Ísland - 23.05.1934, Blaðsíða 2

Ísland - 23.05.1934, Blaðsíða 2
2 23maí 1934. ÍSLAND Kemur út 1. og 15. hvers mánaðar, og oftar eftir ])örfum. Áskriftargjald 5 krónur árg. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guttormur Erlendsson. Afgreiðsla í Vallarstræti 4. ISIAHD ÚTGEFANDI: FLOKKUR ÞJÓÐERNISSINNA Oss þari' að sjást að þjóðará.s-t er þegnsins rétta hvöt í orð og dáð, og boöorð þjóðarheilla og hags er hærra en lögniál eigin gagns — að þing, sem gleymir því, er dauðans bráö. Einar Ben. MMmÉMHMéNMMMÉMMMMáMUMÉlÉÉÉÉtHÉMU ReiðlijólaYerksimöjan Yeltusundi 1. Hagsýnn kaupandi spyr fyrst og fremstum gæðin. HAMLET OG PÓR eru heimspekkt fyrir endingargæði — og eru pví ódýrust. NB. Allir varahlutir fyrirliggjandi. Viðgerðir allar fljótt, og vel af hendi leystar. Sig urp ó r Sími 3341. — Símnefni: l’Jraþór. **************** manna atvinnu, þannig lífsviðurværi og spara það, að milljónir króna fari út úr landinu, sem við annars mundum aldr- ei sjá framar. Það mætti því ætla, að sérhver Islend- ingur gerði sitt bezta til þess, að fyrir- tæki þessi gætu þrifizt og blómgazt og staðizt samkeppnina við erlenda keppi- nauta. En því fer f jarri, að svo sé. Fjöldi af mönnum, sem telja sig til Sjálfstæð- isflokksins, virðist í engu styðja þessi fyrirtæki með því að kaupa framleiðslu- vörur þeirra, og ferðast og flytja vörur sínar með skipum Eimskipafélagsins. Hugsunarháttur sumra manna virðist jafnvel vera sá, að það sé fínna að nota erlendar vörur og erlend skip. Þjóð- ræknin liggur á hillunni hjá slíkum mönnum, sem því miður eru allt of margir í þjóðfélagi okkar. En vegna þess, hve þeir eru margir, sem ekki kunna eða vilja hlynna að íslenzkum iðnaði, eru mörg þessara iðnaðarfyrir- tækja okkar svo illa stæð fjárhagslega, að fyrir þeim sýnist ekki annað fram- undan en að hætta rekstrinum. Bætist þá við í hóp atvinnuleysingj- anna, sem er nógu stór fyrir. Ef til vill opnast þá augu þeirra manna, sem hafa stutt hina erlendu keppinauta, en þá verður það um seinan. Prófessor Guð- mundur Hannesson skrifaði grein í Morgunblaðið í fyrra vor, þar sem hann segir frá því, hvernig aðbúnaður far- þega á dönsku skipunum var hér áður, þegar þau voru ein um siglingarnar hér við land, og mun nú sjálfsagt engan langa til að ferðast við sömu kjör, og hann segir frá f þeirri grein sinni. Flest- ir munu og kannast við, úr Islendinga- sögunni, hversu vörurnar, sem okkur voru boðnar á einokunartímunum, voru vandaðar og ódýrar! En því megum við búast við, að ef hinum erlendu keppi- nautum tekst að koma iðnaði okkar og siglingum á kné, verður okkur boðið það sama og þeirri yynslóð, sem lifði á Is- landi á einokunartímunum. Við iðnaðarmenn verðum því að gera allt, sem í okkar valdi stendur, til þess að efla íslenzkan iðnað og siglingar, og forðast það sem pestina að sigla með er- lendum skipum, þegar við getum sam- tímis notað þau íslenzku. Það er skömm fyrir hvern þann, hvort heldur karl eða konu, að ferðast með erlendum skipum, undir sömu kringumstæðum og áður eru nefndar, og sömuleiðis að nota er- lendar vörur, þegar gæði og verð á samskonar íslenzkum vörum er það sama. Ég segi þetta ekki af óvild til