Siglfirðingur


Siglfirðingur - 26.03.1965, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 26.03.1965, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGtJR Föstudagnr 26. marz 196ö Tryggvi Sigurbjarnarson, rafveitustjóri SVAR TIL NEISTA Yfirlýsing frá Rafveðtunefnd 1 blaðinu Neista, sem út kom ihinn 17. marz sl., birtist á baksíðu grein undir fyrirsögninni: „Rafveitustjóri beitir sér fyrir stórfelldri hækkun rafmagnsgjalda“. Vegna birtingar þessarar greinar, óskar rafveitunefnd að taka eftirfarandi fram: 1. Nefndin harmar, að grein þessi skuli hafa birzt, þar sem staðreyndum er mjög hallað á þann veg, að verða kann til skaða fyrir Rafveitu Siglufjarðar, og fram koma tilhæfulausar árásir á rafveitunefnd og rafveitu- stjóra. 2. Nefndin lýsir yfir furðu sinni á birtingu slíkrar grein- ar í siglfirzku blaði, með tilliti til þess, að gjaldskrár- breyting og fjárhagsáætlun rafveitunnar var samiþykkt í bæjarstjórn með samihljóða atkvæðum allra uíu bæj- arfulltrúanna. Siglufirði, 20. marz 1965. Baldur Eirlksson, formáSar Ragnar Jóhannesson Gunnar Jörgensen. ——---------------------——i Baldur Eiríksson: Kokkur orð til Neista 1 síðasta tbl. Neista er veitzt mjög harkalega að stjórn Rafveiltu Siglufjarðar, og sérstaklega að mér per- sónulega, sem rafveitustjóra. Greinin er nafnlaus og þar af leiðandi á ábyrgð ábyrgð- armanns blaðsins, en skrifuð 1 iþeim tón, að ég á bágt með að trúa því, að sá hægláti maður sé höfundurinn, þó honum hafi orðið á að láta þetta birtast. Efnislega eru ásaikanirnar í fjórum hðum: 1. Hér sé of hátt rafmagns- verð og hærra en annars staðar. 2. Rafveitan hafi fjárfest of mikið. 3. Rafveitunefnd fari á bak við toæjarstjórn. 4. Unnið sé að því að koma Skeiðsfoss-stöðinni undir Rafmagnsveitur ríkisins., Á öliu þessu eigi ég rneiri og minni sök, samkvæmt greininni, og langar mig því til að svara þessum áburði fáum orðum. + RAFMAGNSVER® Hér er ekki hærra raf- magnsverð en hjá sambæri- legum rafveitum, sem eiga sjálfar sín ortouver og eru sjálfstæðar. Hér er raf- magnsverð talsvert hærra en hjá þeim, sem lægst þykjast geta sellt, álíka hátt og hjá rafveitum af sambærilegri stærð, t.d. Rafveoitu Isafjarð ar, en aftur talsvert lægra en hjá rafmagnsveitum rík- isins, t.d. er heimilistaxti þeirra, sem líka gildir í ná- grannabæ okkar, Ólafsfirði, um 14.3% hærri en hér. Það er að mínum dómi ekki hættá fólgin í því að halda rafmagnsverði hóflega toáu. Hitt getur verið hættulegra, að hafa það of lágt, og gæti ég nefnt tvær rafveitur, sem misstu etoki aðeins ortouver sín, heldur líka allt hman- toæjarkerfið, til rafmagns- veitna ríkisins, af því þær höfðu um langa hríð haft allt of lágt rafmagnsverð, látið orkuverin og toerfið grotna niður, og gátu svo ptoki valdið því mikla átaki, að koma hlutunum í lag, loksins þegar átti að fram- kvæma þá. * FJÁRFESTINGAR Um f járfestingar má lengi deila. Mín skoðun er sú, að nauðsynlegar viðgerðir á orkuveri og bæjarkerfi beri að framkvæma áður en illa fer, en etoki að bíða þess, að slys verði, þó svo að kosta þurfi nokkru til. 1 sambandi við kaup Rafveitunnar á notaðri dieselvél í Englendi, kemur greinarhöfundur með einkennilegan samanburð og líkir þessum kaupum við kaup Laxárvirkjunarinnar á nýrri vél um sama leytL Þetta er álíka viturlegt og að bera saman kaup á nýj- um toíl og noltuðum. Nýjan bíl er hægt að kaupa óséðan, en gamlan bíl kaupa mexm helzt ektoi, þó fyrir hálfvirði sé, nema líta sem rækilegast á hann. ESf greinarhöfimdur hefði viljað vera sanngjarn í sam- anburði sínum, gat hann tek- ið toetra dæmi, einmitt frá Akureyri. Fyrir fjórum ár- um keypti nefnilega Laxár- virkjun tvær gamlar vélar í Englandi af sörnu stærð og sömu gerð og Rafveita Siglu fjarðar