Ísland - 17.06.1934, Blaðsíða 1

Ísland - 17.06.1934, Blaðsíða 1
Otgefandi: Flokkur pjóðernissinna Reykjavík, 17. júní 1934. I. ár. 5. tbl Hvers vegna minnast pjóðernissinn|ar Jóns Sigurðssonar? 1 dag er fæðingardagur Jóns Sigurðs- sonar. 1 dag beinast hugir alþjóðar að leiði þessa manns, í dag minnist b.ver einasti Islendingur með þakklæti manns- ins, sem mestu fékk áorkað í frelsis- baráttu íslands. Hvað veldur þessu? Hvers vegna get- ur þjóðin samhuga minnzt þessa manns? Persónuleiki Jóns Sigurðssonar gnæf- ir himinhátt yfir allan fjólda samtíð- arinnar, hann er sá eldstólpi, sem lýsa mun þjóðinni á leiðinni út úr ógöngun- um. Þegar vér þjóðernissinnar hófum fyrst baráttu vora gegn marxismanum, hafði hann lifað þrjá fjórðu hluta aldar. Kenningar lians hlutu því að hafa ver- ið vel hugsaðar og meira eða minna reyndar. En hver var árangurinn? Hvar sem marxisminn komst lil valda og fór að framkvæma kenningar sínar, varð árangurinn allur annai-, en menn höfðu vonazt til. Ástæðan er þessi: Marxisminn er bjggður á þeirri hugs- un, að allar skynsemigæddar verur séu jafnþroskaöar, og á henni er byggð kenning', sem af ásettu ráði er höfð al- þjóðleg. Þessi kenning um jafngildi mann- anna, kynilokka og einstaklinga, er fyr- ir löngu vísindalega hrakin, og er því ógjörningur að halda henni til streitu. Hún er dæmalaus heimska, er alls ekki til í reyndinni. Þessi hugmynd um jafngildi allra hlýtur að hafa í för með sér hnignun allra æðri verðmæta, hún hlýtur óhjákvæmilega að rýra þá, sem fram úr skara. Afleiðingin hlýtur að verða sú, að ríkið getur aldrei orðið til raunverulegs minnka lífsskilyrði þeirra þjóða, sem eru samstarfs þjóðanna. nema ef til vill að fremri öðrum. Reyndin hefir líka sann- beitt væri takmarkalausri harcfyðgi. Hin að þetta alstaðar, þótt ekki té tekið til- hugmyndin, hugmyndin um þingræðið, lit til, að þessi hugmynd um alheims- sem segir, að ekki einungis allar þjóð- ir séu jafngildar, heldur einnig, að ein- staklingarnir innan vébanda hvers þjóð félags séu ekki misjafnir, leiðir til þess, að einnig hér er atorkan og hugkvæmn- in kæfð í hrossakaupum og meirihluta- ákvörðunum. Mannlegt líf byggist á afrekum ein- stakra manna. Alstaðar og í öllu sjáum vér starfsemi persónuleikans. Þeir upp- götva ekki aðeins, heldur og skipuleggja þeir mannleg afrek. Þeir hafa á öllum tímum verið forystumenn mannkynsins. Þess vegna eru þeir hið æðsta þjóðlega verðmæti, sem til er. Aldrei hefir þing- ræðið skapað verðmæti, heldur þvert á móti einstaklingar, en þingræðið hefir alltaf eyðilagt gildi persónuleikans. Þegar nú rís upp kenning, sem heitir þjóðinni góðu og háleitu, jarðnesku lífi, þá verður hún að minnsta kosti að byggja á þeim grundvallarreglum, sem hingað til hafa getað skapað auðæfi jarðnesks lífs. Það er hróplegt að halda, að meirihluti geti allt í einu komið í stað afreka. hugkvæmra einstaklinga. Það er því glæpur að boða einhverri þjóð kenningu, sem setur gildi einstakl- ing'sins andstætt hagsmunum heildar- innar, því að æðstu, þjóðlegu verðmæti sérhverrar