Siglfirðingur - 26.03.1965, Side 2
2
SI6LFIEÐINGUR
Föstudagur 26. marz 1965
SIGLFIRfllNGUR
Málgagn siglfirzkra
Sjálfstæðismamia
Ábyrgðarmaður:
Páll Erlendsson
Blaðið er prentað í
S iglufj arðarprentsmið j u
Sérstaða
Mjög fáir gefa því gaum, að Siglufjörður hefur á
margan hátt algjöra sérstöðu meðal islenzkra kaup-
staða. Höfuðeinkenni þessarar sérstöðu er hið ein-
hæfa atvinnulíf, sem nær eingöngu hefur byggst á
vinnslu sQdar, bræðslu, söltun og vísi að niðurlagn-
ingu. Margt hefur stuðlað að þessari raun, þróun
liðinna áratuga í atvinnusögu þjóðarinnar, og ekki
sízt tilurð SQdarverksmiðja ríkisins og staðsetning
þeirra hér, en það fyrirtæki liefur verið og er einn
meginþátturinn í atvinnulífi bæjarbúa. Má því segja
að sjálft rikisvaldið hafi ekki hvað sízt stuðlað að
þeirri þróun atvinnumála hér, sem nú er staðreynd.
Hitt er svo annað mál, að hvorki ríkisvald, bæjar-
málaforysta, né nokkur mannlegur máttur ræður
göngum sQdar, gæftum né aflabrögðum. En áratuga
veiðibrestur sQdar fyrir Norðurlandi er staðreynd,
og afleiðingar þeirrar staðreyndar í bæ hins ein-
hæfa atv.lífs eru auðséðar og hafa sagt átakanlega
til sín í atvinnuleysi, takmörkuðum tekjum bæjar-
búa og bæjarfélags, fólksflótta og minnkandi at-
hafnagetu. Síðast liðið ár var þó verst aUra, enda
gat varla heitið að hér væri söltuð sQdarbranda, og
hafa hér nú skapazt jæir erfiðleikar, sem bókstaf-
lega kalla á óhjákvæmilega aðstoð Alþingis og ríkis-
stjórnar, og er raunar siðferðQeg skylda rQdsvalds-
ins, að bregða skjótt við og setja þær stoðir undir
fjölhæfara atvinnulíf hér, að hér geti verið bær í
byggð, og tiltækur vinnukraftur á bau atvinnutæki,
í eigu ríkis og einstaklinga, sem verið hafa helztu
mjólkurkýr þjóðarbúsins, þegar sQd hefur veiðst
fyrir Norðurlandi.
Sanngirni
Annað höfuðeinkenni þessarar sérstöðu, og varla
veigaminna, er, að mest allur atvinnurekstur bæjar-
ins er í höndum þess opinbera, Síldarverksmiðjur
ríkisins, Tunnuverksmiðjur ríkisins, SQdarútvegs-
nefnd o.fl. o.fl., og greiðir þessi atvinnurekstur allur
hvorki aðstöðugjöld né útsvör til bæjarsjóðs, svo
nokkru nemi. Hvarvetna í kaupstöðum landsins er
atvinnureksturinn helzti gjaldandinn til bæjarsjóða,
en hér er með lögum velt yfir á takmarkaðan einka-
rekstur, og þó fyrst og fremst hina almennu gjald-
endur, þeim hluta útsvarsbyrðanna, sem hin opinberu
fyrirtæki ættu að bera.
Þetta þýðir það, að þó heildarálagning hér í Siglu-
firði og rekstrarkostnaður bæjarfélagsins sé lægri
hlutfallslega en í nokkrum öðrum íslenzkum kaup-
stað, verður útsvarbyrði hins almenna gjaldanda
hlutfallslega þyngri. Hér þarf löggjafarvaldið að
grípa skjótt og drengilega inn í, enda skylda þess
að tryggja jafnrétti borgaranna í landinu gagnvart
opinberum gjöldum, án tillits tQ búsetu.
