Siglfirðingur


Siglfirðingur - 15.07.1955, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 15.07.1955, Blaðsíða 1
13. tölublað. Föstudagurinn 15. júlí 1955 | a ¥ m á I Elliheimilismálið o.fl. Það er langt síðan, að gerð var áætlun um að koma upp þremur byggingum hér í bæ, þ.e. barna- skóla, gagnfræðaskóla og nýju sjúkrahúsi. Full þörf mun hafa verið fyrir þessar byggingar. — Vegna örar fólksfjölgunar í kaup- staðnum reyndist húsrúm í gamla barnaskólahúsinu vera orðið lítið.. !Þegar ákveðið var að setja á stofn gagnfræðaskóla, vantaði húsrúm handa honum, en um þær mundir, sem mönnum datt í hug að koma honum upp var nýja kirkjan í smíðum eða nýbyggð, og þá var horfið að því ráði að búa út hús- rúm handa skólanum á kirkju- loftinu. Þetta átti að vera bráða- birgðaráðstöfun. Skólinn hefur nú átt þarna heimili við þröngan kost um 20 ára skeið. Nú hefur, svo sem kunnugt er, verið byggt myndarlegt hús handa skólanum, sem á næstunni verður tekið til af nota. Þar með er það mál leyst. Nokkra undanfarna vetur hef- ur þurft að . leigja húsrúm utan barnaskólans vegna barnafjöld- ans, sem þangað hefur sótt. Hefur það haft ýmis óþægindi í för með sér, og svo hinsvegar var gamli barnaskóhnn ekki að öllu leyti tal- inn hentugur sem kennsluhús. — Þessi vandkvæði hefur þótt nauð- synlegt að leysa, og er nú verið að gera ýmsar breytingar og við- bótarbyggingu við barnaskólahús- ið og ætlazt til, að með því fáist rúmbetra og hentugra kennslu- pláss. i Förinni var f restað. Svo sem lesendum blaðsins um kunnugt var fyrirhuguð skemmti- ferð sjálfstæðisfélaganna um Skagafjörð sunnudaginn 10. júlí s.l. og var tilkynnt þátttaka all- góð. i Bétt fyrir helgina skeði sá ánægjulegi, en að sumu leyti óvænti atburður, að það mikið síldarmagn barst hér á land, að skortur varð á vinnuafli, bæði karla og kvenna, á síldverkunar- stöðvunum. Fóru þá ýmsir þess á leit, að förinni yrði frestað meðan svo til hagaði í atvinnulífinu og var svo gert, enda taldi ferða- nefndin ekki rétt að efna til slíkr- ar ferðar eftir að ljóst var orðið, að vinnuafl skorti til að bjarga „verðmætum. Sjúkrahúsið er orðið gamalt. — Hefur það á seinni árum ekki þótt fullnægjandi, sérstaklega þegar til sjúkrahússins hafa komið ýmis- konar lækningatæki, sem nútíminn hefur krafizt að væru fyrir hendi. Hefur tilfinnanlega vantað pláss fyrir þau og ltíil eða engin skil- yrði fyrir hendi fyrir sjúkrahús- læknirinn að vinna með þeim. — Engin bót hefur verið á þessu ráðin enn. 1 síðasta tbl. „Siglfirðings" birt- ist grein um Elliheimilismálið eftir Halldór Kristinsson héraðs- læknir. Var um þetta þýðingar- mikla mál rætt með festu í fullri alvöru, og athyglisverðum rök- semdum. Héraðslæknirinn leggur þar til mála, að byggð verði álma við sjúkrahúsið ,og þar hafi bæki- stöð sína elliheimili og heilsu- verndarstöð. Hér er vikið að þessu þýðingar- mikla máli og hjartfólgna hugðar- efni siglfirzkra kvenna og raunar allra Siglfirðinga, byggingu elh- heimilis á alveg sérstakan og eftirtektarverðan hátt. Ef tekið væri til rækilegrar yfirvegunar það, sem héraðs- læknirinn hefir lagt til þessa máls í umræddri grein, mætti vera, að lausn málsins yrði ákjósanleg. Samband nngra Sjálfstæðismanna 25 Um þessar mundir eru 25 ár liðin frá því að stofnað va* Samband ungra Sjálfstæðismanna á Þingvöllum við öxará. Þá voru félögin fá og heildarmeðlimatala þeirra smá, aðeins 1100. Nú eru samtökin fjölmciinustu félagasamtök íslenzkrar æsku, sem við stjórnmál fást; félagatala Heimdallar eins um 3000, en það félag hafði forgöngu um stofnun sambandsins. Kjarninn í hugsjón samtakanna var og er: frelsi þjóðar- innar út á við og frelsi einstaklingsins innan þjóðfélagsins, al- hliða framfarir með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Þetta sjónarmið á grundvöll í sögu þjóðarinnar sjálfrar, sem vegnað hefur því betur, þjóðfélagslega og menningarlega, sem þjóðar- heildin var óháðari framandi þjóðum og hendur einstaklingsins og hugur óbundnari innan þjóðfélagsins