Siglfirðingur


Siglfirðingur - 30.05.1970, Page 3

Siglfirðingur - 30.05.1970, Page 3
Laugardagur 30. maí 1970. SIGLFIRBINGUB 3 Þormóður Runólfsson: Nokkur orð um kjaramál Allir virðast nú sammála um það, að á síðustu miss- irum hafi staða íslenzkra at- vinnuvega batnað það mik- ið, að iþeir þoli nokkrar kauphækkanir án þess að rekstrarafkomunni sé stefnt í voða. Kemur hvorttveggja til, að efnahagsráðstafanim- ar, sem igerðar vom seinni hluta árs 1968, hafa full- kemlega borið þann árang- ur sem í upphafi var ætlazt til, sem og hitt, að verðlag fiskafurða á erlendum mörk- uðum hefur hæfckað og bol- fiskafli heimafyrir aukizt. Um þetta er ekki deilt. Hitt greinir menn á um, hversu miklar þessar kauphækkanir megi verða, ef ekki á að koma til verðhækkana og aukinnar verðbólgu, sem svipta muni launþega raun- vemlegum kjarabótum og veikja stöðu atvinnuveganna á ný. Auðskilið mál er, að ó- raunhæfar kröfugerðir á hendur atvinnuvegunum hljóta að leiða til hækkandi verðlags á framleiðslu hinna ýmsu atvinnugreina. Hátt verðlag á íslenzkum fram- leiðsluvörum orsakar hins- vegar versnandi samkeppnis- aðstöðu gagnvart innflutt- um, erlendiom vamingi, og hlýtur því að leiða til sam- dráttar í framleiðslu og at- vinnuleysis iþegar fram líða stundir, ef ekki er að gert. Til þess að hamia á móti slíku eru raunverulega að-! eins tvær leiðir færar. Aim- arsvegar er hægt að veikja samkeppnisaðstöðu innlends vamings með því að greiða íslenzkar framleiðsluvömr niður, hækka tolla og tak- marka innflutning vissra vörutegunda. Þetta er hafta- og uppbótaleiðin svonefnda, sem eðli sínu samfcvæmt hef- ur í för með sér bæði hækk- að vömverð og vaxandi skattaálögur á allan almenn- ing. Hinsvegar er svo hægt að lækka gengi íslenzku krónunnar. Það leiðir til hækkaðs verðs á erlendum varningi bætir þannig sam- keppnisaðstöðu islenzkra framleiðenda, jafnframt því sem útflutningsatvinnuveg- imir fá fleiri íslenzkar krón- ur fyrir framleiðslu sína, og verða þannig færir um að mæta auknum innlendum 'kostnaði. Báðar þessar leið- ir orsáfca óhjákvæmilega aukna dýrtíð. Af þessu má berlega sjá, að raunvemlegar kjarabæt- ur til handa launþegum geta aldrei farið fram úr igreiðslu þoli atvinnuveganna, eins og það er á hverjum tíma. All- ar kröfur um frekari launahækkanir hljóta að leiða til versnandi stöðu at- vinnuveganna, hækkandi vömverðs og hraðari snún- ings verðbólguskrúfunnar, sem aftur hefur í för með sér gullin tækifæri fyrir alls- konar braskara og spákaup- menn að hagnast á kostnað almennings. Það er því hin argasta villukenning, þegar kommúnistar halda því fram, tað með því að hvetja til hófsemi í kröfugerð séu sjálfstæðismenn að vinna á móti bættum hag launþega. Þvert á móti mun óhætt að fullyrða, að engin stétt beri jafn augljósan skaða af ó- stöðugu atvinnulífi, ömm verðhækkunum og vaxandi verðbólgu, sem verkamenn og annað láglaunafólk. En einmitt þetta eru óhjá- kvæmilegar afleiðingar ó- raunhæfra kauph’ækkana. Séu þessi mál kmfin til mergjar á skynsamlegan og sanngjarnan hátt, mun koma í ljós, að engir hafa unnið íslenzkum launþegum jafn mikið tjón og kommún- istar, sem sífellt hvetja