Ísland - 01.10.1934, Blaðsíða 2

Ísland - 01.10.1934, Blaðsíða 2
2 I S L A N D 1. okt. 1934. Ep sjálfstædi íslands í hættu? Og föðurlandsást peirra fyrst um pað spyr, hve fémikill gripur hún yrði, pví nú selst á púsundir petta, sem fyr var prjátíu peninga virði. Þann 24. sept. s. 1. flytur Alþýðublaðið feitletraðá grein undir fyrirsögninni: »ísland brezk nýlenda eftir 1943? o. s. frv.« Tilefni þessarar greinar er það, að brezka stórblaðið »The Scotsman« flutti þann 21. sept. s. 1. grein um það, að sennilegt væri, að Islendingar gangi Bretum á hönd af fúsum vilja eftir sambandsslitin við Dani 1943. Næsta dag eða þann 25. sept. flytur svo Moggi sömu fréttina, þó ekki eins feitletraða. Það má nú að vísu heita furðulegt ao slík skrif, sem þessi, skuli sjást í er- lendum blöðum, en samt má það heita enn furðulegra, að blöð eins og Alþ.bl. og Moggi skuli voga sér að vera svo ósvífin að ætla sér að gera »sensation« úr þessu máli og ætla að slá sér upp á því fyrir hönd þeirra pólitísku flokka, sem þau styðja, því það veit allur lands- lýður, að ef Island missir sjálfstæði sitt upp úr sambandsslitunum við Dani, þá verður það afleiðing verka þeirra pól - tísku stigamanna, sem með stjórn lands- ins hafa farið á undanförnum árum og þessi blöð styðja. Grundvöllurinn undir sjálfstæði ckk- ar hlýtur alltaf að verða fjárhagurinn. Við höfum undir högg að sækja með Þorst. Erli'ngsson. afurðir okkar á öllum erlendum möik uðum. Ilinsvegar byggist fjárhagur okk- ar hvort sem er ríkis eða einstaklinga, á góðri afkomu atvinnuveganna. Sjélf- stæði okkar er því raunverulega alltaf háð atvinnulífi landsmanna. Þannig er það með öll smáríki. Um leið cg við hlynnum að atvinnuvegunum, færumat við því feti fram á leið til fullkomins sjálfstæðis. Það er því skylda okkar að hiúa að þeim, svo sem unnt er. Þetta hafa valdhafar undanfarinna ára ekki séð, þess vegna er nú atvinnulífið í rústun:, atvinnuleysi og f'átækt eykst dag frá degi og afleiðingin er sú, að við erum á hraðri leið til ao missa sjálfstæði okk- ar, ef þjóðin vaknar ekki, grípur í taum- ana og tekur völdin í sínar hendur. Valdhafar undanfarinna ára hafa nú búið svo um hnútana, að landbúnað^r okkar er á barmi gjaldþrots, svo að ekkert getur bjargað honum nema sam- tök og einlægur viðreisnarhugur al- þjóðar. Og hvernig getur svo nokkur trúað því, að þeir, sem með völdin fara, æski eftir því að leysa landbúnaðar- kreppuna? Tæplega nokkur, sem þekkir innræti þeirra. Það sem stjórnin vill, er að þjóðnýta þjcðfélagið og þar til hafa stjórnir undanfarinna ára lagt grund- völlinn. Takmark hennar er að stjór.na án laga (nema ef til vill bráðabirg^a- laga). Ao gera hinn frjálsa íslenzka bónda að aucimjúkum þra.1, sem þakk- látur þiggur molann úr hendi herra síns. Áður fyr fengu þó þrælarnir oitast næg- an mat og vistarveru, sem laun iyrir vinnu sína eins og húsdýrin. Nú er ekki svo vel. Því að ég get íullvissað les- endurna um, að margur maðurinn, sem að landbúnaði vinnur, hefir hvorki nægi- legt í sig eða á. Og þeir, sem þessu