglufjarðar verður haldin í Alþýðuhúsinu á morgun (laugardag 28. ágúst) og hefst klukkan 3 e.h. — Meðal vinninga eru: Farseðill til Reykjavíkur á fyrsta farrými með Eimskip. Vandað dívanteppi. Olía Farseðlar með bifreiðum út um sveitir landsins. Síld í kútum. Silfurmunir Myndatökur Hárklippingar Hárlagningar Og margt íleira af eigulegum og- gagnlegum vinningum. Sérstakt borð með mörgu skemmtilegu fyrir börnin. — Komið og dragið og þér munuð ekki verða fyrir vonbrigðum. — Komið tímanlega og forðist alla ös. HLUTAVELTUNEFNDIN KLAUFALEG SKRIF (Framhald af 1. síðu) alltaf verið og ætti hann því annað betra skilið en að vera hrakinn úr því starfi, sem hann hefir um hríð gegnt af alkunnum dugnaði og samvizkusemi. Lík- lega hefir þeim framsóknarhetj- unum láðst að hrósa Sigurði við þessa .tvo framsóknarráðherra, en hrósað Ragnari þeim mun meir í þeirra eyru. Vonandi er þó, að framsóknarhetjurnar taki sig á og komi því til vitundar húsbænda sinna fyrir sunnan, að Sigurður Kristjánsson eigi það skilið, að hann verði að fullu bættur missir þess starfs, sem hann var sviptur vegna Ragnars Jóhannessonar. Þeim mönnum, sem sekir ger- ast um misgerðir við aðra menn, stendur það næst að bæta fyrir þær. Það gæti að öðrum kosti orðið úrlausnarefni fyrir dóm- stóla, hvort ekki hefðu þeir Ey- steinn og Skúli gerzt fullnærgöng- ulir við gildandi lög með ráð- stöfunum sínum til þess að koma Sigurði Kristjánssyni úr starfi sínu og hætt væri þá við, að ríkissjóður yrði enn að blæða, vegna fullmikils áhuga Fram- sóknar fyrir að sjá skjólstæðing- um sínum fyrir störfum, launuð- um af ríkissjóði. En ekki meira um það að sinni. III. Á einum stað í þessum ein- stæðu Einherjaskrifum er tekið dæmi, sem sanna á, að starf full- trúa skattstjórans á Akureyri sé í rauninni ekki sama starfið og hið nýstofnaða skattstjórastarf, og sá, sem gengdi fulltrúastarf- inu eigi því ekki heimtingu á skattstjórastöðunni nýstofnuðu. Er dæmið sett þannig upp, að spurt er hvort fulltrúi bæjarfó- geta ætti heimtingu á að verða veitt bæjarfógetaembættið, ef bæjarfógeti léti sjálfur af störf- um, af því að fulltrúinn hefði gegnt sömu störfum og fógetinn. Þetta dæmi er alveg út í loftið. Ef bæjarfógeti léti af störfum, myndi fulltrúi hans væntanlega ekki um leið verða rekinn frá starfi sínu eða starf hans lagt niður. En væri svo, að starf full- trúa bæjarfógeta (eða starf full- trúa skattstjórans á Akureyri) væri lagt niður ætti hann heimt- ingu á því, að honum væri séð fyrir sambærilegu starfi hjá hinu opinbera. Hinsvegar má benda framsóknarrithöfundinum, — sem hér með er ráðið til að hætta að rita um lögfræðileg efni vegna bersýnilega takmarkaðrar þekk- ingar á þeirri fræðigrein, — á annað dæmi, sem er alveg hlið- stætt því, er starf fulltrúa skatt- stjórans á Akureyri er lagt niður og hér stofnað sérstakt skatt- stjóraembætti, og er það svona: Þegar maður hefir gegnt log- reglustjórastarfi í einhverjum kaupstað af dugnaði og sam- vizkusemi, en síðan er umdæmið, sem hann hefir verið lögreglu- stjóri í gert að sérstöku bæjar- fógetaumdæmi í engum tengslum við það umdæmi, sem það áður heyrði til, svo sem t.d. átti sér stað nýlega með Akranes og Keflavík, — þá á sá, sem gegnt hefir lögreglustjórastarfinu, ef ekki lagalega, þá að minnsta kosti siðferðilega kröfu á því, að hann verði skipaður í hið nýja og veglegra starf. Það er heldur ekki vitað til, að þeim, sem veit- ingavaldið höfðu, þegar Akranes Frá Samnorrænu- sundkeppflÉil s Slgfei- firl! I dag hafa synt 529 manns. — Það má