Morgunblaðið - 24.05.2011, Side 3

Morgunblaðið - 24.05.2011, Side 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 2011 Íslenskakvennalands- liðið í handknatt- leik spilaði í gær æfingaleik gegn U-17 ára lands- liðið pilta í Voda- fone-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn kom í stað fyrirhugaðra æfingaleikja gegn Tyrkjum í undirbúningi fyrir umspilsleiki fyrir HM við Úkraínu. Tyrkneska landsliðið komst ekki til Íslands vegna eldgossins í Gríms- vötnum. Íslensku piltarnir höfðu betur en lokatölur voru 29:24 en staðan í hálf- leik var 13:12 piltunum í vil. Daði Laxdal Gautason var markahæstur piltanna með fimm mörk Hjá kvennalandsliðinu var Hrafnhildur Skúladóttir markahæst með sex mörk, Ásta Gunnarsdóttir skoraði fjögur og þær Arna Sif Pálsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoruðu þrjú mörk hvort. Guðrún Ósk Marí- asdóttir varði níu skot og Guðný Jenný Ásmundsdóttir fimm. Fyrir áhugasama mætast liðin aft- ur annað kvöld á sama stað.    Nuri Sahin, leikmaður BorussiaDortmund og verðandi leik- maður Real Madrid á næstu leiktíð, var kosinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu. Leik- menn deildarinnar kusu og þótti Sahin hafa staðið sig best. Hann átti frábært tímabil hjá félaginu sem varð meistari á dögunum. Leik- stjórnandinn skoraði sex mörk í 30 leikjum og var alltaf í byrjunarliðinu.    Helena Sverrisdóttir körfu-knattleikskona hefur skrifað undir skammtímasamning við Hauka um þjálf- un hjá félaginu í sumar. Hún mun sjá um sumaræf- ingar fyrir stelp- ur og stráka í 7. flokki og upp í drengja- og stúlknaflokk eins og fram kemur á heimasíðu Hauka. Hún mun einnig standa að sér- stökum tækniæfingum fyrir efnileg- ustu körfuknattleiksstelpur Hauka á aldrinum ellefu til tvítugs. Helena sem spilað hefur með bandaríska háskólaliðinu TCU und- anfarin ár var ekki valin í nýliðavali kvennadeildar NBA í vor þrátt fyrir frábær ár í háskólanum. Hún hefur hinsvegar samið við Good Angel Ko- sice frá Slóveníu og mun halda þang- að í haust eftir að sumarþjálfuninni lýkur.    Tandri Már Konráðsson og ArnórFreyr Stefánsson skrifuðu um helgina undir samning við hand- knattleiksdeild HK. Tandri sem er skytta, kemur frá Stjörnunni en hann var markahæsti leikmaður lið- ins á síðustu leiktíð. Arnór er mark- vörður og kemur frá ÍR. Fólk folk@mbl.is JÚDÓ Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Íslendingar áttu góðu gengi að fagna á Norðurlandamótinu í júdó sem fram fór í Ósló í Noregi um nýliðna helgi. Alls unnu Íslendingar til 15 verðlauna á mótinu, sem er það fjölmennasta sem haldið hef- ur verið frá upphafi. 320 keppendur voru á mótinu frá sex þjóðum en keppt var bæði í flokki fullorðinna og unglinga. Íslendingar unnu til sjö gullverðlauna, tvennra silfurverðlauna og sex brons- verðlauna. „Þetta gekk mjög vel hjá okkur og ég held að þetta sé besti árangur Íslands á Norðurlandamóti frá upphafi,“ sagði Þorvaldur Blöndal í viðtali við Morg- unblaðið í gær en Þorvaldur vann tvöfalt á mótinu. Hann bar sigur úr býtum í -100 kg flokki og í opnum flokki en Þorvaldur er afar reynslumikill og var að hampa Norðurlandameistaratitli í fimmta sinn á ferlinum. Gekk allt upp hjá mér „Það gekk allt upp hjá mér. Ég glímdi átta glímur og vann þær allar á ippon. Fyrsta glíman í þyngdarflokknum var