Forsetakjör - 28.05.1952, Page 2
2
FORSETAKJÖR
ið sín margþættu trúnaðarstörf
á hljóðlátan hátt og látið sig
Litlu skipta þótt öðrum væru
eignuð sum verk hans.
Þeir sem verið hafa í „innsta
hring“ stjórnmálanna síðustu
áratugina munu tæplega geta
neitað því með góðri samvizku,
að þar hefur hann verið hinn
mikli mannasættir — maður-
inn, sem oftast hefur borið
klæði á vopnin, þegar ólík sjón
armið og ofurkapp flokkslegxa
hagsmuna hefur ógnað af-
greiðslu þjóðnýtra mála. Hann
mun þá ærið oft hafa bent á
leiðir til friðar og samkomulags,
sem urðu til þess að afstýra
vandræðum og alþjóð til heilla.
íslenzku þjóðinni er það vel
ljóst, að þjóðhöfðingi hennar
þarf að vera þessum kostum
búinn, en hún hefur einnig gert
sér þess fulla grein, að sú yfir-
sýn og sá skilningur, sem for-
setinn þarf að hafa á eðli og or-
sökum ágreiningsmálanna, fæst
ekki nema með langri reynslu
í hinu flókna og lærdómsríka
stjórnmálastarfi. Hún treysti
Sveini heitnum Björnsyni, eins
og oft hefur verið á bent, vegna
þess, hve lengi hann hafði starf-
að sem stjórnmálamaður og
sendiherra, en ekki vegna hins,
hve langt var síðan hann hafði
fengist við stjórnmál.
Þjóðin hefur nú í þrjá áratugi
átt þess kost, að fylgjast með
stjórnmálastörfum Ásgeirs Ás-
geirssonar. Hún hefur falið
honum margar af sínum mestu
virðingarstöðum og kveðið upp
dóm sinn um verk hans. Sá
dómur er á þá lund, að í vitund
hennar er hann hæfasti maður-
inn, sem hún á nú, til þess að
hljóta þá mestu vegsemd, vem
hún getur veitt nokkrum syni
sínum — að verða æðsti maður
hennar og einingartákn.
Á kjördeginum 29. júní
n.k. fær hún tækifæri til
þess að láta þennan óska-
draum sinn rætast, og svo
framarlega sem fólk lætur
ekki hótanir og harmatölur
ráðvilltrar flokksforystu
stýra hendi sinni til athafna,
sem eru andstæðar hugsun
þess og vilja, mun þjóðin á
þessu sumri geta fagnað
valdatöku virðulegs forsela,
sem í hvívetna mundi verða
henni til sæmdar.
V. M.
FORSETAKJÖR
kemur út við og við fram
yfir kosningar. Afgreiðsla og
útsölustaður er í Víkings-
prenti, Garðastræti 17, sími
2864.
STUÐNINGSMENN,
sem vilja vinna að kjöri Ás-
geirs Ásgeirssonar cru beðn-
ir að koma til viðtals við
kosningaskrifstofuna, sem
fyrst.
Þegar þið hafið lesið þetta
blað, lánið það öðrum.
FOLKIÐ VELUR FORSETANN
en ekki fámennur hópur ur
forystuliöi neins stjórnmálafiokks
29. JÚNÍ næstkomandi gcngur íslenzka þjóðin að kjörborðinu
til að velja sér fcrseta. Samkvæmt lögum nr. 36 1945, um for-
setakjör, er það þjóðin sjálf, sem kýs þennan æðsta embættis-
mann sinn, beinni kosningu. Alþingismenn og forystumenn
stjórnmálaflokkanna hafa bar ekki meiri rétt en aðrir kjósendur.
Þessi háttur á kjöri forsetans er vissulega í samræmi við vilja
þjóðarinnar. Hún vill velja hann sjálf, eftir hæfileikum og mann-
kostum. — Æskilegast hefði verið að um bessa kosningu hefði
ríkt fullkomin eining, og cftir að vitað var að Ásgeir Ásgeirsson
mundi gefa kost á sér til starfsins, var full ástæða til að ætla að
svo hefði getað orðið. Svo að segja úr hverjum hreppi og úr
hverjum kaupstað bárust frcgnir um að sívaxandi fjöldi kjós-
enda mundi fylkja sér um hann, og cnn halda þessar fregnir
áfram að berast. Fólkið óskar eftir að mega fá Ásgeir Ásgeirsson
fyrir forseta af mörgum ástæðum. Hann hefur áður gengt vanda-
mestu virðingarstöðum þjóðarinnar með slíkri prýði, að á betra
væri ekki kosið. Hann þekkir út í yztu æsar völundarhús stjórn-
málanna, en án þeirrar þekkingar getur enginn gegnt forseta-
embættinu svo vel sé. Hann hefur aldrei verið einstrengingslegur
flokksmaður heldur jafnan reynt að laða menn til samstarfs.
Hann hefur ávallt, í öllum störfum sýnt velvild, trúmennsku og
hollustu.
