Siglfirðingur


Siglfirðingur - 19.10.1977, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 19.10.1977, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðismanna í Siglufirði 5. tölublað. Miðvikudagur 19. okt. 1977 48. árgangur Þormóður Runólfsson bæjarfulltrúi í Siglufirði. KVEÐJUORÐ f. 9. október 1931. d. 30. ágúst 1977 Á þeirri vegferð lífs frá vöggu til grafar, sem okkur er öllum búin, mætum við marbreytileika tilverunnar í öllum sínum myndum, alltfrá hátindi hamingju niður í lægð- ir dýpstu sorgar. Þannig er lífsreynslan, sem mótar per- sónuleka okkar úr meðfædd- um eiginleikum, teknum í arf frá forfeðrum og mæðrum, bæði mildur kennari og strang- ur, sem oft er erfitt að skilja — og á stundum að sætta sig við. Ekkert er jafnöruggt í lífi okkar og þau endalok, sem hver dagur skilar okkur áleið- is að. Nær alltaf koma þau þó á óvart — og þá mest þegar menn á bezta starfsaldri sem miklar framtíðarvonir vóru bundnar við, eru snögg- lega kallaðir. Okkur, vinum og samherj- um Þormóðs heitins Runólfs- sonar, brá því ónotalega við, er við fréttum þau válegu tíð- indi, að hann hefði orðið bráð- kaddur við laxveiðar í Fljótaá 30. ágúst síðast liðinn. í huga huga okkar var hann tengd- ur framtíðarstarfi við upp- byggingu í Siglufjarðarkaup- stað, sem hann að heilum huga var þátttakandi í. Það var því örðugt að sætta sig við orðinn hlut, eða tilgang í köllun þessa horfna vinar. Þormóður Runólfsson fædd- ist að Komsá í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu 9. okt. árið 1931 og var því aðeins 45 ára er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Alma Jó- hannsdóttir Möller og Run- ólfur Björnsson, þá búandi þar. Þormóður var næstyngst- ur níu systkina. Snemma batzt lífsþráður Þormóðs heitinn Siglufirði. Hann settist ungur á náms- bekk í Gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar, en hann stundaði nám þar og við héraðsskólann á Laugarvatni. Að námi loknu hófst starfsferill Þormóðs heit- ins, sem varð óvenju fjölþætt- ur, og skóp honum yfirsýn og skilning á flestum þáttum þjóðlífsins, ásamt óslitinni sjálfsmenntun, er hann lagði mikið kapp á alla tíð. Hann hóf búskap að Komsá árið 1949 og var bóndi þar fram til ársins 1957, er hann flutt- ist ásamt fjölskyldu sinni til Siglufjarðar. Þar vann hann fyrst 'sem vörubifreiðarstjóri. Síðan réðst hann til sjós á Siglufjarðartogarana Elliða og Hafliða, Hann starfaði einnig á kaupskipum um skeið. Þá vann hann um árabil að neta- gerð. Um 1970 hóf hann störf á Skattstofu Norðurlandsum- dæmis vestra. Á sL ári réðist hann svo sem bókari og gjald- keri til Rafveitu Siglufjarðar. Þormóður Runólfsson Sama ár og Þormóður hóf búskap að Kornsá í Vatns- dal kynntist hann eftirlif- andi konu sinni, Gerðu Edith, fæddri Jager, sem þá hafði ráðizt kaupkona þangað. Þau gengu í hjónaband 19. septem- ber 1951. Hjónaband þeirra varð farsælt og þeim fjögurra bama auðið: 1. Páll Herbert, flugvirki í Luxembourg, kvæntur Ingi- björgu Jónsson. 2. Birgir Jóhann, rafvirkja- nemi á Sauðárkróki, kvæntur Elínu Þorbergsdóttur. 3. Álfhildur, húsfreyja í Siglufirði, gift Bimi Birgis- syni. 4. Alma Aðalheiður, nemi í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og enn í heimahúsum. Þormóður Runólfsson á að baki langt og farsælt starf innan Sjálfstæðisflokksins í Siglufirði. Hann skipaði snemma sess í forustuliði flokksins þar á staðnum. Um langan aldur hefur hann verið drjúgur liðsmaður blaðsins Siglfirðings, sem Sjálfstæðis- félögin í Siglufirði gefa út — og ritstjóri þess frá því síðla árs 1973 til hinztu stundar. Þá skrifað Þormóður um ára- bil greinar í Morgunblaðið. Hann var prýðilega ritfær, stílhagur og rökviss og lagði mikla alúð við ritstörf sín. Vorið 1974 var hann kjör- inn í bæjarstjórn Siglufjarðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en hafði kjörtímabilið þar á und- an verið fyrsti varabæjarfull- trúi flokksins — og þá þegar sinnt bæjarmálum allnokkuð. Frá því Þormóður heitinn var kjörinn bæjarfulltrúi hefur hann jafnframt setið í bæjar- ráði, sem er aðalframkvæmda- nefnd bæjarfélagsins. í bæjar- málum var Þormóður bæði framsýnn og hagsýnn — og lagði á sig mikla vinnu til að setja sig inn í mál og brjóta þau til mergjar. Ég minnist margra stunda með Þormóði Runólfssyni