Ísland - 23.05.1934, Blaðsíða 1

Ísland - 23.05.1934, Blaðsíða 1
 Kosningabarátta stéttaflokkanna Enn á ný standa kosningar fyrir dyr- um hjá hinni »frjálsu« íslenzku þjóð. Pessi stórfeldi skrípaleikur er endurtek- inn með fjögra ára millibili, og oftar, ef þörf krefur, en sú þörf er grundvöll- uð á því, að þeir menn, sem alþingi skipa, til þess að leiða mál þjóðarinnar til lykía, með hennar heill fyrir augum, að þeirra sjálfra sögn, geta ekki verið sammála um það, hvern hluta þjóðarinnar skuli pína. Þegar svo er komið, er rokið út úr kauphöllinni og ný herferð hafin. Æðis- gengin köll sannfæringasalanna yfir- gnæfa alla skynsemi. Þeir reyna með auknum ofsa að telja þjóðinni trú um einhverja allsherjar lausn allra vandamála, sem í því sé fólg- in, að stétt sé att gegn stétt, að verka- maðurinn verði að hata vinnuveitand- an, atvinnuveitandinn verkamanninn, bóndinn borgarbúann, og börnin for- eldrana, þannig er herferðin. Þetta er þjóðinni boðið upp á og ætlast til, að hún þoli möglunarlaust — og allt þetta er gert fyrir þjóðina, sem allt vantar í raun og veru, nema ófyrirleitna þjóð- málaskúma. Á þennan hátt hefir tekizt að breyta útliti þjóðarinnar í vitfirr- ingahóp — eða varla verður það öðru- vísi skilið, þar sem hið »göfuga« þing- ræöiskerfi á að sýna spegilmynd þjóð- arinnar! Slíkt ástand hefir alstaðar verið mjólk á pela kommúnista, enda er hin hjáróma byltingarödd frá Rússlandi orðin æði hávær — þeir, sem enga hug- sjón eiga æðri en að vera úrhrök, hljóta að finna góðan jarðveg í þjóðfélagi, sem stjórnað er af þeirra líkum. I friði fá þeir að naga allar styrkustu stoðir þjóöfélagsins, í fríði fá þeir að eyðileggja atvinnulíf og frið í landinu og hverja heiðarlega hugsun, sem fæð- ist — jafnhliða því, sem þeir bjóðast svo til að bæta fyrir sín glæpaverk, með því að bylta allri þjóðinni í sama aum- ingjaskapinn, sem þeir sjálfir eru í. fhaldið og öll þingræðis-hersingin horfir hálf-sofandi á aðgjörðir síns eig- ins afkvæmis — kommúnismann, sem nagar og nagar allt það, sem feður vor- ir og beztu synir þjóðarinnar hafa varið æfi sinni til að byggja upp. Allt í einu vaknar braskaralýðurinn við vondan draum. Skyldi nú þjóðin ætla að fara að mögla? — Það verður að kæfa niður! Og sjá! Allir hinir póli- tísku spákaupmenn fallast í faðma -- og hef ja sóknina gegn forystuhóp hinnar vaknandi þjóðar, þjóðernissinnunum ís- lenzku. Þeim er lýst sem einhverju voða- legu fyrirbrigði, — sem ætla að veiða sálir þjóðarinnar með brjóstsykri (sbr. N. dagbl.), sem ætlar að drepa og pína verkalýðinn (Alþbl. og Yerkal.bl.) eitt- hvað óttalegt útlent ofbeldi, sem ekki »samrýmist lýðræðishugmyndum« í- haldsins og samvinnustefnunnar (Mbl. og Tíminn). Kannske þeir góðu herrar, sem þar eru innstu koppar í búri, ætli að fara að telja einhverjum trú um að eigingjörn auðvaldskúgun og kaupfélagsstarfsemi sé íslenzk uppfinning? Nei, það er þýð- ingarlaust. fslenzka þjóðernisstefnan verður aldrei að velli lögð meðan íslenzk þjóð er til — og hún hlýtur allt af að verða íslenzk, eðli sínu samkvæmt. Hatursmenn frelsis og jafnréttis verða að finna önnur vopn til að sækja okkur með, en sú leit verður erfið, vegna þess að íslenzka þjóðin er ekki slík sem al- þingi speglar hana — hún er og verð- ur drengskapar