Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011
Benedikt Guðmundssyni, hinum sigursæla
þjálfara körfuboltaliðs Þórs frá Þorláks-
höfn, gengur vel að safna liði fyrir átökin í
úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Þórsarar
eru nýliðar í deildinni eftir sannfærandi sig-
ur í 1. deildinni og hafa fengið til sín fjóra
leikmenn. Tveir öflugir íslenskir leikmenn
gengu til liðs við félagið á dögunum, Guð-
mundur Jónsson frá Njarðvík og Darri
Hilmarsson frá KR en hann var á láni hjá
Hamri á síðustu leiktíð.
Benedikt staðfesti við Morgunblaðið í
gær að tveir erlendir leikmenn væru á leið-
inni til félagsins. Um er að ræða Banda-
ríkjamann og Serba. Sá bandaríski heitir
Darrin Govens og er leikstjórnandi. Hann
lék með St. Josephs-
skólanum í há-
skólakörfuboltanum á
sínum tíma. Sá serb-
neski heitir Marko Lat-
inovic og er framherji en
hann lék með Erskine-
skólanum í há-
skólakörfuboltanum.
Benedikt sló á létta
strengi þegar Morg-
unblaðið innti hann eftir
því í gær hvort um væri að ræða öfluga leik-
menn í tilviki Govens og Latinovic. „Allt eru
þetta toppmenn áður en þeir koma til
landsins,“ svaraði Benedikt. kris@mbl.is
Benedikt safnar liði í Þorlákshöfn
Benedikt
Guðmundsson
FRJÁLSAR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Ég vaknaði með þvílíkan magakrampa og byrjaði
bara að æla og æla. Seinni partinn var ég svo mátt-
laus að ég gat ekki staðið upp úr rúminu lengur, og
ég hélt að ég væri bara að deyja. Ég gat ekki einu
sinni komið vatnssopa niður. Þetta var bara alveg
hræðilegt.“
Svona lýsir spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir,
fremsti frjálsíþróttamaður landsins, verstu einkenn-
um matareitrunar sem hún fékk þegar hún keppti á
móti í Marokkó í byrjun mánaðarins. Ásdís hefur
síðan keppt á tveimur mótum, á Ítalíu og svo í Evr-
ópubikarnum í Laugardalnum um helgina, en finnur
enn fyrir eftirköstum matareitrunarinnar sem hefur
því haft áhrif á hana í þremur mótum og sett keppn-
istímabilið úr skorðum. Keppnistímabil sem Íslands-
methafinn hóf í sennilega sínu besta formi.
Sleppir móti í Þýskalandi um næstu helgi
„Þetta er hrikalega svekkjandi. Þetta tók al-
gjörlega kraft úr mér og í raun hefur þessi mat-
areitrun eyðilagt síðustu þrjú mót fyrir mér.
Þessi matareitrun og það sem henni fylgir hefur
setið í mér lengur en ég bjóst við. Ég er búin að fá
svimaköst, höfuðverkjaköst og finna fyrir ógleði á
hverjum einasta degi,“ sagði Ásdís sem hefur geng-
ist undir ýmiss konar rannsóknir hjá læknum í vik-
unni og er bjartsýn á að hún braggist sem fyrst. Ás-
dís hefur þó þegar ákveðið að sleppa móti í
Þýskalandi um næstu helgi.
„Mér finnst ég vera að fá kraftinn aftur og reyni
bara að taka léttar æfingar og næra mig vel. Mat-
arlystin er kannski minni en venjulega en samt
örugglega meiri en hjá venjulegu fólki,“ sagði Ásdís
létt.
Flökurt í atrennunni
„Mér fannst þetta vera að lagast mjög hratt fyrir
mótið á Ítalíu [10. júní] þó ég væri ekki með alveg
fullan kraft þar, en svo þegar ég kom heim þá hélt
þetta bara áfram með ógleði og svimaköstum. Þegar
ég keppti um helgina varð mér bara flökurt í atrenn-
unni og svimaði mikið. Í gær var hins vegar fyrsti
dagurinn þar sem ég fékk ekkert kast þannig að
vonandi er þetta að lagast,“ bætti hún við.