nú. Hivernig fóru Akureyiingar þá að ? Þeir létu enskt skoðunarfirma skoða vélarnar, en sendu síðan tvo menn utan á sín- um vegum, til að ganga frá samningum. Reynsla Akur- eyringa, og þær leiðbeining- ar, sem þeir góðfúslega hafa látið Rafveitunni í té í þessu máli, hafa verið átoaflega mhdls virði. Spumingin um það, hvort festa eigi fé í undirbúningi framhaldsvirkjunar. við Skeiðsfoss, er jafnframt spumingin um framitíð Siglufjarðar. Eigi Siglu- fjörður eftir að rísa upp sem vaxandi toær innan skamms, svo sem stjóm Rafveitunnar hefur viljað gera ráð fyrir, em ráðataf- anir til undirbúnings nýrri virkjun alveg vafalaust hyggilegar, þótt þær kosti nokkurt fé, 'eða um helming þess, sem greinarhöfundur vill vera láta. Haldi hins vegar sú óheillaþróun áfram, að fólto fari hér fætokandi, og orkuþörf jafnvel minnki, má vera að hér hafi verið framið fljótræði. * RÓGBURÐUR Mér finnst furðulegur sá rógtourður um rafveitu- nefndarmenn, sam fram 'kem ur í greininni, að þeir hafi látið mig haf a sig til þess að bregðast skyldum sínum við bæjarstjóm, sem kosið hafði þá til þessara starfa. Ég fer ekki nánar út í þessar ein- kennilegu fuUyrðingar, leyfi mér aðeins að mótmæli þeim harðlega sem hreinni fjar- stæðu. * AÐDRÓTTANIR Þá aðdrðtttm, að ég vinni að þvi í laumi, með miklum rafmagnshækkunum o.fl., að tooma Skeiðsfoss-stöðinni í eigu rafmagnsveitna ríkis- ins, tek ég sem ihvem ann- an dónaskap, og eyði ekki orðum að því frekar. Eg hefi í starfi mínu sem rafveitustjóri, kapptoostað að halda Rafveitunni utan við pólitískar deilur maxrna. Þær tvær rafveitunefndir, sem ég hef starfað með, hafa haft sömu stefnu, litoa báðir fullltrúar Alþýðuflotoksins, út gefanda Neista. Allar meiri háttar átovarðanir innan nefndarinnar hafa verið teknar með samhljóða at- kvæðum nefndarmanna og samstarf þeirra verið mjög gott og farsælt. Mér þykir því mjög leitt, ef gera á stefnu Rafveitunn- ar að póhtísku bitbeíni. Ég vU í lengstu lög vona, að þótt Neisti sé málgagn AI- þýðuflokfcsins, séu skoðanir þær, sem fram tooma í grein- inni, ekki skoðanir flokks- ins, heldur hafi einstakhngi tekizt að koma prívatskoð- unum sínum á framfæri fyrir einhver mistök. ATHUGASEMD Blaðið birtir í dag yfirlýs- ingu og greinargerð frá raf- veitunefnd og rafveitustjóra, enda þótt það sé efcki í öll- um greinum skoðanalega samþykkt því, sem þar kem- ur fram. í því sambandi skal fram tekið: 1) Blaðið sér enga ástæðu til að átelja, þó rætt sé og ritað um málefni bæj- arstofnana, þar eð skoð- ana- og ritfrelsi er virt, né til að viðhafa nokkra láunung gagnvart eig- endum þeirra: bæjarbú- um sjálfum. 2) Rafveitunefnd og síðar bæjarstjóm, breyttu gjald skrá rafveitunnar, til lækkunar rafmagnsverðs og á aðra lund, frá því sem rafveitustjóri lagði tíl í upphafi, svo ljóst er, að báðir þessir aðilar vildu þar vægara í sakir fara en hann. 3) Það er að vísu drengi- legt af rafveitunefnd, að skjóta rafveitustjóra und ir pilsfald sinn, er gefur á bátiirn, en hvorki hann, né aðrir forráðamenn kommúmsta hér í Siglu- firði, hafa skrifað af þeirri háttvísi né hóg- værð um bæjarmal al- mennt, menn né máiefni, í blað sitt, Mjölni, að geta búizt við að vera „stikkfrí“ hafnir yfir gagnrýni, fremur en aðrir. 4) Að öðm leyti tekur blað- ið ekki að sinni afstöðu til deilna um málefni raf- veitunnar, nema frekari ástæða gefist til, en á- stæða er til harma, ef rafveitustjóra tekst að reka fleyg á milli raf- veitunefndar og bæjar- stjómar, aðila, sem eiga og verða að vinna í bróð- efni að sameiginlegum hagsmunamálum bæjarfé- lagsins, þeim, er undir báða aðilana heyra. 