Austurland


Austurland - 09.05.1952, Blaðsíða 2

Austurland - 09.05.1952, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 9. maí 1952 Austurland Málgagm sósíallsta á Austur. landi. Kemur út á hverjum föstu- degi. Ritstjóri: BJARNI ÞÓRÐARSON. á*krlftargjald 45 kr. árg. Gjaldilagl 1. april. Lausasala kr 1,25. Efnahagsráð- stefnan í Moskva Framhald af 1. *Iðu. Bretar munu einnig nýlega, hafa selt Sovétríkjunum saltsild, og Belgiumenn hafa samið við þau, um nidklar skipasmíðar. — Gafst þér ekki kostur á að kynnast russneskri framleiðslu- vöru? — Jú. Meða,n á ráðstefnunni stóð voru h,a;ldnar margar framleiðslu- vCrusýningar í Moskva. Við Is'lendingarnir fórum á nckkrar þessara sýninga og kynn,t um okkur vöruverð og gæði. Þess- ar sýningar gáfu ljóslega til kynna, að framleiðsluvörur Sovét- ríkja.nna eru þegar orðnar mjög fjölbreyttar og yfirleitt í háum gæðaflokki. — Hafðirðu, tækifæri t,il að kynna þér kjör verkafólks I Sovétrikjun- um? — Ég spurðist fyrir um launakjör í ýmsum stairfsgreinum og reyndi að gera mér gtrein fyrir ka.up- mætti launanna,. Það er greinilegt að launakjör verkafúlks, iðnaðar- fólks og skrifstofufólks eru góð og skapa mikla, kaupgetu.. Auk þess, sem launin eru yfirleitt há, fylgja þeim mikil friðindi og laun þegi þar í landi greiðir ýmist ekki eða þá aðeins að litlu leyti! ýmiislegt það, sem drjúgur hluti 'tekna. okkar gengur til að greiða. Má þar nefna. fullkomiið trygginga kerfi með algjörlega ókeypis með- ölum, læknishjálp og sjúkrahúss- vist. Húsalejga er mjög lág, 3 ■— 4 % af laununum á móti 20 — 30 %, sem hér er algengt. Skatta þurfa menn enga að greiða eða þá mjög lága. Samanburður, sem gerð ur hefir verið á kjörum la.unþega i Englandi og Sovétríkjunum, sýn ir að kaupmáttur la.una í Sovét- ríkjunum er allmiklu meiri, en á Bretlandi, — - En h.vað viltu segja mér um atvinnuöryggi? — Atvinnu.leysi er gjörsamlega ó- þekkt fyrirbrigði 1 Sovétríkjun- um. Þa,r hafa alli.r, sem aðstöðu hafa til að vinna, fasta atvinnu, ekki aðeins karlmenn á bezta vinnualdri, heldur og kvenfólk og ungir menn og gamlir eftir því sem þeir hafa getu ti.l að vinna. — Borga.rablöðin hér heima og sjálfsagt í öllum löndum, halda þvi að lesendum sínum, að ferða- maður í Sovétríkjunum sé ekki frjáls ferða sinna, h,eldur sé hans gætt við hvert fótmál af leynilög reglu Stalíns.. Hvað segir þú um þetta? Varst þú ekki alltaf með V/inir kiupmanna gerast áhrifa- menn í kaupfé5ag nu GUÐRÖÐI TóKST AÐ BEYGJA NlELS Þa,ð hefir verið grunnt á því ■ góða milli aðalforsprakka Fra.m- sóknarmannanna hér í bænum, þeirra Nilesar Ingvarssonar og Guðröðs Jónssonar, nú um nokk- urt skeið. Þessi úlfúð á upptök sín fyrst og fremst í gjáldþrotamáli fshús- félags Norðfirðinga, sem Níels veitti forstöðu, en eignir þess lagði. Kaiupfélagið Fram, sem Guð- röður veitir forstöðu, undir sig. Niels hefir lengi verið formað- ur ka.upfélagsins og vitað mál var það, að Guðröður hafði fullan hug a að velta honum úr því hásæti. Hafði Guðröði tekist að koma ár sinni svo fyrir borð, að auðsætt va,r, að Níels mundi ekki halda velli og til þess að dylja ósigur sinn. biðst Niels undan endurkosn ingu, svo óllkt sem það er honum, a.ð berjast ekki til þrautar. En látum það þó vera, þó Guð- röður bolaðii Níels út úr atjórn- kaupfélagsins, ef hann hefði jafn- framt beitt sér fyrir kosningu einb.vers góðs samvinnumanns í sta.