Ísland - 01.05.1934, Side 2

Ísland - 01.05.1934, Side 2
2 I S L A N D 1. maí 1934. Æskan vill starf. Astandió Allir hlutir eru orðnir til fyrir starf, o£ það lögmál mun haldast meðan heim- urinn stendur. Hvort sem það daglega verður — í framtíðinni unnið af höndum eða vélum, þá liggur altaf starf huga og' handa að baki. Þekkingu og framsækni mannanna virðast engin tak mörk sett, því með hverri stund sem líður eru lagðir nýir og nýir steinar í hina voldugu byggingu tækninnar, sem að lokum mun veita öllum íbúum jarð- arinnar skjól, — uppfylling allra þeirra þarfa, og þar með láta rætast drauin þeirra árbornu andans spekinga, sem trúa á frið og farsæld mannkynsins um ókomnar aldir. Að ná fjarlægu takmarki, jafnt í þessu sem öðru, krefur starf og fram- sækni og áræðni. Þessa eiginleika sam- einar einmitt æska 20. aldarinnar, enda hefir það fallið í hennar skaut, að standa á krossgötum og sækja hinn rétta veg. Æskan, sem nú er að leggja út í lífið, hún hefir að miklu leyti hlotið fyrstu spor tækninnar í vöggugjöf, og um leið og hún hefir það erfiða hlutskifti, að brjóta gamlar og rótgrónar, illar venj- ur á bak aftur, að opna leiðirnar fyrir sigurgöngu aflsins og dreifa þeim verð mætum, sem þekkingin og aflið leggur mannkyninu í hendur. Sú kynslóð, sem nú er að vaxa upp, hún gengur þess heldur ekki dulin, að baráttan við gamla, skilningslausa tím- ann útheimtir gífurlega mikið og óeig- ingjarnt starf, því að það er einnig víst, þó að framfarir tækninnar séu stór- stígar, þá er þetta aðeins byrjun, sem beina verður í rétta átt, því í sögu síð- ustu ára hefir þeim afturhaldssömu og svartsýnu stirðbusum, sem með forráð þjóðanna hafa farið, tekist að snúa hinni verðandi blessun mannkynsins í böl- bænir og eymd, jafnvel svo, að sú hugs- un hefir fæðst í heilum skuggabarna tilverunnar, að betra væri að sigla til baka að lífi frumbyggjanna en að verða sinn eigin böðull með því að vinna í samræmi við þróunina, því dýrsleg drotnunargirni valdhafanna, sem eru samgrónir því, sem var, hefir jafnhliða því sem tæknin óx svift mennina ávexti þeirra eigin iðju og vits. Það virðist vera afar augljóst og ein- falt mál, að þær framfarir, semmanns- andinn hefir skapað, eru fyrir menn- ina sjálfa alla - en ekki einstaka — einhverja útvalda. Þess vegna e?' það hlutverk þeirra, sem nú hefja göngu sína, að leggja fram krafta sína alla og óskifta, til þess að hagnýta sér og búa í haginn fyrir óbornar kynslóðir, hverja þá þekkingu og hvern þann orku- gjafa og þau tæki, sem til eru, einnig að vera sífelt reiðubúinn til þess að taka á móti öllu því, sem miðar að settu marki: að upphefja lífsbaráttu þá, sem nú þekkist. Það er svo lítið, sem til þess vantar, aðeins sameiginlegt átak þióð- anna, til þess aö skapa frið og réttlæti, sem byggist á nýrri skipulagningu, þar sem allra hagsmuna er gætt. Til þess að flýta fyrir sigri hins nýja tíma, vill hin upprennandi kynslóð beita öllu afli sínu, fyrst og fremst gegn hinu deyjandi afturhaldi, sem brjálast meir og meir, eftir því sem hinar ómótstæði- legu framfarir þróast og bjóða betra og fullkonmara líf. Æskan vill starf starf til heilla hinni líðandi stund og til handa