Ísland - 17.06.1934, Blaðsíða 2

Ísland - 17.06.1934, Blaðsíða 2
2 1 S L A N D 17. júní 1934 Hvar er sumaratvinnu að hafa? Vilja menn láta gera tilraunir með porsk- útgerð á Grænlandi um sumartímann? Hvort er réttara að nota stöðvar í landi eða stór flutningaskip til að leggja fiskinn upp í? Mér hefir lengi verið það umhugsunar- efni, hvort eigi væri neinsstaðar hægt að fá sumaratvinnu fyrir smábátaút- veginn, og á ég þá þar við vélbáta frá 15 til 25 smál. og jafnvel minni báta, eða svokallaða trillubáta. Það hefir sýnt sig nú um mörg und- anfarin ár, að hér við land eru hvergi svo auðug þorskmið að sumrinu til, aó útgerðin geti borið sig fjárhagslega. Ég hefi sjálfur fyrir þrem árum reynt þorskútgerð fyrir vestan og norðan land með ágætum bátum og mestu dugnað- armönnum, en það bar sig ekki. Þó var fiskverð betra þá en nú, en aflinn var of lítill. I fyrra fóru nokkrir bátar af Akranesi til Austfjarða til þorskveiða, en árangurinn varð sá, að útgerðin og skipshöfnin hafði ekki annað en tap og leiðindi af förinni. Ég hafði fyrir mörgum árum hreyft því á aðalfundi Fiskifélags Islands, aö Fiskifélagið skyldi beita sér fyrir því, að láta rannsaka útgerðarskilyrði við Grænland um sumartímann, og gerði ég það að tillögu minni, að ríkið léti 50 þúsund krónur af mörkum í tilraunina. Þetta fékk lítinn byr þá og féll svo nið- ur, þangað til í vetur á aðalfundi Fiski- félagsins, að ég kom á ný með tillögu um að rannsakaðir yrðu útgerðarmögu- leikar fyrir smábátaflotann íslenzka við Grænland um sumartímann og að fund- urinn kysi þriggja manna nefnd til að rannsaka þetta mál, og skyldi hún skila áliti um það fyrir næsta aðalfund fé- lagsins, sem haldinn yrði í febrúar næsta ár (1935). Yar þetta samþykkt og voru kosnir í nefndina Árni Friðriks- son, fiskifræðingur, Geir Sigurðsson, skipstjóri, og Óskar Halldórsson, út- gerðarmaður. Síðan nefndin var kosin höfum við haldið fundi um þetta mál og fengið hver í sínu lagi töluvert af upplýsingum. Auk þess var Árna Frið- rikssyni falið að skrifa stjórnarráðinu hér og biðja það um að skrifa dönsku stjórninni og fá hjá henni leyfi fyrir 2-—3 höfnum á Grænlandi, þar sem ís- lenzkir fiskimenn og íslenzk útgerö fengi að athafna sig' um sumartímann. Árni Friðriksson hefir fengið mikinn áhuga fyrir þessu máli og skrifaði ný- lega ríkisstjórninni hér og spurðist fyr- ir, hvort hún mundi ekki vilja leggja eitthvað fé af mörkum nú þegar, svo að hægt væri að gera tilraun strax í vor með t. d. einn togara, og væri þá hægt að fylgja fiskinum eftir á þær slóðir, sem Árni heldur að hann muni fara, er hann gengur frá landinu og yfir til Grænlands. Svar við þessu er enn ókomið frá ríkisstjórninni. Árni Friðriksson hefir ennfremur skrifað Fé- lagi íslenzkra togaraeigenda hér og spurt hvort það vildi leggja til skip og hálfan útgerðarkostnað á móts við rík- isstjórnina í þessa tilraun. Félag togara eigenda hefir nú sem stendur þetta mál með höndum. Það er augljóst hverjum manni, að ef hægt væri að framlengja vertíðina hér með því að fylgja fiskinum eftir, þó ekki væri nema 10—14 daga, mundi það auka velmegun útgerðarinnar stór- kostlega og veita ógrynni fjár inn í landið. Með því lága verði, sem nú er orðið á síldinni, er engin leið til að láta rek- netaveiði bera sig. En hinir góðu og kraftmiklu bátar, sem Vestmannaeyj- ingar, Akurnesingar og Keflvíkingar eiga, eru tilvaldir til að fara til Græn- lands um sumartímann, og ætti það ekki að vera meiri vandi fyrir okkur Islendinga að sækja þessi mið á sumr- in, en aðrar þjóðir, sem sækja aíla sinn og sumaratvinnu þangað. Þetta mál er að mínum dómi eitt- hvert mesta hagsmunamál, sem nú er á döfinni, fyrir íslenzka útgerð, og verð- ur að rannsaka það gaumgæfilega og fá menn til að gera tilraunir með það, sem ríkisstjórnin verður að sjálfsögðu að kosta að einhverju leyti. Ég hefi talað um þetta við fjölda erlendra og innlendra sjómanna, sem við Grænland hafa fiskað, og er það álit þeirra, að enginn vafi leiki á því, að Islendingar eigi þar óplægðan akur Það getur