Ísland - 01.05.1934, Page 1
Reykjavík 1., maí 1934.
I. árgangur, 1. tölublad.
f
MÁLGAGN FLOKKS I>JÓÐERNISSINNA
„ísiand“. M a r k m i ð. maí*
Flokkur þjóðernissinna er ennþá ung-
ur, en hefir þó þegar aflað sér mikillar
og margvíslegrar reynzlu og þekkingar
á því mikla hlutverki, sem honum er
ætlað að vinna í framtíðinni. En hver
sigraður örðugleiki veitir oss nýjan þrótt
til aukinna framkvæmda.
Málefni Þjóðernissinna varð fyrir
miklum hnekki á síðastliðnum vetri,
þegar klofningin, vegna afstöðunnar til
afturhaldsins, átti sér stað, en nú hefir
þroski og skilningur Þjóðernissinna á
hinum þjóðfélagslegu vandamálum og
lausn þeirra vaxið svo, að flokkurinn
stendur nú heill og óskiftur, ávalt reiðu-
búinn og sífelt starfandi fyrir mark-
mið þjóðernisstefnunnar íslenzku.
Sigur málefna vorra heimtar mikið
og óeigingjarnt starf og óskifta krafta
allra, sem meta sína eigin framtíð og
þjóðfélagsins að einhverju.
Boðberi stefnu vor Þjóðernissinna á
að vera blað það, sem nú í fyrsta skifti
kemur fyrir augu þjóðarinnar. Vér höf-
um valið því nafn þess lands, sem það
vinnur fyrir.
Blaðið Island verður í framtíðinni
aðal-málgagn Flokks þjóðernissinna, og
væntum vér, að allir félagar kappkosti
að útbreiða og auka blaðið af fremsta
megni.
Ritnefndin.
Verið íslendingar!
Kaupið og notið
Álafoss
föt og
Álafoss
vörur.
Pær eru ódýrastar.
Allt framleitt
hér á landi.
Kaupifl oi lesifl -Birtir aJ ífi|i-.
Vér viljum afnema stéttabaráttima og
reisa á Islandi satnstarf'andi og frjálsi
þjóðfélag.
Framtíðarlíf þjóðarinnar, skai byggr
á fortíðarreynslu hennar, á samstarfi
allra stéta, á fidlkomnwm friði, bœði
innanlands og við aðrar þjóðir, á
réttlœti handa hverjum einasta tslend-
ingi, á frelsi einstaldingsins til þess að
ná sem mestum þroska*, bœði andlega
og Vikanúega.
Vér viljum vekja trúna á landið, vér
viljum í sameiningu leita gæða þess, i
sameiningu vinna þau, og í sameiningu
njóta þeirra.
Vér viljum hagnýta okltur þekkingu
og reynslu manmkynsins á liverjum tíma,
til þess að létta lífsbaráttu þeirra sem
tsland byggja.
Vér viljum lifa í okkar eigin landi,
frjálsir og óháðir öllum. Vér viljurn
vekja trú þjóðarinnar á hennar eigin
mátt og megin og auka menningu hcnn-
ar og þroska, skœpa henni verðugan sess
meðal annara þjóða•.
Vér viljum vekja trúna á lífið -—
trúna á hið góða í manninum, á þróun
lífsins að hinu æðsta marki, fullkomn-
um friði og brœðralagi, bæði einstakl-
inga og þjóða.
Réttlæti — frelsi — friður
eru kjörorð vor. 1 þessum kjörorðum
er markmið þjóðernissinna falið. Undir
þeim og tákni afls hinnar sameinuðu
1. maí — frídagur hinna vinnandi
stétta — er runninn upp. Hann mun
verða mörgum verkamanninum minnis-
stæðúr. Fram á sjónarsviðið kemur lítil
spegilmynd hinnar sameinuðu íslenzku
þjóðar — tákn nýja tímans — þátttaka
Þjóðernissinna í hátíðahöldum hinna
undirokuðu. Með óbifandi krafti hug-
sjóna vorra munum vér hazla okkur
völl í hjarta hvers einasta verkamanns.
Stéttastríðið harðnar og magnast dag
frá degi. Hatrið grípur um sig. Leigu-
þý rússneska auðvaldsins leika lausum
hala og spúa hatri, öfund og sundur-
lyndi milli stéttanna. Blóðsúthellingar
þjóðar — Þórshamrinum — leggjum við
í baráttuna fyrir sigri hins besta mál-
staðar.
Þar sem réttlætið ríkir, eru allir
ánægðir, þar er á hagsmunum engra
traðkað, þar er siðferðiskend manna um
muninn á réttu og röngu búin að ná
þeim þroska, að varanlegar framkvæmd
ir geta hafist.