Ásdís var sem kunnugt er eini fulltrúi Íslands á
Demantamótaröðinni síðasta sumar en hefur ekki
fengið boð um að koma á Demantamót í ár enda
lengst kastað 58,36 metra en Íslandsmet hennar er
61,37 metrar. Þá vantar hana enn upp á að ná lág-
marki fyrir heimsmeistaramótið í Suður-Kóreu í lok
ágúst, en þar líkt og fyrir Ólympíuleikana í London
á næsta ári er lágmarkið 59 metrar.
Stefnir á HM-lágmarkið og ÓL um leið
„Ég er í smápásu núna til að ná mér bara góðri
og ætla svo að sjá til hvaða mót ég fer á. Stefnan er
að ná HM-lágmarkinu og ólympíulágmarkinu um
leið sem allra fyrst og ég á að gera það miðað við
formið sem ég er í. Ég hef tíma fram í miðjan ágúst
fyrir HM og hef ekki áhyggjur af þessu lágmarki
því ef ég er fullfrísk er ekkert mál fyrir mig að ná
því.
Ég þarf náttúrlega að kasta lengra til að tryggja
mér þátttöku á Demantamótum og ætlunin var að
koma mér inn á Demantamót með kasti í einhverju
af þessum síðustu þremur mótum. Ég þarf því enn
að sanna mig til að komast inn á næsta Demantamót
sem er í kringum 9. júlí. Það væri því gott að ná
öðru móti í byrjun júlí til að koma mér þangað,“
sagði Ásdís.
Morgunblaðið/Ernir
Kastar Ásdís Hjálmsdóttir í Evrópubikarnum á Laugardalsvellinum um síðustu helgi. Hún vann öruggan sigur en var nokkuð frá sínu besta.
„Hélt ég væri að deyja“
Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari fékk heiftarlega matareitrun í Marokkó Veik-
indin hafa haft áhrif á hana í undanförnum mótum og sett tímabilið úr skorðum
Dregið var í 8-liða úrslit Valitor-bikarsins í knatt-
spyrnu í höfuðstöðum KSÍ í hádeginu í gær. Ekki
liggur þó alveg fyrir hvaða lið mætast því tveir síð-
ustu leikir 16-liða úrslitanna fara fram í kvöld. Tvö
1. deildarlið eru komin áfram í 8-liða úrslit og það
þriðja, BÍ/Bolungarvík, á eftir að spila í 16-liða úr-
slitum.
Fjölnir fékk heimaleik gegn ÍBV en Fjölnismenn
hafa heldur betur látið til sín taka í bikarnum á
umliðnum árum. Fjölnir fór í bikarúrslit tvö ár í
röð og í fyrra skiptið, 2007, sem 1. deildarlið. „Það
eru nokkrir enn í liðinu sem prófuðu þetta á sínum
tíma og vita um hvað þetta snýst. Þeir vita eftir
hverju er að slægjast og vissulega getur það hjálp-
að til,“ sagði Ásmundur við Morgunblaðið í gær en
benti á að gamlir sigurleikir hjálpuðu lítið í þess-
heimaleik. Ein
að mínu mati a
því von á skem
Grafarvoginum
ÍBV er annað af bestu liðu
Ásmundur
Arnarsson
3. deild karla A
KFG – KB ..................................................1:4
Staðan:
Augnablik 6 4 1 1 23:9 13
Víðir 5 4 1 0 16:6 13
KB 6 4 0 2 20:5 12
Markaregn 5 2 1 2 15:15 7
KFG 6 2 1 3 14:15 7
Vængir Júpíters 5 2 1 2 9:10 7
Þróttur V. 6 1 1 4 10:20 4
Stál-úlfur 5 0 0 5 10:37 0
3. deild karla C
Kári – Skallagrímur ..................................3:1
Ísbjörninn – Björninn...............................3:4
Staðan:
Álftanes 5 5 0 0 24:6 15
Grundarfjörður 5 4 1 0 16:3 13
Kári 6 4 1 1 20:8 13
Berserkir 5 3 0 2 18:6 9
Björninn 6 2 1 3 17:15 7
Skallagr. 6 2 1 3 16:19 7
Afríka 5 0 0 5 9:35 0
Ísbjörninn 6 0 0 6 5:33 0
3. deild karla D
Magni – Draupnir......................................0:0
