Forsetakjör - 28.05.1952, Page 3

Forsetakjör - 28.05.1952, Page 3
FORSETAKJÖR 3 Forsetakjör er ekki flokksmál Eftir Gunnar Thoroddsen Vald forseta. Þegar lýðveldið var stofnað 1944, var ákvæðum stjórnar- skrárinnar frá 1920 um vald konungs haldið að mestu, með þeirri breytingu, að forseti ís- lands kom í stað konungs. Til þess var ætlast og yfir lýst, að forsetinn hefði svipað vald og verkefni og konungar í þing- ræðislöndum, svo sem Dan- mörku, Noregi, Sviþjóð. Þetta vald er í því fólgið, að hann er œðsti handhafi framkvæmdar- valdsins og undirritar lög frá Alþingi. Samkvæmt 13. gr. stjórnar- skrárinnar framkvæma ráð- herrar vald forseta, þeir bera ábyrgð á stjórnarframkvæmd- um öllum, en forsetinn er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfn- um. í 1. gr. stjórnarskrárinnar segir, að ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn. Af þessum ákvæðum leiðir, að forseti er um stjórnarframkvæmdir bund inn við tillögur ráðherra og um stjórnarmyndanir er hann háð- ur vilja Alþingis. Það felst í þingræðisskipulaginu, sem fyr- irskipað er með 1. gr. stjórnar- skrárinnar, að enginn ríkis- stjórn má sitja að völdum nema meiri hluti Alþingis vilji styðja hana eða þola. Forseti verður að skipa þá stjórn, sem meiri hluti Alþingis vill, hvort sem honum líkar það betur eða ver. Forseti íslands á því samkvæmt stjórnskipun landsins að vera óhlutdrægur þjóðhöfðingi. — Hann á ekki að marka stjórn- málastefnu, það gera ráðherrar og ríkjandi þingmeirihluti. — Forsetinn á að vera einingarafl þjóðarinnar, koma fram sem virðulegur fulltrúi hennar inn á við og út á við. í tveim tilvikum getur for- setinn þurft sjálfur að taka pólitískar ákvarðanir. St j ór narmy ndanir. Annað er það, ef Alþingi tekst ekki að mynda ríkisstjórn. Þá reynir á forsetann að bera sáttarorð á milli og koma á fót starfhæfri stjórn. Miðað við lausn þessa vandamáls er ekki aðeins æskilegt, heldur nauð- synlegt, að forsetinn hafi . reynslu í stjórnmálum og ger- þekki völundarhús stjórnmál- anna, eins og formaður Sjálf- stæðisflokksins komst s.5 orði í Morgunblaðinu 2. febrúar s.l. í minningargrein um Svein Björnsson forseta. Ef forsetinn yrði vegna ósamkomulags í Al- ,Þá munu margir blóta á laun' Eins og flestir núverandi ráðherrar og fjölmargt gott fólk af öllum stéttum og flokk- um í þessu landi, hef ég um langt skeið verið þeirrar skoðunar, að sjálfsagðasti maðurinn í forsetastarfið, að Sveini Björnssyni látnum væri Ásgeir Ás- geirsson. Ég mun ekki nota þcssar fáu línur til þess að rök- styðja þá skoðun, en vísa í það, sem rnargir hafa áður mælt í því efni og er þar skemmst að minnast nýfallinna ummæla Bjarna Benediktssonar ráðherra í Morgunbl. um afstöðu lians sjálfs til skamms tíma. En það sem ég vil leggja áhcrslu á er það, að forsetakosningarnar í sumar eiga að verða frelsis- barátta fólksins gegn flokks- ræðinu. Kjósendurnir eiga að segja við flokksforingjana: Hingað, en ekki lengra. Ásgeir er ekki frambjóðandi fyrir neinn sérstakan flokk. Og enda þótt minnsti flokkur þjóðarinnar hafi lýst stuðningi við liann, mundi það nægja honum skammt og framhoð hans ekki valda þeirri skelfingu í stjórnarherbúðunum, sem raun ber vitni, cf ekki hnigju undir hann fleiri stoðir. Fram- boð hans er fyrst og fremst knúð fram af konum og mönn- um úr öllum stéttum og flokk- um þjóðarinnar, sem bæði telja hann hæfasta manninn og neita því, að forsetakosningar komi flokksstjórnunum nokk- urn skapaðan hlut við. Og því hriktir nú í klíkum, að „for- ingjar“, sem misskilja hlutverk sitt hafa gengið feti nær hugs- anafrelsi almcnnings, en hann kærir sig um. Ég tilfæri svo að lokum orð, sem einn af spakvitrustu bændum norðanlands, sem er mjög harður