Dana eða annarra útlendinga, heldur af þjóðernistilfinningu. En jafnframt verð- um við að leggja kapp á það, að vanda iðnaðarvörur okkar svo, að þær verði samkeppnisfærar við þær erlendu á markaðinum. Það getum við líka gert, ef við verðum þjóðræknir eins og okk- ur ber. Islandi allt. 0- Þ. 0. Ellitryggingar. Sökum hins úrelta og slæma skipu- lags þjóðfélagsins, minnka alltaf verk- svið fyrir hinar starfandi hendur og þar með lífsmöguleikar manna. Ellin er orðin flestum alvarlegt kvíðaefni, og einna helzt þeim, sem tekizt hafa á hendur að færa þjóðfélaginu marga nýja starfskrafta. Þrátt fyrir vaxandi tækni og véla- notkun, harðnar barátta einstakling- anna fyrir lífinu. Börn eru strax sett til starfa, þau, sem eitthvað fá að gera, hin hafa götuna að leikvelli, blómaskeið æfinnar er barátta við atvinnuleysi og neyð, og ellin fullkomin kvöl. Þrátt fyr- ir menninguna og allt þetta gaspur um lífsþægindi, þá eru þau aðeins til fyrir nokkra menn. Stærsti parturinn, hinar vinnandi hendur, fá ekki eða geta ekki notið þeirra, þeir fá áðeins að horfa til þeirrar staðreyndar að eldast og verða óhæfir til vinnu, sökum elli og slits. Þjóðfélagið eða stjórnendur þess hafa ekki haft hugsun á að leiða menn á rétta braut, hugsun á að hjálpa þeim til þess að geta notið elli sinnar í friði og kyrrð, án þess að sligast undir á- hyggjum eða sliga aðra samborgara sína að óþörfu. Hér þurfa að komast strax á skipu- lagðar ellitryggingar, sem yrðu svo há- ar, að menn, sem komnir eru t. d. yfir sextugt, geti vikið fyrir ungum, óþreytt- um kröftum, án þess að verða þeim eða nokkrum öðrum til byrði. Það er sízt til of mikils mælzt af þeim háu herr- um, sem tekizt hafa á hendur stjórn þessa þjóðfélags, að koma slíkum endur- bótum á, sem eru beinlínis öllum til hins bezta. Það mundi áreiðanlega verða hvatning til allra að rækja starf sitt vel. ef þeir vissu, að baráttan fyrir líf- inu gæti hætt fyr en á grafarbakkan- um, án þess að þurfS að gerast beinir ómagar annara. Ef til vill mun mörgum ganga illa að skilja það, hversu mikils virði ellitrygg- ingar eru, og hversu þær í raun og veru koma sára létt niður á hvern einstak- ann. En í svona stuttri grein er ekki hægt að skýra það til hlítar, en það mun ekki af vorri hálfu verða skilið við þetta mál, fyr en það er að fullu til lykta leitt. Takmark vort er að gera æskuna hæfa til að vinna, sjá henni fyrir vinnu og björtu og áhygjulausu æfikvöldi. Auglýsið í ÍSLANDINU. Stétt með stétt. Undanfarin ár hefir stéttahatrið við- stöðulaust verið flutt þjóðinni, sem ein- hver allsherjarúrlausn allra þjóðfélags- legra vandamála. Nú er árangur þessa »fagnaðarboð- skapar« að koma alvarlega í ljós — þjóðfélagið er klofið, sundrað og sjúkt, og ekki þess megnugt, að verjast utan- aðkomandi örðugleikum, hvað þá held- ur að sækja fram, til þess að leysa sín innri vandamál. Stéttaæsingarnar eru búnar að breyta voru aldna Alþingi í örgustu kauphöll, þar sem verzlað er með afkomu þjóð- ar, stétta og einstaklinga. Hver hönd- in er uppi á móti annari, enginn sam- eiginlegur vilji er lengur til. Það er gegn þessu hörmungar-ástandi sem við þjóðernissinnar rísum. Við vilj- um