Ísland - 01.05.1934, Blaðsíða 3

Ísland - 01.05.1934, Blaðsíða 3
1. maí 1934. I S L A N D 3 að það ríki, sem stjórnað er eins og geðveikrahæli, ríki, þar sem hver hönd- in er upp á móti annari og hver heldur sig mestan og beztan, verður aldrei þess megnugt að samræma hag allra og leiða þjóðina fram til friðsamlegrar þróunar. Hvar er þá lækninguna að finna? Áreiðanlega ekki í viðhaldi ríkjandi skipulags, því meðan stofninn er fúinn, er ekki hægt að búast við óskemdum ávöxtum. Hið samstarfandi þjóðfélag verður aö reisa á algerlega nýjum grunni, og þjóð- in, sem hefir misnotað hið mikla frelsi sitt, verður að læra að hlýða, læra að beygja sig fyrir framtíðarboðorðinu: alþjóðarheill. Það verður mörgum, sem nú vaða í villu og reyk, ef til vill erfitt fyrst um sinn, en tíminn mun færa þeim hinum sömu heim sanninn um það, að hin breytta aðstaða mannanna til lífsins, heimtar breytt skipulag og breyttan hugsunarhátt; því ef ekki tekst nú strax að leiða þjóðina á rétta braut, eru hennar dagar taldir. Upplausnin æðir þegar með feikna krafti yfir þjóðina, svo það er aðeins stundar-spurning, hve lengi tekst að láta fleyið fljóta. Þess vegna viljum við fylkja öllum íslendingum til sameiginlegs átaks til að bjarga frelsi og lífi þjóðarinnar. — Við skorum á menn og konur af öll- um stéttum að vinna framvegis samein- uð undir kjörorðum hins nýja tíma: Réttlæti, frelsi, friður. Stéttabaráttau og marxisminn. Framhald frá bls. 1. Hin öra þróun tækninnar samfara skilningsleysi og úrræðaleysi þeirra, sem með völdin hafa farið, hefur gert það að verkum, að sú orka sem vélarn- ar láta okkur í té, hefur orðið þjóðfé- laginu til bölvunar. Verkamenn svo tug- um og hundruðum skiftir hafa mist at- vinnu sína og þar með lífsviðurværi sitt. Skilningslausir og fégráðugir at- vinnurekendur krefjast lægri launa. Þeir skilja ekki, að viðgangur almenn- ings er viðgangur Iieirra sjálfra. Rýrn- un kaupgetu hvers verkamanns er rýrn- megi að »búa til« það ástand, að allir þeir, sem framleiða verðmæti, — not- hæf til greiðslu utanlands og innan með vinnu sinni, — verði þjóðinni og þeim, sem á horfa, til þyngsla, sem kallað er. Kreppan, sem vér nú eigum við að búa, er í rauninni ekkert nýtt fyrir- brigði í þjóðfélagi voru, en þó er sá munur á þeim hallærum, sem þjóðin áður hefir orðið að þola og því ástandi, sem nú er, að hið fyrnefnda var oftast afleiðing náttúruviðburða, sem ekkert mannlegt vit né starf getur haft áhrif á, þar sem aftur á móti hið síðara — hin núverandi kreppa — er búið til af forráðamönnum þjóðarinnar. Sagan segir okkur frá verri tímum í ísl. þjóðlífi, en vér núlifandi kynslóð höfum reynt. Fólk og fénaður hefir solt- ið í hel. Bændur og búalið hefir hrunið niður, svo að næstum heilar sveitir hafa lagst í eyði. Jarðir söfnuðust í fárra manna liendur, svo ekki var einsdæmi að tugir býla yrðu eign einstakra manna. Gleggsta dæmið um þau harð- indi, sem þjóðin hefir orðið að þola, er þó líklega það, er talað var um að flytja Islendinga alla af landi burt. Mikill máttur hlýtur að búa í þeirri þjóð, sem stenzt slíkar raunir. Oftast nær hafa í raun og veru ver- ið erfiðir tímar fyrir landbúnaðinn, og hygg ég ekki fjarri sanni að segja, að Öll æfi bóndans sé