flokksmaður í stjórnarflokki, viðhafði nýlega, þegar forsetakosningarnar bár- ust tal. Hann mælti á þessa leið: „Flokksforingjarnir geta hringt okkur upp með ,stjórnar- hraði*. Þeir mega ríða húsum hjá okkur og fara um héruð með fundarhöld og liðsdrátt. Þeir mega steita hnefa og hringla í flokkshandjárnum. Við bændur munum taka þeim ýmist vel, eða sæmilega, en segja fátt. Við förum ekki að deila við bá, því að við erum friðsamir borgarar og okkur er vel við þessa mcnn. Og það er svo fjarri lagi, að við ætlum að lasta elskulcga öldunginn þeirra úr Beykjavík. En daginn 29. júní ætlum við að eiga sjálfir og þá munu margir blóta á laun í minni sveit. Við kosn- ingar að vori skipum við okkur svo aftur hver í sinn flokk og þá fær kcisarinn hvað keisar- ans er — en ekki ilúna“. Þetta er aðferðin, sem frjáls- ir kjóscndur ciga að beita — og þeir ætla að gera bað. KRISTJÓN KRISTJÓNSSON. þingi að skipa sjálfur stjórn, eins og gert var 1942, verður sú stjórn að víkja, skv. 1. gr. stjórnarskrárinnar, hvenær sem Alþingi samþykkir vantrausts- yfirlýsingu á hana, eða meiri hluti þess hefur aðra stjórn til- búna. Þær staðhæfingar, sem sézt hafa í blöðum, að forseti geti skipað ríkisstjórn eftir geð- þótta, jafnvel gegn vilja Al- þingis, og vikið stjórn frá, sem styðst við meiri hluta Alþingis, eru því tilhæfulausar. Hitt tilvikið er það, er Al- þingi samþykkir lagafrumvarp, en forseti synjar staðfestingar. Frumvarpið fær engu að síður lagagildi, en synjun forseta hefur þá þýðingu, að frum- varpið skal lagt undir þjóðar- atkvæði og fellur úr gildi, ef þjóðaratkvæðið gengur á móti málinu. Af því, sem hér hefur verið greint, er það tvímælalaust, samkvæmt stjórnskipun ís- lands: 1. Forsetinn á að vera óhlut- drægur þjóðhöfðingi og koma fram fyrir þjóðarinn- ar hönd inn á við og út á við. 2. Um stjórnarathafnir er for- setinn bundinn af vilja og atbeina ráðherra. 3. Um stjórnarmyndanir er forsetinn háður vilja Al- þingis. 4. Ef forsetinn neyðist til, vegna ósamlyndis á Alþingi, að skipa ríkisstjórn án at- beina þingsins, verður sú stjórn að víkja, hvenær sem Alþingi þóknast. 5. Um staðfestingu lagafrum- varpa hefur forseti mál- skotsrétt til þjóðarinnar, en þó frestar það málskot ekki gildistöku laganna. Forsetaembættið á íslandi er því allt annars eðlis heldur en t.d. forsetaembættið í Banda- ríkjunum, þar sem forsetinn hefur mikil pólitísk völd, skip- ar ríkisstjórn án atbeina þings- ins, er flokksleiðtogi og markar stjórnmálastefnu þá, sem fylgt er í landinu. Allsher j arsamkomulag æskilegast. í samræmi við það, sem að framan er lýst, taldi ég rétt að velja til forseta mann, sem vanur væri opinberri fram- komu, fær í tungumálum, kunnur að góðgirni og réttsýni og reyndur í stjornmálum. Taldi ég æskilegast, að allsherjar- samkomulag gæti orðið um ein- hvern slíkan mann. Það var ekki óeðlilegt, að ríkisstjórnin og leiðtogar stjórnmálaflokk - anna þreifuðu fyrir sér um vai forseta. En með allsherjarsam- komulagi á ég við það sam- komulag stjórnmálaleiðtog anna, sem hefur almennan hljómgrunn hjá alþýðu manna, en ekki samninga fárra for- ingja, án hljómgrunns hjá fólk- inu sjálfu. Þegar slíkt allsherj- arsamkomulag tókst ekki, lag*i ég til í Sjálfstæðisflokknum, að flokkurinn gerðist ekki aðili að sérstöku framboði og gerði for- setakjörið ekki að flokksmáli. Samkvæmt eðli forseta- embættisins á það ekki að vera flokkspólitískt. Þar sem forset- inn á ekki að marka sérstak- lega stjórnmálastefnu, skiptir það ekki aðalmáli, í hvaða flokki forsetinn hefur áður ver- ið. Aðalatriðið er það, að hann sé í hvívetna vel hæfur til starfsins og njóti trausts og al- .mennra vinsælda. Formenn stjórnarflokkann.i og aðrir ráðherrar höfðu rætt