Siglfirðingur - 12.02.1965, Blaðsíða 2
2
SIGLPIRÐINGUR
Föstndagur 12. fehr. 1965.
SIGLFIRfllHGUR Ábyrgðarmaður: Páll Erlendsson
Málgagu siglfirzkra Blaðið er prentað í
Sjálfstæðismanna Siglufjarðarprentsmiðju
„ÖIl byggðarlög.
Framhald af 1. síðu
vinningur að þéirri leng-
ingu hins in'rja vegar.
— Og flugbrautin nýja
— verður hún fullgerÖ á
þessu ári?
— Þegar er búið að dæla
upp um 500 lengdarmetr-
um af væntanlegá 800 m
flugbraut handan fjarðar-
ins. Það er von mín að
dæla flugmálastjórnarinn-
ar Ijúlci dælingu í flug-
ltrautarstæðið þegar á
næsta vori. Eftir er þá að
þjappa brautina og mal-
bera. Máske haldast þessar
samgöngubætur í hendur á
þann hátt, áð malað grjót
úr göngum Stráka verði
notað í slitlag flugbrautar-
innar. — Ég geri mér góðar
vonir um, að flugbrautin
geti orðið fullgerð á þessu
ári.
— Nokkuð fleira að segja
í sambandi við samgöngu-
málin?
Eftir tilkomu nýju vega-
laganna, hafa Hvanneyrar-
braut, Túngata, Aðalgata
og Tjarnargata (og e.t.v.
siðar Gránugata) verið
felldar inn í viðurkennda
])jóðvegi. Árlega skal leggja
fram fjármagn, miðað við
ibúafjölda viðkomandi stað
ar, til byggingar og við-
halds slíkra þjóð-
brauta, innan bæjarmarka.
Kom þetta fyrst til fram-
lcvæmda árið 1964. Mun í
ráði að nota framlagið frá
í fyrra, sem og framlagið í
ár, til vegabótar hér nú í
sumar, sennilegast við gerð
hluta hinnar nýju Hvann-
eyrarbrautar.
— Nokkur nij þingmál,
snerlandi Sigluf jörð?
— Ég hefi (ásamt Skúla
Guðmundssyni, Gunnari
Gíslasyni, Ólafi Jóhannes-
syni, Birni Pálssyni og Jóni
Þorsteinssyni) lagt fram
þingsályktunartillögu um
síldarleit fyrir iVestfjörðum
og Norðurlandi. Gerir tillag
an ráð fyrir að síldai’leit á
sjó, út af nefndum lands-
hlutum, hefjist ekki síðar
en 1. maí ár hvert — og
jafnan verði a.m.lc. eitt
leitarskip að störfum fyrir
Norðurlandi, meðan sumar-
síldveiðar standa yfir.
Þingsályktunartill. þessi
verður tekin til umræðu og.
afgreiðslu fljótlega eftir að
þing kemur saman til starfa
á ný.
— Hvað um atvinnumál
bæjarins?
— Siglufjörður hefur
og hlýtur að vei'ða, a.m.k.
að nokkru leyti, bær sjó-
sóknar og fiskiðnaðar. Gæft
um og aflabrögðum ráðum
við, ófullkomnir menn,
ekki. Þó verður þessi þátt-
ur í atvinnulífi bæjarins
ætið þyngstur á metum.
Meiri vinnslu sjávax-af-
urða, svo sem niðurlagning
síldai’, sem þó er að sjálf-
sögðu háð sölumöguleikum,
samfara störfum í nýrri
tunnuverksmiðj u, tilkomu
frekari iðnaðar í kjölfar
bætti’a samgangna, vei’ða
spor í rétta átt. Hvert
byggðarlag á sín erfiðleika-
tímabil, og Siglufj örður
hefur fengið sinn skammt
ómældan, en ég hygg að
það sé senn ó enda, og að
raunai’ rofi fyrir batnandi
tímum.
Móskc ættu Siglfirðingar
að setja gerð nýrs slipps í
Innri-höfninni efst á lxlað í
væntanlegum hafnarfram-
kvæmdum. Þjónusta við
stækkandi sildveiðiskip, og
jafnvel snxíði slíkra skipa
hér, gæti orðið þessu byggð-
arlagi sá bjargvottur, sem
úrslitum réði um giftu stað-
ai’ins í framtíðinni.
— llvað vildir ]ni svo
segja að lokum?
— Ég á hér skamma við-
dvöl að þessu sinni — og
annasama. Ég vildi því
mega nota tækifæi’ið og
biðja blaðið fyrir kveðjur
til bæjarbúa; ég þakka
þeirn liðin ár og vináttu
alla, og árna þeinx gjöfuls
nýs árs og alls góðs um
langa framtíð.