Slíkan mann óskaði íslcnzka þjóðin að fá fyrir forscta. —
En nú hefur verið reynt að koma í veg fyrir þetta.
Nokkrir menn úr forustuliði stjórnarflokkanna, Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokksins, virðast ekki geta sætt sig við
að þjóðin ráði ein forsetavalinu. Þeir vilja hjálpa henni til. Og
þeir hafa gert meira. Áróðursvélar þessara tveggja flokka hafa
verið settar í gang. Með blaðaskrifum og fundahöldum er leit-
ast við að skírskota til flokkshollustu manna og reynt að beita
pólitískum áhrifum. Flokksaginn á að koma í staðinn fyrir vilja
fólksins. Stuðningsmenn Ásgeirs Ásgeirssonar eru úr öllum
flokkum og öllum stéttum þjóðfélagsins. Þeir hafa ekki haft með
sér nein skipuleg samtök á borð við það sem stjórnmálaflokk-
arnir hafa. Þeir höfðu heldur ekki hugsað sér að hafa uppi áróður
í þessum kosningum, heldur láta þjóðina alveg sjálfráða. En
úr því sem komið er verður ekki hjá því komist að mæta að
einhverju leyti áróðri stjórnarflokkanna. Til þess er þetta blað
stofnað og til þess að færa kjósendum fregnir af kosningarundir-
búningnum og útlitinu.
Skrifstofa hefur verið sett á laggirnar í Reykjavík og héraðs-
nefndir stofnaðar eftir því sem til hefur náðst.
Eru stuðningsmenn Ásgeirs Ásgeirssonar hvattir til að hafa
samband við nefndirnar og skrifstofuna og til að útbreiða blaðið
eftir því sem frekast eru föng á.
Munið, íslendingar, að
FÓLKIÐ VELUR FORSETANN
en ekki fámennur hópur úr forystuliði neins stjórnmálaflokks.
BERNHARD STEFÁNSSON, EMIL JÓNSSON,
GUNNAR THORODDSEN, JAKOBÍNA ÁSGEIRSDÓTTIR,
LAUFEY VILHJÁLMSDÓTTIR, SOFFÍA INGVARSDÓTTIR.
Forsetinn þarf aö vera kunnugur atvinnulifinu
Fer eftir leiðbeiningum Ólafs
Thors, - og kýs Ásgeir Ásgeirsson
Form. Sjálfstæðisfl., Ólafur
Thors lýsir í eftirfarandi um-
mælum eftir hinn látna forseta
í Morgunblað-
inu 2. febrúar
þ. á., hverjum
kostum eftir-
maður hans í
embættinu
ætti að vera
búinn.
Hr. Ólafur
Thors segir:
„Honum er
ætlað að vita
allt á sviði stjórnmálanna, haf-
ast ekki að, cn vera stöðugt
viðbúinn. Þegar svo örlaga-
stundin rennur upp, þegar
stjórnarkreppur ógna • og yfir
vofir glötun mikilla verðmæta,
vegna þess að þjóðarskútan
velkist um í ólgusjó stjórn-
málanna, eins og stjórnlaust
rekald, er þessum afskiptalitla
manni ætlað að grípa um
stjórnvölinn, taka málin í sínar
hendur, firra þjóðina voða og
koma þjóðarskútunni heilli í
höfn. Án efa er þetta allsstaðar
erfitt verk þar sem forseta-
valdið er með svipuðum hætti
sem hér á landi. En vissulega er
það hvergi jafn vandasamt sem
hér, vegna hinna Iágkúrulegu
sjónarmiða sem oft leiða af
smæð þjóðarinnar. ÞAÐ ER
AFAR ÞÝÐINGARMIKIÐ AÐ
FORSETI ÍSLANDS GER-
ÞEKKI VÖLUNDARHÚS
STJÓRNMÁLANNA. — Hann
þarf að geta leikið á sitt hljóð-
færi eins og snillingur.“
Ég er Ólafi Thors algjörlega
sammála, og mun fara eftir leið-
beiningum hans í þessum efn-
um.
í framboði til forsetakjörs, er
annarsvegar einn af þekktustu
stjórnmálamönnum landsins,
síðustu tvo áratugi f.v. ráð-
herra, forseti sameinaðs Al-
þingis o. s. frv., en hinsvegar
maður, sem aldrei hefur nálægt
stjórnmálum komið, og þcim
þar af leiðandi allsendis ókunn-
ur, enda bótt hér sé um mjög
mætan og þjóðkunnan mann á
sínu starfssviði að ræða.
Ég tel það skyldu mína við
þjóðina, að í hvert skipti, sem
ég geng að kjörborði, kjósi ég
þann eða þá frambjóðendur,
sem ég álít hæfasta til að leysa
þau störf af höndum, sem kosið
er til. Skyldan býður mér því
að kjósa hr. Ásgeir Ásgeirsson.
GUNNAR HALL,
kaupmaður.