verið mikið vafamál, hvort eigi að hafa fastar landstöðvar á Græn- landi fyrir þenna útveg, eða.hvort rétt- ara væri að hafa svokölluð móðurskip, sem tækju við fiskinum af bátunum og fylgdu þeim eftir á hin mismunandi mið. Við nefndarmennirnir munum afla okkur upplýsinga í þessu efni og athuga kostnaðarhliðina, hvort muni ódýrara að hafa móðurskip eða landstöðvar. Þegar svo svar Dana kemur, hvaða höfnum eða stöðum þeir vilja úthluta okkur, þá Aldrei hefir hin pólitíska verzlun staðið í meiri blóma á þessu landi en nú. Frambjóðendur stéttaflokkanna þeysa um landið þvert og endilangt og bjóða landsmönnum loforð til kaups. Kjósendurnir kaupa loforðin og greiða fyrir þau atkvæði sitt, sem er það eina, sem þeir eiga og ekki er búið að taka af þeim upp í tolla og skatta. Krambúðir þessara pólitísku kaup- syslumanna bera ekki á sér neinn kreppublæ. Allar hillur og skúffur eru fullar af loforðum, og fyrir framan borð- ið standa kjósendurnir í kös og verzla. Kaupmennirnir eru engir viðvaning- ar. Þeir þekkja sinn atvinnuveg og kunna tökin á viðskiftamönnunum. Því fleiri loforð og meiri gillingar, því betur gengur verzlunin. Þannig heldur þessi verzlun áfram, þangað til að kveldi hins 24. júní, þá er settur slagbrandur fyrir krambúðar- dyrnar. Þegar kjósendurnir svo koma og ætla að fá loforðin innleyst, eru búðirnar lokaðar og kaupmennina hvergi að finna. Kaupmennirnir eru fluttir. Þeir hafa flutt sig úr krambúðunum í kaup- höllina, sem þeir kalla Alþingi, og halda fyrst er hægt að taka ákvörðun í þessu máli, því þannig gæti svarið orðið, að staðir þeir, sem við fengjum úthlutað, væri ill-nothæfir. Menn vilja kannske svara þessu máli því, að við höfum nægan fisk hér við land og þurfum ekki að sækja fisk til annarra landa á meðan jafnerfitt og þröngt er um fisksölu og nú er. En þeim vil ég svara því, að þannig má enginn maður hugsa — að ætla sér að leggja árar í bát og láta svo aðrar þjóðir fylla upp þá markaði, sem við höfum. Að sjálfsögðu ber okkur að halda sem fast- ast þeim marköðum, sem við höfum, og leggja allt kapp á að afla okkur nýrra. Enda er venjulega gott verð á saltfiski og skortur á pressfiski að haustinu til. Sjómenn og útgerðarmenn verða sjálf- ir að fylgja þessu máli fast eftir, ef þeim leikur nokkur hugur á því. Öskar Halldórsson< þar áfram að verzla. Þeir verzla nú ékki lengur við blásnauðan kjósanda, sem enga aðra vöru hefir að bjóða en eitt einasta atkvæði og það aðeins f jórða hvert ár. Nei, nú er verzlað með annað, sem er verðmeira en loforð og atkvæði, nú er verzlað með tekjur þjóðarinnar. Kaupsýslumennirnir, sem seldu kjós- endunum loforð fyrir kosningarnar, verzla nú hver við annan um hvern þann pening, er þeir geta pínt út úr þessum sömu kjósendum, sem þeir lof- uðu bættum lífskjörum eftir kosning- arnar. Kaupsýslumennirnir fitna að sama skapi og kjósendurnir horast. Kauphöllin er friðhelg, og engin borg- araleg lög ná til þeirra, er þar verzla. Loforðin eru gleymd og atkvæði kjós- endanna einskis virði, fyr en eftir 4 ár. Þá opna loforðabúðirnar aftur, og leik- urinn hefst á ný. En næstu 4 ár geta kaupmennirnir setið friðhelgir á Alþingi og kastað ten- ingum um gatslitinn kufl hinnar ís- lenzku þjóðar, sem af sundrung og stéttahatri er algjörlega mergsogin. * Pólitísku krambúðirnar eru opnar. Atvinnumál. Langveigamesta mál allra menningarþjóða eru at- vinnuskilyrði þau, sem þær eiga við að búa og þeir möguleikar, sem þær hafa til arðberandi atvinnu. Ef atvinnuskilyrðin eru slæm, eða ef illa er búið að þegnunum í þeim efnum, hlýtur afkoma þjóðarinnar að verða erfið, hversu vel sem á er haldið að öðru leyti. Það eru því hin mestu fjörráð, sem fundizt geta, ef unnið er að því að grafa undan arðvænleg- um atvinnuvegum og gera þá ólífvænlega. Sú stjórn, ríkis eða bæjarfélags, sem leggur hömlur á frjálst atvinnulíf manna, hvort heldur er með ótilhlýðilegum og óbærilegum álögum, eða með því að banna frjálst athafnalíf á því sviði, er ekki starfi sínu vaxin, skil- ur ekki hlutverk sitt og verkar eyðandi á þau