Siglfirðingur


Siglfirðingur - 17.08.1962, Page 4

Siglfirðingur - 17.08.1962, Page 4
4 SIGLFIRÐINGUR Föstudagur 17. úgúst 1962. Hvad er á döfinni í bœnum ? ÖRSTUTT SAMTAL VIÐ BÆJARSTJÓRA „Siglfirðingnr" snéri sér til bæjarstjóra og bar fram nokkrar spumingar, seon eru á ihvers manns vörum iþessa dagana. • Hvenær hefjast framkvæmdir við flóðvarnargarð- inn? Vitamálastjóri, sem liefur yfirumsjón með hafnar- framkvæmdum, var hér á ferðinni fyrir skemmstu, m.a. til að athuga og gefa leiðbeiningar um, á hvern hátt endurnýjun flóðvarn- argarðsins væri bezt hagað. Liggur nú fyrir teikning af verkinu í framhaldi af hingaðkomu vitamálastjóra sem lögð verður fyrir fundi í hafnarnefnd og bæjar- stjórn til afgreiðslu. Ætti að mega hefja framkvæmd- ir við flóðvarnargarðinn í að bægja frá skemmdum þessum mánuði, en bygg- ingarnefni hefur að nokkru leyti verið útvegað að undanförnu. • Dæla Flugmála- stjórnarinnar Aðspurður um hingað- komu dælu þeirrar, sem vinna átti við Innri-höfn- ina, segir bæjarstjóri. Dæla þessi kemur hingað væntanlega á morgun (þriðjud. íb/8 s.l.) en hún hefur verið í „klössun“ á Akureyri. Verkefni hennar verður að vinna við gerð STRÁKAVEGUK (Framhald af 1. síðu) vegar og gerð þeirra jarð- ganga, sem fyrirhugað er að gera (800—900 m) — „Siglfirðingur" vill engu spá um lyktir þessarar viðleitni, en þó er talið næsta víst, að þessi vegargerð verði tekin ofarlega á Mað í fram- kvæmdaáætlun ríkisstjórnar- innar, og jafnframt tryggt nægilegt lánsfé til jarðgang- anna, innan mjög skamms tíma. * VEGUR AÐ VAXANDI BÆ Tilkoma Strákavegar verð ur ekki einungis stórfelld samgöngubót fyrir Siglfirð- inga, heldur jafnframt lyfti- stöng margháttaðs atvinnu- rekstrar bæði í þágu Sigl- firðinga og Austur-Skag- firðinga. Siglfirðingar vænta þess, að háttvirt Alþingi og ríkis- stjóm finnist nú ibið þeirra eftir viðunandi samgöngum orðin næg, og tryggi þeim traustar samgöngur við þjóðvega'kerfi landsins inn an 2ja—3ja ára. áframhaldandi „rennu“ inn að járnþili innri hafn- arinnar, og dæla uppgreftr- inum inn fyrir þilið. — Verður verk þetta væntan- lega hafið þegar blaðið kemur út. • Fjallskurðuriim margumræddi Nú hefur vegur Síma- málastjórnarinnar verið lagður út hlíðina, ofan við vatnsból og út fyrir neðan gömlu Rafstöðina. Verður því hægt að vinna þetta verk, fjallskurðinn, á mun hagkvæmari hátt en ella, þar sem vegurinn gerir það mögulegt að lcoma við vél- gröfu við verkið. Þegar eru hafnar .framkvæmdir . við hið nýja holræsi í Hlíðar- vegi, ennfremur við fjall- skurðinn, en hvort tveggja er liður í þeirri viðleitni vegna hugsanlegra vatns- og aurskriða úr fjallshlíð- inni. — Hefur Ríkharður Steinbergsson,. . . verkfræð- ingur, verið bæjaryfirvöld- unum til ráðuneytis um framkvæmd þessara verka og verður væntantega liér, þá er fjallskurðurinn verð- ur grafinn. • Hvað um aðrar framkv. í haust? Flóðvarnargarður og fjallskurður, svo