Ísland - 07.12.1934, Blaðsíða 2

Ísland - 07.12.1934, Blaðsíða 2
2 1 S L A N D 7. des. 1934. VBsalmeisku-Mttur bnnMsta í Vestmannaeyjum. Undir forustu vesalmennanna Brynjólfs Bjarnasonar og Hallgríms Hallgrímssonar. x::x::x::::xx::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x:.ai.a..a..< ::x x: 1 Til lesenflanna. ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x xs: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x »:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: æ ::x x:: ::x x:: ::x x Þetta tötub'aö »lslands<i mun verða það sidasta, sem út, kemur á þessu ári. Til þess að slík blöð sem þetta geti haft veruleg áhrif í hinni pólitískn baráttu, verða þau að kortia út nokkuð oft,, því oftar, því betra. Stærð blaðsins skiptir ekki eins miklu máH og hitt, að útkomu- dagar þess séu reglulegir. Utkomu »lslands« undanfarna mánudi hefur verið mjög ábóta- vant. Það er aðstandendum blaðsins öllum öðrum tjósara. En ein er aðatorsök þessa misbrests: Fjárhagsörðugleikar. Svo er nefnilega mál með vexti, að Flokkur þjóðernissinna er ekki byggður upp af a-uðmönnum þessa lands. Að honum standa eingöngu menn, sem ekki hafa mikil auraráð, og sem í þeim efnum eiga oft og einatt allt undir högg að sækja hjá öðrum. , Þótt margir þessara manna, og þá elcki alltaf þeir, sem mestu hafa úr að spila, hafi lagt, það af mörkum til starfsemi ftokksins, sem þeim frekast hefur verið unnt, þá er ekki við þvi að búast, að starf- semin út á' við geti verið þróttmikil. Það er nú einu sinni svo í þessn landi, að til allrar starfsemi þarf fjármagn. Og peningateysið hefur einna harðast bitnað á »lslandi«. Til þess að ráða að einhverju leyti^ bót á útkomu »lslands« er nú œtlunin að mimnka blaðið noklcuð upp úr áramótunum. Verður þá jafnframt útgáfudögum þess fjölgað. Fjöldi þeirra er undir því kom- inn, hve mikil fórvfýsi og viðleitni félaga vorra er til að halda því úti. Væntum vér, að allir þjóðernisshvnar leggi það af mörkum til btaosins, sem þeim frekast er unnt. Þá þarf enginn af fylgismönnum vorum að kvíða framtíð þess og áhrifum. :x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: x:: ::x x:: ::x ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: x:: ::x ::x x:: x:: ::x ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: ::x x:: x:: ::x x:: ::x ::x x:: x:: ::x ::x x:: ::x x:: ::x x:: x:: ::x x:: ::x ::x x: x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x:uc:x nxnxnx::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x::x:: Ástandið i dag. Rifrildið á Alþingi harðnar með hverj- um degi, sem líður. títvarpsumræðurnar, sem nýlega fóru fram við fyrstu umræður fjárlaganna, gáfu almenningi góða hugmynd um, hverskonar samkunda þingið er orðið. Þar rífast flokkarnir allan daginn og er sá mestur að kvöldi, sem fimastur er að velja andstæðingum sínum fúk- yrðin. Umhyggja þingsins fyrir vandamálom þjóðarinnar er skör lægra sett en skammasóttin, . sem gripið hefir þessa virðulegu þjóðarfulltrúa, er þingið sitja. Flokkarnir skamma hver annan og það með réttu. Þeim er það að kenna, hvernig komið er. Þeir flokkar, sem nú eru og verið hafa ráðandi hér á landi, hafa steypt þjóðinni í þá eymd og at- vinnuleysi, sem ríkir. Þeim er það að kenna, og öllum jafnt, hvernig komið er. Togstreitan í þinginu stendur um það, ' hverjir eigi að flá síðustu pöruna af þjóðinni, Kveldúlfur eða Alþýðuflokks- broddarnir. Eins og stendur, standa »foringjar hinna vinnandi stétta« betur að nót- inni. Þeir hafa nú sett sig sjálfa sem skiptaráðendur í þrotabúi þjóðarinnar, og er óhætt að fullyrða, að þeir tilheyri hinum vinnandi stéttum á meðan á þeim skiptum stendur. Foringjar sjálfstæðisflokksins, sem alla tíð hafa verið bæði huglausir og duglausir, verða nú gerðir upp eins og hverjir aðrir óráðsíumenn, og klikka þeirra, sem aldrei hefir fylgzt með al- menningsþörfum og um enga hugsað