Ísland - 01.10.1934, Síða 3

Ísland - 01.10.1934, Síða 3
1. okt. 1934. 1 S L A N D 3 HVERJIR ERU ÞAÐ? »The Scotsman« segir, að höfundur áðurnefndrar greinar sé mjög kunnug- ur ísl. málum og gefur í skyn að hann standi í sambandi við þekkta ísl. stjórn- málamenn. tJt af þessu býr auglýsinga- blað stjórnarinnar — Alþýðublaðið — til íyrirsögnina: »Eru þekklir íslenzkir stjórnmálamenn með í þessu ráa bruggi?« Von er að börnin spyrji. Ég .ætla ekki að væna neinn sérstakan um að vera með í þessu ráðabruggi, en ég ætla aö segja þeim það, marxistunum, að þeir hafa áður en núverandi (ó)stjórn settist á laggirnar, borið ábyrgð á stjórn landsins og haft hlutdeild þar um og verða því, hvort sem þeim þykir betur eða ver, að taka á sig sinn hluta af á- byrgðinni á því, að Island hefir aldrei verið eins hætt komið með að tapa sjálf- stæði sínu, eins og einmitt nú. Þeir eiga sinn þátt í því, að ríkisskuldirnar við útlönd hafa aldrei verið meiri en nú og rentubyrðin aldrei cbærilegri. Þeir eiga líka að svara til sakar um það, að mikið af atvinnuvegum okkar er rekið með erlendu kapítali, því hvaðan hafa bankarnir sitt kapítal, sem við verðum að svara rentum af? Hefir ekki gang- urinn í fjármálalífi þjóðarinnar — að minsta kosti því, sem ríkisvaldið heíir yfir að ráða, verið sá, að eignum og verðmætum þjóðarinnar hefir verið sóað og stolið í stað þess að láta þau ,cirkulera‘ í atvinnuvegunum, til viðreisnar þeim og uppbyggingar heilbrigðs þjóðlífs. Svo þegar ríkiskassinn er orðinn tómur, þá fyrst vaknar samvizka(?) stjórnmála- mannanna. Og þeir taka lán á lán ofan erlendis við okurvöxtum. Ríkið tekur lán á lán ofan handa sjálfu sér, og svo tek- ur ríkio öðru vísi lán handa bönkum cg þriðju tegund lána tekur það til ríkis- stofnana (annarra en banka). Og af öílum þessum lánum þarf að svara ok- urvöxtum. En það gerir ekkert til, segja stjórnmálamennirnir, því bankarnir sjá sjálfir um sín lán og ríkisstofnanirnar sjá um sín lán. Það er bara um að gera fyrir þá, að renturnar gangi ekki í gegnum ríkiskassann, þá er þjóðin oið- in rík, þess vegna reyna þeir að hylja raunveruleikann með því að koma sem mestu af lánunum yíir á hinar og þessar stofnanir, án þess að hugsa um, að þaö kostar nákvæmlega jafnmikið erfiði fyr- ir einstaklinginn að borga t. d. afnota- gjald, eins og þó að hann yrði að borga þeim mun hærri t. d. sykurtoll. Auðvitað sjá nú allir þessa svika- myllu, en það er ekki víst, að allir geri sór ljóst, að rentubyrðin, sem nú hvílir á þjóðinni, ásamt slíkri fjármálahugsun, er hættulegasti punkturinn, þegar um verndun sjálfstæðis okkar er að ræða. Þess vegna seg'jum við: Burt með rentu- okrið og slíka fjármálastjórn. En hvers vegna spyr Alþýðublaðið, hverjir séu mennirnir, og hvers vegna gera þeir slíkt veður út af þessu? Eru þeir máske að leiða athyglina frá skilnaðinum við Dani? Er Alþýðullokkurinn, og þeir marxistar, ekki samsekir um rikjandi ástand? Eru það ekki mennirnir, sem leggja tolla og skatta á neyzluvörur al- þýðunnar til þess að geta veitt útlend- ingum þeim mun betri kaup á landbún- aðarafurðum okkar, sbr. verðjöfnunar- toll o. s. frv. Þessir menn auglýsa nú í blcðum sín- um, hver um sig, að þeir »standi« bel- ur á verði um sjálfstæði íslands en nokkrir aðrir. Mennirnir, sem lúta yfir- stjórn alþjóðlegs félagsskapar, sem vinn- ur að því að þurka út öll landamæri, afnema hugtakið fcðurland og stofna eitt internationalt Sovét. Mennirnir, sem þegið hafa fé af dönskum g„.