þjóðar hljóta ávalt að birt- ast í hinum færustu mönnum hennar. Þeir eru það ódauðlegasta verðmæti, sem til er. Einn einasti afreksmaður, hugvitsmaður, uppfinningarmaður, get- ur verið þjóð sinni meira virði en tugir milljóna ímyndaðra auðæfa. Þetta gerum vjer þjóðernissinnar oss ljóst. Þess vegna göngum vér að leiði Jóns Sigurðssonar til að minnast hins mesta persónuleika, sem ísland hefir átt. Stétt með stétt. Stéttahatrinu verður aldrei útrýmt með valdi. Baráttan gegn því verður að hefjast að innan með hverjum einstakl- ing. Ilún verður að fæðast til lífsins af framþróunarkrafti tilverunnar, verða viðurkennd af þörf mannanna á hjálp hvers annars. Baráttan innbyrðis verð- ur að víkja fyrir samstarfi heildarinn- ar, fyrir framtíðarlífi hinna óbornu kyn- slóða, fyrir tímanlegri velferð þeirra, sem nú bera byrðar líðandi stundar. Þjóðfélag vort er klofið og tvístrað. Illgirni og hatur ráða lögum og lofum. Stéttirnar sitja í horninu albúnar þess að rífa hver aðra á hol við fyrsta tæki- færi. Þúsundir framtíðarvona blikna vegna ofurþunga hatursins, sem læsir sig um allar fi’amkvæmdir. Langt í fjarska eygist árroði hins nýja tíma. Hann birtist ungur, voldugur og sterkur. Hann skipar stétt með stétt til þrotlausrar framsóknar, framsóknar, sem samhljómar þróun mannkynsins. Hann leggur hvorki hömlur né bönd á frelsi liins einstaka manns. — Hann bendir á leiðina, sem liggur í sarnein- uðu átaki fjöldans til sköpunar far- sældarríkis. — Hinn nýi tími hefur bylt- ingu sína hið innra, því í djúpi sálar hvers einasta manns liggur hulin hin sívakandi þrá eftir friði — friði, sem, byggist á þroska og virðingu fyrir lífinu, sem byggist á æðsta náttúrulögmáli til- verunnar, — réttlætinu, sem er fullkom- ið í frelsi, sem takmarkast af jafnrétti allra til þess. Þessi innri þróttur og þrá verður að vakna til veruleikans vegna starfsi'ns, starfs, sem lig'gur í höndum hinnar nú- verandi æsku. Það er hennar hlutverk að halda uppi merki hins nýja tíma, bera það fram til sigurs og blessunar óbornum kynslóðum. Það er hlutverk æskunnar að velja og hafna, velja frið og þróun, hafna ófriði og afturhaldi, velja starf í stað kyrstöðu, að vera verk- færi hinnar jákvæðu þróunar í stað þess að fljóta máttlaus á öldum illrar arlleifð- ar frummannsins, sem beitti skilnings- lausu afli til kúgunar í stað frelsis. Sækjum fram til sigurs. Ofbeldi? I útvarpsumræðunum tuggðu hverjir upp úr öðrum, íhaldsmenn og jafnaðar- menn, þau ummæli Jónasar, að við þjóðernissinnar værum ofbeldisflokkur, sem sé þjóðfélaginu hættulegur. Ekki kippum við okkur upp við það, því að það er allri þjóðinni kunnug't, að þjóð- ernissinnar eru þeir einu, sem dreng- skap og dug hafa átt, til að reynast lýð- ræðinu traustur bakhjarl, þegar mest hefir með þurft, og hinum rómhásu haugfuglum framsóknar og' íhalds hef- ir brostið kjark til að verja lýðræðið í verki. Var ekki lýðræðið í voða, þegar nokkrir samvinnnskólapiltar og drykk- Frh. á hls. U. Kjósið Flistann 24.júni

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.