þjóð, þótt hún eigi nokk- uð marga óverðuga syni og dætur. Gegn okkur, sem fyrir þjóðernisstefn- unni berjumst, þýðir hvorki að beita atvinnumissi eða annarri kúgun. Lífið er stutt, en þess vert að lifa því, til þess að færa þjóðina feti framar áleiðis að betra fullkomnara lífi. — Við kosningarnar 24. júní n. k. verður jjessi listi í kjöri í Reykjavík af hálfu þjóðernissinna: Helgi S. Jónsson, verzlunarmaður, Baldur Johnsen, stud. med., Guttormur Erlendsson, ritstjóri, Jón Aðils, símamaður, Maríus Arason, verkamaður, Knútur Jónsson, bókari, Sveinn ölafsson, útvarpsn., Baldur Jónsson, prentari, Axel Grímsson, húsgagnasmiður, Bjarni Jónsson, stud. med., Stefán Bjarnarson, verzlunarmaður. Sigurður Jónsson, prentari. j f Gullbringu- og Kjósarsýslu verður Finnbogi Guðmundsson, útgerðarmaður, Gerðum, Garði, í kjöri af hálfu þjóðern- sinna. ý . j í Vestmannaeyjum verður Oskar Hall- dórsson, útg.m. í kjöri af hálfu þjóðern- issinna. Þann 2. jan. s. 1. var Flokkur þjóðern- issinna stofnaður. Nýir flokkar ex*u stofnaðir af ýms- um ástæðum. Fyrst má nefna það, að pólitískir flugumenn nota sér neyð og vandræði einhverrar einnar stéttar, til þess sjálfir að komast til valda og seðja metorðagirni sína, til þess sjáflir að geta lifað í allsnægtum á kostnað þeirra manna, sem þeir þykjast berjast fyrir. Stofnun slíkra flokka hefir óhjákvæmi- lega í för’með sér stofnun flokka með- al þeirra stétta, sem hnekkja á. Þannig verða stéttaflokkarnir til. Lausn sú, sem slíkir flokkar boða á vandamálunum, er fólgin í því, að ein stétt á að drottna yfir öllum hinum. En eins og hverjum manni má ljóst vera er þetta engin lausn á vandamálum þjóö- arinnar allrar og ekki einu sinni leið Við munum sækja baráttuna fast með þeim vopnum, sem okkur eru í hendur fengin, og þau eru forráðamannanna eigin verk. Þátttaka okkar í þessum kosningum skal verða til þess að leiða hugi þjóðar- innar á rétta braut og undirbúa hana í baráttu næstu ára, þótt kraftur okk- ar hafi ekki leyft framboð á fleiri stöð- um að sinni, þá koma dagar eftir þenna dag. — Þar sem þjóðernissinnar eru í fram- boði, getur þjóðin sýnt vilja sinn, en þar sem ekki er boðið fram, geta þjóðernis- sinnar líka beitt áhrifum sínum með og fyrir stefnu okkar. En að kjósa einhvem íir braskara- Ijjðsfylkingunni, það getur enginn sann- nr þjóðirnissinni g0rt,. H«lgi S. Jónsson. út úr ógöngum stéttarinnar, sern drottna á, því að líf eða dauði einnar stéttar í þjóðfélaginu hlýtur aðbyggjast á afkomu allra annarra stétta. Um þetta hlýtur hver maður að sann- færast, sem ályktar rökrétt af forsend- um þeim, sem stéttaflokkarnir byggj- ast á, sem ályktar rökrétt af grund- vallarreglum lífsins og tilverunnar. En skyldi einhver efast um réttmæti þessara orða, þá má benda þeim hin- um sama á, hvað framkvæmd þessara hugmynda hefir haft í för með sér, hvaða dóm reynslan leggur á þær. Og dómur reynslunnar er samkvæm- ur forsendum: Bændastéttin er gjaldþrota. Útgerðin er á heljar þröminni. Iðnaðinn er verið að kæfa í fæðingunni. Verkamenn hafa varla í sig eða á. r stuttu máli sagt. Hér þrífst enginn atvinnuvegur — nerna pólitísk spá- kaupmennska. Þeir, sem hana stunda, lifa í vellystingum pragtuglega, þótt all- ur annar landslýður svelti. Þannig- var ástandið um