sjáli's. Ur röðum ungra Sjálfstæðismanna hafa komið flestir for- ystumemi Sjálfstæðisflokksins, þeir sem í fararbroddi ganga nú, enda byggist fylgi og áhrif fiokksins, í nútíð og framtíð, á stuðningi æskunnar, þeim síunga æskuþrótti, sem í stefnunni sjálfri felst og Sambandi ungra Sjálfstæðismanna, er tengir flokkinn við framtíðina og þá, sem erfa landið. Þessvegna er ástæða til þess nú, eftir aldarfjórðungsstarf samtakanna, o gmeð hliðsjón af styrk þeirra og þrótti, að vænta þess, að vestrænt lýðfrelsi, menning og framfarir eigi enn eftir að verða leiðandi afi íslenzkrar þjóðar um langa framtíð. Vatnsveitan. iUm skeið hefur látlaust verið unnið a ðsvonefndri Hólsdalsveitu. Vonandi verður þessu verki lokið síðla þessa sumars. Má þá búast við, að það vatnsmagn flytjist til bæjarins, að ekki komi til, að það þrjóti í húsum á efri byggð, þó hraðfrystihús og verksmiðjur verði í gangi. í vor og- sumar hefur hópur manna unnið við og við að því að gera við vatnsæðakerfið á ýmsum stöðum á Eyrinni. Hafa vatns- pípurnar víðast hvar verið ónýtar eða upptærðar á köflum. Sums- staðar hefur vatnið komið upp á (Framhald á 2. síðu) MIKILL MENNINGARVIÐBURÐUR Almenna bókaféíagid stofnað af helztu skáldum, rithöíundum oít menn- ingarfrömuðum þ.ióðarinnar. Það fór vel á því, að á þjóð- hátíðardagurinn skyldi valinn til þess að kunngera 'íslendingum stofnun Almenna bókafélagsins. Öndvegis skáld, rithöfundar og menningarfrömuður íslenzkrar samtíðar bindast samtökum um útgáfufélag, sem efla á menningu þjóðarinnar, svala skáldskapar og fræðsluþorsta hennar með úrvals- ritum við vægu verði. Nöfn stofnenda Almenna bóka- félagsins gefa fyrirheit, sem vek- ur eftirvæntingu og nokkra for- vitni um framtíðarverkefni. Þjóð- skáldin Davíð Stefánsson og Tóm- as Guðmundsson, rithöfundarnir Gunnar Gunnarsson, Kristmann Guðmundsson og Guðmundur Haglín, menningarfrömuðurnir Bjarni Benediktsson, menntamála- ráðherra, Þorkell Jóhannesson há- skólarektor, Alexander Jóhannes- son próf essor og Þórarinn Björns- son skólameistari — svo nokkur nöfn séu nefnd — gefa ástæðu til að vænta veglegs starfs. Þessir menn eru ósammála um margt, sem óþarfi er fram að taka um frjálsa menn, en það er einmitt frelsið, bókmenntalegt og menningarlegt frelsi, sem bindur þá saman í Almenna bókafélaginu, og þeir vilja tileinka þjóðinni allri með auknum menningarþroska og sjálfsvirðingu. Megi vorþeyr alda- mótakynslóðarinnar og sól hins komandi tíma gefa þessum merka menningarmeiði, sem nú skýtur rótum í hugi og hjörtu álþýðu þessa lands, gróðrarmátt og gengi, þjóðinni til þroska og list- inni til frjórra lífs. Sú er ósk þeirra, sem bókmenntum unna, tíl Heildarsöltunin áSiglufirði. á Siglufirði að kvöldi þess ^.2. jú nam 17.837 tn. og skiptíst þannig á stöðvarnar: Söltunarstöðin ........................ 534 Samvinnufélag Isfirðinga .... 28 Njörður h.f............................. 165r. Söltunarstöðin Nöf................ 88íi Þóroddur Guðmundsson .... 166 Söltunarstöðin Sunna............ 935 Reykjanes h.f..................... 1.684 Dröfn h.f................................. 981 Isafold s.f............................... 1382 Jón B. Hjaltalín .................... 83 Kaupfélag Siglfirðinga........ 1309 iKristinn Halldórsson ............ 84 Islenzkur fiskur h.f............. 905 Hafliði h.f. ............................ 1723 Ólafur Ragnars h.f............. 339 Sigfús Baldvinsson ............ 1291 Óli Hinriksen ...................... 1.081 Gunnar Halldórsson ............ 962 Hrímnir h.f............................. 284 Pólstjrnan h.f...................... 1579 17.837 Eftir verkun skiptist sfldin þannig: Cut-síld................................ 604 Sikursíld ...."..............;......... 12.785 Kryddsíld..................,.:...... 4.448 handa félagi þessu. Framkv.stj. Almenna bókafé- lagsins er Eyólfur K."Jónsson, lög fræðingur, sem lesehdum „Sigl- firðings" er kunnur fráatarfi síny við þetta blað.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.