Siglfirðingur


Siglfirðingur - 16.03.1961, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 16.03.1961, Blaðsíða 4
4 FJAULA-EYVINDUR (framhald aí 5. síðu). kunnugleika á. En allt um það dregur enginn í efa, sem til þekkir, að betri mann til að setja á svið Fjalla-iEyvind hefði ekki verið hægt að fá. — Gunnar Hansen mun manna kunnug- astur verkum Jóhanns Sigurjóns- sonar. Og djúp virðing leikstjór- ans fyrir skáidinu leynir sér ekki. Hann leggur áherzlu á skýra og fágaða framsögn, svo spakmæli, sögur og hinar fögru landslags- lýsingar njóta sín vel. Búningar eru litríkir, aillt að vilja og í anda skáldsins. Tjöldin hefur leikstjór- inn teiknað en Herbert Sigfússon málað og eru þau all nýstárleg, og öðruvísi en Siglf. eiga að venjast. En eitt vantar og það er eðlilegra stormhljóð í 4. þætti og betri fossniður í þeim þriðja. En allt eru þetta í rauninni smáat- riði, sem á engan hátt snerta túlkun og meðferð, en tækniatriði sem gerðu myndina skýrari. Það er vitað mál, að mest rækt hefur verið lögð við þrjú aðal- hlutverkin þ.e. Höllu, Eára og Ames. Leikritið stendur og fellur með 'þessum persónum, og þar sem þær koma saman í 3. og 4. þætti hækkar aht og stækkar, og þar finnst mér leikur þeirra frú önnu Magnúsdóttur í hlutverki Höllu, Eiríks Eiríkssonar í hlut- verki Kára og Júláusar Július- eonar í (hlutverki Amesar , ná fullri reisn og vera með ágætum. Aðrar persónur, svo sem Þór- arinn Hjáhnarsson í hlutverki Björns hreppstjóra, Gásli Þor- steinsson í hiutverki Jóns bónda og Helgi Vilhjálmsson í hlutverki Amgrims holdsveika em og með égætum. Sama má og segja um hin önnur smærri hlutverk og em hVergi mistök í ieikmeðferðinni, og öllum leikendum til stór sóma. Frumsýning Fjalla-Eyvindar var föstudaginn 10. marz við hús- fylli og mikla hrifingu áheyrenda. iVar það og til hátáðabrigða, að Sigurjón Sæmundsson, 'bæjarstjóri stóð upp að lokinni sýningu og færði Leikfélagi Siglufjarðar árn- aðaróskir bæjarfélagsins og bæj- arbúa og færði leikfélaginu að gjöf firnm þúsimd krónur frá bæjarfé- iaginu sem iþakklætis og virðingar- vott fyrir vel unnið starf s.l. 10 ár. Sáðan hylltu leikhúsgestir ieik- endur, leikstjórann og leikfélagið með ferföldu húrrahrópi. Stein- dór Hannesson, fonm. leikfélags- ins þakkaði ámaðaróskir og gjafir f.h. félagsins. öll var þessi sýning minnistæð og áhrifarík öllum, sem sáu. Leikfélag Sigluf jarðar stendur nú ótvlrætt á krossgötum. Eftir þetta verða þvá engin vettlingatök leyfð á leiklistarsviðinu. Það hef- ur sýnt, að það hefur vilja og get una til afreka, og ekki er að efa að það haldi áfram að sækja á SIGURDUR JOHSSOH Fyrrv. bóndi í Skarðdal. Hann andaðist að heimiii sánu hér, á Hverfisgötu 16, 9. jan. sl., eftir stutta legu. Sigurður var fæddur 29. ágúst 1883, að Knappstöðum i Stíflu. Hann var sonur Jóns Sigurðslson- ar fyrrv. oddvita Holtshrepps, bónda að Hlugastöðum á A.-Fijót- um, og konu hans, Guðfinnu Gunnlaugsdóttur. Jón var þingeyingur að ætt, ná- skyldur Jakobi Háifdánarsyni kaupfélagsfrömuði, fluttist ungur í Fljótin með séra Páii á Knapp- stöðum og var fósturisonur prest- hjónanna. Guðfinna var Ólafsfirðingur að ætt, alsystir Jóns fyrrum bónda á Mjóafeili, og fleiri voru þau systkini þó eigi séu (þau hér taiin. Guðfinna og Jón voru mestu myndarhjón. Var Jóni faJin ýmis trúnaðarstörf í sveitinni. Þótti hann traustur maður. Guðfinna var, sem ættmenni hennar, bú- kona góð og með afbrigðum dug- ieg. Sigurður ólst upp á heimili for- eldra sinna ásamt systkinum sinum til fullorðins ára. Árið 1906 gefck Sigurður að eiga heitmey sána, Bjömóníu Hall- grímsdóttur, Bjömssonar frá 'Vák i Héðinsfirði, mestu ágætis- og myndarkonu. Þau hófu búskap að Hólum í A.