1 blaðinu Neisti, sem út kom þann 17. þ.m., er m.a. grein uin rafveitumál. Tel ég rétt að fara örfáúm orðum um ýmis atriði hjá greinarhöfundi. Gjaldskrárhækkunin Gjaldskráin var hækkuð á iniðju sl. ári, sem svaraði hækk- un á söluskatti o.fl. Rafveitan og önnur hliðstæð fyrirtæki, verða að taka tillit til þróunar í verðlagsmálum, hvort sem það þykir ljúft eða leitt. Rafveitan hefur enga sjóði til þess að leita til, eins og t.d. bæjarsjóð- ur, sem á vísa aðstoð hjá Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga þegar tekjur nægja ekki. Ral'magnsnotendur, viðskipta- menn rafveitunnar, verða því að taka á sig þær byrðar. Ég liefi ætíð álitið það vera hið mesta hagsmunamál allra fyrir- tækja að hafa möguleika á að standa sjálf undir rekstri sín- um. Rafveitan ekki undantekin. Ekki hygg ég, að skoðun grein- arhöfundar sé mjög frábrugðin þessu áliti mínu. Hins vegar ber öllum kunn- ugum saman um, að árum sam- an hafi gjaldskrá rafveitunnar verið langt neðan við það sem fyrirtækið þurfti. Enda var raf- orkumálastjóri uggandi vegna þessa og hefur rætt um þetta, oftar en einu sinni, við stjórn fyrirtækisins. „Hömlulausar fjárfestingar“ Á fundi í rafveitunefnd, hinn 11. 5. 1963, var eftirfarandi til- laga samþykkt meö atkvæðum allra rafveitunefndarmanna: „Rafveitunefnd samþykkir að fá nú þegar heimild bæjarstjórn ar Siglufjarðarkaupstaðar til þess að undirbúa og vinna að framkvæmdum við fullnaðar- virkjun Fljótár, þannig að tryggt verði: A. Að orkuþörf í Siglufirði verði fullnægt um næstu ár. B. Að öll væntanleg mannvirki verði í eigu Rafveitu Siglu- fjarðar.“ Þessi tillaga rafveitundfndar var samþykkt í bæjarstjórn, 27. 5. 1963. Það er því ineð fullu samþykki bæjarstjórnar, að unn ið hefur verið að undirbúningi að fullnægjandi orkuþörf Siglu- fjarðar um næstu ár, m.a. með þvi að láta'fara fram undirbún- ingsrannsóknir og kaupa jarðir í Fljótum, sem liggja að Fljótaá. Ég fullyrði, að aHir þeir samningar, sem um jarðakaup hafa verið gerðir, eru hagstæðir rafveitunni. Þá hefur rafveitan keypt 1000' lcw dieselvélasamstæðu til þess að gera rekstur rafveitunnar öruggari í lélegurn vatnsárum og tryggja nægilega raforku hér í bæ. Fullyrðingar greinarhöfund- ar, um óðelilegan kostnað vegna dieselvélarkaupanina, eru alger- lega út í hött. Ég get sagt greinanhöifundi, að allar áætlanir um dieselvél- arkaupin voru lagðar fyrir sér- fræðinga raforkumálaráðuneyt- isins, raforkumálastjóra, við- komandi bankastjóra og Efna- hagsmálastofnunina, auk þing- manna. AÍlir voru á einu máli um, að þarna byðist sérlega hag stætt tækifæri og væri sjálfsagt að setja allt í gang til þess að koma málinu fram, enda tókst það. Rafveitan stendur í mikillí þakkarskuld við þessa aðila, og má þar nefna: ngólf Jónsson, raforkumálaráðli., Jakob Gísla- son, raforkumálastjóra, Einar Ingiraundarson og Jón Þor- steinsson, alþingismenn, og Stefán Friðbjarnarson, bæjar- ritara, en hann gegndi störfum bæjarstjóra, þegar þetta mál var afgreitt. Þá get ég upplýst hér, að rafveitan hefur á árinu 1963 gefið eftir af skuld Siglufjarðar- kaupstaðar og stofnana hans við rafveituna á sjöunda hundr- að þúsund krónur. Þá vsr og fyrir nokkru síðau gefin eftir rafmagnsskuld sundlaugarinnar, frá 1. 9. til 31. 12. 1964, að upþ- hæð rúmar 36.700,00 kr., «n eins og allir vita var sundlaag in ekki starfrækt á þessu táma- bili. Þessi rafmagnseyðsla myndaðist Vegna einhvers ó- skiljanlegs stjórnleysis, þvi eng- inn virtist hafa eftirlil þar út- frá eða bera ábyrgð á ntinu, sem þar gerðist. Ef margar slíkar fjárfestingar þurfa að gerast á nokkurra ára fresti, má kalla þær „höníln- lausar“. Vonandi þarf Siglu- fjarðarkaupstaður og staínanir hans ekki á slíku að halda „Ólíkt hafast þeír að“ Þegar bæjarstjónn hefur veitt heimild til ákveðinna aðgerða, Framhald á 5. síðu

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.