Sindri – Leiknir F. ....................................1:0
Huginn – Einherji .....................................3:1
Staðan:
Sindri 6 5 1 0 20:2 16
Magni 6 4 1 1 17:6 13
Leiknir F. 6 2 1 3 10:10 7
Einherji 6 1 3 2 11:16 6
Huginn 6 2 0 4 8:13 6
Draupnir 6 0 2 4 6:25 2
1. deild kvenna A
FH – Keflavík ............................................3:2
Staðan:
FH 4 4 0 0 23:5 12
HK/Víkingur 5 4 0 1 12:7 12
Keflavík 4 3 0 1 13:6 9
Sindri 3 2 0 1 7:12 6
Fjarðab./Leikn. 3 0 0 3 3:10 0
Álftanes 3 0 0 3 0:7 0
Höttur 4 0 0 4 3:14 0
1. deild kvenna B
Selfoss – Fram...........................................3:1
Staðan:
Selfoss 5 5 0 0 9:1 15
Haukar 4 3 0 1 9:1 9
Fjölnir 4 3 0 1 10:5 9
Völsungur 4 2 0 2 8:6 6
Tindastóll 5 1 1 3 2:13 4
Fram 5 0 1 4 3:12 1
ÍR 3 0 0 3 1:4 0
Úrslitakeppni EM U21 karla
Undanúrslit:
Spánn – Hvíta-Rússland ..........................3:1
Adrián Lopez 89., 105., Jeffren Suárez 113.
– Andrei Voronkov 38.
Eftir framlengingu.
Sviss – Tékkland.......................................1:0
Admir Mehmedi 114.
Eftir framlengingu.
Spánn og Sviss mætast í úrslitaleik á
laugardag en Hvíta-Rússland og Tékkland
leika um 3. sætið og keppnisrétt á ÓL 2012.
Noregur
Bikarkeppnin, 16 liða úrslit:
Brann – Sogndal .......................................2:2
Brann áfram 5:4 eftir vítaspyrnukeppni.
Birkir Már Sævarsson spilaði allan leik-
inn fyrir Brann.
Haugesund – Viking ................................2:3
Eftir framlengingu.
Indriði Sigurðsson og Birkir Bjarnason
spiluðu báðir allan leikinn fyrir Viking.
Rosenborg – Lilleström...........................2:2
Björn Bergmann Sigurðarson spilaði all-
an leikinn og skoraði bæði mörk Lille-
ström. Stefán Gíslason og Stefán Logi
Magnússon spiluðu einnig allan leikinn fyr-
ir Lilleström.
Rosenborg áfram 6:3 eftir vítaspyrnu-
keppni.
Molde – Hönefoss......................................3:1
Kristján Örn Sigurðsson var í byrjunar-
liði Hönefoss og spilaði allan leikinn.
Aalesund – Sarpsborg...............................3:0
Alta – Tromsö ............................................1:0
Odd Grenland – Fredrikstad ...................1:2
Start – Strömsgodset................................1:0
B-DEILD:
Asker – Kongsvinger ...............................2:1
Atli Heimisson var ekki í leikmannahópi
Asker vegna meiðsla.
Svíþjóð
A-DEILD KARLA:
IFK Gautaborg – Elfsborg ......................1:1
Ragnar Sigurðsson, Hjálmar Jónsson,
og Theódór Elmar Bjarnason spiluðu allan
leikinn fyrir Gautaborg. Hjörtur Logi Val-
garðsson var á meðal varamanna og kom
ekki við sögu í leiknum.
AIK – Norrköping ...................................3:0
Helgi Valur Daníelsson spilaði allan leik-
inn fyrir AIK.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í
leikmannahópi Norrköping vegna meiðsla.
Staða efstu liða:
Elfsborg 13 7 2 4 21:14 23
Helsingborg 11 6 4 1 13:6 22
Örebro 12 6 2 4 18:13 20
AIK 12 6 2 4 16:11 20
B-DEILD KARLA:
Ängelholm – Värnamo.............................1:1
Heiðar Geir Júlíusson var í byrjunarlið-
inu hjá Ängelholm en fékk að líta rauða
spjaldið á 87. mínútu.
KNATTSPYRNA