ð Níelsa.r. En það lætur hann ógert. I st.að Níelsar er Jón Sig- fússon, skattstjóri kosinn í s'tjórn ina. Aldrei hefir þó Jón verið tal- inn mikil.1 samvinnumaður. Hann er bæjarfulltrúi ihaldsins og helzti, vinur og formælandi kaup- manna og hefir meginhluta, við- skipta sinna við þá. Er nú skörin farin að færast upp í bekkinn, þega,r höfuðfjendur samvinnu- hreyfingarinnar skipa orðið æðstu trúnaðarstöður kaupfélaganna og rétt mun fyrir kau.pfólagsmenn að atbuga. sinn gang, áður en þeir i fleirum kaupmannavinum forystu sinna mála. En það er ekld nóg með það, að Jón Sigfusson sé kjörinn í stjórn kaupfélagsins. Annar einkavinur kau.pma.nna, Oddur A. Sigurjóns- son, skólastjóri og ritstjóri, er kos inn fulltrúi á aðalfund SíS — þó ekki nema, varafulltrúi. Þetba er gamall liðhlaupi úr samvinnu- hreyfingunni. Fyrst hljóp hann frá Pan, og reyndi um leið a,ð vinna félaginu allt það tjón, er h.ann mátti, síðar sveik hann kaup félagið og er nú einkavinur og viðskiptamaður kaupmannanna, Það var engin hending að Jón skaittstjóri var kosinn í stjórnina. Hann h.la,ut um hélming atkvæða svo sýnt er að kosning hans hefir verið skipulögð, en auðséð var, a,ð fundarmönnum var þetta þvert um geð, því þeir sátu þöglir og gneypir fundinn út og umræður urn málefni félagsins urðu engar. Hvað skyldu h,i.n,ir gömlu frum- herjar kaupfélagsins segja, ef þeir mættu nú lita upp úr gröfum sín- um og sæju, að vinir kaupmanna og liðhlaupar úr liði, samvinnu- manna þættu liklegastdr stuðn- ingsmenn ka.upfélagsins og hæfust þar til valda. Það er vissara fyrir kaupfélags- menn a,ð stinga hér við fótum. Verði haldið áfram á þessari bra.ut, verða ekki mörg ár unz fulltrúar kaupmanna og auðvirði- legir liðhlaupar frá samvinnu- h.reyfingunni hafa þar tögl og hagldir. Og hvað skeður þá? lögreglumenn á hælunum, á meðan þú dvaldist austa.n tjalds? — Ekki gátum við Islendingarnir orðið varir við þetta fremur en járntjaildið'. Við gátum farið hvert sem við vildum og erfitt á ég með a,ð skilja, að nokkur Rússi hafi i ýmsum tilfellum vitað nokkuð um hvert við vorum að fara og hvað við vorum að gera þega.r við fórum einir. — Varðst þú mikið var við þann styrja.ldarundirbúning, sem alltaf er verið að fræða okkur á að fram fari austur þar? —■ Nei, síður en svo. Við sáum enga h.ermannaflokka, enga.r her- æfingar og mjög litið ber á öllu því, sem til styrjaldarreksturs heyrir, þó ég efist hinsvegar ekki um, að Rússar muni eiga í fórum sínum eitthvað talsvert af slíku. Aftur á- móti varð víða á vegi okkar áróður fyrir friði og sam- tökum friðarvina. Þannlg sáum við á mörgum stöðum í borginni, m, a. á opinberum byggingum, stórar áletranir, þar sem skorað var á menn að styðja. friðarsam- tökin. — Eru ekki allir hlutir þjóðnýtt- ir austur þar? — Þjóðnýting er mikil þa.r. Þann- ig er verzlunin ríkisrekin eða rek- in af samvinnufélögum og allur atvinnurekstur, sem byggist á að- keyptu viunuafli, er rekinn á sama hátt. Hinsvegar er það rangt þegar sagt er að þa.r í landi séu allir hlutir þjóðnýttir. Mjög miargir einstaklingar eiga t. d. nú orðið prívatbíla og mér var sagt, a.ð t. d. námuverkamenn ættu und antekningalítiö prívatbíla. Ymsii eiga íbúðarhús, einkum í þorpum og smærri borgum úti á lands- byggðinni. í la.udbúnaði er t. d. al gengt, að bændur hafa nokkuð eigin bú til heimilisframleiðslu og selja, þá jafnframt nokkuð af þeirri framleiðslu sinni, þó að þeir vinni að langmestu leyti á samy rkj ub úUnum. — Hvað vilit þú að lokum taka fram um áhrif þa,u, sem þessi stutta. dvöl þín meðal fólksins, austan tjalds hafði á þig? — Mér er það sérstaklega minnls- stætt hve fólkið í Sovétríkjunum er frjálslegt og vel útlítandi og hve sannfært það er um hlutverlc sitt og þjóðfélagslega þýðingu. Mér er það enn ljósara en áður, hve hin sósíalistisku riki eru kom in langt á framfarabrautinni og hve stór og órjúfandi heild þau eru orðin. Allur austurhluti Evr- ópu, með Sovétríkjunum í Evrópu