Jafnframt þarf að breyta nú þegar lögum um
Jöfnunarsjóð á þá lund, að sjóðurinn grípi þegar inn
í, með aukaframlög til sveitarfélaga, er lögboðinn
álagningarstigi hefur verið notaður til fulls, ef eðli-
legri tekjuþörf sveitarfélags er þá ekki fullnægt, að
dómi einhvers óhlutdrægs aðQa, t.d. Félagsmála-
ráðuneytisins. Að öðrum kosti þjónar löggjöfin ekki
þeim tilgangi, sem talinn var aðaU hennar, að
tryggja jafnrétti gjaldenda gagnvart opinberum á-
lögum, án tiUits til sveitfestis.
Siglufjörður þarfnast tafarlausra breytinga á
tekjustofna- og Jöfnunarsjóðsiögunum, þegar á
þessu þingi, ef ekki á ver að fara. Við verðum að fá
að leggja a.m.k. hóflegt aðstöðugjald á opinberan
atvinnurekstur, sem gangi beint til bæjarsjóðs, svo
og olíufélögin, sem nú greiða beint til Jöfnunarsjóðs,
og við krefjumst þeirrar leiðréttingar á lögum um
Jöfnunarsjóð, að hann tryggi jafnrétti útsvarsgreið-
enda í sjávarplássum hér Norðanlands til jafns við
aðra gjaldþega landsins.
Minnzt látinna samborgara
THEODOR
AGUSTSSON
Fæddur 23. maí 1896.
Dáinn 1. febrúar 1965.
Enginn húsráðandi í Siglu-
firði þarf að spyrja: hver er
maður þessi, Theódór
Ágústsson ? Hann þekktu
allir. Hann kom að hverri
íbúð einu sinni í viku, um 30
ára skeið, og losaði sorpílát-
in. Hann ihafði sína föstu á-
ætlunarferðir um bæinn, og
út af þeirri áætlun var aldrei
brugðið, nema þegar veður-
far ihamlaði. Þar var reglu-
semi í hvívetna í ríkum
mæli.
Til Sigluf jarðar kom Theó-
dór skömmu fyrir árið 1930,
og dvaldi hér til dánardæg-
urs. Hann vann fyrSt um
skeið hjá sírdarverksmiðj-
unni 'Rauðku, en hvarf það-
an og gjörðist aðstoðarmað-
ur Hjálmars sál. Kristjáns-
sonar, sem hafði þá sorp-
hreinsun á hendi fyrir bæj-
arfélagið. Þegar Hjálmar lét
af þessu starfi tók Theódór
við því, og hafði það á hendi
um 30 ára skeið.
Theódór var fremur lágur
vexti, þrýstinn um herðar og
jafnvaxinn, snoitur á velli og
andhtsfríður. Skapgerðin
var frekar ör og sagði hverj-
um sína meiningu óskerta,
en fljótur var hann til sátta.
Hann gekk oflt með hörku
að sinum störfum og hélt
þar reglusemi.
Hann var trygglyndur
með afbrigðum þeim vinum
sínum, sem hann batt vin-
áttu við. Dýravinur var hann
mikill. Hann hændi að sér
dúfurnar, sem á vetrum
höfðu lítið til að nærast á.
Var gaman að sjá, þegar
Theódór stóð við íbúð sína
og var að gefa þessurn vin-
um sínum. Dúfurnar voru
allt í kring um hann, sumar
settuSt á hendur hans og
tíndu upp úr lófum hans.
Stundum settust þær á axlir
hans, mettar af góðri mál-
tíð. Þá var gamli maðurinn
ánægjulegur.
Meðan Theódór notaði
hesta til keyrslu á sorp-,
inu, var ánægjulegt að sjá,
hve þeir voru vel með farnir.
Alltaf selspikaðir og gljá-
andi á skrokkinn. Hann um-
gekkSt þá sem vini sína, en
ihann krafðist oft mikils af
þeirn.
Þegar Theódór var fluttur
á sjúkrahúsið, héldu dúfurn-
ar sínum hætti, og komu á
ákveðnum tíma til síns mat-
borðs, en þá brá þeim í brún,
því vinur þeirra sást hvergi.