stjórna, ætla svo að hjalpa bændunum. Með hverju? Með því að umlíða — aðra — um skuldir (Kveldúlfur, Sambandið), sem þýðir auknar skuldir. Með því að krefj- ast minna af — öðrum — til þess að geta krafizt meiri skatta af bændum. Með því að gefa öðrum eftir skulair — Sambandinu — sem þýðir þyngri rentu- byrðar á vinnandi fólki. Að kaupa eða gefa auðgar engan, en stela og selja gefur góðan hagnað. Þetta eru eink unnarorð ríkjandi sg’órnmálastarfsemi, sem er að sigla atvinnuvegum okkar í strand og tefla sjálfstæði Islands í voða. Og hvernig er umhorfs á sviði sjáv- arútvegsins? Er ekki sama afturgang- an á ferðinni þar? Eða er það ekki efst á stefnuskrá marxistanna að þjóónýta fiskiflotann? Þar eru reyndar marxist- ar ekki einir um hituna. A. m. k. hafa Keflvíkingar heyrt það, er Olafur Thors sagði á fundi hjá þeim í vor, að eina bjargráð sjávarútvegsins væri það, ef bankarnir fengjust til að taka að sér rekstur hans, en það þýðir ekkert ann- að en ríkisrekstur, því bankarnir eiu orðnir ríkið. Eða kannske ö. Th. álíti að Kveldúlfur sé bankarnir? Lengi munu menn minnast norsku samninganna og þess svo að segja eins- dæma einhuga, sem ríkti innan þ ngs- ins, er það var með þeim að selja lands- réttindi fyrir nokkrar kjöttunnur. Ef til vill eru þeir menn, sem að þeim stóðu, ennþá svo sljóir, að þeim sé ekki ljóst, livað þeir þýddu, en ég get fullvissað þá sömu menn um það, að verkalýður og reyndar allur almenningur á verstöð- um norðanlands skilur þýðingu þeirra. Hann hefir séð erlenda hagsmuni tekna fram yfir hag- þjóðarinnar í skjóli lag- anna. Hann hefir séð erlend fiskiskip leggja á land afla sinn, taka bryggju- pláss frá ísl. fiskiskipum, svo þau geta ekki verkað sína veiði. Þannig hefir al- menningur séð markaðsmöguleikum okk- ar spillt. Þetta veit alþjóð, sem á allt und- ir afkomu atvinnuvega okkar, og mun svara fyri sig á sínum tíma á viðeigandi hátt. En þetta er ekkert einstakt, því þann- ig er ástandið í öllum okkar atvinnuveg- um, og hvort sem það er af asnaskap eða það eru beinlínis landráð, þá hefur stjórn landsins verið þannig, að erlendir hagsmunir hafa oftasi; haft yfirhöndir a,, þegar skorizt hefir í odda. Og þó eru þe'ssir menn að furða sig á því, að slík hugmynd, sem þessi í »The Scotsman« skuli skjóta upp höfðinu. Það hefði mátt búast við henni fyr. Allur lands- lýður veit, að við erum svo fjárhagslega bundnir útlöndum, og þá einkum Bret- landi, að ef slíkt samband væri milli tvegg-ja prívatmanna, þá myndi ekkeit, vera athugavert við það, þótt lánardrotl- inn gangi að skuldaranum. Máske hefur Mr. Cable, er hér var á stríðsárunum. verið eitthvað meira en aðeins umbcðs- maður Breta. Um það liggur ekkertopin- bert fyrir. Engum getum skal heldur að því leitt hér, hvað erindi hans var hér í sumar, en það er þó óhætt að full- yrða, að eitthvað hefir hann kynnt sér innanríkispólitík okkar fyrst hann segir að sér virðist sú stefnan vera ofan á, sem allt vill selja. Gagnrýning á stjórnskipu- lagi próf. G. Hannessonar. Ég las fyrir nokkru greinar Guðmvndar