er við unnum saman að hugðar- efnum innan vébanda Sjálf- stæðisflokksins. Með honum var gott að vera og vinna. Þekking hans og greind spegl- aðist í hollráðum. Hann var alla jafna alvörugefinn en gat verið skemmtinn og léttur í lund í vinahópi. Síðast er við ræddum saman í einlægni og vináttu var 20. mai — á af- mælisdegi kaupstaðarins — er við hjónin snæddum kvöld- verð á heimili Þormóðs og Gerðu. Þá var sól í augum hans og léttleiki í orðum. Ekki hvarflaði þá að mér að þar færi maður sem ekki gengi heill til skógar og vissi af því, svo sem mér hefur síð- ar verið sagt. En það var ekki eitt af einkennum Þormóðs að bera ekki tilfinningar sínar og einkamál á torg. Hann var bæði karlmenni og drengur góður, í þeirri orða beztu merkingu. Ég þakka Þormóði Runólfs- syni gegnum margra ára vin- áttu og samstarf. Ég færi hon- um þakklæti siglfirzkra flokks systkina, heima og heiman. Megi hann hafa góða ferð og heimkomu. Gerðu og bömunum sendi ég kveðju mínar og minna. Þau hafa mikið misst — vegna þess að þau áttu mikið, þar sem hann var, sem við nú kveðjum og syrgjum. Megi sorg þeirra miklast í skjóli minninga og trúar. Stefán Friðbjarnarson ★ Það fór fyrir mér eins og flestum, ég gat vart trúað því að Þormóður Runólfsson væri látinn, er mér barst fregn af andláti hans. Þessi andlátsfregn snart mig mjög, ekki síður en ætt- ingja hans, en samvinna okk- ar síðustu árin vegna starfa við blaðið Siglfirðings ásamt störfum innan Sjálfstæðis- flokksins, var orðin all náin því áhugamál okkar og póli- tískar skoðanir voru að mörgu líkar. Hann vildi snúa sér að stað- reyndum mála en ekki að aukaatriðum, hann vildi ræða málin málefnalega og koma beint að efninu og síðan að niðurstöðu en ekki að ráfa í kringum málið án tilgangs. Hann hélt á lofti rétti ein- staklingsins til að hafa eigin skoðanir á málinu, Hann vildi ræða skoðanir annarra og komast að samkomulagi ef þær skoðanir voru ekki í sam- ræmi við hans eigin. Hann var eindreginn kommúnistahatari, — ekki mannhatari þó. Held- ur vissi hann um skaðvald kommúnistískrar stefnu, hann hafði kynnt sér sögu og starf kommúnismans betur en flest- ir og vissi því um hættuna. Þekkingu sinni hefur hann miðlað víða með árangri. Ég gæti haldið áfram upp- talningu minni á kostum Þor- móðs heitins, en ég tel það óþarft, því að allir Siglfirðing- ar þekktu hann. Raunar kom í ljós við fráfall hans að hann átti fleiri aðdáendur en vitað var um, því heyrt hefi ég raddir frá ólíklegustu mönn- um úr öllum flokkum, að Sigl- firðingar hafi misst góðan baráttumann um málefni bæj- arins. Það hafi ekki aðeins verið höggvið skarð í fjöl- skyldu Þormóðs og Sjálfstæð- isflokkinn, heldur í framtíð bæjarins. Ég votta fjölskyldu hans innilega samúð. Steingrímur ★ KVEÐJA frá barnabörnum Afi minn, ég var að hugsa um dálítið um daginn, sem ég veit að fáir skilja nema þú. Ég ætla að trúa þér fyrír einu og það er það, að þegar ég er orðinn stór, þá ætla ég kannski að verða flugstjóri á svo voðalega stórri flugvél, að ég get kannski flogið alveg upp í himininn til þín. Þá verður sko gaman, afi. Veiztu þá getum við steypt okkur kollhnís saman á fína stofu- gólfinu hjá guði, eins og við gerðum oft á stofugólfinu hjá þér, þegar þú varst hér á jörðinni. Heyrðu, afi, ég veit að þú ert nú hjá guði, því að mamma og pabbihafa sagt mér það. En afi, hún litla systir veit ekki hvað guð er, en það er allt í lagi, ég skal reyna að segja henni hver hann er. Afi minn, af hverju tók guð þig svona snemma og fljótt frá okkur, við höfð- um ekkj tíma til að kveðja þig. En mamma og pabbi hafa sagt mér, að vegir guðs séu órannsakanlegir. Við ætlum nú að kveðja þig í hinzta sinn og að biðja guð að varðveita þig um alla eilífð. Við litla systir biðjum þig að skila kveðjum til allra, sem við eigum að þama í himnunum. Bless afi. Þinn Eiríkur og þín Gerða. INNILEGAR ÞAKKIR fyrir auðsýnda samuð og hluttekningu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORMÓÐS RUNÓLFSSONAR Gerða Pálsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn HJARTANS ÞAKKIR til allra í Tennis- og Bad- mintonfélagi Siglufjarðar, Siglufirði, fyrir rausn- arlega gjöf og samsæti, sem þeir héldu mér að skilnaði á Hótel Höfn. Ásgeir Gunnarsson

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.