-Fljótum og bjuggu þar í 4 ár. Þá keyptu þau Bjam- argil í sömusveit, fluttust þangað og bjuggu þar í 11 ár. Svo sem menn muna, urðu árin eftir fyrri heimsstyrjöld mörgum bóndanum all erfið. Sífelldar verðsveiflur á brattann, svo fremi sem bæjar- búar sýna þvi ekki tómlæti. Er það þvá einlæg ósk undirritaðs, að bæjarbúar haldi áfram að troð- fylla leikhúsið þær sýningar, sem eftir eru. En í lok næstu viku fer svo leikfélagið ieikför til Akureyrar og hyggst sýna þar a.m.k. þrisvar sinnum, og er beðið þar eftir þvá með mikilli eftirvæntingu, svo góðan orðstír gat það sér á höfuðstað Norður- lands um árið, er það sýndi þar Lénharð fógeta. Siglufjörður vill heita menningarbær, það væri því ekki vanzalaust fyrir íbúa þess, ef viðurkenning á því, sem vel er gert á menningarsviðinu kæmi frá utanbæjarfóM. Bezta afmælis- gjöfin til hins unga félags er þvá sú, að bæjarbúar troðfylli leikhús- ið á þær sýningar, sem eftir em. Það er viðurkenning á því, sem vel hefur verið gert og hvatning til áframhaldandi starfs á hærra þroskastig leiklistarinnar og menningarláfi byggðarlags okkar til sóma. P. E. — Nokkur minningarorð framleiðsluvörum bóndans, sem urðu þess valdandi að skuldir söfnuðust á búin. Sigurður fór ekki varhluta af þessu ástandi, en með því hann kunni illa við að eiga miklar skuldir yfir höfði sér, seldi hann Bjamargil og losaði sig frá öllum skuldakröfum. Fluttust þau þá að Lambanes- Reykjum og ibjuggu þar í 4 ár. Árið 1927 flytja þau að Skarðdal, en fóm þaðan að Sauðanesi á Ujpsaströnd og dvöldu þar hjá Gesti og Hallgrími í 3 ár, en fluttu aftur hingað 1944 og hafa verið hér isíðan. Þau Sigurður og Björnónía eignuðust 8 börn, 7 drengi og eina stúlku. Em þau böm öll sérlega myndarleg og mannvænleg og dugnaðarfólk hið mesta, eins og þau eiga kyn til. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það, að kostað hefur mikil umsvif og oft hefur verið annríkt hjá húsfreyju að koma þessum barnahópi upp. Efn- in vom aldrei mikil, en samhent voru þessi heiðurshjón og bjuggu vel og ánægð að sínu. Bæði vom þau greiðvikin og hjálpsöm, og munu margir, sem komu illa haldnir af Sigluf jarðar- skarði minnast gestrisni þeirra og góðrar aðhlynningar meðan þau réðu húsum í Skarðdal. Sigurður var að jafnaði hæg- látur maður, yfirlætislaus og prúður í framkomu. Góðmenni var hann, óáleitinn, en ef á hann var ieitað, var hann þybbinn fyrir. Hann var mjög vandaður maður, traustur og áreiðanlegur og naut hylh allra, sem kynntust honum. NYKOMIÐ! BLÓÐ-APPELSlNUR JAFFA-APPELSÍNUR DELECIOUS-EPLI DÖÐLUR I PÖKKUM FRUIT-BAR KEX EMMESS-ÍS KRISTMAR ÓLAFSSON Við fyrstu kynni var Sigurður frekar fár, eins og hann með var- kárni vildi kynnast manni, sem ávarpaði hann, en við frekari kynni breyttist hann og var þá skemmtinn og skrafhreifinn. Sigurður var vel meðalmaður á vöxt, þrekinn og jafnvaxinn. Hann var hraustleika maður og fylginn sér verkmaður ágætur og verk- laginn. Mun hann ungur hafa vanist störfmn, bæði til sjós og lands, því títt var á ungdómsár- um hans, að ungir meim voru látnir fara í hákarlalegur. Þótti hans rúm við þessi störf vel skipað. Heilsuhraustur var hann fram á síðustu ár, en þá bar á veilu fyrir brjósti, sem mun hafa stafað af ilangri umgengni í heyj- um. Slíkt virtist vera nokkuð al- gengt. Þessi brjóstveila varð þess valdandi, að hann þpldi ekki líkamlega áreynslu. En hann var andlega hress fram til hinztu stundar. Nú er hann genginn, þessi góði drengur og eftir lifir kona hans, sem var honum traust- ur lífsförunautur. Það er margs að minnast eftir 55 ára samstarf og farsælt hjónaband. Það vakti eftirtekt, að sjá þennan myndar- lega og mannvænlega barnahóp, ásamt móður sinni, fylgja föður sínum til hinztu hvíldar. Sótti það mjög á hug manns, hvílíku dagsverki þessi heiðurshjón hafa skilað þjóð sinni með því að koma þessum bömum upp sem góðum þj óðfélagsþegnum. Þó við verðum að játa, að Sig- urður hafi verið kvaddur héðan á honum hentugri stimd, ríkir þó söknuður í huga eiginkonu og barna og þeirra samferðamanna, sem kynntust honum, en slíkt mýkir og mildar sorg, að eiga ljúfar minningar um þennan trausta og góða mann. Blessuð sé minning hans. Andlátsfregnir Hinn 9. jan. sl„ lézt Kristmnndur Einarsson. Hinn 4. febr. sl., lézt Steinþóra Barðadóttir. Hinn 18. febr. lézt Sigurður Helgi Sævar Óskarsson. Hinn 28. febr. sl., lézt Jón Gunn- laugsson, rafvirkjameistari. Hinn 28. febr. sl., lézt frú Pórunn Jörgensen. Hinn 10 marz sl., lézt Jón Björns- son, trésmiðameistari. ÞAKKARÁVARP Hugheilar hjartans þakkir sendi ég ykkur öllum, nær og f jær, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjö- tugsafmæh mínu, 19. febr. 1961. iSérstaklega þakka ég starfs- bræðrum mínum og systrum hjá Pósti og Síma veglega gjöf. Sömuleiðis félögum mínum í Kvæðamanna- og Hagyrðingafé- laginu Braga. — Guð blessi ykkur öll. Guðlaugur Sigurðsson.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.