Hannes- sonar prófessors í I. og II. hefti Eimreiðarinnar þ. á. Ég bjóst við að finna þar einhverjar nýjar og nyt- samar tillögur í þjóðfélagsmálum, en varð satt að segja fyrir rniklum vonbrigðum. Ritgerðin er ekki einu sinni gagnrýni á stjórnarfarinu og þjcð'élags- háttunum, heldur einungis lýsing og reyndar sæm leg lýsing á þeirri þjóðfélagslegu ringulreið (Kaos), scm þingræðisskipulagið hefir leitt yfir heiminn og nú er að heltaka þjóð vora. Og þessi lýsing er svo krydd- uð meö nokkrum leiðinlegum firrum, svo sem, rð »auðvaldið« sé »því miður hvergi til nema á pappír- unum«, að í Rússlandi kúgi ein stétt alla aðra, að fascisminn byggi á »stéttaskiftingu líkt og áður var«, að þingræðið fullnægi kröfunni um sterkt fram- kvæmdavald o. e. t. v. fl. Höfundurinn sýnir í stuttu, en rnjög glöggu máli, hvernig rúmlega 2/3 hlutar íbúa Evrópu hafa losað sig við þingræðið og þau þjóðfélagsmein, sem það veldur. Hann bendir einnig á, hver andleg og verkleg menning heíir blómgazt og þroskað þær þjóðir, sem komið hafa á hjá sér nýju skipulagi (Italir og Þjóðverjar), á sama tíma og afturkippur og ómenning hefir hlaupið í hinar, sem enn halda fast við þingrseðið. Sámt líkar Guðmundi ekki þjóðernisstefnan. Hann vill taka upp hið forr a íslenzka skipulag »aukið og endurbætt« »og laga það eftir þörfum vorrar aldar«. Það er goðastjórnin, eins og Guðmundur kallar það; »nýtt stjórnskipulag«, sem hann fann upp fyrir nokkrum árum og lýsti í 3. hefti Eimreiðarinnar 1929. Guðmundi er alls ekki ljóst, hver er undirrót hinn- ar stjórnarfarslegu hnignunar og þeirrar spillingar, sem hvarvetna gerir vart við í þjóðfélagi voru. Hann segir, »að flestar meinsemdir þingræðisins standi i sambandi við kosningarnar, eða stafi af þeim ...«. Þetta endurtekur hann hvað eftir annað, en segir samt: »Hinsvegar þurfa kosningar ekki í sjálfu sér að draga slíkan dálk á eftir sér.« Það væri synd að segja, að þetta væri að vera sjálfum sér samkvæm- ur. Kosningakerfið er einungis nokkurskonar sorp- ræsi, sem flokkadrættirnir, hatrið og spillingin með- al sjálfrar þjóðarinnar nær að renna eftir inn í hina helgu sali Alþingis. Einhversstaðar í »lslenzku þjóð- erni« segir Jón Aðils: »Hver þjóð á við þá stjórn að búa, sem hún verðskuldar.« Þetta er dagsatt. Undir- rót meinanna er að finna meðal þjcðarinnar sjálfrar. Það eru flokkadrættirnir. Það gat auðvitað ekki svo farið, að Guðmundur kæmi ekki auga á skaðsemi þeirra, enda eyðir hann miklu rúmi í að ræða hin eyðileggjandi áhrif þeirra, án þess að gera sér lj.'st, að þeir séu hin raunverulega orsök ógæfunnar. Guð- mundur segir: »Með flokkaskiptingunni er friðnum slitið í landinu og öllum landslýð skipt í fjandsam- lega flokka, sem nota hvert tækifæri og öll ráð, bæði góð og ill, til þess að vinna andstæðingunum tjón.« Þetta er prýðileg lýsing á stjórnmálaástand- inu í landi voru. Nú er ekki allskostar nóg að vita það, að flokkadrættirnir séu undirrót spillingarinn- ar, heldur verðum við að kafa dýpra og finna orsök flokkaskiptingarinnar, ef við ætlum að framkvæma meira en einhverja hrossalækningu á þjcðfélagslík- amanum. Guðmundur Hannesson prófessor í líkams- fræði við Háskóla Islands er ekki lengi að finna hana: »Frá kosningunum ... stafar flokkadrátturinn ...