Austurland


Austurland - 09.05.1952, Qupperneq 3

Austurland - 09.05.1952, Qupperneq 3
Neskaupstað, 9. mal 1952 AUSTURLAND Ferhendurnar lifa! M Hér kemur ráðning á sffiustu verðlaunaþraut þáttarins: Bjarmaland vorsins blikar mér við sjónum, bláfjallaJand með öllum hlíðum grónum, sæblámaland með svala höfgnm döggvuifi, sólbjarmaland með aftanbjarma röggvum. (Guðmundur Priðjónsson). Aðeins þrjár ráðningar bárust. Verðlaunin eru sem fyrr, þriggja mánaða áskrift að »Auslturlandi«, og hlýtur þau 11 ára stúlka, Nanna Bjarnadóttir, Neskaupstað. ¥ Ingimann ólafsson, sem lengi bjó hér í bænuin, átti það til að kasta, fram stöku við ýmis tæki- færi. Hann var eitt sinn áheyr- andi er 'stúlka ein var að lýsa ferð sinni á Heimaklett í Vest- mannaeyjum. Endaði hún lýsing- una með þessum orðum: »Og þá var ég í buxum!«. Buxur voru þá lttt þekktar yzt fata, á kvenfólki. Um það sagði Ingimann: 1. .Á Heimakletti’ I hóp ég var, hvar urn fátt má skrafa, en læraverjur veglegar varð ég þar að hafa. Öðru sinni ra.kst Ingimann inn í búð eina hér í bænum, og hittist þá svo á, að frú ein var að lýsa »ósniði« á buxum, sem hún hafði nýlega keypt þar. Um það vai'ð þessi vísa: 2. Sauminn ekki á allra færi er að berjast við, Annar vissi út á læri, en hinn •— fram á kvið. (úr safni Sigriðar Einarsdóttur). ★ Orð geðvondrar kerlingar færð í stílinn. 3. Austan, vestan, ógnar mér, — ekkert flestir geta — upp þó seztir eru hér og a.llt það bezta éta. Um sömu kerlingu: 4. Hrafns með fjaðra hattinn svarta hýr og rjóð, með bros á ldnn. Gamma dúna dokkin bjarta »distilerar« griðunginn, 5. Það ég veit, hjá þöllu dúka þykir flestum krásin góð. Eldivið þarf engan brúka, allt er hitað kærleiksglóð. Bjarnl Jónsson. (María Bjarnad. sendi). ¥ tfr Mývatnssreitarför 1944. Að leiðarlokum: 6. Við höfum allir sungið sætt Björn Sigfússon: Oddur þrákálfur og íslenzkan f boðska.p Hamars 21. apríl, 1952 hefur ritstjórinn, sem er íslenzku kennari gag.nfræðanáms í Nes- kaupstað og skólastjóri, »sei.lzt um hurð til lokunnar«. Hann virðist haldinn þeirri trú, að mikill hluti af aðfinnslum út- varpskennara að mállýtum manna eigi persónulega við sig, sennilega alla tíð sfðan ha.nn varð skóla- stjóri í landshluta, sem hann þreytist seint að telja óæðri að menningu og málfari en sig, Á- rekstur austfirzkrar mállýzku við máivenju hans sjálfs og svolítinn sjálfbirgingsskap, sem er líftaug mannsins, hefur gert honum svona erfitt a.ð vera íslenzkukennari, aukið viðkvæmni tauganna í stað þess að auka málþekkinguna, gert pfnulitlar málvilLur hans að heil- ögu áhugamáli, sem hann berst fyrir í nafni íslenzkunnar. Seinast er hann farinn að halda, að það sé austrænn kommúnismi, ef Aust- firðingar og t. d. Þingeyingar vilji ekki tala, eins og hann. Oft getur skólastjórinn stílað veL móðurmál sitt. Hann stæði því eftir jafngóður íslenzkumaður sem áður, þótt hann viðurkenndi endrum og eins þær smávillur, sem hrjóta hpnum af vörtim eða úr penna. Það hendir hvern mennskan mann. Aftur á móti má. það ekki henda fslenzkukennara að forherðast í villum, sem sann- anlega eru villur, En til þess hættir mönnum mest, þegar þekk- ing þeirra stendur grunnt og metnaður þeirra er kvikuber. Ritstjóri þessa blaðs hefur sýnt mér þá vinsemd að senda mér Hamar frá 21. apríl og fáein eldri tölublöð og boðið mér rúm til svars við tilraunum skólastjórans að breyta Islenzkunni. Öðrum hlut um í greinum Odds skólastjóra þýðir sja.ldan a,ð svara, hann kvað vera enn, þrályndari I flestu en mállýtum, en traust manna á og sálina í óðins míði vætt. Nú er að þakka náðina, nóg er komið í bráðina. Sv. Á. (óðins mjöður; Suttungs- mjöður — skáldskapur). 