síðustu ára- mót. Þannig er ástandið enn. Þá var Flokkur þjóðernissinna stofn- aður. Ástseðurnar fyrir stofnun hans voru aðrar en fyrir stofnun stéttaflokkanna. Hann er stofnaður til að vekja þjóðina, hverja einustu stétt, til meðvitundar um réttindi sín og skyldur, svo að hún leyfi ekki blóðsugum stéttaílokkanna að starfa í naði, unz síðasti blóðdropinn, unz allur lífsþróttur er horfinn. Flokkur þjóðernissinna vill hjálpa bændastéttinni, áður en hún flosnar upp, og býlin leggjast í eyði. Flokkur þjóðernissinna vill rétta út- gerðinni hjálpandi hönd, áður en hún steypist í hyldýpið. Flokkur þjóðernissinna vill grípa um hendur böðla iðnaðarins, áður en hann er kyrktur. Flokkur þjóðernissinna vill útvega öll- um verkamönnum atvinnu og lífsviður- væri, áður en stéttaflokkaforingjarnir hafa murkað úr þeim lífið. I stuttu máli sagt. Flokkur þjóðernis- sinna vill efla hvaða atvinnugrein lands- manna sem er —- nema pólitíska spá- kaupmennsku. Þeim, sem hana stunda, skal verða útrýmt úr íslenzku þjóðlífi, hvað svo sem það kostar. Hingað til hafa allar tillögur stétta- flokkanna til úrlausnar vandamálanna verið helbert kák. Nú engan yfirdreps- skap lengur. Á Islandi er nú risinn upp sterkur flokkur vaknandi tslendinga, sem ekki mun horfa óvirkur á, að öllu verði kollsiglt. Hér á landi er nú loks risinn upp flokkur, sem hefir þor til að taka um kverkar hverskyns óheilinda, sem aldrei skal hvika frá réttum mál- stað, þótt andstæðingarnir ógni og of- sæki. Þessi flokkur segir nú: HINGAÐ, EN EKKI LENGRA. Um öióðræM íslenflinga. Oft hefir okkur tslendingum verið borið það á brýn, að við værum óþjóð- ræknir. Sú ásökun hefir við margt að styðjast, því miður, eins og ég síðar skal minnast á. Siðastliðin ár hafa nágrann&þjóðir okkar keppzt um það, að búa sem mest að sínu, og reyna á þann hátt að vera sjálfum sér nægar. Sú stefna í viðskifta- lífinu er þó ekki að öllu leyti talin heppi- leg af þeim mönnum, sem hafa vit og hæfileika til að dæma um það málefni. Öllum þeim, sem eitthvað fylgjast með heimspólitíkinni, er það kunnugt, hve stríðið hafði gífurlegar afleiðingar til liins verra á viðskiftalíf þjóðanna, og hafa þær því gripið til þess örþrifaúr- ræðis, sem ég áður nefndi. En þótt við íslendingar yrðum ekki eins hart úti vegna stríðsins og stríðsþjóðirnar, sem tóku þátt í því, það er eigi að síður á- stæða fyrir okkur að fylgja dæmi hinna, og* reyna að vera sem minnst upp á aðra komnir. Þetta hafa nokkrir framtakssamir og ágætir menn séð, og því beitt sér fyrir stofnun ýmissa fyrirtækja, sem skapa fólkinu atvinnu, miða að eflingu sjálf- stæðis landsins og auka álit þess út á við. Af fyrirtækjum þessum vil ég í fyrsta lagi nefna: Eimskipafélag Islands, sem er, eða að minnsta kosti ætti að vera, óskabarn þjóðarinnar; þá klæðaverk- smiðjurnar Álafoss, Gefjun og Framtíð- ina, rjómabúin, hreinlætisvöru-verk- smiðj urnar, gosdrykkj a-verksmiðjumar, efnalaugarnar, járnsmiðjurnar, tré- smíðaverkstæðin, sfldar- og beinaverk- smiðjurnar og niðursuðuverksmiðjurnar o. fl. o. fl., sem of langt yrði hér upp að telja. Öll þessi fyrirtæki skapa þúsundum Framboð pjóðernissinna Boðið verður fram í Reykjavík, Gullbríngu- og Kjósarsýslu og Vestmannaeyjum.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.