nema sjálfa sig og Magnús Guðmunds- son, fær hvíld hinna framliðnu. Ihaldsflokkurinn er úr sögunni hvað völdin snertir. Hann hefir þegar unnið sitt starf og lagt sinn skerf af mörkum í það ástand, sem nú ríkir. Hans eina starf í framtíðinni er því það, að hindra eftir mætti, að stefna þjóðernissinna sigri í fljótri svipan, að sameining íslenzku þjóðarinnar náist, að baráttan gegn rauðu flokkunum geti nú hafizt og skipulagzt. Þótt hinn huglausi foringjaher þessa flokks hafi nú tapað völdum að fullu og öllu, mun hann þó flækjast fyrir því, að sú hugsjón, er setur heildarhag þjóö- arinnar framar öllu öðru, nái að sigra í svip. Enda mun heildarhagur þjóðar- innar vera foringjum þess ílokks eigi í hjarta lagður, sem alla sína tíð hefir tilbeðið Kveldúlf eins og guð og skooað klikkuna eins og heilagt hjónaband. Jafnaðarmenn, sem nú ráða einir öllu hér á landi, og tekið hafa upp kenn- ingar kommúnista, eru nú að skipu- leggja þjóðina upp á sína vísu. Þeir einir, sem þá kjósa og þeim fylgja í auðmjúkri undirgefningu, eru vinnandi stétt í þessu landi. Aðrir eru úrhrök og einskis virði. Þeirra stefna er hópmennastefna þeirra fáu þúsunda, er þá hafa kosið. Þannig er landinu stjórnað í dag. Gegn þessu framferði berjumst vér þjóðernissinnar. Hver maður á þessu landi á að hafa sama rétt. Hver maður á þessu landi á að hafa vinnu og nægtir til lífsviðurværis. Hverjum manni á þessu Iandi á að líða vel. Allt þetta er hægt, og meira að segja auðvelt. Þegar stéttabaráttan er dauð og íslenzka þjóðin sameinuð í eina heild, er þessu marki þjóðernissinna náð. Fylkið ykkur í raðir þjóðernissinna, og berjist með þeim fyrir endursköpun hins nýja Islands. Skrifstofa flokksins er opin daglega frá kl. 5-7 e. h., og einnig frá 8-9 miðvikudaga og föstud. Mánudaginn 8. okt. var auglýst hér í Vestmannaeyjum, að knattspyrnumenn bæjarins, þ. e. K. V., myndu heyja knattspyrnukappleik þá um daginn við skipverja á eftirlitsskipinu »Meteor«. Það flaug fljótt fiskisagan um bæinn, og þegar keppa átti kl. 4. e. h., var fjöldi fólks kominn inn að íþróttavell- inum til að horfa á þenna leik. Fyrri hálfleikur leiksins var mjög skemmtilegur, og léku báðir flokkarnir með miklu fjöri og lipurð; þessi hálf- leikur endaði svo, að Vestm.eyingarnir höfðu skorað 4 mörk, en hinir 2. Nú var stutt hlé, eins og venja er til í þess- um leik. Þá tóku nokkrir menn eftir því, að þar var komið vesalmenni eitt að nafni Brynjólfur Bjarnason, sem er ritstj. auðvirðilegasta sorpblaðsins, sem gefið er út á Islandi, og sem nefnir sig »Verk- lýðsblaðið«, en er þó með sínum ósæmi- lega og óverjandi rithætti höfuðóvinur alls verklýðs í landinu; einnig var með Brynjólfi þessum Hallgrímur nokkur landshornaúrþvætti, sem hvergi getur fengið að vera vegna nagdýrsnáttúru sinnar, og svo tveir óþroskaðir ungling- ar, sem ísleifur Högnason og hans nót- ar geta sent út í hvaða vitleysu sem er. Hann verður hvort sem er að hafa sig hægan, því að hann hefur skilorðins- bundinn dóm fyrir að hafa valdið ó- spektum. En eins og á stóð þarna, þar sem Knattspyrnumenn Vestm.eyinga voru í drengilegum knattleik við skipverja af »Meteor«, sem þeir höfðu boðið í land, til þess að þeir gætu leitt saman hesta sína og reynt styrkleika sinn, aðeins með hinn brennandi áhuga íþrótta- mannsins fyrir augum, var því engin at- hygli gefin, þótt þessi nagdýr (Brynj- ólfur og Hallgrímur) væru þarna á fero, því það datt engum í hug, að þessi ves- almenni gætu ekki séð saklausa íþrótta- menn bæjarins í friði, þegar þeir voru að reyna sig við erlenda knattspyrnu- menn. — En því miður var þessum mönnum ekki gefinn gaumur sem skyldi, því að þegar seinni hálfleikur knattspyrnunn- ar hófst tóku menn eftir því, að búið var að hengja dulu nokkra upp í fjallið fyrir ofan íþróttavöllinn. Á dulu þessa var skrifað á þýzku »Frelsi fyrir Thál- mann« (Freiheit fúr Thálmann). Senni- lega