Siglfirðingur - 06.12.1956, Qupperneq 4
I SIGLFIRBINGUR
Rausnarleg gjöf til
Sjúkrahúss Siglufjardar
Kvenfélag Sjúkrahúss Siglu-
fjarðar hefur nú gefið sjúkrahús-
inu 25 sjúkrarúm af nýjustu gerð.
Ennfremur hefur félagið fest kaup
á útvarpsviðtækjum í hverja
sjúkrastofu, og munu þau verða
sett upp nú fyrir jólin.
Fyrir þremur árum, eða nánar
sagt 22. nóv. 1953, 'bundust konur
hér í bæ félagssamtökum, sem
hlaut nafnið Kvenfélag Sjúkra-
húss Siglufjarðar. Tilgangur fé-
lagsins var sá að vinna að bættum
starfsskilyrðum fyrir sjúkrahús-
lækni og hlynna að sjúkrahúsinu
á ýmsan hátt.
Aðalhvatamaður að stofnun þessa
félags var frú Bjarnveig Guð-
laugsdóttir, og var hún formaður
félagsins frá stofnun og þar til á
þessu ári, að hún flutti héðan bú-
ferlum.
Það má segja, að fyrsta átak
félagsins, þó að það hafi máske
ekki verið forml. stofnað þá, hafi
verið að kaupa ný röntgentæki
handa Sjúkrahúsinu. Var það gert
fyrir fé, sem safnaðist með al-
mennri fjársöfnun. Tæki þessi
hafa verið í notkun í sjúkrahús-
inu síðan; hafa þau reynzt vel og
talin vera af fullkomnustu gerð.
Félagið hefur ekki verið að-
gerðarlaust. Nú hefur það gefið
sjúkrahúsinu 25 sjúkrarúm. Var
þörf orðin á nýjum rúmum. —
Gömlu rúmin orðin gömul og
gamaldags og farin að láta á sjá.
Laugardaginn 24. nóv. kom
stjórn kvenfélagsins saman á
sjúkrahúsinu og afhenti þá form-
lega þessa rausnargjöf. Þangað
hafði stjórnin boðið fréttamönn-
um. Sjúkrarúmin eru af nýjustu
gerð, heldur lengri og hærri en
gömlu rúmin. — Rúmbotninn er
hreyfanlegur og má breyta legu
hans eftir þörfum sjúklingsins. Á
hægri rúmbrík er handfang, sem
sjúklingurinn getur gripið i og með
litlu átaki, breytt stöðu botnsins
og hagrætt eftir vild, t.d. má
hækka höfðalagið svo að sjúkl-
ingurinn sitji uppréttur o.s.frv.
Rúmin eru falleg, hvítlakkaðir
gaflar og botn, og rúmbríkur
krómaðar. Þau eru á hjólum og
þægilegt að færa þau til á sjúkra-
stofunum. Þau kostuðu um 56
þúsund krónur.
Kvenfélag Sjúkrahússins hefur
starfað markvisst að því að
hrinda sínum hugðarefnum í
framkvæmd. Það hefur aflað sér
fjár til þessara unnu átaka með
ýmiskonar fjáröflunarleiðum. Það
hefur árlega haldið myndarlegan
bazar, og auk þess stofnað til
hlutaveltu og happdrættis. Einnig
hefur til félagsins runnið ágóði
af dansleikjum á gamlaárskvöld-
um. Þá hefur félagið hafið sölu á
fermingarskeytum og yfirleitt öll-
um heillaskeytum, og mun sú sala
hafa fært því allgóðar tekjur. I
sambandi við sölu heillaskeytanna
er rétt að nota tækifærið og minna
bæjarbúa á, að heillaóskaskeyti
félagsius eru alltaf til sölu í
Bókaverzlun Hannesar Jónas-
sonar.
Stjórn Kvenfélags Sjúkrahúss
Siglufjarðar skipa nú: Frú Hildur
Svavarsdóttir, formaður; frú
Kristín Þorsteinsson, gjaldkeri,
frú Ragnheiður Sæmundsson, rit-
ari; meðstjórnandi frú Dagbjört
Einarsdóttir.