Þær sneru svangar og sorg-
mæddiar frá. Þær komu í
nokkra daga á matstaðinn,
en enginn vinurinn sást. Þá
skeði það einkennilega, að
þær komu að húsi Margrét-
ar, dóttur Theódórs. Hafa
líklega tekið efitir að hann
kom oft til dóttur sinnar, og
dottið í hug að hann væri
þar. Margrét hefur nú tekið
við dúfnahópnum og heldur
uppi sama matmálstíma
fyrir þær og faðir hennar
hafði.
Theódór andaðist á Sjúkra
húsi Siglufjarðar, 1. febr. sl.,
og var jarðsunginn 6. s.m.
Hann var fæddur á Akur-
eyri, 23. maí 1896. Hann ólst
upp í foreldrahúsum, ásamlt
3 systkinum sínum, sem haf a
dvalið og átt búsetu í Dan-
mörku. Á æsku- og unglings
árum var hann í sveit á
sumrin og vandist þar allri
algengri vinnu. Þegar hann
náði fullum líkamsþroska,
stundaði hann alls konar
verkamannavinnu á Akur-
eyri, þar til hann flutti til
Siglufjarðar, sem fyrr er
getið. Hann ikvænitist aldrei,
Framhald á 3. síðu
HALLDÖRA
BJÖRNSDÚTTIR
Fædd 5. okt. 1863.
Dáin 28. febrúar 1965.
Þann 6. marz sl. var elzta
kona bæjarins borin til
hinzta hvíldarstaðar í graf-
reit kaupstaðarins, Halldóra
Björnsdóttir í Bakka.
Hún var fædd að iSkeri á
Látrasltrönd við Eyjafjörð,
5. okt. 1863, og því 101 árs
gömul er hún lézt. Poreldrar
hennar voru Þórunn Péturs-
dóttir, bónda í Bændagerði í
Kræklingahlíð, og Björn Þór-
arinsson, frá Hléskógum í
Fnjóskadal.
Halldóra mun hafa komið
til Sigluf jarðar árið 1888, og
settist að í Hvanneyrarkoti,
en þar bjó Bjarni Guðmunds-
son, sem í mörg ár tók á
móti hákarlalifur af skipum
Gránufélagsverzlunarinnar,
bræddi hana og þótti snill-
ingur við þann slbarfa. 28.
sept. 1889 giftist Halldóra
Guðmundi, syni Bjarna. Á
fyrstu búskaparárum þeirra
byggðu þau timburhús veg-
legt, ofar í bakkanum og
nefndu Bakka. Stendur hús
iþetta enn og sjást lítil hröm
unarmerki á því, enda alltaf
haldið vel við.
Halldóra og Guðmundur
eignuðust tvo syni, Guð-
mund, er giftislt Ólöfu Þor-
láksdóttir, og áttu þau nokk-
ur börn, meðal þeirra er
Guðmunda, ekkja Friðriks
Framhald á 3. síðu
Fáeinir furðufuglar
Árferði og aflaföng móta og skapa ástandið
hverju sinni, hér sem annars staðar. Málgagn Iiins
blinda ofstækis, Mjölnir, segir bó — að vanda — af-
leiðingar árferðisins vaxnar úr „dáðleysi meirihluta
bæjarstjórnar". Á bak við stóryrði Mjölnis, nú sem
svo oft áður, felst eilítil minnimáttarkennd og illa
dulin tiltrú á þeim, sem veitzt er að. Sú „barnatrú“,
að þeir ráði árferði og fiskigengd, er þó ýkt viður-
kenning á andstæðingi, sem að vísu vill vel, og gerir
sitt bezta, en er háður mannlegum takmörkunum.
Siglufjarðarkaupstaður hefur staðið af sér lengri
og alvarlegri erfiðleika en dæmi eru um í íslenzkri
sögu. Nöldur og nagg „smásk ... kommúnista“ í lítt
~ áreiðanlegu blaði, er einn af minnstu böggunum, sem
Siglfirðingar almenn axla með ánægju, því það léttir
ætíð tilveruna, að hafa fáeina furðufugla til að
brosa að.