erfiðust. Hún fór í gullskor en ég náði að lokum að skora ippon og tryggja mér sigur,“ sagði Þorvaldur, sem varð Norð- urlandameistari árið 1999, 2005, 2008 og núna í Ósló. „Það er farið að síga á seinni hlutann hjá mér enda búinn að vera lengi í þessu,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur mætti Færeyingi í undan- úrslitum í -100 kg flokknum og hafði svo betur á móti sænskum júdómanni í úr- slitunum. „Svíinn er sú manngerð sem hentar mér mjög vel en hann er langur og mjór,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagði að íslensku júdó- mennirnir hefðu mætt til leiks á mótinu mjög vel undirbúnir bæði líkamlega og andlega. Strandaglópar vegna eldgossins Vegna eldgossins í Grímsvötnum varð landsliðsfólkið strandaglópar í Noregi en til stóð að hópurinn kæmi heim á sunnu- daginn. Spurður hvort hann hefði ekki bara skellt sér á júdóæfingu sagði Þor- valdur: „Mér líður þannig í skrokknum að það er eins strætó hafi keyrt yfir mig. Ég er lurkum laminn og ekki í standi til að fara á æfingu alveg strax,“ og hló við. Á laugardeginum var keppti í U17 og U20 þar sem Björn Lúkas Haraldsson sigraði -81 kg þyngdarflokkinn í U17 af miklu öryggi. Aðrir verðlaunahafar voru Ingi Þór Kristjánsson (-73 kg flokki), Sævar Róbertsson (-100 kg flokki) og Helga Hansdóttir (-57 kg flokki) sem öll unnu til bronsverðlauna í U20. Endurkoma hjá Önnu Soffíu Á sunnudeginum var keppti í meist- araflokki en þar fóru Íslendingar á kostum og unnu 6 gull af 13 mögu- legum. Anna Soffía Víkingsdóttir sem nýlega varð tvöfaldur Íslandsmeistari hefur komið sterk inn eftir að hafa þurft að hvíla í tæpt ár eftir aðgerð á öxl vegna slæmra meiðsla. Anna vann -70 kg flokkinn af miklu öryggi og vann allar sínar glímur á ippon og var sig- urinn aldrei í hættu. Í opnum flokki kvenna börðust tvær íslenskar stelpur í úrslitum, þær Sig- rún Elísa Magnúsdóttir og Anna Soffía Víkingsdóttir. Eftir mikil átök í glím- unni kom Sigrún Elísa öllum á óvart og skellti Önnu Soffíu á ippon og er því Norðurlandameistari kvenna í opnum flokki. Sveinbjörn sterkur Sveinbjörn Jun Iura mætti gífurlega sterkur til leiks en hann hefur verið við æfingar í Japan í einum af sterkustu júdóklúbbum í heiminum undanfarna mánuði. Árangurinn af Japansferðinni leyndi sér ekki því Sveinbjörn bar höf- uð og herðar yfir aðra keppendur og vann -81 kg flokkinn. Ein verðlaun voru ekki nóg fyrir Sveinbjörn því hann keppti einnig í opnum flokki og nældi sér í bronsverðlaun þar. Björn Sigurðarson og Andri Gunn- arson gerðu sér lítið fyrir og komust báðir í úrslitaglímuna í þungavigtar- flokki (+100 kg). Glíman var í járnum allan tímann og ekki við öðru að búast því þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir mætast til að berjast um gull. Eftir að tími glímunnar var liðinn var það Björn sem bar sigur úr býtum með minnsta mun og fékk Andri því silfur í þeim flokki. Aðrir verðlaunahafar á mótinu voru Birgir Páll Ómarsson sem hlaut brons í -90 kg flokki og Ásta Lovísa Arnórs- dóttir sem einnig fékk brons í -57 kg flokki. Stefnir á gull á Smáþjóðaleikum Framundan eru Smáþjóðaleikarnir sem haldnir verða í Liechtenstein í byrjun júní og þar keppa sex júdó- menn. Það verða þau Ingi Þór Krist- jánsson, Anna Soffía Víkingsdóttir, Birgir Páll Ómarsson, Þorvaldur Blön- dal, Hermann Unnarsson og