komandi kynslóðum. Æskan vill fá að vinna, — neyta afls síns til þess að skapa nýtt og betra þjóðfélag, sem reist er til handa öllum; æskan vill flýta fyrir valdatöku vélanna, ekki í þeim tilgangi, að auka neyð þeirra, sem áður unnu verkin með afli handa sinna, heldur til þess að létta okinu af herð- um þeirra, sem nú líða skort, vegna fá- vizku og svartsýnis hinna úreltu aftur- haldspostula. Barátta æskunnar er gegn afturhaldi, eigingirni og svartsýni Æskan vill opna mannlegri þekkingu veginn, á hvaða sviði sem er, til þess að skapa almenna velmegun og dreifa árangri menningar- innar og orku hins handsamaða afls jafnt til allra. Helc/i S. Jc'msson. sem hin íslenzka þjóð á við að búa, er afar hörmulegt. Þjóðinni er skift í hatandi stéttabrot; stétt er æst gegn stétt og maður gegn manni. Máttlaus stjórn situr við völd, með óstarfhæft þing að baki sér. Afkomumöguleikar þjóðarinnar minka með ári hverju, en atvinnuleysi og örbyrgð vex að sama skapi. Peningarnir safnast á fárra manna hendur og jafnframt fjölgar í hópi hinna snauðu. Féndur mannkynsins -marxistar-—leika lausum hala í skjóli þingræðisins og hins falska lýðræðis. Alt þjóðskipulagið leikur á reiðiskjálfi og er aðeins tímaspurning hvenær það hryn- ur til grunna. Stjórnmálamennirnir og forráðamenr. þjéiðarinnar ganga kaupum sölum sem hver annar varningur, flokkshagsmunir stéttaflokkanna eru altaf teknir fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Bitlingar, hrossakaup og hverskonar stjórnmála- spilling þróast með algleymingi í skjóli þingræðisins. Flokkabrotunum fjölgar, öngþveitið magnast, Alþingi hinu forna er breytt í kauphöll, sem verslar með sannfær- ingu þeirra, sem þar eiga sæti — cg lífsafkomu þjóðarinnar. Skuldir landsins vaxa. Þjóðin bíður óttaslegin þeirrar stundar, þegar er- lendir lánardrotnar heimta starfskrafta hennar og landið sem greiðslu — þeirr- ar stundar, er viðburðirnir frá 1262 end- urtaka sig. Forsendurnar eru þ;er sömu — þá og nú: Innanlandsóeirðir og flokka- drættir. Og afleiðingin verður sú sama, ef hin upprennandi kynslóð ekki tekur öfluglega í taumana og bætir fyrir brot gamla tímans. Mannlífið er svo örum breytingum háð, að vart er mögulegt fyrirfram að ákveða leidir langt fram í ókominn tíma. Aðeins eitt stenclur óhaggað: Marlmiiðið sem að er kept, umsköpun þjóðarinnar í hugsunarhætti og framkomu uni- sköpun úr hatandi stéttabrotum í sam- starfandi heild. Fyrir þessu marki verður alt annað að víkja. Þeir menn, sem valda og viðhalda nú- verandi ástandi, eru féndur allra fram- Landbúnaðarkreppan. Landbúnaðurinn er önnur aðalat- vinnugrein Islendinga og lætur nærri að um helmingur landsmanna eigi alt sitt undir afkomu hans. Hinsvegar hef- ur sjávarútvegurinn á undanförnum á.r- um verið á hraðri uppsiglingu og kraf- ist meira og veira vinnuafls, sem hann þá varð að sækja í sveitirnar. Meðan þessi vöxtur var í útgerðinni streymdi fólkið úr sveitunum til sjávarsíðunnar í þeirri von að fá þar betur launað sitt starf. Þegar svo að því kom að útgerðin tók ekki lengur á móti, þá hættu þó ekki þessir fólksflutningar og nú er svo komið, að í bæjunum er stöðugt vaxandi atvinnuleysi. Margir, sem vilja