1 samtali við stjórn félagsins
um þennan glæsilega árangur af
starfsemi félagsins, kom í ljós,
að hann væri að þakka ágætum
stuðningi bæjarbúa, þó sérstak-
lega allra lcvenna í bænum. Það
hefði verið gott að leita til þeirra.
Þær höfðu af heilurn huga veitt
ýmiskonar hjálp, fært félaginu
gjafir og framlög ýmiskonar. —
Hefði það gjört fjáröflunarstarfið
framkvæmanlegt, ásamt góðri og
ljúfri samvinnu. Kvaðst stjórnin
0 VITAÐ VAR frá fyrstu, að
vandræðastjórn vinstri flokkanna
yrði ekki langlíf í landinu, enda
andmælti hún í verkum því, sem
hún staðhæfði í orðum. Hún þótt-
ist m.a. kunna skjót ráð í efna-
hags- og atvinnumálum. Fram til
þessa hafa ráð hennar verið að
gera ekki neitt. Hún taldi „milli-
liði og auðfélög“ orsök dýrtíðar,
sem nú skyldi niður færð, án
fórna vinnustéttanna, á kostnað
„milliliðanna“. Síðan var 6 vísi-
tölustigum rænt af launþegum,
kaup þeirra bundið, þrátt fyrir
hækkaðan framfærslukostnað. En
hvað um milliliðina? Flytjendum
olíu var, fyrir sofandahátt sjávar-
útvegsmálaráðherra, leyft að
hækka flutningskostnað á olíu,
sem þýðir kr. 2.000,00 hækkaðan
dagkostnað hvers togara.
Þannig skapaði vinstri stjórnin
heilbrigðan rekstrargrundvöll tog-
araútgerðarinnar! Þegar, eftir til-
tölulega stutta, en þó vissulega
of langa, stjórnarforystu Her-
manns Jónassonar hefur atvinna
sýnilega dregist saman og vöru-
þurrð hefur gert vart við sig á
sumum tegundum varnings, sem
áður var nóg af á markaðinum.
0 VARNARMÁLIN voru aðal-
vilja færa öllu sinu ágæta stuðn-
ingsfólki alúðarfyllstu þakkir.
Einnig gat stjórn félagsins þess,
að okkar ágæti sjúkrahúslæknir,
Ólafur Þ. Þorsteinsson, hefði verið
þeim hollráður ráðunautur, stutt
þær og leiðbeint í starfinu.
Stjórnin virtist vera ánægju-
lega hugreif, full áhuga að lyfta
einu Grettistakinu enn, nægileg
verkefni væru fram undan, m.a.
að koma upp nýju sjúkrahúsi, og
að því yrðu allir að leggja sinn
skerf til.
Að lokum gat stjórn félagsins
þess, að hún hefði þegar fest
kaup á 5 útvarpsviðtækjum, sem
nægja fyrir hlustunartæki í stof-
unum uppi. Bjóst við, að þau
kæmust upp fyrir þessi jól. Loft-
net fyrir tækin hafa þegar verið
sett upp.
Bæjarráðsmaður Ragnar Jó-
hannesson kvaddi sér hljóðs og
ávarpaði stjórn félagsins fyrir
hönd bæjarstjórnar og þakkaði
þessar rausnarlegu gjafir. —
Þ. Ragnar Jónasson, gjaldkeri,
settur bæjarstjóri og umsjónar-
maður Sjúkrahússins, þakkaði f.h.
Sjúkrahússins hinar góðu gjafir.
Fór hann nokkrum orðum um
Sjúkrahúsið. Taldi hann starfs-
skilyrði fyrir lækna, hjúkrunarlið
(Framhald á 3. síðu)
mál vinstri flokkanna í kosning-
unum. Ástand í alþjóðamálum
átti að vera það tryggt, að ekki
gæti upp úr soðið, svo varnir á
Islandi væru óþarfar og varnarlið
Atlanzhafsbandalagsins skyldi
þegar á brott. Nú, þegar þetta er
ritað (26. nóvember), og viðræð-
um og samningum vinstri stjórn-
arinnar við Bandaríkjamenn um
dvöl liðsins er lokið, án þess þó
að niðurstöður þeirra viðræðna
séu kunnar orðnar, þykir samt
víst, að vinstri stjórnin hafi horfið
frá fyrri afstöðu, sem betur fer.