« Og honum »virðist þetta mál svo auðsætt« að hann »hiröir ekki um að rökstyðja það frekar.« Það yrði nú líka sjálfsagt skrambi erfitt. Við þjóðernissinnar, sem höfum kynnt okkur þjóöfélagsmálin, ékki ein- ungis með því að reka nefið niður í rit Mills, Finers o. fl., heldur á þann hátt að umgangast þjóðina, fólkið sjálft, alþýðuna, lifa við hennar kjör og þola sömu þrautir, kaupkúgun, dýrtíð og atvinnuleysi, vitum það, sem háskólakennarinn virðist ekki vita, að flokkadrættirnir eru til orðnir fyrir. nauðsyn. Þróun stóriðnaðarins og »kapitalismans«, sem hefst út í löndum um aldamótin 1800, hefur valdið stór- feldum breytingum á þjóðfélagsháttum öllum. At- vinnulífið verður fjölbreyttara og umfangsmeira. Áður fyr framleiddu heimilin sjálf flestar neyzlu- vörur sínar, en fjöldaframleiðslan (masseproduktion) hefir leitt af sér sérgreiningu á svo til hverju ein- asta sviði atvinnulífsins. Og grundvöllur hins fjár- magnaða skipulags, ótakmarkaður umráðaréttur at- vinnufyrirtækjanna og vaxtakerfið hafa gert hvern einasta landsmann, hvort sem hann vinnur andlega eða líkamlega, smáframleiðanda og verzlunarmann að vinnuvél, hjóli í hinni ógurlegu Gróttakvörn, sem malar hinu alþjóðlega auðmagni gull og allsna gtir. Þetta hefir haft þær afleiðingar, að hugur hvers þjóð- félagsþegns og áhugi er bundinn takmörkum starfa hans og eiginhagsmuna. Nú hefir reynzlan kennt mönnum, að eigi þeir einhvers að megna, hvort er til sóknar eða varnar, verði þeir að standa saman. Til þess að verjast ágangi auðvaldsins, hvort sem fégræðgi þess lýsir sér í beinni kauplækkun, leng- ingu vinnutíma, verðsveiflum á vörum, eða pening- um, eða einhverjum öðrum klækjum, hafa þeir, sem sama starfa stunda, eða eiga við svipuð lífsskilyrði að búa, hnappað sig saman. 1 stuttu máli: Þeir, sem líkra hagsmuna hafa að gæta, mynda stétt. Áunnin verðmæti eru eðlilega fæstum mönnum nóg. Þcss vegna er baráttan milli auðs og fátæktar, eða fjár- magns og vinnu, stöðug. Það rísa upp skipulagðir flokkar. Hver stétt myndar sinn flokk. Verkamenn og sjómenn safnast í Alþýðuflokkinn, atvinnu- cg auðnulausir menntamenn í Kommúnistailokkinn, smábændur og búalið í Framsóknarflokkinn, stór- bændur og auðmenn í »Sjálfstæðis«flokkinn, sem í rauninni er ekki nema sauðagæra sveipuð yfir Vinnu- veitendafélag Islands. Af þessu má glöggt sjá, að flokkarnir byggjast á stéttaskiptingunni, að flokkadrættirnir heita öðru nafni stéttabarátta og að hún orsakast af ófullnægö- um þörfum hinna vinnandi stétta og íhaldi og ágéngni þeirra, sem yfir atvinnutækjunum ráða. Núverandi stjórnskipulag, þingræðið, hefir einung- is eitt tæki, hinn mjög svo ófullkomna kosningarétt, til að gefa þegnunum færi á að láta í ljósi vilja sinn, og ríki, sem slíkt, enga stofnun, eða starfsemi, sem

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.