og fram- kværndir við innri-höfnina, verða höfuðviðfangsefni bæjarins í haust, þó jafri- framt verði sinnt öðrum verkefnum, eftir því sem tíðarfar og aðrar aðstæður leyfa. — Framkvæmdum verður og væntanlega haldið áfram við sjúkrahús og einnig mun verða steypt upp fokheld hæð ofan á bókhlöðubygginguna, svo sem ákveðið hefur verið. LÁRUS Þ. i. BLONDAL, kaupmaður FIMMTUGUR Tíminn líður. Dagar og ár ikveðja. Og menn, sem em ungir að sjá, ungir í störf- um, hugsun og hjarba, geta átt nokkra áratugi að baki. Þetta kom mér í huga, er ég heyrði, að Láms Blöndal, kaupmaður, hefði fyllt fimmta áratuginn 16. júM s.l. Láms er sonur merkis- hjónanna Guðrúnar og Jós- eps Blöndal, fyrrurn póst- meistara hér. Jósep # var bróðir Sigríðar heitinnar, konu séra Bjarna Þorsteins- sonar prófessors, og settu þau sysbkyn svip á Siglu- fjörð um áratuga skeið. — Láms er því af góðu bergi brotinn og sjálfur kvæntur góðri konu, Guðrúnu, og eiga þau margt mannvænlegra barna. Láms Blöndal hefur stýrt umf'angsmikilli verzlun hér um fjöldamörg ár, bóka- verzlun og vefnaðarvöm- verzlun. Hann er umboðs- maður Morgunblaðsins, Flug félags Islands og fleiri fyrir- tækja. Hann hefur tekið þáitt í margþættum félags- málastörfum: innan Sjálf- stæðisflokksins, reglu góð- templara, samtaka kaup- sýslumanna, Lionsklúbbsins og fleiri samtaka. iHvar- vetna heftur hann reynzt hinn starfsfúsi og skemmti- legi félagi og vinur. Hann er einn þeirra lánssömu manna, sem á létta lund, viðfelldið viðmót og er jafn- an gleðigjafi í vinahópi. Það er tvímæflalaust, að margur Siglfirðingurinn hef- ur hugsað hlýtt til Lárusar á þessum tímamótum í æfi hans. Og sjálfur vildi ég nota þetta tækifæri tii að árna þessum góða vini mín- um heilla fimmtugum og þakka honum og Blöndals- fólkinu langa og trausta vináttu og skemimtilega samfylgd á þeirri leið, sem við alhr Siglfirðingar göng- um saman og hönd í hönd inn í sameign okkar, fram- tíðina. S. >F. XÍ , '£ -í.! '/» I ■ :.y Eitt ár er nú liðið Síðan Berlínarmúrinn var reistur. Þessi' múr er hið dæmigerða tákn kommúnismans, þess þjóðarfangelsis, sem þjóðskipulag hans er. — Milljónir manna höfðu flúið A-Þýzkaland, og þessi flótti varð ekki stöðvaður með öðmim hætti en hlöðnum múr, gaddavír, vörðum og vélbyssum. Þessi flótti þeirra, sem reynt hafa, er einn gleggsti votturinn um þjóðskipulag kommúnism- ans. Hér sést er múrað er upp í glugga húss á landa- merkjum austur og vestur Berlínar, landamerkjum komrn- únismans og hins frjálsa heims. Siglfirzkir komimúnistar! Er þessi mynd og það sem hún táknar FYRIRMYND og TAKMARK ykkar? Fréttir úr bænum ★ Lík fundið. Mánudagskvöldið 6. ág. fannst hér á reki í höfninni lík sjómannsins, Friðriks Ás- grímssonar, sem hvarf hér í bænum 16. júlí s.l. ★ Skarðið teppist. Aðfaranótt 7. ág. s.l. gerði hér regn rnikið og snjókomu í fjöll. Tepptist Skarðið og urðu nokkrir bílar innlyksa í snjó og