Innan vinstri stjórnarinnar eru
skoðanir sagðar mjög skiptar, sér
í lagi í utanríkismálum, og megn
óánægja grefur um sig í her-
búðum stjórnarflokkanna. Ýmsir
spá því, að óánægjan með sam-
starfið við kommúnista og algert
ráðleysi stjórnarinnar í þeim
málum, er stuðningsmenn hennar
ætluðust til úrbóta í, sé vaxandi
og grafi stöðugt um sig — og
svo sé nú komið, að til stórra tíð-
inda kunni að draga.
Það, sem helzt styður þessa til-
gátu er, að til lengdar getur eng-
inn flokkur starfað með komm-
únistum að utanríkismálum, vilji
hann teljast ábyrgur og þjóðholl-
Eru dagar vinstri stjórnar
innar senn taldir?
Klofnar ríkisstjórnin á afstöðunni til utanríkis-
og varnarmála ?
Ótrúlegt en satt?
Q Á sínum tíma, þegar kommún-
istar komu til dyranna eins og
þeir voru klæddir, og flokkur
þeirra hét enn Kommúnistaflokk-
ur Islands, var Áki Jakobsson sá
í flokknum, sem lengst stóð til
vinstri og mest dáði Moskvuvald-
ið. Er staðhæft af gömlum bolsé-
vikkum, að Áki hafi þá tekið þátt
í að kæra til Kreml þá Brynjólf
Bjarnason og Einar Olgeirsson
fyrir of milda túlkun marxismans!
Já, ekkert er stöðugt undir sól-
inni, sízt í stjórnmálunum!!
Flokksþing Alþýðuflokksins.
0 Flokksþingi Alþýðuflokksins er
nýlega lokið. Enn hafa orðið for-
mannsskipti í þeim flokki. Að
þessu sinni baðst þó fyrrverandi
formaður undan kosningu (var
ekki rekinn úr flokknum eins og
Hannibal!) Hinn nýkjörni for-
maður flokksins heitir Emil Jóns-
son, þingmaður Hafnfirðinga. —
j Gylfi sá, sem sagði Siglfirðingum
söguna um naglasúpuna (að vísu
ekki rétt með farna) var ritari
■kjörinn, en varaformaður Guð-
mundur 1. Guðmundsson, núv.
utanríkisráðherra.
Hinn pólitíski matgoggur.
9 Stór voru orðin kommanna
fyrir kosningar. Herinn skyldi á
brott, laun launþega hvorki bund-
in né skert, efnahagsmál leyst á
kostnað milliliða o.s.frv. o.s.frv.
Kommúnistar í ríkisstjórn hafa
síðan etið ofan í sig orð sín öll af
græðgi slíkri, sem minnir á mat-
menn mikla eða langsoltna hunda.
Þar sem þeir sitja nú í ráð-
herrastólunum, hafandi sporð-
rennt sínu síðasta stóryrði, minna
þeir átakanlega á hina kunnu
leiksviðspersónu Þorstein mat-
gogg, þann sem mælti að áti
loknu: „Það vildi ég, að ég væri
sofnaður, vaknaður aftur og far-
inn að eta!“
Allt til jólabakstursins
Meira að segja Quis-korn.
GESTUR FANNDAL
ur. Framkoma hins alþjóðlega
kommúnisma á erlendum vett-
vangi síðustu vikurnar, samfara
kröfu íslenzkra kommúnista um
varnarlaust Island, hlýtur — já,
bókstaflega hlýtur, fyrr eða síðar,
að skilja veg þeirra og lýðræðis-
sinnaðra stjórnmálamanna hér á
landi. Og sannleikurinn er sá, að
þjóðarsómi íslendinga er undir
því kominn þessa dagana, að hinn
kommúnistisku óþrif verði þvegin
af íslenzku ríkisstjórninni.