og Asiu, allt hiö nýja Kína og Kórea ásamt fieiri Asíuríkjum, eru þegar orðin það afl og sú sam takaheild, sem sterkust er í heim- inum, B. Þ. Oddur með yjirskyn Það vantaði bara, a,ð hann Odd- ur beri'ekki skyn á hiutina. Ekki er ha,n.n ánægður samt, og nú býr ha.nn til nýtt orð, yfirskyn, handa sér einum allra iandsmanna. Orðið er ekki prentvilla fyrir yfirskin, því Oddur notar það hvað eftir annað í Hamri ritao sem -skyn, t. d. 25. íebrúar og 7. apríil s. 1. Merkingarmunur skóla- stjórans á skini (sólarinnar) og skyni sjálfs hans kann að vera mánni en hjá okkur þeim ólærðu, svo að honum sé siður láandi að leggja; blendna merking 1 nýyrði sitt yfirskyn, eins og hann gerir. Aðrir geta. ekki haft orðið til neins nema að tákna yfirskynið, sem þessi íslenzkukennari hefur umfram annara manna skyn. Fcrming i Neskaup- stað Sunnudaginn 11. mai n. k. verða eftirtalin, ungmenni fermd í kirkj unni í Neskaupstacþ Stúikur: 1. Erla M. Jónsdóttir 2. Guðný Björnsdóttir 3. Jóhanna Matthildur Jóhannsd. 4. Lilja Jóhannsdóttir 5. Sigfríður Sigfiimsdóttir, Grænanesi, 6. Stella B. Steinþórsdóttir, Heimavistarskólanum. Drengir: 1. Alfreð Arnason. 2. Ari G. Hallgrímsson 3. Ba.ldui' Guðmundsson 4. Björn Bjarnason, Skorrastað. 5. Brynjar Þór Snorrason 6. Eggert Þorsteinsson 7. Jón B. Sigfinnsson 8. ' Kristján Berg Vilmundsson 9. Sigurjón Björn Valdimarsson 10. Sigurður Jónsson 11. Stefán Jónsson 12. Tryggvi Vilmundsson 13. Vilhjálmur Jónasson 14. Ægir Ármannsson KauplB Austurland PRJÓNASILKI suuiarkjólaefni í flrnm Iltum og gcrðum. Verzl. Vík Aðalfundur Skógræktarfélags Neskaupstað- ar var haldinn 24. f. m. Stjómin var endurkjörin, en hana skipa,: Séra Guðmundur Helgason Eyþór Þórðarson, kenna.ri Gunnar ólafsson, skólastjóri. Oddur A. Sigurjónsson, skólastj. og Sigdór V. Brekkan, kennari. Niðurstöðutölur á rekstrar- reikníngi voru kr. 8822,06 og ú efnahagsreikningi kr. 17077,96. Þau, þrjú ár, sem félagið hefur starfað hafa, verið gróðursettar í skógræktargirðingu félagsins 751.3 trjáplöntur. Félagsmenn eru nú um 120. t vor hyggst félagið að stækka verulega skógræktargirðinguna. Fölsun? Það virðist nú vera nokkurnveg- inn fullvíst, að Oddur A. Sigur- jónsson hefir leyft sér að falsa á hinn ósvifnasta, h,ábt, ummæli Sig- urðar skólameistara til framdrátt- ar málvillum sínum. t Þrátt fyrir eindregna áskorun Austurlacds hefir Oddur ekki fengist til að segja til hvar þau ummæli, .sem hann hefir leyft sc'í að birta innan gæsalappa eftii skólameistara, er að finna. Oddur hlýtur þvl að liggja und- i!r þeirri ákæru, unz annað sann- ast, að hann hafi falsað ummæli látins manns. Verði honuni að góðu. Framboð á Isafirði ÞINGMAÐUR VILL KOMAST A DING. Eins og áður hefir verið frá skýrt á að kjósa þingmann fyrir ísafjarðarkaupstað 15. júnl n. k. Framboð hafa nú verið ákveðin. Af hálfu Sósíalistaflokksins verð- ur I kjöri Ilaukur Helgason, hag- fræðingiu'. Alþýðuflokkurinn býður fram Hannibal Valdemarsson, a.lþingis- mann og sætir það nokkurri fui'ðu að maður, sem sæti á á þingi skuli sækja um að verða kjörinn á þing án þess að segja af sér fyrst og án þess að kjörtímabil hans sé á enda. Hannibal verður áfram á þingi hvort sem hann nær kosn- ingu eða ekki og hjýtur það að veikja aðstöðu hans. Mjög er talið tvísýnt um úrslit þessara kosn- inga og mun Hannibal ekkí vilja eiga neitt á hættu, en eina von kratanna er bundin við Hannibal. íhaldið hefir tilkynnt framboð Kjartans Jóhannssonar, læknis, sem hefir verið í kjöri fyrir þann flokk á ísafirði við nokki'ar kosn- ingar. Framsóknarflokkurinn býður fram Jón Jóhannsson, yfirlögreglu þjón.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.