Þor- móður Jónsson en þeir tveir síðast- nefndnu tóku ekki þátt í Norður- landamótinu þar sem þeir eru við æfingar í Prag. „Ég stefni að sjálfsögðu að því að vinna gullið á Smáþjóðaleikunum. Ég verð búinn að jafna mig eftir átökin á Norðurlandamótinu,“ sagði Þorvaldur, sem keppir í -100 kg flokki en ekki er keppt í opnum flokki á leikunum. „Mér líður eins og strætó hafi keyrt yfir mig“ Morgunblaðið/hag Öflugur Þorvaldur Blöndal var sigursæll á Norðurlandamótinu í Ósló um helgina og kom heim með tvö gull.  Þorvaldur Blöndal varð tvöfaldur Norðurlandameistari í júdó  Besti árangur Íslendinga á Norðurlandamótinu  Unnu til 15 verðlauna í Ósló um helgina Chris Bosh var maðurinn á bak við sigur Miami Heat gegn Chicago Bulls þegar liðin áttust við í þriðju viðureigninni í úrslitum austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfuknatt- leik í fyrrinótt. Miami hafði betur, 96:85, og tók þar með 2:1 forystu í einvígi liðanna. Bosh skoraði 34 stig en hann hitti úr 13 af 15 síðustu skot- um sínum í leiknum. LeBron James skoraði 22 stig og átti 10 fráköst og Dwayne Wade setti niður 17 stig og hirti níu frá- köst. Miami er nú tveimur sigurleikjum frá því að leika til úrslita um meistaratitilinn en í hinni undanúrslitaviðureign- inni eigast við Dallas og Oklahoma. Þetta var annar tapleikur Chicago í röð en liðið hafði ekki tapað tveimur leikjum í röð síðan í byrjun febrúar. Carlos Boozer var bestur í liði Chicago en hann skoraði 26 stig og tók 17 fráköst og ungstirnið Derrick Rose kom næstur með 20 stig en átti í erfiðleikum og hitti aðeins úr 8 af 19 skot- um utan af velli. Fjórði leikur liðanna fer fram í Miami í nótt. gummih@mbl.is Bosh var í aðalhlutverki Chris Bosh Handknattleiksþjálfarinn Ólafur Á. Sveinsson hefur verið ráðinn til norska kvennaliðsins År- stad og stjórnar því næstu tvö árin. Årstad hafn- aði í 9. sæti af 14 liðum í norsku 1. deildinni, þeirri næstefstu, á nýliðnu keppnistímabili. Ólafur er Gróttumaður að upplagi þar sem hann spilaði og þjálfaði á árum áður. Hann hefur síðan þjálfað norsk kvennalið frá árinu 2003, að því undanskildu að hann þjálfaði karlalið Fjölnis tímabilið 2008-2009. Annars hefur hann stýrt norsku kvennaliðunum Træff, Iljotun og Bravo HK en hann var með síðastnefnda liðið, sem er frá Tromsö, í vetur. Årstad er frá samnefndu hverfi í Bergen, en þar er einmitt Brann Stadion, heimavöllur knattspyrnuliðsins Brann þar sem fjöl- margir Íslendingar hafa verið á mála á undanförnum árum. vs@mbl.is Ólafur þjálfar Årstad Ólafur Á. Sveinsson eychelles-eyjum í fyrsta leik sínum á heimsmeist- adminton sem fram fer í Kína. Íslendingar höfðu betur m og unnu, 5:0. rðu Magnús Ingi Helgason og Snjólaug Jónsdóttir og Allisen Camile í tveimur lotum, 2:19 og 21:19. afði betur gegn Steve Malcouzana í einliðaleik karla, ason og Helgi Jóhannsson sigruðu Kervin Ghislan og iðaleik, 21:11 og 21:14. vann Cynthiu Course í einliðaleik, 21:10 og 22:20 og í ær Ragna Ingólfsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir ourse og Allisen Camille, 21:8 og 21:11. nnudag en mætir Ísrael í dag. Ísraelska liðið er búið yjum, 0:5. Þá vann Srí Lanka sigur á Seychelles- n um toppsætin stendur á milli Íslands, Srí Lanka og fram talin sterkust í riðlinum. vs@mbl.is rsta leik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.