Morgunblaðið - 08.07.2011, Page 4

Morgunblaðið - 08.07.2011, Page 4
„Við erum með betra lið en í fyrra“ 1. DEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Við erum vel stemmdir og það er gott sjálfstraust í liðinu. Nú eru komnir sex sigrar í röð og við höld- um áfram að einbeita okkur að ein- um leik í einu,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, framherji Selfyssinga, sem skoraði bæði mörk þeirra í gærkvöld þegar þeir lögðu ÍR, 2:1, í 1. deildinni í fótbolta á Selfoss- velli. Selfoss er nú þremur stigum á eftir toppliði Skagamanna, sem sækir KA heim í kvöld, og fimm stigum á undan Þrótturum sem eru í þriðja sæti eftir 2:1 sigur á Hauk- um. Viðar Örn hefur nú skorað 8 mörk í fyrstu 10 leikjum Selfyss- inga í deildinni. Hann sagði að leik- urinn hefði verið erfiður. „Við áttum fyrri hálfleikinn skuldlaust og ég hefði átt að skora meira en eitt mark. En eftir að við komumst í 2:0 svöruðu þeir um hæl og komu þá tvíefldir inn í leikinn. Eftir það vorum við hálflamaðir en náðum að halda út og hirða stigin, sem skiptir öllu máli,“ sagði Viðar við Morgunblaðið. Það var Brynjar Benediktsson sem minnkaði mun- inn fyrir ÍR á 69. mínútu. Hann er á því að Selfoss sé með betra lið í ár en í fyrra þegar það féll úr úrvalsdeildinni í frumraun sinni þar. „Já, mér finnst það og strákarnir hafa talað um það. Liðið er öðruvísi byggt upp, við erum með marga nýja menn, en liðið er sterkara að mínu mati. Áherslurnar eru líka á hreinu, við byrjum á að vinna baráttuna í leikjunum, förum síðan að spila fótbolta, og við erum góðir í honum,“ sagði Viðar Örn ennfremur. Taplausir hjá Ragnari HK gerði sitt þriðja 1:1 jafntefli í röð og er því taplaust í deildinni eftir að Ragnar Gíslason tók við sem þjálfari – en situr samt áfram í botnsætinu og er án sigurs. Fjöln- ir var í heimsókn í Kópavogi og komst yfir með marki Guðmundar Karls Guðmundssonar. Hólmbert Aron Friðjónsson jafnaði fyrir HK beint úr aukaspyrnu á lokasek- úndum fyrri hálfleiks. Samúel Arnar Kjartansson hjá HK var rekinn af velli 10 mínútum fyrir leikslok en Fjölnismenn náðu ekki að færa sér liðsmuninn í nyt. Grótta í fínni stöðu Leiknismenn eru líka án sigurs í fyrstu 10 leikjunum og útlitið er orðið jafndökkt hjá þeim og HK. Þeir tóku á móti Gróttu og töpuðu 1:2, þannig að Seltirningar eru komnir í fína stöðu um miðja deild en flestir spáðu þeim falli fyrir mót. Andri Björn Sigurðsson og Sölvi Davíðsson komu Gróttu í 2:0 í seinni hálfleik. Fannar Þór Arn- arsson minnkaði muninn fyrir Leikni og síðan átti Pape Mamedou Faye tvö skot í þverslána á marki Gróttu á lokamínútunum. Fimmtánda mark Sveinbjörns Þróttarar lögðu Hauka 2:1 á Val- bjarnarvelli í leik þar sem allt gerðist á skömmum tíma í fyrri hálfleik. Grétar Atli Grétarsson kom Haukum yfir og þá meiddist Trausti Sveinbjörnsson, markvörð- ur Þróttara, og þurfti að fara af velli. En þeir svöruðu fyrir hlé með tveimur mörkum á tveimur mín- útum. Sveinbjörn Jónasson jafnaði úr vítaspyrnu, skoraði sitt 15. mark á tímabilinu í deild og bikar, og Jens Sævarsson skoraði í kjölfarið eftir sendingu Guðfinns Ómars- sonar. Það reyndist sigurmarkið, Haukar sóttu mjög í seinni hálfleik en sköpuðu sér nær engin færi til að jafna.  Viðar Örn Kjartansson skoraði bæði mörk Selfoss sem vann sjötta leikinn í röð  Þróttarar í þriðja sætið  HK og Leiknir R. eru enn án sigurs Morgunblaðið/Ernir Návígi Hilmar Trausti Arnarsson, fyrirliði Hauka, og Þróttarinn Oddur Björnsson eigast við í leik liðanna á Val- bjarnarvelli í gærkvöld. Þróttarar höfðu betur og eru í þriðja sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Selfyssingum. Leikmenn: Kristinn Steindórsson, Breiðabliki 10 Albert Brynjar Ingason, Fylki 7 Grétar S. Sigurðarson, KR 7 Guðjón Pétur Lýðsson,Val 7 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 7 Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 