vinna, en fá þaó ekki, verða nú að leita til ríkis- eða sveitasjóðs til þess blátt áfram aö geta lifað. Alstaðar er hægt að benda á iðjulausar hendur, sem ekkert eiga víst í náinni framtíð. Þetta atvinnuleysi hefir einnig -ferið aukið með vitlausri fjár- málapólitík, sem hindrar öflun verð- mæta en eykur skuldir, og veiku ríkis- valdi, sem ekki hefir megnað að halda uppi vinnufrið í þjóðfélaginu. Eitt af þvi sem hefir gert það, að alt hefir þó flotið til þessa tíma, er það að fyrir nokkrum árum streymdi fólkið héðan til Ame- ríku. Nú er þessi leið, sem betur fer bönnuð og við getum glatt okkur við aö æskan heldur sér nú við landið sitt, en það verður að tryggja henni lífsmögu- leika. Eftir því, sem atvinnuleysið eykst flytjum við inn meir og' meir af »nauð- synjavörum«, mikið af iðnaðarvörum, sem við getum sjálfir framleitt, mikið af eldsneyti og hráefnum ýmsum og þó höfum við gnægtir af flestu þessu, eða því sem í þess stað gæti komið, í land- inu sjálfu —■ en bara ónotfært. Áður gátum við borgað allan þennan innflutn- ing með framleiðslu okkar, en nú virðist, sem afl handa okkar og auður lands- ins hafi minkað svo að þetta sé ekki mögulegt lengur. Otkoman er því sú að á síðustu árum hefir þjóðin safnað gíf • urlegum skuldum. Það er að vísu ekki til nákvæmt yfirlit yfir allar þessar skuldir, en réttast er að telja alt erlent fjármagn, sem við þurfum að greiða vexti af — hvort sem það hvílir á herð- um ríkis eða einstklinga, — sem skuldir. Peningar, hvort sem þeir eru úr gulli eða bi'éfi, eru ekki verðmæti heldur að- eins mælikvarði á verðmæti, og til þess að létta undir öll viðskifti manna á með- al. Hið eina raunverulega verðmæti er það, sem við framleiðum með afli handa okkar og með því greiðum við rentur af útlendu auðmagni. Nú segjum við að alt starf einstaklingsins og öll fram- leiðsla hans, sem hann ekki þarf handa sér og sínum á einn eða annan hátt að verða þjóðfélaginu til góðs, en ekki er- lendum auðhringum að féþúfu, þess vegna höldum við áfram og segjum: að það sé sóun á verðmœtúm að láta nolck- urn þann cinstakling, sem getur unnið ganga atvinnulausan. Nú liggur næst að draga þá ályktun af allri þessari skuldasöfnun okkar, að ágóðinn af þjóðarbúskapnum hafi mink- að svo í hlutfalli við þær kröfur sem þjóðin gerir til lífsins að hann nægji ekki fyrir útg-jöldunum. Þannig - og ekki öðruvísi verður að skilja þá fjármála- starfsemi, sem rekin hefur verið í land- inu. F'járlögin hafa verið jöfnuð með því að taka erlend lán til þess í raun og veru að greiða með innflutning vorn. Af þessum ástæðum öllum hafa skuldir ríkissjóðs og aðrar skuldir við útlönd aukist stórkostlega og vaxtabyrðin orðiö óbærileg. Það þýðir ekki að glugga í reikninga ríkisins eða bankanna til aó sjá hvað þetta er mikiö, því að eftir þvi sem þessar stofnanir græða meira í »pio- vision« á því að selja landið í hendui útlends auðmagns, því hærri tölur skrifa þeir og því meir blaðra þeir um að hafa bætt fjárhag landsins. Þegar augu manna opnuðust fyrir þessari háskalegu stefnu sem tekin hafði verið, þá var farið að spara þannig að mestur hluti þjóðarinnar var settur á sultarkort en margir reknir út í