ðingak .pi- talistum til pclitískrar starfsemi hér á landi og hljóta því að vera bundnir þe;m á einn eða annan hátt. Og þetta eru somu mennirnir, sem virða að engu lög Betri föt, ódýrari föt. Kaupið og notið ÁL AFOSS-FÖT Á L A F O S S Þingholtastræti 2 A skrifstofu flokhsins í Vallar- strœti 4 fæst pórshamarsmerkid úr silfri. — Ennfremur oddveif- ur á reidhjól med þórshamrin- um orj bordfánar úr silki. Vörurnar sendar um land allt eftir pöntun (med póstkröfu). Berid pórshamarinn sem tákn pjódernis og norræns anda. og rétt í landi okkar, traðka á tákni sjálfstæðis okkar, þegar tækifæri býðst, og hika ekki við að skaða atvinnuvegi okkar við minnstu átyllu. Maður lí tu þér nær. Að endingu. Guð hjálpi þeim, sem hreyfir sinn minnsta fingur eða notar hið smæsta orð til að skerða sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Þá verða það ekki tár, sem renna, eins og í Kópavogi 1662. Jón Sigurðsson. Kristilegi jafnadarmanna- flokkurinn lagdur niður. Hinn 29. þ. m. birtu blöð Kristilega jafnaðarmannaflokksins (fiokks Dol- fuss) þá fregn, að flokkurinn væri lagð- ur niður. Jafnframt var skorað á með- limi flokksins að fylkja sér um núver- andi stjórn og aðalstuðningsflokk henn- ar, Heimwehrflokkinn. Kommúnistar handteknir. Nýjustu fregnir herma, að leynilög- reglan í Berlín hafi þ. 28. þ. m. tekið fasta fjóra kommúnista, sem sterkur grunur leikur á um að hafi haft í frammi glæpsamlegan undirrcður ge,>n ríkisstjórninni. Meðal þeirra var einn fyrverandi ríkisþingmaður. Nú er svo komið, að Rússar hafa gjörst meðlimir þjóðabandalagsins. Hafa þeir því að áliti þeirra manna, sem að einhverju hafa fylgst með pólitík skoð- anabræðra þeirra hér heima, fundið bregða nokkru nýrra við, því ekki alls fyrir löngu sagði Brynjólfur Bjarnason, að slíkt bandalag sem þjóðabandalagió, væri ekki til neins annars nýtilegt, en að styrkja aðstöðu stórveldanna til að kúga smærri þjóðir og auka stríðshætt- una. Er því full ástæða til að spyrja, hvort það séu hinir »háu herrar« Rúss- lands, sem vikið hafa »út af réttri línu«, eða er það Brynjólfur, sem er kominn í sama öngþveitið og Stefán Pétursson í »línudansinum«? veitir þegnunum möguleika á að vinna að bættum lífskjörum sér til handa og koma áhugamálum sínum fram. Plokkarnir eru þær einu stofnanir í þjóðfé- laginu, sem eru þess megnugar að veita mönnum þessa möguleika, en þeir standa, eins og áður er sagt, í andstöðu hver við annan og berjast um ríkið sjálft. Það nefnast kosningar!- Eg hefi orðlengt þetta nokkuð, en ég hefi viljað reyna að skýra afstöðu okkar þjóðernissinna til nú verandi skipulags og annmarka þess sem bezt, til þess að fólk skilji þær grundvallar-kröfur, sem \ið gerum til þess skipulags, sem við á að taka. Eftir hinum góða Piner hefir Guðmundur þessi orð í grein sinni: »Allur almenningur er fáfróður um stjórnmál, botnar lítið í þeim og hefir lítinn áhuga á þeim, meðan enginn hvellur er gerður útaf þeim, nema neyð og atvinnuleysi standi fyrir dyrum. Al- menningur hefir hvorki tíma, þekkingu né hugsunar- skarpleik til þess að fylgjast með í öllu því nema. eitthvað reki sig beinlínis á hans eigin hag«. Þetta er fullkomlega í samræmi við það sem ég hefi áöur sagt, að hugur hvers þjóðfélagsþegns og áhugi sé bundinn takmörkum starfa hans og eiginhagsmuna. Þessi orð Finers hefðu átt að geta orðið Guðmundi góð bending um það, hvernig framt'ðurskipulagiö þyrfti að vera, er hann samdi »Goðastjórn« sína. Við þjóðernissinnar erum þeir einu, sem komið hafa augu á þann augljósa sannleika, að árangur lífsbar- áttu hvers einstaklings, hverrar stéttar og allrar þjóðarheildarinnar er þeim mun meiri, sem samstarí- ið er meira og vanþekkingin minni. Þess \egna vilj- um við, að framtíðarskipulagið uppfylli eftirfarandi skilyrði (meðal annarra): 1. að það sé þess megnugt að skapa samstarf m lli fjármagns og vinnu, vinnuveitenda og verka- manns, á grundvelli jafnaðar og réttlætis. 