Austurland - 09.05.1952, Side 1
Málgagn sósíaltsta á Austnrlandl
m
2. árgangur.
Neskaupstað, 9. mal 1952
| Þetta er austfirzkt
blað
Austíirðingar
kaupið það og lesið
18. tölublað.
EFNAHAGSRAÐSTEFNAN I MOSKVA
Vi&tal við Lúðvík Jósepsson
4 samkomu, sem haldin var 1. mai, sagði Lúðvík Jósepsson í
stuttu máli frá för sinni til Ráðstjórnarríkjanna og störfum efna
hagsráðstefnunnar, sem h,ann sat þar. Til þess að gefa mönnum
kost á nánari fregnum af þessari för svo og vegna þeirra les-
enda blaðsins, sem ekki áttu þess kost að hlýða á mál Lúðvíks,
átti blaðið tal við hann um þessi mál.
— Var efnahagsráðstefnan fjöl-
sótt?
— A ráðstefnunni voru mættir
471 fulltrúar frá 49 þjóðum. Með
þessum fulltrúum voru allmairg-
ir sérfræðingar og aðstoðarmenri
og vonij, sendinefndir sumra
rlkja mjög fjölmennar.
— Attu Vestur-Evrópuþjóðirnar
yfirleitt fulltrúa á ráðstefnunni?
— Já. Meðal annars var þar fjöl-
nenn sendinefnd frá Stóra-Bret-
landi, fulltrúar frá öllum Norður-
öndunum, Hollandi, Belgiu, Frakk
landi, Vestur-Þýzkalandi og ítal-
iu, svo og frá Bandaríkjunum og
'lestum rlkjum Suður-Ameríku.
Auk þess voru svo að sjálfsög&u
líka fjölmennar sendinefndir frá
öllumi þeim ríkjum, sem íhaft hafa
vinsamlega sambúð við Sovétrlkín
og mikið bar á fulltrúum hinna
fjölmennu Asíuþjóða svo sem
Kína, Indlands, Pakistan, Indónes-
íu og Kóreu og frá Japan voru
einnig fulltrúar..
— Hverskonar menn, ég á við I
hyerskonar stöðum, sóttu ráðst&fn
una aðallega?
•— Frá hinum vestrænu þjððum
voru fulltrúarnir yfirleitt ekki
fulltrúa.r rlkisstjórna sinna, en
frá ýmsuni öðrum löndum voru
þeir fyrst og fremst fulltrúar rík-
Lokadagurinn
er fjáröflunardagur Slysavarnar-
félagsins
Lokadagurinn er n. k. sunnudag.
Slysavarnarsamtökin hafa valið
þann dag ti.l fjáröflunar fyrir
starfsemi sína, ag verður að telja,
að sá dagur sé vel vlinn til þeirra
hluta,
Kvennadeild Slysavarnarfélags-
ins hér í bæ gengst fyrir merkja-
sölu á lokadaginn til ágóða fyrir
staa'fsemi sína.
Bæjarbúar eru hérmeð hvattir
til að ka.upa merkin og sýna á
þa.nn hátt hug sinn til Slysavarna
T ogararnir
Goðanes
landaði 2. mal I Neskaupstað
250 tonnum.
ísólfur
landaði á Fáskrúðsfirði um 220
tonnum 2. maí.
Egill rauði
landaði 1 Neskaupstað 6. maí
194 tonnum.
Afli skipanna var hiaðfrystur.
félagsins, sem svo margt gott
hefir látið af sér leiða bæði hér
og annarsstaðar.
Bretar mót-
mæla
Brezka ríkisstjórnin hefir nú
sent íslenzku ríkisstjórninni mót-
mælaorðsendingu útaf stækkun
landhelginnar. Viðurkenna Bretar
ekki rétt fslendinga til fyrirhug-
aðrar stækkunar landhelginnar og
telja að Haag-dómurinn í landhelg
isdeilu Norðmanna og Breta veiti
íslendingum ekki rétt til f jögurra
mílna landhelgi.
Almennt munu Islendingar llta
svo á, að vi& ákvörðun hinnar
nýju landhelgislínu hafi um of
verið látið að kröfum Breta og á
það ekki sízt við um landhelgina
fyrir Austurlandi, Er því slður en
svo ástæða til frekari tilslakana.