verð- mæti, sem hún á að vernda. Sama er að segja um það, ef hún líður óvitum og síngjörnum mönnum að spilla atvinnu- og afkomumöguleikum þjóðarinnar án þess að hafast að, og gera ráðstafanir þeim til bjargar. Á hinn bóginn er hver sá stjórnmálaflokkur eða félagsskapur, sem vinnur að því að leggja í rústir þá atvinnu, sem þjóðin lifir á, án þess að byggja upp annað betra í staðinn, hreinustu landráðamenn, sem á að banna með lögum og gera áhrifalausa í þjóðfélaginu. Atvinnuvegir vor Islendinga eru fáskrúðugri en flestra annarra þjóða. Veldur því fæð og fátækt þjóð- arinnar og hnattstaða landsins. Aðalatvinnuvegirnir eru sjávarútvegur og kvikfjárrækt (akuryrkja varla teljandi ennþá), iðnaður og iðja, verzlun og siglingar. Væri fróðlegt að athuga örlítið afstöðu sjórnmála- flokkanna hér til þessara atvinnugreina, og sjá þar af, hve hollir þeir eru þjóðlífi voru. Kommúnistar og sosialistar hafa hvorttveggi unn- ið að því, að koma atvinnuvegunum á kné með verk- föllum og beinu ofbeldi, þegar annað hefir ekki dug- að. Þeir hafa róið að því öllum árum að gera sjávar- útveginn ómögulegan. Vmist með því að setja kaup- kröfur svo háar, að ekki yrði undir risið, eða vinnu- tíma svo takmarkaðan, að ónóg yrði. Ef þetta dugði eða náði ekki fram að ganga, hafa þeir undanfarió beitt beinu ofbeldi til þess að gera útgerð, siglingum eða opinberri vinnu svo erfitt fyrir, að vinna hefði stöðvazt, ef fram hefði gengið. Þeir hafa barizt harð- an fyrir því, að fá samskonar aðstöðu í sveitum og smákauptúnum. Og öll er þessi barátta til þess eins gerð, að sjálfir forkólfarnir, sem æsa hina upp og fleka með fagurmæli og gyllingum, fái að gramsa í rústunum, kaupa leifarnar við litlu verði, og fá stöð- ur, sem þeir eru ekki færir um að gegna. Þeir lögðu Islandsbanka, aðal peningastofnun útgerðarinnaj’ í rústir, til þess að Stefán Jóhann fengi þar vel launuð störf og góð kaup, og Jón Baldvinsson og Helgi Briem hálaunaðar stöður. Þeir komu útgerðinni á Isafirði og Eskifirði á kné, til þess að geta síðan valsað með útgerð sjálfir og sett allt á hausinn. Þeir flæmdu burt útgerðarmenn í Hafnarfirði í sama tilgangi. Og hvernig hafa þeim svo farizt störfin úr hendi, störfin, sem þeir lögðu svo ríka áherzlu á að ná í, að þeir hikuðu ekki við að fórna atvinnu og afkomumöguleikum félaga sinna fyrir. Alstaðar botnslausar skuldir og óreiða, margfalt verri en hjá nokkrum einstakling, sem áður hafði rekið þessa starfsemi fyrir eigin reikning. Finni Jónssyni. Ingólfi Jónssyni og öðrum óþverra sprautum, sem með þessu móti gátu krækt sér í vellaunaðar stöður, var sama um það, hvernig fyrirtækið sjálft bar sig. Þeir fengu sín háu laun, hvort sem það bar sig vel eða illa. Eitt aðalkeppikefli þessara stjórnmálaflokka er, aó öll atvinna sé rekin af ríkinu og bæjarfélögunum. Er það í samaskyni gert, að enginn hafi persónulegan hag af því, að vel gangi, fá þar vellaunaðar stöður og láta mistökin lenda á fjöldanum. Alþekkt fyrirbrigði er það hjá þessum flokkum að aftra því, að yfirburðir einstaklinga fái að njóta sín. I ákvæðisvinnu eru skorður settar við afkasti manna, þar sem þeir fá því áorkað, og í tímavinnu er um að gefa, að unnið sé sem slælegast, til þess að afrakstur vinnunar verði sem minnstur. Með því móti er framtak og hugvit einstaklingaanna að engu gert, og allar umbætur á áhöldum og aðferðum, sem því fylgja. Framsóknarflokkurinn (og bændaflokkurinn, sem er nýklofanaður út úr hinum, og á því sameiginlega sögu við hann) hefir stutt rauðu flokkana í þessari viðleitni þeirra, sbr. verkföllin hér og á Hvamms- tanga, vegavinnukaupið nú, Islandsbankamálið o. fl. Annars þykist sá flokkur hafa haft hag bænda að- allega fyrir augum, en ástandið hjá bændunum sýnir, hvernig honum hefir farizt sú stjórn úr her.di. Þar er svo að segja allt komið í auðn. Og af hverju? Af því að allt, sem flokkurinn og forráðamenn hans gerðu fyrir sveitirnar, var gert til þess að veiða at- kvæði aðeins, gert til þess a<3 ala upp fordild og for-

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.