ÞAKKABÁVABP
Þakka kærlega auðsýnda sainúð við fráfall og jarð-
arför niannsins míns,
JÓNS HJALTALlN
Soffía Hjaltalín
Siglufirði.
t
Guðmundur Sigurðsson
FYRRV. BÓNDI AÐ EFRI-HÖFN, SIGLUFIRÐI
Hann lézit í sjúkrahúsi
Akureyrar, 3. jan. sl., 'eftir
alllanga sjúkraihúsvist, tæpl.
86 ára. Fæddur var hann í
Flatey á Breiðafirði. For-
eldrar hans voru Sigurður
Jónsson, bóndi og útgerðar-
maður, og Hólmfríður
Andrésdóttir. Lítt er mér
ikunn æltt þeirra hjóna, nema
að Hólmfríður var systir
hinna iþjóðkunnu hagyrð-
inga, Ólínu og Herdisar
Andrésdætra. Guðmundur
ólst upp á heimili foreldra
sinna og vandist venjulegum
störfum til sjávar og lands.
Um tvítugt kvaddi hann
foreldra og annað ættfólk,
og lagði leið sína norður í
land. Var hann einn vetur í
fyrri bekk Gagnfræðaskól-
ans á Akureyri er var þá
nýfluttur frá Möðruvöllum
til Aikureyrar. Dvaldi hann
noikkur ár á Akureyri og
vann þar að ýmsum sltörf-
um. Árið 1908 kemur Guð-
mundur til Siglufjarðar og
var ihér búsettur til dauða-
dags. Árið 1912 giftist hann
Guðfinnu, dóttur Páls
Kröyer, bönda og skipa-
smiðs, í Efri-Höfn.
Árið 1913 hóf hann bú-
skap í Höfn og býr nokkur
ár þar ásamt Páli, tengda-
föður sínxim. En eftir lát
Páls tók hann alla jörðina.
Guðfinna var stórbrotin og
dugmikil húsfreyja og stjórn
aði vel öllurn störfum, bæði
innan- og utanhúss.
Virtist búskapurinn ganga
vel- Guðmundur var einnig
dugmiikill verkmaður. Þau
höfðu á tímabili allmargar
kýr ,og seldu ibæjarbúum
mjólk. Byggðu þau lítið hús
yzt 1 horninu milli Suður-
götu og Hafnargötu. Þar
var mjólkin seld.
Guðmundur og Guðfinna
eignuðust 5 dætur, sem kom-
ust á þroskaaldur. Voru þær
dætur allar mjög mannvæn-
legar, en þær voru:
Anna, fluttist til Reykja-
vílkur og tandaðist þar fyrir
notokrum árum, ógift.
Rakel, fór til Danmerkur,
igifit og búsett þar.
Hólmfríður, dó 1943.
Sigrún, gift, búsett í Rvík.
Pálína, gift og ibúsett í
EfrÞHöfn, hér í bæ.
Árið 1935 vildi það óhapp
til, að íbúðarhúsið í Höfn
brann itil kaldra kola, og allt
innibú lítið eða ekkert vá-
tryggt. Þá sýndu hjónin í
Höfn dugnaðinn og kjark-
inn, sem í þeiim bjó. Þau
'hófu þegar undirbúning und-
ir byggingu steinlhúss, og
eftir tiltölulega stuttan t-íma
var myndarlegt steinhús
komið upp á grunni garnla
hússins. Þótti iþetta á þeim
tíma mitoið afrek.
Árið 1943 varð Hafnar-
heimilið fyrir því áfalli, að
ihúsfreyja og Hólmfríður,
dóttir þeirra, sýktust iaf
berklaveiki og dóu með
stuttu millibili. Þarna var
stórt og óbæltanlegt skarð
höggvið 1 fjölskylduhópinn.
Eftir það rak Guðmundur
búið um Skeið, með aðstoð
SUÐUR EÐA NORÐUR
Framhalcl af 1. síðu.
Böðvarsson, últgerðarmaður
á Akranesi, Gunnar Flóvenz,
framkv.stjóri Síldarútvegs-
nefndar, og Sig. Bjarnason,
ritstjóri og alþ.m-, hafa ritað
unx þessi mál í Morgunblað-
ið. Benda þeir réttilega á, að
framtiðarlausn þessa máls
hljóti að vera sú, að síld
verði flutt, bæði til bræðslu
og annarrar vinnslu, lands-
fjórðunga á niilli. Kynni þá
svo að fara þegar tímar líða,
að Austfirðingar ætitu ekki
minna í húfi, en aðrir lands-
menn, að hér tækist vel til,
ef hin dutlungafulla síld
íkynni að taka upp á því að
breyta aftur göngu sinni.