Þess er að vænta, að ríkisstjórn
in vísi þessari ósvífnu orðsend-
ingu á bug með fullri, einurð og
víst er um það, að í þvi máli hef-
ir hún öruggan stuðning allrar
þjóðarinnar á bak við sig.
isstjórnanna. Þarna voru menn úlr
ýmsum þjóðfélagsstéttum, en mik
ið bar á hagfræðingum, kaupsýslu
mönnum, þekktir bankastjórar
voru þarna, ráðherrar og fyrrver-
andi ráðherrar og nokkrir þing-
menn eins og t. d. frá Bretlandi.
— Hvernig var störfum ráðstefn-
unnar hagað?
—Allar ræður voru samtimis þýdd
ar á sex tungumál, rúsnsesku,
ensku, þýzku, frönsku, spönsku og
kínversku. Hver fulltrúi hafði
heyrnartæki við sitt sæti og ga.t
va,lið um á hvaða tungumál hann
hlustaði hverju sinnn A meðan á
ráðstefnunni stóð var gefið út sér-
stakt prentað blað ráðstefnunnar
á þessum tungumálum. Þar voru
birtar jafnóðum ræður og tillög-
ur, sem voru fluttar á fundunum.
Þarna. voru fluttar margar ræður,
sem vörpuðu skýru ljósi yfir á-
stand og horfur í viðskipta- og
efnahagsmálum svo að segja frá
öllum þjóðum heims.
—• Hafa mikil viðskipti átt sér
stað undanfarið milli Austur- og
Vestur-Evrópu?
— Nokkur víðskipti hafa yerið
milli Austur-Evrópulanda, og
flestra Vestur-Evrópulanda, en
síðastliðin tvö til þrjú ár hefir
borið mikið á, að e&lileg viðskipti
milli þessara aðila hafi verið trufl
uð af stjórnmálaástæðum.
— Telur þú, eftir að hafa verið á
þessari ráðstefnu, mögulegt að
auka þessi viðskipti og telur þú:
áhuga fyrir því af beggja hálfu?
— Já, ég tel að miklir möguleik-
ar séu á stórauknum viðskiptum
milli þessara aðila og ég tel, að
þessi ráðstefna hafi ýtt mjög mik
ið undir að auka þessi viðskipti.
Þannig kom t. d. fram á ráðstefn-
unni bein yfiriýsing frá formanni
rússnesku nefndarinnar um að
Sovétríkin væru nú þegar reiðu-
búin til að seija ýmsar þýðingar-
miklar framleiðsluvörur sínar til
Frakklands, Stóra-Bretlands, ltal-
í.u og annarra landa og kaupa af
þeim aftur ýmsai- framleiðsluvör-
ur þeirra, sem þessi lönd sérstak-
lega þurfa. að selja, eins og sakir
standa. Kunnugt er líka, að á ráð-
stefnunni voru gerðir stórir við-
skiptasamningar milli Auslur-
Evrópurikja og ýmissa, Vestur-
Evrópuríkja.
— Mundu þessi viðskípti, ef þau
gætu tekist I, stórum stíl, ekld
hafa heillavænleg áhrif á efna-
hagslíf Vestur-Evrópu?
— Jú, vigsulega Það kom greini-
lega fram á ráðstefnunni, að ef
þessi viðskipti gætu tekist á eðli-
legan hátt milli Austurlanda og
Vesturlanda, mu.ndu mörg Vest-
ur-Evrópuríki fá markað fyrir iðn
aðarvörur sínar, sem nú eru ill-
seljanlegar og gætu fengið í stað-
inn ýmsar vörur, sem annars þarf
að greiða með dollurum, sem
þessi Iönd öll eru fátæk af. Auk
þess mundu svo gagnkvæm víð-
skipti verða mjög þýðingarmikið
skref I þá átt að tryggja frið. f
ræðum hagfræðinga frá Vestur-
Evrópu kom m., a mjög greinilega
fram, að þessi viðskipti mundu í
framkvæmd þýða atvinnu fyrir
hundruð þúsunda manna, sem nú
eru atvinnulausir í Vestur-Evrópu
og koma 1 veg fyrir sívaxandi at-
vinnuleysi.
— Hverja möguleika telur þú á
viðskiptum milli sósíalistisku
landanna og Islands?