7j Nú fellur dögg á bleikra laufa beð og bliknar ótt í norðrd geisli fagur. En sælt var að gleðjast ykkur öllum með og aldrei skal mér gleymast þessi dagur. Kristján frá Djúpalæk. 1 Utanáskriit nia ert DAYIÐ ASKSU80N, BOX M, NESKAUPSTAÐ. réttdæmi hans hvergi meira en þar. Þágufallssýki er alvarlegur kvilli og smitar ört. Aðrir gáfu henni nafn fyrr en ég. Oddur seg- ir ég hafi árum saman harnazt eins og hvalur á belg á þáguföll- um hennar og kveinkar sér. Eng- inn, hefur þð kallað hann belg. Þágufallsvillur Odds skólastjóra eru þeirrar tegundar, sem algenga má teljá vestra og leiðrétt hefur verið í skólum og útvarpi síðustu 15 ár og lengur. Fjarstæða er, að þær leiðíréttingar séu gei-ðar vegna Odds, enda virðast Norð- firðingar eiga móteitur í hetra lagi gegn röngu þágufalli. En við Bjarni Vilhjálmsson höfum reynt, hvor með sinni aðferð, ao kenna Oddi sem öðrum, að þol'a stýrir aldrei þágufalli og festa hafði sömuleiðis ávallt þolfallsandlag, ef andlag var (auk þiggjandans, sem hægt var að hafa með: festa sér konu, —• en þetta. »sér« kom aldrei 1 stað þolfallsins, þoland- ans). Vegna »skapfestu« sinnar neit- ar skólastjórinn að taka upp rétt mál, gerir það aldrei í þessum atriðum. Forn þolföll, sem enn eru alráð með þessum sögnum um meirihluta lands, missa ekkert af rétti sinum, þótt Bjarni Vi.lhjálms son viljí gera, undanþágu, handa mállýzkubræðrum Odds um festa, þegar hún þýði sama og að tylla. Slíkt á ekki, að kenna Austfirðing um fyrir því, segi ég. 1 útvarpi 17/4 sagði ég hiklaust eins og er, að það er »óvandað og ekki ré'it mál, a.. m. k. svo lengi sem aðrir landsmenn hafa þar þolfail á forn an hátt«. Að vanda rangfærir skólastjórínn ummæli mín, endur- segir þauþannig 21/4: »hann við- urkenndi, að þar sem notkun þágufalla stefndi ekki að því að Útrýma eldri myndum, en væri upp tekin í vissum (viss, dönsku- sletta höf.) merkingum, væri hún til fjölbreytni í málinu, og virt- ist nú telja. hana, heldur til bóta.« Ýmsar setningar Odds eru teknar úr samhenginu fyrr í tölu minni. Ég sagði sumar mállýzkuorðmynd ir saklausar, þær útrýmdu engu, en þágufallssýkin stefnir beint að útrýming hjns rétta. Vestan lands er! einvig nú milli þolfalls og þágufalls, sem sumir nota í öllum merkingum með sögninni að festa, unz annaðhvort gengur af hinu dauðu, Varfærin málamiðlun B. V. um það sérstaka atriði miðar að því að kyrrsetja þolfa.11 í þeirri varnarstöðu, sem það heldur vestra í bili, en hörfar brátt, frá, nema menn styðji það til sigurs Til sönnunar því, að viðleitni mín til málbóta sé yfirleitt skemmdarstarf, hefur Oddur gert leit í flestum bókum mínum að málgöllum. Sitthvað gæti hann fundið, veit ég. ólipra setning frá 1940 gat h&nn handsamað. En í stað þess að stíla hana að nýju og liprara, heimtar hann aðeins að fá að setja sínum fyrir hans og orða svo: »Hann segir af utanför Hreiðárs .... með Þórði, bróður símmiKc. Þá fara menn að spyrpa, hver var bróðir Þórðar. Var það þessi »IIanii«, frumlag setningar- innar? ónei. Hreiðar var bróðir- inn. Ávinningur að breyting Odds væri einungis tvíræð merking, betur kann hann ekki að leiðrétta og hælist svo tvívegis yfir þessum »flekk á skildi« mínum. Vel unnið af þér, Oddur. Bjóstu ekki líka til ú!r þessu »gamarenda,« þér til yndis? I sama stað, 31. marz, sneri ís- lenzkukennarinn fim.lega út úr nokkrum ummælum mínum, ým- ist nýjurn eða áratugs gömlum. • En af því hann fór rangt með það a.llt, ann ég honum þess að klifa