fara þessir kommakjánar fram á það næst, að einhverjum stórglcepa- manni Ameríku verði sleppt úr fangelsi. Þegar hinir friðsömu borgarar Vest- m.eyja sáu tusku þessa, sem var sett upp til að sýna gestum íþróttamanna okkar framúrskarandi ókurteisi, og sem gerði bænum í heild stóra svívirðingu, þá þótti þeim sárast, Tað þessi vansæmd skyldi lenda á þeim, þar sem þetta var verknaður úrþvættis aðkomu-kommún- ista, sem að hætti skriðdýra vinna ó- þverraverk á kostnað annarra. Borgarar bæjarins, sem þarna voru staddir og sem ekki gátu þolað þessa svívirðingu, sýnda saklausum gestum bæjarins, fóru upp að fjallinu og skij)- uðu þeim, er þar voru, að taka niður dulu sína strax. Þeir gerðu samstundis það, sem þeim var sagt, því þeir sáu, að borgarar bæjarins ætluðu ekki að láta gera sér meiri skömm. Brynjólfur var þarna uppi og hafði staðið fyrir þessu ásamt Hallgrími, og líktust þessir mannaumingjar nú meir skriðdýrum en áður, vegna þess hve þeir voru hræddir. Þeir skriðu þarna á fjórum fótum og kváðust skyldu fara í burtu — og úr bænum — ef nokkur ferð væri, sem þeir gætu komizt með, og var það aðeins af mannúð og mikilli vorkunsemi með þessum mannræflum, að þeir voru ekki flengdir þarna frammi fyrir tugum manna. Þó voru margir, sem sáu eftir því, að hafa ekki gefið þeim þá ráðningu strax, því það var það bezta, sem hægt hefði verið að gera við svona vesalmenni, svo að þeir hefðu munað eftir því, að þeir komu til Vest- mannaeyja. Þegar knattspyrnu kappleikurinn var búinn, en hann unnu Vestmannaeyingar með 6 mörkum á móti 2, og þegar skip- verjarnir á »Meteor« höfðu þakkað Vestmannaeyingunum fyrir góðan og drengilegan leik, og afhent þeim fagra mynd af skipinu til minningar um komu sína og kappleikinn, þá hljóp allt lið Vestmannaeyinga, að undanskildum 3 mönnum, sem ég hirði ekki að nefna til að gera þeim ekki skömm meðal allra íþróttamanna, ,upp að fjallinu og gáfu þeim kommúnistahræðum, sem þar voru ,nokkra góða og vel útilátna löðrunga. Það varð aðallega Haraldur Bjarnason og Isleifur, sem urðu fyrir þeim, og er ekki að vita nema að þeir hefðu verið flengdir í tilbót, ef lögreglan hefi ekki skorizt í leikinn. Vesalingurinn hann Isleifur Högna- son hengdi einnig tusku utan á hús- ræfilinn sinn, sem á var ritað á þýzku »lifi Kommúnistasamband Þýzkalandsx og reif lögreglan það niður. Svona höguðu nagdýrin (kommúnist- arnir) sér í sumar, þegar þýzka skemmtiskipið »General von Steuben« kom hingað til Vestmannaeyja. Þá komu þeir því til leiðar, að knattspyrnumenn skipsins, sem höfðu ákveðið að koma í land og keppa við knattspyrnumenn Eyjanna, — hættu við það, vegna þess að kommúnistar höfðu sýnt þeim og ferðamönnum mikla ókurteisi. Ekki voru tuskur þeirra þá lengi uppi, því þjóð- ernissinnar rifu þær jafnóðum niður. En það eiga Vestmannaeyingar þessu kommúnistaúrþvætti að þakka, — eða hitt þó heldur, — að til Vestmannaeyja koma ekki þýzk skemmtiskip, eða önn- ur skip, á meðan þeir fá að ráða sér sjálfir, en það er aðeins tímaspursmál, því fylgi kommúnista hér og annars- staðar er óðum að eyðast. Iþróttamenn og aðrir borgarar Vestm.- eyja munu aldrei framar líða þessum kommúnistaskríl að vaða þannig uppi, og setja slíkan ómennskublett á íþrótta- menn bæjarins og bæinn í heild. Komm- únista aumingjarnir hafa með þessu háttalagi sínu kveðið dauða-dóminn yfir sjálfum sér, og Vestm.eyingar eru þann- ig skapi farnir, að þeir hugsa þeim þegjandi þörfina! Daginn eftir þ. 9. okt. sendu komm- arnir út blaðsnepil (til að frelsa Thál- mann), og var það ekkert nema lygi, byrjaði á lygi og endaði á lygi. — 1 blaðsneplinum var auglýsing um, að fundur yrði haldinn þá um kvöldið, um baráttuna fyrir frelsun Thálmanns svo var bætt við: að þar sem íslenzka út- varpið flytti aðeins ósannar fréttir af uppreistinni á Spáni, þá yrðu sagðar

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.