„Eitt rekur sig
SKRIF STJÓRNARBLAÐ-
ANNA um forsetakjörið bera1
því Ijóst vitni, að höfundarnir
trúa ekki sjálfir á málstað sinn,
enda er það á fárra færi að rita
svo gegn sannfæringu sinni, að
engar veilur verði fundnar.
Það er vitað, að þessir sömu
menn, sem nú berjast í ræðu
og riti gegn kjöri Ásgeirs Ás-
geirssonar eru í hjarta sí nu
sannfærðir um að hann sé hæf-
asta forsetaefnið. Einingarhjal
þessara yfirborðs-samherja
verður því broslegur vandræða-
vaðall, fullur af firrum og mót-
sögnum. Að vísu kemur engum
á óvart þótt erfiðlega gangi að
samræma málflutning Morgun-
blaðsins og Tímans, enda bera
ekki’önnur skrif þeirra með sér
mikla viðleitni í þá átt; en hitt
hefði mátt ætla, að nokkru skár
tækist til um samkvæmina í
innbyrðis skrifum þeirra hvors
á annars horn"
Framtíð þjóðarinnar getur því
oltið á því, hvernig hann beitir
valdi sínu.... “ *
í sama blaði, frá 18. maí, er
hinsvegar þetta:
„Þegar baráttunni loks linnir
og menn ganga þreyttir til náða
að kvöldi kosningardagsins,
uppgötva þeir svo það, að allt
þetta mikla stríð hefir verið
háð um heiti topppersónunnar
á Bessastöðum, sem á að vera
valdalaus og afskiptalaus sam-
kvæmt anda og tilgangi stjórn-
skipunnarinnar. . . .“ **
Ólafur Thors segir í Morgun-
blaðinu að það sé sérstaklega
nauðsynlegt fyrir forseta fslands
að „að gerþekkja völundarhús
stjórnmálanna“.
Bjarni Benediktsson segir að
lang æskilegast sé, að hann
hafi verið nógu lengi prestur
og telur síðan upp nokkra
erlenda forseta, sem reyndar
Þegar velja á æðsta mann
þjóðarinnar verða menn fyrst
og fremst að gera sér ljóst,
hvcrjar kröfur
ber að gera til
þjóðhöfðingj-
ans og út frá
því dæma um
hæfni þcirra
manna er gef-
ið hafa kost á
sér til þessa
virðulega
starfs.
. 1. Hvergi
fremur en liér á landi, verður
það að vera eitt aðalskilyrði
forsetaefnis aðP hann sé þaul
kunnugur stjórnmálaástandinu
í landinu, þannig að forsetinn
geti af eigin raun, án aðstoðar
stjórnmálamannanna, myndað
sér skoðun á hvernig bregðast
skuli við vandmálum er krefj-
ast aðgerða hans.
2. Þjóðhöfðinginn þarf að
vera gáfaður, viðsýnn, virðu-
legur maður, sem komið getur
fram fyrir þjóðarinnar liönd,
innanlands og utan, hann þarf
að vera nákunnugur atvinnu-
lífi landsmanna, þeltkja sögu
þjóðarinnar og baráttu fyrr og
nú.
3. Forsetinn verður að vera
einlægur íslendingur, laus við
erlend áhrif, þannig að ávallt
sé trygging fyrir því að sjónar-
mið þjóðarinnar endurspeglist í
gjörðum og athöfnum forsetans.
Að öðrum frambjóðendum ó-
löstuðum tel ég Asgeir Ásgeirs-
son hæfastan til þess að upp-
fylla framangreind skilyrði.
Þess vegna kýs ég Ásgeir
Ásgeirsson.
AXEL KRISTJÁNSSON,
forstjóri.
um sig.
í Tímanum 14. maí stendur
m. a. þetta: „. . . . Það er reynt
að telja þjóðinni trú um, að for-
setinn sé valdalaus inaður, er
hafi helzt ekki annað að gera
en að taka á móti erlendum
gestum og sýna sig við hátíð-
leg tækifæri. Þess vegna skipti
mestu máli að velja í þetta
fríðan og föngulegan mann.
Hér sé í raun og veru fremur
um fegurðarkeppni að ræða en
forsetakjör.
Þetta er regin misskilningur.
Forseti getur haft mjög mikið
vald og undir vissum kring-
umstæðum er beinlínis ætlast
til þess t. d. í sambandi við
| stjórnarmyndun, að hann sé
| valdamesti maður þjóðarinnar.
hefir enginn verið prestur!
Það þarf meira en meðal
brjóstvit til þess að finna sam-
kvæmni í þessum málflutningi
og það er jafnvel efamál, livort
snjöllustu ritskýrendur, eins og
Guðbradur Jónsson prófessor,
gætu fundið hana.
Á KJÖRSKRÁ í landinu við
forsetakosningarnar eru 86.343
kjósendur. Þar af í Reykjavík
34.767. — Að kosningunum af-
stöðnum verður talið í hverju
kjördæmi alveg eins og í venju-
Iegum kosningum.
* leturbr. hér.
** leturbr. hér.