málið sín á milli í rúma þrjá mánuði, án þess að nokkur niðurstaða fengist. Þegar hafði orðið vart verulegrar óánægj i út af þessum drætti. Það var kunnugt, að fjöldi manna sætti sig ekki við það að bíða von úr viti eftir fyrirmælum for- ingjanna, heldur var þegar búinn að mynda sér skoðanir um stuðning við ákveðin for- setaefni. Enda er það mála sannast, að almennt hefur verið litið svo á, að kjör forseta væri mál, sem fólkið ætti sjálft, og þyrfti ekki fyrst og fremst að hlíta leiðsögn stjórnmálaleið- toganna um. Frjálsar kosningar. Þegar röskir þrír mánuðir höfðu farið í árangurslaust þóf milli ráðherranna, og allsherj- arsamkomulag var ekki fáan- legt, taldi ég þá lausn eina skynsamlega, að Sjálfstæðis- flokkurinn gerði forsetakjörið ekki að flokksmáli, heldur hefðu flokksmenn um það frjálsar hendur, hvern þeirra frambjóðenda, er í kjöri væru, þeir styddu. Því miður náði tillaga mín um hlutleysi ekki fram að ganga. Þvert ofan í skynsamleg rök og eðli for- setaembættisins var ákveðið að gera mál þetta að flokksmáli. Þeirri afstöðu hefi ég mótmælt og lýst yfir því, að ég telji mig og aðra Sjálfstæðismenn alveg óbundna af slíkum yfirlýsing- um. í lögum Sjálfstæðisflokksins segir: „Flokksráð Sjálfstæðis- flokksins markar stjórnmála- stefnu flokksins." Við forseta- kjör er ekki verið að marka stjórnmálastefnu. Flokksráðið er því komið út fyrir umboð sitt samkvæmt lögum flokks- ins, ef það vill gera bindandi ályktanir um mál eins og for- setakjörið. Ef slíkt væri talið heimilt, gæti næsta sporið verið það, að meiri hluti flokksráðs gerði flokkssamþykktir um prestskosningar, biskupskjör og önnur mál, er ekki snerta stjórn málastefnur. — Yfirlýsingar flokksráðsmanna um forseta- kjörið hafa samkvæmt lögum flokksins ekki flokkslegt gildi. Ágreiningurinn ein- skorðaður við forsetakjörið. Þótt hér hafi orðið skiptar skoðanir meðal Sjálfstæðis- manna, vil ég einskorða þann ágreining við þetta eina mál. Frá minni hendi og annara Sjálfstæðismanna, er líta sómu augum á málið, er ekki um að ræða neinn ágreining við Sjálf- itæðisflokkinn í öðrum malum, og mun ég að sjálfsögðu halda áfram starfi og samstarfi í þeim málum eftir sem áður. Við forsetakjörið eiga engin flokksbönd eða flokkssjónarmið að koma til greina. Við íslend- ingar höfum nóg af harðvítug- um stjórnmálaerjum og flokka- dráttum út af þjóðmálum, þing- málum, bæjarmálum, þó að við séum ekki að draga forseta- kjörið að óþörfu og ástæðulausu inn í þær deilur. Sjálfsagðasti eftirmaður Sveins Björnssonar i vitund þjóöarinnar í vitund mikils liluta þjóðar- innar hefur Ásgeir Ásgeirsson lengi verið talin sjálfsagðasti eftirmað- u r Sveins Björnssonar. - Fólk úr öll- um starfsstétt- um og flokk- um — þar á meðal þeir, sem fyrr og síðar hafa haft eitt og annað á móti honum sem FLOKKSmanni — fylgir honum einhuga sem æskilegum forseta. Atgervi Ásgeirs, virðu- leiki lians, glæsimennska, menntun og einstæð reynsla í flciri lielztu trúnaðarstöðum þjóðfélags okkar heldur en nokkrum öðrum íslendingi hafa lilotnast fyrr eða síðar — allt þetta tryggir honum PER- SÓNULEGA viðurkenningu og fylgi í forsetastól. Menn treysta vitsmunum hans og fjölþættri lífsreynslu, réttlætiskennd og heiðarleika, og að hann bregð- ist aldrei slíku trausti, sem þjóðin myndi sýna honum. Ég er einn þeirra, og trúi því, að á engum manni sé nú völ, er fullnægi jafnmörgum eðli- legum og réttmætum kröfum og Asgeir Ásgeirsson sem eining- artákn sundurlyndar þjóðar með hin ólíkustu sjónarmið. BALDVIN Þ. KRISTJÁNSSON, erindreki S.Í.S.

x

Forsetakjör

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forsetakjör
https://timarit.is/publication/812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.