7 Haukur Páll Sigurðsson, Val 7 Jesper Holdt Jensen, Stjörnunni 7 Atli Sveinn Þórarinsson, Val 6 Christian Mouritsen, Val 6 Guðmundur R. Gunnarsson, KR 6 Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki 6 Haraldur F. Guðmundsson, Keflavík 6 Mark Rutgers, Víkingi 6 Matthías Vilhjálmsson, FH 6 Srdjan Rajkovic, Þór 6 Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV 6 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 6 Lið: Valur 46 KR 45 FH 45 Stjarnan 44 Fylkir 44 Breiðablik 44 ÍBV 39 Keflavík 35 Þór 34 Víkingur R. 32 Grindavík 29 Fram 29 Kristinn Steindórsson, Breiðabliki 8 Albert Brynjar Ingason, Fylki 5 Atli Viðar Björnsson, FH 5 Guðjón Pétur Lýðsson,Val 5 Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 5 Kjartan Henry Finnbogason, KR 5 Arnar Gunnlaugsson, Fram 4 Garðar Jóhannsson, Stjörnunni 4 Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki 4 Matthías Vilhjálmsson, FH 4 Guðmundur Kristjánsson, Breiðabl. 3 Hannes Þ. Sigurðsson, FH 3 Hilmar Geir Emilsson, Keflavík 3 Ian Jeffs, ÍBV 3 Jóhann B. Guðmundsson, Keflavík 3 Sveinn Elías Jónsson, Þór 3 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 3 Viktor Bjarki Arnarsson, KR 3 KR (3) 6245 2082 FH (4) 6787 1697 Valur (5) 7145 1429 Breiðablik (5) 6482 1296 Fylkir (5) 6164 1233 Víkingur R. (5) 6109 1222 Fram (4) 4522 1131 Keflavík (5) 5135 1027 Þór (4) 3786 947 Grindavík (4) 3490 873 ÍBV (5) 4196 839 Stjarnan (4) 3160 790 Samtals: 63.423 Meðaltal: 1.197 9. umferð í Pepsi-deild karla 2011 Einkunnagjöfin Þessir erumeð flest M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefið er eitt M fyrir góðan leik, tvöM fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Spjöldin Markskotin Aðsóknin Markahæstir Fjöldi heimaleikja í svigum. Fremri talan er heildarfjöldi áhorfenda á heimaleikjum viðkomandi liðs en aftari talan ermeðaltal á hvern heimaleik. FH 124 (59) 20 Valur 104 (65) 14 KR 101 (55) 17 Stjarnan 100 (56) 16 ÍBV 93 (52) 11 Fylkir 93 (49) 14 Breiðablik 82 (46) 12 Grindavík 82 (42) 11 Víkingur R. 79 (37) 7 Keflavík 78 (39) 11 Þór 76 (38) 8 Fram 66 (71) 5 Fremst eru heildar markskot liðanna, skot sem hitta ámarkið eru í sviga og aftast eru skoruðmörk: Valur 10 1 14 KR 12 1 16 Fram 16 0 16 Víkingur R. 19 0 19 ÍBV 16 1 20 Breiðablik 13 2 21 Keflavík 22 0 22 Grindavík 15 2 23 Stjarnan 19 1 23 Fylkir 17 2 25 Þór 21 1 25 FH 19 2 27 Gul Rauð Stig Valsmenn skutust ekki bara á topp Pepsi-deildar karla í fótboltanum í fyrrakvöld. Eftir sigurinn á Þór fyrir norðan, 3:0, eru þeir líka það lið sem hefur fengið flest M í ein- kunnagjöf Morgunblaðsins, einu meira en KR-ingar. Hafa ber þó í huga að KR á leik til góða gegn ÍBV og þyrfti ekki mikið til að komast í efsta sætið á þessum lista. Kristinn Steindórsson er áfram með þrjú M í forskot í einkunna- gjöfinni, enda þótt hann hefði ekki uppskorið neitt slíkt fyrir frammi- stöðu sína gegn Víkingi í fyrra- kvöld. Næstu menn bættu ekki heldur við sig en nú eru sjö leik- menn jafnir í öðru sætinu með 7 M samtals hver. Kristinn er jafnframt með örugga forystu í baráttunni um markakóngstitil deildarinnar og er með þremur mörkum meira en fimm næstu menn. Þar skaust FH- ingurinn Atli Viðar Björnsson uppí 2.-6. sætið með þrennunni gegn Grindavík. Viðureign KR og ÍBV var frestað vegna Evrópuleikja liðanna og því verður úrvalslið 9. umferðar ekki birt fyrr en sá leikur hefur farið fram. Eins og sjá má hér til hliðar hafa FH-ingar átt flest skot að marki en Framarar fæst. Valsmenn eru prúðasta lið deildarinnar til þessa en FH er hinsvegar á botninum í háttvísideildinni. vs@mbl.is Valur líka á toppi M-deildar 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2011 Morgunblaðið/Eggert Efstur Tveir Víkingar reyna að stöðva Kristin Steindórsson í leiknum í fyrrakvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.