benda þjóðinni á leiðina, sem ligg- ur í gegnum samstarf allra stétta, sam- starf allra manna að sama marki, full- kominni hagnýting allra gæða lífsins — og jöfnuði á milli manna. Það er eitt, sem auðkennir hina rauðu stéttaæsinga-foringja: — að þeir eru sífelt að tala um stríðshættu á milli þjóða, og þá hættu, sem heimsfriðnum er búin. — En þessir góðu herrar ættu að líta sér nær. Þeir ættu að líta á, hve innanlands-friðnum er mikil hætta búin með þrotlausum innbyrðis-æsing- um. Dæmið er aðeins minna — þjóðin — heimurinn. Fyrst skulum við taka höndum sam- an og skapa frið innanlands, skapa full- komið, velmegandi þjóðfélag, svo skul- um við taka forystuna í friðarmálum heimsins, — við skulum benda á Island sem dæmið. F. R. V. Verið íslendingar! Kaupið og notið Álafoss föt og Álafoss vörur. Pær eru ódýrastar. Allt framleitt hér á landi. x::x::x::x::x::x::x::x::::xx::x::m::x::x::x:: lili p Hvítir “s ::x x:: ::x x:: :x ::x x:: ::x | kvensloppar p x” A A yii með hálfum og heilum ermum. •.* ::x x:: •SK hvítir, 3 tegundir Karlmanna-sloppar x:: nx x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: #*x j*U Nankinsfatnadur, S|| fyrir börn og fullorðna. x:: ::x xil ::x x:: ::x x:: x:: ::x ::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x:: Hvítir jakkar, tvíhnepptir. Brúnir sloppar, brúnir og bláir. Samfestingar. Á®. GmDlaissDi & Go. Austuratraeti t. x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: x:: ijx ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: „Listamenn". Stöðugur straumur allskonar lista- manna stendur hingað til landsins, og peningastraumur út. Það virðist svo, að Hljóðfærahúsið sé eina verzlunarfyrir- tækið sem innflutningsleyfi fái og það á jafn nauðsynlegum varningi og 2. og 5. fl. »listamönnum«. Eftir að »sterkasti maður heimsins« var búinn að láta greipar sópa um máske síðasta eyri úr vasa einhvers forvitins fátæklingsins —- þá koma Gellin & Borgström. Ef til ví!l er hægt að réttlæta komu þeirra að ein- hverju leyti, með hinum ágætu sam- bandslögum frá 1918 — en þrátt fyrir það, gæti á krepputímum eins og nú eru, verið ráðlegt að takmarka þennan pen- ingaaustur, út úr landinu að nokkru — eða gæta þess í vali erlendra listamanna að þeir, sem hingað koma, séu ávalt þeir beztu og þess megnugir að vekja og' örfa listahneigð þjóðarinnar. Óhlutvand- ir innflytjendur mega ekki vera hér ein- ir að verki, heldur verður að setja höml- ur á þennan innflutning frekar en nauð- synjar atvinnulífsins. Kaupið og útbreiðið blað pjóðernissinna ÍSLAND. PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR Islendingar! Styðjið oss í baráttunni fyrir verndun þjóðernis vors og sjálfstæðis — efna- legu og andlegu — með því að gerast áskrifendur að »Islandi«, blaði allra sannra Islendinga. Blaðið » I S L A N D « , Vallarstræti 4, Reykjavík (Box 433). Ég undirritaður óska að gerast áskrifandi að blaðinu frá .............. Andvirði sendi ég innlagt — í póstávísun. 1964 Nafn: ......................................... Heimili: ..................................... Póstafgreiðela: ..............................

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.