ómótmælt á því framvegis. Hanu má rangfæra eins mikið og hon- um finnst þurfa til að fá æskilega niðurstöðu. Eins og aðrir góðir kennarar er Oddur sjálfsagt þakklátur þeim nemendum skólans, sem benda honum á það kurteislega, þegar það hendir hann að leiðrétta óvart skakkt í stílum þeirra, og hann veit þá mannslegri en hina, sem þegja við og gjóta aðeins horn- auga, En sýni kennari í þess stað hroka eða þrályndi með tvísýnar leiðréttingar, er hætla á ferð. Unglingar geta orðið því beiskari andstæðingar sem þeir eru við- kvæmari gegn myndugleik, sem er ofbeitt eða rangbeitt. Aðvörun mln eri heilræði, en ill ráð gefa, æstir skapsmunir skólamanni. Hitt er eitthvert óskaðlegasta flanið hans Odds, þegar hann böl- sótasib gegn ágætum fræðimanni látnum til að hylja málfræðiskort sinn eða birtir niðpistla um Aust- urland til að auka með því mikil- mennafrægð sinna átthaga, Á lestri þess samsetnings reynir eng inn að fræðast um annað en menningarástand undarlegs skóla- stjórai Björn Sigfússon. LEYNDARMALIÐ SMASAGA Þegar frú Ebba heyrði lyklinum stungið í smekklásinn þau.t hún, út í forstofuna. »Góðan daginn, elskan«, sagði hún og hljóp upp um hálsinn á manni sínum. Hann leit undrandi á hana, svona móttökum var hann ekki vanur. »Flýttu þér úr frakkanum og komdu inn í stofu«, sagði hún glaðlega, »Ég þarf að segja þér dálítið«. Hún hjálpaði honum úr frakk- anum, en varð um leið litið fram- an í hann í speglinum. »Mér sýnist þú vera svo þreytu- legur«, sagði hún. Hún gat sam.t ekki stillt sig um að brosa að sjálfri sér í speglinum, þar sem hún stóð við hlið hans, »En þú ert vel útlítandi«, sagði maður hennai', og reyndi a.ð leyna gremju í röddinni. O, það er bara. ferðin til Stokk- hðlms, sem h,efir haft þessi áhrif á mig«, sagði hún hlægjandí og dró hann inn ú!r dyrunum og inn í stofu þar sem hún settist á uppáhaldsstól sinn. »En ef þú hefir haft of mikið að gera, eða eitthvað hefir á móti blásið, ■ mundu þá að gleyma því fljótt, þvf við höfum enskt buff til máðdags. Svo er það líka þetta sem ég þarf að segja þér en það er betra en allt heimsins buff. Get- urðu getiðl upp á því?«. Hún leit brosandi á hann. Hann virtist ekki sktlja. »En ef ég segði þér að þetta er dálítið, sem þú hefir óskað þér í öll þau fimm ár, sem við höfum verið gift, gætirðu samt ekki get- i,ð upp á því?«. Hann leit spyrjandi á hana. Það vottaði ekki fyrir skilningi hjá honum.. »Nú, jæjac, sagði hún glaðlega, »karlmönnum geðjast ekki að geta.«. Hun settist í kjöltu hans og lagði handleggina um háls honum og nálgaðist með litla rauða munninn að eyra hans. »Nú skal ég hvfsla þessu að þér, yndið mitt«, sagði hún hátt. »Ég er með barni. Ertu ekki glaður?« Hún strauk létt yfir hár hans. »Ég varð fyrst viss um þetta i dag. Ég var hjá lækni og hann sagði að það væri ekki um að vill- ast«. Hann þagði. »Já, en þú ert ekki vitund glað- ur«, sagði hún vonsvikin. »Ég hélt einmitt að þig langaði. til að eign- ast börn, en þú ert bara súír á svipinn«. »Ég hef líka verið hjá lækni 1 dag«, sagði hann seinlega. »Eins og þú segir vil ég gjarnan eign- ast börn, en ég fékk að vita að ég gæti það a,lls ekki«. Lauslega þýtt. 6. B. Vitabygg- ingar Síðasta mánudag var byrjað á byggingu innsiglingavita á Bakka bökkum, Eri ráðgert að verkinu verði lokið um miðjan júní. Þá verður og f sumat reistur radióviti á Dalatanga. Tveir innsiglingavitar verða í sumar reistir við Hornafjarðar- 6s. Allt eru þetta nauðsynlegar framkvæmdir' og þá ekki sfzt rad- íóvitinn á Dalatanga.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.