ófærð. (Engin ýta var tiil taks á iSkarðinu, en snjóruðningur hófst næsta morgun. Komust hinir (Framhald á 3. síðu) FRU KRISTINE ÞORSTEINSSON FIMMTUG Þann 26. júlí s.l. átti fimimtugsafmæli Kristine Þorsteinsson, læknisfrú, Hólavegi 4 hér í bœ. Frú Kristine þarf lítt að kynna fyrir Siglfirðingum. Hún hefir sjálf kynnt sig með áratuga dvöl sinni hér og á þann hátt, að blaðaskrif geta þar engu við ibætt. Fædd er hún í Muersund við Bergen, dóttir hjónanna Hákon Glatved-Prahl, verk- smiðjueiganda þar og konu hans Márthu. tVoru foreldr- ar hennar bæði vel metin i heimabyggð sinni og nutu þar 'álits og trausts; faðir hennar, sem nú er látinn, var dugandi framkvæmda- maður, en móðir hennar, sem enn lifir hefir nú um langan aldur tekið virkan þátt i félagsmálum og það meira að segja á landsvdsu, því að um skeið átti hún sæti í norska Stórþinginu. Frú Kristine ber það líka með sér í framkomu og um- gengni allri, að hún er vaxin af traustum stofni og alin •upp á menningarheimili. — Hefir hún yfirbragð virðu- leika og fyrirmennsku tig- innar ættar, hvar sem hún •fer. Synd væri þó að segja, að hún „liti stórt á sig“, eins og það er nefnt. Þvert á móti getur vart alþýðlegri konu og hlýlegri í viðmóti við hvern sem er og á það ekki síður við um þá, sem minna mega sín. Varð hún þegar er hún flutti hingað Siglfirðingum hinn mesti aufúsugestur og samlagað- ist fljótt fólkinu á þessari norðlægu byggð sem væri hún borin hér og barnfædd. Leikur það áreiðanlega ekki á tveim tungum, að SigLfirð- ingar vilja hvergi fremur 4 stúlkur eða piltar geta fengið góðan heimilis- kost í Rvík í vetur. Uppl. hjá Halldóru Ásgrlms- dóttur og Steinunni Jóns- dóttur. hafa frú Kristine og mami hennar en þeirra á meðal. Hafa löngum engin ráð verið talin vel ráðin í hópi kvenna hér nema hún væri til kvödd og er svo enn. Við brugðið er t.d. dugnaði hennar og ósérhlífni við fjáröflun til nýrrar sjúkra- hússbyggingar hér í Siglu- firði, og endurbótum á hverskonar búnaði þess. — Verður sjúkrahússins hér héðan í frá tæplega getið svo, að ekki komi mönnum í hug nafn frú Kristine um leið. Hún er kona glaðlynd, •fyndin og orðheppin og hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kemur. Frú Kristine er hin mesta húsmóðir á miklu rausnar- og myndarheimili, sem hún stjómar af skörungsskap og reisn. Hún giftist Ólafi Þ. Þor- steinssyni lækni 1935, sem Siglfirðingum er fyrir löngu orðinn að hinu bezta kunn- ur. Fluttu þau hingað til Siglufjarðar 1942 og hafa búið hér óshtið síðan. Eiga þau hjón 2 mannvænleg böm, Helgu og Hákon. Siglfirðingar alhr óska frú Kristine til hamingju á þessu afmæh hennar, þafcka henni dugnað hennar og ósérhlífni 1 þágu góðra mála, þakka henni einnig kynni, forn og ný, og eiga vissulega þá ósk fyrsta, að þeir megi njóta starfskrafta þeirra hjóna og samvista við þau um langan aldur. E. I.

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.