— Ég tel möguleika á sllkum við-
skiptum mikla. Frá þessum lönd-
um getium við fengið flestar eða
allar vörltr, sem við þurfum að
flytja til landsins. Frá Sóvétrlkj-
unum gætu íslendingar t. d. feng-
ið allt sitt timbur og alla sína
kornvöru og frá þeim og öðrum
Austur-Evrópulöndum gætum við
einnig fengið kol, ollur og ýmsar
iðnaðarvörur. Til Sovétríkjanna
gætum við selt mikið af saltsfld
og til þeirra og annarra Austur-
Evrðpurlkja er einnig hægt að
seilja mikið af öðrum sjávarafurð-
um, byggt á gagnkvæmum við-
skiptum við þessar þjóðir.
— En hvað um. verðlag?
Sovétrlkin selja útflutnings-
vörur slnar yfirleitt á heimsmark
aðsverði. Við lslendingarnir feng-
um upp verð á ýmsum þeim vör-
um, er til mála kæmi fyrir Islend
inga að kaupa, þaðan og virtiat
það fyllilega samkeppnisfært við
það verð, sem við greiðum fyrir
slíka vöru nú.
— En álitur þú, að íslenzka rik-
isstjór.nin muni gera tilraun tíl
að ná viðskiptasamningum við
þessí lönd?
— Um það veit ég ekkert, en ó-
trúlegt er, að íslenzka ríkisstjórn-
in sinni þessum mál.um ekkert,
svo mikið sem Islendingar eiga I
húlfi og jafnertfiðlega og nú horfir
með sölu á okkar útflutningsvör-
um I þeim löndum, sém aðallega
hafa keypt þær. Eða hversvegna
skyldu Islendingar ekki geta sam-
ið við Sovétrikin og önnur lönd
Austur-Evröpu einsog Norðmenni
gera nú I dag og Englendingar í
vaxandi mæli, Svlar I stórum stíl
og fledri Vestur-Evrópurlki? Norð
menn hafa. selt til Sovétríkjanna
100 þúsund tunnur af sallsíld og
gert við þau stóran samning um
smíði fiskibáta fyrir Sovétríkin.
Framhald á 2. giðu.
Frá Barnaskólanum
Barnaskólanum I Neskaupstað
var slitið laugardaginn 3. maí,
154 nemendur sóttu skólann I
vetur og íuku 149 þeirra prófi,
þar af 17 barna.prófL
Þessir nemendur hlutu 8 eða
þar yfir I aðaleinkunn á barna-
prófit
Aðal-
eink.
1. Pálmar Magnússon 9.0
2. Nanna Bjarnadóttir 8.9
3.-4. Jóhanna ólína Hlífarsd. 8.8
3.-4 Uni G. Björnsson 8,8
5.-6. Birgir D. Sveinsson 8.7
5.-6. Ingvar Björnsson 8.7
7. Helga S. Aðalsteinsd. 8.6
8. Sigfús O. Guðmundss. 8.2
9. Jóhanna Kr. óskarsd. 8.1
Þetta er í fyrsta skipti síðan
hér var upp tekið barnapróf að
nemandi fær 9 í aðaleinkunn.
Pálmar hlaut I verðlaun 20 smá
sögur eftir Einar H. Kvaran.
Þá var eins og að undanförnu
veitt verðlaun þeirn nemanda I 5.
og 6. bekk, sem mestum framför-
um hafði tekið samanlagt í stafs.,
málfr. og reikningi. Vorji það
einnig bókaverðlaun og hlutu þau
þeir Sveinn Jóhannsson í 5. bekk
og Uni G. Björnsson I 6, bekk.
Þessir nemendur hlutu sélsmerk
i.ð fyrir að Ijúka IV. stigi í sundi,
en það er áhugastig barnaskólr
anna.
Biirgir Sveinsson
Eirlkur Karlsson
Eggert Þorsteinsson
Ingvar Björnsson
Gísli S. Gíslason
Pálmar Magnússon
Sigurþór Sigurðsson
Barney Sigurðardóttir. ö]l úr 6.
bekk.
Ingibjörg Rósa Oddsdóttir úr 5.
bekk.
Kennsla hófst i vorskólanum
mánudaginn 5. maí.
Nemendum vorskólans er skipr,
I 3 bekki. Þar af er 1. og 3. bekk-
ur I tveim deildum.
I fyrsta bekk erU 32 nemendur, I
öðurm bekk 22 og I þriðja bekk 30.