F r elsi er þar sem einstaklingurinn
er sviftur viðjum andlegrar og líkam-
legrar kúgunar og honum gefinn kost-
ur á að þroska sig sem mest og best í
þágu þeirrar heildar sem hann lifir inn-
an :— réttur sem takmarkast af sams-
konar rétti annara einstaklinga.
Þar sem f ri ð u r ríkir, þar er sam-
starf. Ófriður skapast af ófullnægðum
og niðurbældum þörfum mannanna. Þar
sem ófriður, stéttahatur og innri sundr-
ung ríkir, vinnast aldrei varanleg verð-
mæti á neinu sviði. Ásalni einstakra
manna á hluta annara kveikja öfund
hatur og sundrung.
Það er samstarf, fórnfýsi og dreng-
lyndi sem skapar friðinn. Það er frið-
urinn og það hugarfar sem hann heimt-
ar, sem við þurfum öllu öðru fremur
í baráttunni fyrir sigri þjóðernisstefn-
unnar íslensku. Sá sigur er ekki full-
kominn fyr en hver einasti tslendingur
getur með réttu tileinkað sér kjörorð
vor: Réttlœti — frelsi — friður.
[Viðhorf flokksins til dægurmálanna
birtist í næsta blaði].
eru fyrirsjáanlegar, ef ekki verður grip-
ið í taumana.
Stéttabarátta marxismans er reist á
hugsunarvillu. 1 sérhverju þjóðfélagi
skiftast menn í stéttir eftir starfi þeirra
innan þjóðfélagsins. Lifsafkoma hverr-
ar stéttar er háð velgengni hinna. Eng-
in ein stétt getur til lengdar lifað á
hinum. Hin tímanlega velmegun, sem
þannig hefir fengist, mun kom harðast
niður á þeim, sem þar eiga sök að. Þeg-
ar hið sameiginlega samstarf stéttanna
fyrir varanlegri velmegun allra er
sundrað, er jafnvægi grundvallar þjóu-
félagsins rofið. Frh. á bls. 3.
Það kemur ef til vill mörgum ein-
kennilega fyrir sjónir, að við þjóðernis-
sinnar tökum virkan þátt í hátíðahöld-
unum í dag, enda þótt engann, sem þekk-
ir tilgang og starf okkar, þurfi að undra
það. Við boðum frið milli allra stétta,
og við vinnum að því, að útrýma þeim
þjóðfélagslega misskilningi, sem á sér
stað meðal þjóðarinnar, um eitthverl
djúp, sem sé staðfest og óbrúanlegt á
milli hinna ýmsu atvinnustétta. Við vilj-
um knýja alla til sameiginlegs átaks,
með það fyrir augum að bjarga alþjóðar-
heill frá þeirri fyrirsjáanlegu glötun,
sem hennar bíður, ef stéttahatrið og inn-
byi'ðisófriður fær að þróast að sprengi-
punkti. Við viðurkennum hinn fylsta
rétt vinnandi manna til þess að njóta
ávaxta iðju sinnar og við viljum leit-
ast við að skapa samræmið, sem rofið
hefur verið, milli vinnunnar og afrakstr-
ar þess sem vinnur.
1. maí hefir verið af öðrum valinn til
þess að vera hátíðisdagur hinna vinn-
andi manna.
Fyrst í maí klæðist náttúran nýjum
búningi. Þróttur ljóssins fer þá aó
verða m.vrkri vetrarins yfirsterkari.
Þannig á líka starfsemi fyrsta maí aö
vera. Kuldi og myrkur það, sem innan
þjóðfélagsins ríkjir, á víkja fyrir sam-
einuðu átaki hinnar vaknandi þjóðar.
1. maí á að verða sameiginleg fagnaðar-
hátíð allra starfandi manna yfir sigr-
uðurn öi-ðugleikum — hann á að vera
dagur hinnar nýju áætlunar næsta
starfsárs — eitt skref í áttina að hinni
friðsamlegu og réttlátu uppbyggingu nýs
þjöðfélags. Baráttan innan þjóðfélagsins
verður að leggjast niður og öll þjóðin að
standa sameinuð gegn hinum sameigin-
legu óvinum.
1. mai á að vera yfirlit þjóðarinnar
yfir það, hve vel henni hefur tekist, að
dreyfa vei'ðmætunum — árangri aflsins
til allra.
1. maí á að vera hvatning til starfa,
en ekki til sundrungar, því af henni er
rneira en nóg í okkar litla þjóðfélagi.
Á þessa leið viljum við þjóðernissinn-
ar benda með þátttöku okkar á frí-
degi vinnandi manna.
Stétt með stétt, er kjörorð dagsins.
Þjóðin sameinuð v eina sterka, starfandi
heild, er markið.
Menn og konur af öllum stéttum lyft-
um okkar litla þjóðfélagi lengra áleiðis
að fullkomnum friði og meiri velmegun
allra. —
Stéttabaráttan og marxisminn.