ekki annað en sífeld un á velmegun atvinnurekandans. Það er því engin furða, þó verkamenn yfir- leitt hafi skipað sér undir merki marx- ismans. Marxisminn lofar gulli og gra n- um skógum. En hvar á að taka? Jú, hjá helvízkum atvinnurekandanum. En hvað verður þegar atvinnurekandinn er þurausinn? Jótlandsheiðar eða Rúss- land? NEI! harðsnúin barátta gegn stéttabaráttunni er einasta leiðin, ef ís- lenzka þjóðin á ekki að tortímast. Al- ræði í hendur alþjóðar. Fullkomið skipu- lag framleiðslutækjanna, þannig að vélaorkan verði þjóðfélaginu til farsæld- ar, en sé ekki lengur orsök hörmunga þeirra, sem skipulagsleysið veldur. Verkamaður! Þegar augu þín hafa opnast fyrir þeim ægilegu hörmungum, sem stéttabaráttan hefur valdið, þá veiztu hvar staður þinn er — þéttar raðir æskunnar — Þjóðernissinnar — munu opna arma sína fyrir hverjum einum, sem skilur hvað á ríður. Með fítonsandakrafti óyggjandi sigurvissu munum vér storma ósigrandi að mark- inu. Verkamaður! Ennþá er blóðfáninn rússneski borinn á götunum. Stígum á stokk og strengjum þess heit, að þetta skuli vera síðasti dagur rauðu dulunnar hér á landi. Eldtungur sundrunganna hafa of lengi haldið velli. Stöðvum eigi framrás vora fyr en þórshamarsfáninn blaktir við hún um gjörvalt Island. Sláturfélag Suðurlands Reykjavík — Sími 1249 — Sími: Sláturfélag Niðursuðuverksmiðja — Bjúgnagerð Reykhús — Frystihús Kjöt allar tegundir, nýtt, frosið, reykt, niðursoðið og saltað. Fiskbollur, gaffalbitar og lax niðursoðið. Áskurður á brauð, fjölbreyttasta og bezta úrvali á landinu. Ostur og smjör frá Mjólkurbúi Flöamanna. Verðskrár sendar eftir óskum og pant- anir afgr. um land alt. YVVvývTyyYýywyvr FLOKKUR ÞJÓÐERNISSINNA: -------------- 1. „Af götunni“ MAÍ SKEMTUN að Hótel Borg' í kvöld kl. 9. I Alþýðublaðinu 28. apríl birtist leið- ari með ofanritaðri yfirskrift. Þar stendur meðal annars: »Þær fylkingar, sem fara út á göt- una 1. maí hér í Reykjavík, verða ekki stöðvaðar, og heppilegast væri fyrir þær rottur, sem naga nú stoð- irnar, sem frelsi þjóðarinnar bygg- ist á, að halda sig innan dyra þennan dag«! Þarna koma þá marxistarnir fram sem verndarar þjóðfélagsins! 3\. ennirnir, sem sí og æ hafa nagað og naga enn stoðirnar, sem sjálfstæði og tilvera þjóð- Ræðuhöld. — Söngur. Dans. Félagar mæti í búningum. MJÖLNIR Blað þjóðernissinnaðra stúdenta Verður selt á götunum í dag. Fjölbreytt að efni. * barátta um það, að vera til eða vera ekki til. Á öllum tímum í sögu okkar eru þess dæmi, að bændur hafi verið reknir frá jörðum sínum. Altaf hafa þeir haft langan og erfiðan vinnudag fyrir lítil eða engin laun. Þegar því lit- ið er yfir heildina, sjáum vér — eins og áður er sagt — að ástandið nú er ekkert nýtt, en það sem gerir það til- finnanlegra er það, að mönnum er far- ið að skiljast, að mannlegt vit og starf getur haft áhrif á og jafnvel breytt þjóð- félagsástandinu á hverjum tíma. Menn eru farnir að hugleiða aðstöðu sína — einstaklingsins — hvors til annars inn- byrðis og til ríkisins. Þeir fara að bera saman hlutskifti hinna ýmsu borgara og koma þá auga á misfellurnar, en i kjölfar þess siglir svo óánægjan. Því hvar sem litið er sjást möguleikarnir til meiri velmegunar og gnægtir yfir- fljótanlegar, en