Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.12.2002, Page 7

Siglfirðingur - 23.12.2002, Page 7
Óskum SigCfirðingum mzr ogfjczr gleðiíegra jóía °9 fars&táar a komandi ári. Þökkum viðskipiin Siglufjarðar Apótek Siglufjarðarbær ALLINN - SPORTBAR AÐALBÚÐIN NORÐUR FRAKT Vátryggingafélag íslands - umboðið Siglufirði vjerslunarré/, Svtáufjar^/ Verkalýðsfélagið VAKA Jón Helgi Ingimarsson Klifurveggur hjá Strákum í haust hafa verið töluverðar framkvæmdir í skemmu björgunar- sveitarinnar Stráka. Þar hafa félagsmenn verið að koma upp fjögurra metra háum klifurvegg og verður hann tilbúinn nú um áramótin. Að sögn Þóris Stefánssonar hjá Strákum mega hverjir sem er spreyta sig á að klifra en þó að sjálfsögðu alltaf undir eftirliti. Veggurinn væri þó fyrst og fremst hugsaður fyrir yngra fólkið og gæti verið einn liður í að auka áhuga þess á störfum sveitar- innar. Auk þessara fram- kvæmda hefði milliloft verið stækkað um 40 fermetra og væri það rými ætlað sem geymsla fyrir búnað sveitarinnar og björgunarbátsins Sigurvin. Tækjakostur aukinn Strákar hafa einnig fest kaup á snjóbíl. Hann er sömu gerðar og sá sem þeir áttu fyrir en í mun betra standi. Hann var keyptur frá björgunar- sveitinni Kyndli í Mos- fellsbæ. Einnig er á döfinni að kaupa tvo nýja vélsleða. Þetta eru sérútbúnir Yamaha björgunarsleðar með GPS útbúnaði, tal- stöðvum og grind til að draga börur. þh Alþingiskosningar 2003 Listi Sjálfstæðisflokksins í Norðaustur- kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á kjördæmisþingi þann 30. nóvember s.l. Halldór Blöndal, forseti Alþingis er í efsta sæti, en sex efstu sætin eru skipuð sem hér segir; 1. Halldór Blöndal, forseti Alþingis 2. Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra 3. Ambjörg Sveinsdóttir, alþingismaður 4. Sigríður Ingvarsdóttir, alþingismaður 5. Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður 6. Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri Oþormóöur Eyó/fsson hf.

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.