2. Veiti hverjum einum og liverri stétt möguleika á að vinna að bættum lífskjörum sínum og öðr- um áhugamálum í samræmi og samvinnu við þjóðarheildina, en ekki baráttu við hana. 3. Girði fyrir það, að menn hafi íhlutunarrétt um málefni, sem þeim eru að öðru leyti óviðkom- andi og lítt kunn. Þetta miðar að því, ef svo mætti að orði komast, að virkja þá orku í þágu ríkis og þjóðar, sem nú er eytt í stéttabaráttu og ilokkadrætti. Ég vil nú gera örlítinn samanburð á »Goðastjórn« Guðmundar Hannessonar og núverandi þingi æ is- skipulagi. Löggjafarvaldið verður í höndum fulltrúaþings eins og nú er. Það verður kosið með almennum leynilcg um kosningum og jöfnum kosningarétti eins og nú er. Þingmaður situr æfilangt (með, eða án aldurtak- marks), en nú í 4 ár. Enginn eðlismunur. Kjcsendur geta afturkallað umboð, hvenær sem er, en nú að- eins á 4 ára fresti. Enginn eðlismunur. Þingið kýs framkvæmdastjórnina, en nú útnefnir það stjórni; a (reyndar óbeinlínis). Enginn eölismpnur. Ef 2 3 þingmanna lýsa vantrausti á stjórnanda-fellui- hann. en nú dugar einfaldur meirihluti. Enginn e lismun- ur. Einn ráðherra gengur úr stjórninni á 3 ára fresti og endurkjör leyfilegt, en til þess þarf 2/3 atkv. Þ. e. til þess að sömu menn skipi stjórnina árurn sarnan þarf hún stuðning 2/3 hluta þingmanna, en nú að eins helming. Enginn eðlismunur. Til þess að atkvæði hverra tveggja kjósenda megi sín jafn mikils hafa þingmenn Guðmundar (goðarnir) atkv. í hlutfalli við kjósendafjölda. Nú er reynt að ná þessu sama með því að stilla svo til að jöfn kjcsendatala sé á bak við hvern þingmann. Heldur enginn eðlismunur. Af þessu má glöggt sjá, að um Goðastjórnina er varla hægt að tala sem sérstakt stjórnskipulag, heldur er hún einungis tilbrigði (variation) af þingræðis- skipulaginu. Hún getur þess vegna ekki verið þess megnug að leysa þau vandamál, sem þingræðið hefir gefizt upp við og komið hafa því á kné. Goðastjórnin uppfyllir alls ekki þær kröfur, sem að framan getur og gera þarf til þess stjórnskipulags, sem ætlað er að útrýma flokkadráttunum, óreiðunni og spilling- unni. Umbúðalaust sagt, gcðastjórn Guðmundar Hannessonar getur ekki innt það hlutverk af hendi, sem henni væri ætlað. Pyr á öldum, áður en mönnum voru kunn megin lögmál náttúruvísindanna, spreyttu menn sig á því að finna upp vél, sem knúið gæti sjálfa sig og fram- leitt afl þar að auki. Og það voru engir bjánar, sem að þessu unnu. Sumir voru jafnvel hreinustu snill- ingar og þaulkunnir öllum bókmenntum þeirra tíma um náttúruvísindi. Margir hverjir fundu upp þessa vél, sem nefnd var perpetuum mobile (eilífðarvélin) og sumar báru vott um geypilegan lærdóm, ótrúlegt hugmyndaflug og framúrskarandi snilli, en á þeim öllum var bara einn galli? Engin þeirra gat innt það hlutverk af hendi, sem henni var ætlað. Annars hirði ég ekki um að gagnrýna hið nýja stjórnskipulag« Guðmundar frekar. Þess gerist engin þörf. Eg vil aðeins taka það fram, að það er hrein- asta bábilja, að það eigi nokkuð skydt við hið forna stjórnskipulag, sem hér ríkti á þjóðveldistímanum. Og til að sýna, hve vel hugsuð þessi »goðastjórn« Guðmundar er ætla ég að búa til dæmi. Tveir »goðar« sitja á þingi. Annar hefir 3000 kjósendur að baki sér, en hinn 2400. Eftir áliti Guðm. (að ég geri ráð fyrir) og alls almennings, nýtur sá fyrri meira trausts meðal þjóðarinnar og því verðugri að hafa áhrif á löggjöf hennar. Samkvæmt tillcgu Guðmundar hefir hann líka sinnum fleiri atkvæði á þingi. En nú skeður það, að sá fyrri missir 2 3 kjósenda sinna, en hinn 1999/3000 sinna kjósenda og á hvorugan bætist neitt. Sá fyrri hefir þg 1000 atkvæði að baki sér, en hinn aðeins 801 og þá skeður það undarlega, að sá fyrri. sem meira trausts nýtur (og er því hæfari) verðui að hrökklast úr þingsalnum, en hinn situr kyr. Einhversstaðar segir Guðmundur: »Ef þeir (»goðarnir« þ. e. þingmennirnir) eru kosnir á venju- legan hátt tekst auðvitað valið líkt og venja er til um þingmenn vora«. Það er að segja, þingið, sem nú situr gæti sem glaðast verið kosið eftir skipulagi Guðmundar. Og nú vil ég í hjartans einlægni spyrja Guðmund Hann- esson að því, hvort hann kæri sig sérlega um það, að þeir menn, sem nú skipa Alþingi, fari með mál þjóðarinnar þangað til þeir hrökkva upp af úr elii (eða einhverju öðru). Reykjavík, 29. sept. 1934. Styrmir Viglundarson.

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.