Það er kunnara en frá
þurfi að segja, að Sunnlend-
ingar hafa gert víðtækar ráð
stafanir til þess að koma á
hjá sér síldarflxittningu-m frá
Austurlandsmiðum til Suð-
urlands á ikomandi síldar-
vertíð. Nægir að minna á
kaup h.f. Kletts í Reýkjavíik
á stóru flutningaskipi 1 þessu
augnamiði. Er til þess ætl-
azt, að þessum flutningum
verði þannig ihagað, að um-
rædd síld verði að allvenx-
legu leyti söltunarhæf þegar
til Suðurlands kemur. Þess
eru meira að segja dæmi, að
stór síldveiðiskip 'hafi farið
með farm sinn að ausltan,
foeina leið til Faxaflóa, —
allt að því 'helmingi lengri
leið en til Norðurlandshafna
(Höfrungur IH. og Helga
RE).
Sem innfæddur Siglfirð-
ingur vil ég varpa fram
eftirfarandi spurningu: Eig-
um við, Norðlendingar, að
horfa á það aðgerðarlausir,
að farið verði að salta Norð-
dætra sinna, en fljótlega
hurfu þær frá æskustöðvun-
um, og stofnuðu sín eigin
heimili eins og gengur. Gekik
þá búið ört sarnan, og var
Guðmundur um nioklkurt
skeið einibúi, þar til hann
fór til Páliínu, dótltur sinnar,
fyrst að Sikeiðsfossi og síðar
heim að Höfn, þegar Pálína
og maður hennar fluttust
þangað.
Guðmundur var á yngri
árum iglæsilegur maður og
félagslyndur. Hann tók þátt
í leikstörfum, hann var söng-
hneigður, og söng fyrstu ár-
in í 'kai’lakórnum Vísi. Einn-
ig studdi hann mjög kirkju-
sönginn og söng í kirkjunni,
þar til hann flultti að Skeiðs-
fossi. Hann var miikill -trú-
maður, sérstaklega á síðustu
áruim, og lét sig aldrei vanta
í kirkju.
Nú er Guðmundur allur.
Hann var saddur orðinn láf-
daga. Allir, sem höfðu náin
kynni af Guðmundi, hafa
ljúfar endurminningar.
Blessuð sé minning ihans.
P.E.
anlandssíld suður á Reykja-
nesskaga, meðan söltunar-
stöðvar á Norðurlandi liggja
í dái?
Hér er um að ræða hags-
munamál, sem ekki eingöngu
varðar Siglfirðinga, heldur
einnig íbúa Skagastrandar,
Sauðárkrólcs, Ólafsfirðinga,
Dalvíkinga, Akureyringa og
Húsvíkinga. Samfara síldar-
leysinu hefur einnig orðið
aflaleysi á undanförnum ár-
um á öðrum sviðum fiski-
veiða —svo sem kumxugt er.
Hefir aflaleysi þetta bakað
íbúum þessara bæja stór-
tjóni á undanförnum árum.
Vierði hins vegar hægt að
koma síldarflutningum í
goltt horf, mun það verða
lyftistöng fyrir alla íbúa áð-
urnefndra bæja. Um Siglu-
fjörð er óhætt að segja, að
hann stendur og fellur seni
síldarbær, eftir því hvernig
tekst að leysa þessi mál.
Hér er starfandi síldar-
saltendafélag, sem hefir yfir
að ráða um 20 söltunar-
stöðvum. Á Suðurlandi mxuxu
einnig vera starfandi sam-
tök síldarsaltenda, og það er
viítað, að þau hafa látið mál
þessi til sín taika. Hvað ger-
ist á þessu sviði í síldai’-
bænum Siglufirði?
Axel Schiöth.
Rausnarleg gjöf
I tilefni þess, að Skagfirð-
ingarfélagið hér i bæ 'átti
nýlega 25 ára starfsafmæli,
minntist félagið 'þessa af-
mælis síns m.a. með þvx að
færa Sjúkrahúsi Siglufjarð-
ar að gjöf eitlt fæðingarrúm.
Er þetta myndarleg gjöf,
kærkomin sjúkrahúsinu, og
vil ég fyrir þess hönd færa
Skagfirðingafélaginu alúðar-
fyllstu þakkir.
Ólafur Þ. Þorsteinsson.