ónotfærðar. Upp af þess- um rótum rísa raddirnar um þjóðfélags- legt réttlceti. Þegar þannig kröfur koma fram og sé þeim ekki fullnægt, þá endar venju- lega með því, að hver tekur sinn rétt. Fyrstir til þess í öðrum löndum urðu iðnaðarmenn stórborganna, en hér á landi sjómanna- og verkamannastéttin. Barátta þeirra hefir þó ekki heppnast nema að nokkru leyti, bæði vegna þess, að það er ekki barist eingöngu um fjár- hagslegan vinning, og á hinn bóginn er ekki réttlætinu fullnægt, þó að ein stétt fái sitt. Réttlætinu er ekki fullnægt fyr en allir hafa það, sem þeir þurfa, og ef vér nú lítum á, hvernig önnur fjöl- mennasta stéttin í þjóðfélaginu ba nd- urnir hefir verið afskift í þessu til- liti og ef við um leið athugum aðbún- að hennar af hálfu ríkisvaldsins, þá fær maður gott yfirlit yfir nýjasta sköpvn- arverk mannanna: kreppuna. Við höfum nægt jarðrými til ræktun- ar og fjölda atvinnuleysiugja. Við tlytj- um inn landbúnaðarafurðir í stórum stíl. Er ekki hin rökrétta afleiðing af þessu sú, að við rækturn okkar eigiv jörð og framleiðum þœr lífsnauðsynjar, sem við [mrfum, með eigin vinnuafli? En lítum þá á það hvernig landbúnað- urinn borgar sig, hvernig hægt er að tryggja bóndanum þau kjör, sem hann þarf og á skilið, hvernig er hægt að sjá fyrir þeim sem sendir eru til nýræktar. Við getum ekki leyst hina alþjóðlegu landbúnaðarkreppu. Hana er ekki hægt að lækna, nema með því að hvert land ráði fram úr sínum vandræðum. Hinn alþjóðlegi fjármagnssamvöxtur, sem oið- ið hefur á síðustu áratugum, hefir ekki verið bygður á heilbrigðri og eðlilegri vöruskiftaverslun, heldur hefur hann miklu frekar orsakast af stríði milli auðhringa um að ná, sem mestum pen- ingum í sínar hendur. Við þetta hafa myndast hinir hræðilegu skuldabaggar, sem nú hvíla á flestum þjóðum, eins og martröð og með þessu hefir þeim tekist að ná taki á lífæð okkar — atvinnuveg- unum. Þessi »síamiski« samvöxtur heimsins er ekki eðlilegur og' á engan tilverurétt. Ef samlífið á milli þjóðanna á að byggj- ast upp, eftir skynsamlegum og eðlilegum leiðum, verður það að byggjast upp inn- an frá, úr réttlátu og skipulögðu þjóð- félagi hinna einstöku ríkja í heimssam- band mestu menningarríkjanna, sem svo getur orðið kjarninn í raunverulegu þjóðabandalagi. Við getum ekki bygt tilveru okkar, sem þjóð og fjárhagslega frjáls eining, á óréttlátu heimsfyrir- komulagi. Við verðum þess vegna að byggja á raunverulegum og réttlátum grunni, því þá fyrst getum við örugg horfst í augu við framtíðina. Það er ekki rúm til þess hér að fara út í landbúnaðarástand annara þjóða, en af því hvernig þar er umhorfs, má þó hiklaust draga þá ályktun, að fyr en síðar verðum við Islendingar neydd- ir til að notfæra okkur allar þær auðs- uppsprettur, sem landið felur í skauti sér. Fyrsta skilyrðið til þess að við nokkurntíma komumst úr því feni, sem við nú liggjum í, er það að við nytjum okkar eigin land. Okkur má vera sama um alla offramleiðslu meðan við get- um haft gagn af henni. Það hveiti, sem brent er í Ameríku, gæti alveg eins verið í tunglinu okkar vegna. Ef við ættum að kaupa það, yrðum við að gefa frá okkur eignarréttinn á okkar eigin

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.