atv,- leysið. Það varð »luksus« að borða okk- fara, og þar af leiðandi er starfi voru beint gegn kenningum þeirra og þeim mætt í fullri andstöðu hvar og hvenær sem er, uns tekist hefur að sameina alla íslensku þjóðina um sín eigin velferðar mál. Valdhafar þjóðarinnar á undanförn- um árum, hafa svikið öll loforð sín, og innleitt hina ríkjandi spillingu. Vér leggjum í baráttuna með hreinan skjöld. Við munum berjast djarft þar til mark- inu er náð. Við lofum engu sem er ó- framkvæmanlegt. Við seljum aldrei sannfæringu okkar, sem er markmið okkar, hvorki eitt atriði né alt í heild. Við bendum þjóðinni á ógöngurnar, sem hún er í og á markmið okkar, sem leið út úr þeim . Hinn nýi tími. Alstaðar í heiminum rísa mótmæla- öldur gegn hinu ríkjandi ástandi, sem mennirnir, með sinni eigin svartsýni og sérdrægni, hafa leitt yfir mannkynið í heild. Þeir sem harðast verða úti í barátt- unni f.yrir tilverunni, knýja öldu hins nýja tíma hærra og hærra með ómót- stæðilegum krafti. Þeir hafa þegar fært heiminum heim sanninn um það, að þjóð, sem vill og vinnur saman, er sterk og ósigrandi, að hún er fær um að skapa sér lífvænléga aðstöðu í þessum auðuga heimi. Alda hins nýja tíma finnur kraft sinn í samstarfs-hugsjóninni, í þeirri hugsjón, að láta eigingirnina víkja fyrii heill heildarinnar. En samstarfs-hug- sjóniri á erfitt upplráttar, meðan bæði heimur og þjóðir eru sambland af vit- lausraspítala- og ræningjabæli. Hópur þeirra, sem neita að leika með í þessum herbúðum heimskunnar, verð- ur stærri og stærri með ,degi hverjum. Þúsundir íslendinga hafa þegar séð hvert stefnir, þeir hafa hafist handa og búast nú til sóknar gegn þessu eymdar- ástandi; þeir beimta frið og framfarir og eru reiðubúnir að berjast fyrir hvoru- tveggja, unz yfir lýkur. Fleiri og fleiri verða þeir, sem sjá, ar íslenska smjör, en þótti sjálfsagt að nota smjölíkið, sem að miklu leyti er búið til úr útlendu efni, og' það þótti ekki nógu fínt að nota ísl. hreinlætis- vörur, heldur verður að kaupa útlendar, sem búnar eru til úr íslensku efni o. s. frv. o. s. frv. I stuttu máli sagt þá hafa útlendar afurðir og útlent fjármagn fengið frjálst svigrúm til þess sumpart að eyðileggja og sumarpt að hindra þró- un ísl. atvinnuvega. Við erum komnir í klær hins alþjóðlega stórkapitalisma og greiðum honum landsleigu. Við ráðum í raun og veru ekki leng- ur sjálfir almennu kaupverði í landinu. Við erum ekki lengur sjálfráðir um hvað verkamaðurinn fær á tímann, hvað bóndinn fær fyrir kjötpundið sitt, hvað sjómaðurinn fær fyrir fiskinn sem hann dregur, o. s. frv. Landsdrottnar vorir sitja nú í kaup- höllum. einhversstaðar út í heimi og ákveða þar gengi ísl. krónunnar, — eða með öðrum orðum verð fyrir framleiðslu okkar. Við höfum ennþá staðið í skilum viö þá háu herra, en þær ráðstafanir, sem stjórnarvöld vor hafa gert, til þess að það mætti verða, hafa leitt af sér slíkt ósamræmi í allri afkomu manna innanlands, að heil stétt manna, og það meira að segja önnur 'mesta framleiðslu- stétt þjóðarinnar — bændurnir eru nú gjaldþrota. Ef þannig verður haldið áfram, er eigi annað fyrirsjáanlegt, en að takast;

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.