teljast mjög ótrúlegt, þar sem 926 syntu 1951. Hvað veldur? Eftir því, sem ég kemst næst, þá virðist engu um að kenna öðru en áhugaleysi fólksins. Þegar sundkappnin byrjaði í vor, gerði ég mér bjartar vonir um að minnsta kosti 1000 Sigl- firðingar syntu 200 metrana, — Byggði ég vonir mína á tvennu: í fyrsta lagi: Mjög margir hafa lært sund frá því 1951, og í öðru lagi: Hagkvæmara er nú að synda vegalengdina, þar sem að nú má nota hvaða sund sem er, eða með öðrum orðum, háegt er að hvíla sig á sundinu með því að breyta um sundaðferð. Nú langar mig til að birta nokkrar tölur, sem sýna áhuga- og viljaleysi fólksins. Nú mun hafa synt 91 karlmaður eldri en 18 ára, 1951 275. Konur 50, 1951 137. Nú eru þessar tölur ekki allskostar nákvæmar, því stór hópur hefur flutzt yfir það ald- urstakmark, sem ég miða þessar tölur við, svo raunverulega eru það töluvert á 4 hundrað karl- menn, eldri en 18 ára, sem eiga að geta synt 200 metrana, og hjá konum á það að vera töluvert á 2 hundrað eða um 200. Því verð- ur dæmið þannig, að af þessum tæpum 6 hundruðum hafa aðeins 141 synt. Getur það verið ömur- legra. Eg held varla. Ef þetta heldur áfram, þá verð ur lítill sómi af sundkeppninni hjá Siglfirðingum. Siglfirðingar tala oft um getu- leysi íþróttamanna sinna, þegar þeir mæta í keppni. En nú skul- um við virða fyrir okkur stað- reyndina, þegar heildin á að leysa. af hendi ekki erfiðari þraut en það að syna eina 200 metra og ráða því sjálfur hvaða sund er og Keflavík voru gerð að sér- stöku bæjarfógetaumdæmi dytti annað í hug en að veita þeim hin- um sömu, sem áður höfðu farið þar með lögreglustjórastörf, hin nýju embætti. Svo átti það einnig að vera, þegar fulltrúastarfi skattstjórans á Akureyri hér var breytt í sérstakt skattstjórastarf. En það er svo margt, sem fram- sóknarhetjunum hér dettur í hug að biðja bróður Eystein og Skúla um, þótt ekki sé það, sem um er beðið kannske alltaf að öllu leyti löglegt eða heiðarlegt gagnvart öðrum mönnum. Stundum eru þeir bænheyrðir, stundum ekki. Að þessu sinni komu hetjurnar vilja sínum fram — illu heilli. notað, og ekki er „startið" til þess að reka á eftir. Nei, það er ekki gott fyrir þann að kasta steini, sem í glerhúsi býr. Bæjarstjórnin hefur ákveðið, að sundlaugin verði opin til 15. sept., svo að Siglfirðingar geti eitthvað bætt við hina hörmu- legu lágu tölu, og verður því laugin opin aðeins frá kl. 2 e.h. til kl. 7 e.h. frá 1. sept. til 15. sept. Eg hef nú skýrt frá heldur leiðinlegum staðreyndum, ep sannleikurinn er sagna beztur, því vil ég nú í sjðasta sinn hvetja og skora á alla þá, sem syntu síðast, að ljúka þessum létta leik, með því að synda 200 metrana. . Við bíðum út við sundlaug eftir þeim, sem ekki hafa lokið 200 metrunum. Nafnaskráin frá 1951 sýnir, hverjir það eru. Helgi Sveinsson 3 herbergi, baðherbergi, eldhús, búr, stór geymsla, þvottahús. — Miðstöð aðeins fyrir hæðina, sér- inngangur og annað fyrir þvotta- hús og geymslu. Alít á sama gólfi. Mjög lítil útborgun og hagkvæm- ir greiðsluskilmálar, sem sam- svara lágri leigu. Allar nánari upplýsingar gefur SOPHUS ÁRNASON Nýkomnar ýmsar gerðir af NIVAD lierra- og dömuúrum. Ura og skartgripaverzlun KRISTINS BJÖRNSSONAR Bsrnaskóiabörn! Góðir, ódýrir sjálfblekungar. LITLABÚÐIN Ódýru barnanærfötin komin aftur, allar stærðir. Vattstungið fóðurefni, kc. 28,00 metrinn. Nylonsloppaefni, tvær teg. Tvinni, svartur og hvítur Blúndur o.fl. o.fl. Herranærbuxur, síðar kr. 33,90. Verzlun Túngata 1

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.