til Íkauphækkana, langt umfram það sem nokkrar líkur em til að atvinnuvegimir stand- ist við að greiða. Kommún- istar — og raunar fram- sóknarmenn nú hin seinni árin — hafa lengst af mis- notað hina óeðhlega sterku aðstöðu sína innan laun- þegasamtakanna á hinn herfilegasta hátt. 1 stað þess að vinna að raunverulega bættum hag almennings hafa þeir breytt sam'tökum ís- lenzks verkafólks í einskon- ar svipu, sem þeir síðan nota til að berja með á póhtísk- um andstæðingum. Sem bet- ur fer er sýnilega ört vax- andi skilningur innan laun- þegasamtakanna á raunvem- legum gangi þessara mála, og em aninnkndi ítök fcomm- únista innan verkalýðshreyf- ingarinnar — ekki sízt Al- þýðusambands Islands — glöggt dæmi þar um. En ein- mitt þessum aukna skilningi launþega er það að þakka, hversu giftusa'mlega tókst að yfirstíga hin geigvænlegu efnahagsáföll, sem þjóðin varð fyrir á nýhðnum tíma. Sjálfstæðismenn vilja vissu lega vinna að bættum hag íslenzkra launþega. Einmitt þess vegna hvetja þeir til hófsemi í kröfugerð á hend- ur atvinnuvegunum. Hinn einfaldi og auðskildi kjami málsins er sá; að góður hag- ur atvinnufyrirtækjanna verð ur að ganga fyrir bættum kjörum launþega. Þeir sem ekki skilja — eða ekki þykj- ast skilja — jafn einfaldar staðreyndir og þetta, fer líkt og heimskingjanum í ævintýrinu; eiganda hænimn- ar sem verpti guheggjunum. Hæna þessi verpti einu guh- eggi á dag, en þar sem eig- andi hennar vildi verða rík- ur í einni svipan fannst hon- um þetta ganga of hægt. Tók hann því það til ráðs, að hann drap hænuna í því augnamiði fá mörg egg í einu. En mikil urðu von- brigði þessa vesalings manns þegar hann fann aðeins eitt fullskapað gullegg í hæn- unni. — Kommúnistar gera sér ekki grein fyrir því, frekar en bjálfinn í ævintýr- inu, að að raunveruleg auð- æfi atvinnuveganna hggja í framleiðsluvamingi þeim, sem verður til við starf- rækslu verðmætaskapandi fyrirtækja, en ekki í fyrir- tækjunum sjálfum sem slík- um. Þess vegna vinna þeir á móti, en ekki með raun- verulegum kjarabótum :til handa launþegum. Framboðsfundurinn Það er almannarómur, að ræður Sjálfstæðismanna á opnum framboðsfundi, sem jafnframt var útvarpað s. 1. fimmitudag, hafi verið mál- efnalegastar, hógværastar og snúizt um það eitt, iað gera bæjarbúum grein fyrir þróun bæjarmála hðið kjör- tímabil og þeim markmiðum, sem að skyldi unnið kom- andi kjörtímabil. Um það efni sfcal að öðru leyti vísað til stafnuyfirlýsingar, sem birt er á öðrum stað í blað- inu i dag. „iÉg um mig frá mér til mín“ ræða Sigurjóns Sæ- mundssonar kom að vísu f á- um á óvart, fremur hitt, að hann skyldi fyrst og fremst upphef ja sjálfan sig á kositn- að samflokksmanna sinna, sem setið hafa og starfað í bæjarstjóm á hðnu kjör- tímabih. Málflutningur kommúnista einkenndist af þeirri lágkúm sem hefur verið þeirra aðall1 í bæjarstjórninni um árabil, neikvæðum bæjarmálaáróðri án þess að hafa nokkuð já- kvætt til málanna að leggja, sem haft gæti þýðingu fyrir framtíð og velferð bæjarbúa. Meginkjami kosningabar- áttunnar felst e. t. v. í loka- orðurn Stefáns Friðbjamar- sonar, í seinni ræðu hans, er honum mæltist á þessa leið: „Þau kosningaúrslit, sem kjósendur skapa með at- kvæðum sínum á sunnudag, verða ekki fyrir séð. En í upphafi skyldi endirinn skoða. Kjósendur þurfa, eft- jir því sem hægt er, að sjá fyrir afleiðingar afstöðu sinnar, hvað af henni leiðir fyrir Siglufjörð og íbúa hans. Ég persónulega tel, að það sé ekki til giftu, heldur hið gagnstæða, að gera kommúnista, svo klofin og áhrifalaus sem samtök þeirra enu í þjóðfélaginu, að for- ystuflokki í bæjarmálum Sigluf jarðar. E3n um ÞETTA VERBTJR EINMIIT KOSIl) Á SUNNUDAG: kommún- istaforystu eða ekki. Og það er AÐEINS EIN LEID til að fyrirbyggja að svo verði, að veita Sjálfstæðisflokkn- um, D-listanum, nægjanlegt. brautargengi í kosningunum. Að þessu þurfa bæði ungir og aldnir að hyggja, allir þeir, sem vilja fyrirbyggja vá með atkvæði sínu. Ég hvet alla góða Siglfirð- inga, konur og karla, til að yfirvega afstöðu sína, til að greiða atkvæði í samráði við samvizku sína og siglfirzka hagsmuni eina á sunnudag- inn kernur." x D-listi Hattur á röngum snaga Svar til Neista 1 1. tbl. Neista þessa árs er óvenju rætin grein um veitingu embættis póst- og símstjóra í Siglufirði, þar sem því er haldið fram „að fámenn en ofstækisfuli" khka sjálfstæðismanna í Siglufirði hafi ráðið úrslit- um um embættisveitinguna. Hér hengja kratamir hatt sinn á rangan snaga. Hér er ekki einungis ranglega frá skýrt, heldur og mjög ómak- lega. Verður vart séð hvaða tilgangi shk skrif eiga að þjóna. Sjálfstæðisfélögin sem slík tóku enga afstöðu til þessa máls, enda er það á valdi starfsmannaráðs en ekiki tflokksfélaga að taka af- stöðu í slíkum málum, þó önnur vinnubrögð séu höf- undi Neistagreinarinnar máske geðþeikkari. Vitað er, að einstakir sjálfstæðismenn lögðu Guðmundi Ámasjmi gott orð með umsókn hans, en enginn lagði stein í götu hans héðan, þótt skoðanir flokksmanna væm skiptar hér heima fyrir. Hefði Sjálf- stæðisflokkurinn tekið flokks lega afstöðu, hefði hann stutt umsókn Agnars Ste- fánssonar, Gunnars Þórðar- sonar eða Guðmundar Jó- Karlakórinn Vísir: Sómi Siglufjarðar Karlakórinn Vísir, sómi Siglufjarðar, hélt ánægju- lega söngskemmtun í Nýja- Bíói s.l. sunnudag. Kór, ein- söngvarar: Guðmundur Þor- láksson og Sigurjón Sæ- mundsson, og söngstjórinn, Geirharður Valtýsson, sýndu enn einu sinni, að söng- mennt Siglfirðinga er í blórna, og buðu upp á pró- gram, sem þolir samjöfnuð við það ahra bezta, sem hér- lendis er á boðstólum af þessu tagi. Páum við seint þakkað svo sem vert er þá starfsemi, sem kórinn held- ur uppi, og þá sérstaklega hinn mikilhæfi músíkmaður, Geirharður Valtýsson, sem er lífið og sálin í tónhstar- lífi Siglfirðinga. Þessar fáu hnnr em hvorki -umsögn né gagnrýni, enda hvorki timi né blað- rými til þess að geta sem verðugt væri kórs né söng- skemmtunar á þessum síð- ustu (kosninga)tímum, í hreinskilni sagt; aðeins htill þakklætisvottur fyrir merki- legt menningarstarf og mjög ánægjulega kvöld- stund. hannssonar, en úrskurður ráðherra byggðist á meiri- hlutaumsögn starfsmanna- ráðs pósts og shna. Þessum ósmekklegu ó- sannindum er því hér með vísað heirn til föðurhúsanna.

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.