Forsetakjör - 28.05.1952, Qupperneq 4
4
FORSETAKJÖR
Álit Tímans
tr r
á Asgeiri Asgeirssyni
10. apríl 1952
Eftirfarandi ummæli
birtust í Tímanum 10. apríl
s.l.
„Allir eru sammála um, aS
forsetinn eigi að vera menntað-
ur vel, tala erlend tungumál og
kunna háttprúða framkomu og
ljúfmannlega. Einnig æskilegt
að hann sé glæsimenni. Fólk
veit, að þessa kosti hefur Ásgeir
til að bera. Hann yrði virðuleg-
ur húsbóndi á Bessastöðum.
En það er ekki undir forset-
anum einum komið, hvernig
bragurinn yrði á hinu virðulega
forsetasetri. Þar setur ekki síð-
ur forsetafrúin „svip sinn á bæ-
inn“. Frú Dóra Þórhallsdóttir,
kona Ásgeirs, hefir gegnt á-
óyrgðarmiklu húsmóðurstarfi,
sem forsætisráðherrafrú ís-
iands, og rækti það starf með
myndarskap og trúmennsku.
Hún er gáfuð kona, menntuð
vel og virðuleg. Þegar minnzt
er á Ásgeir, sem forseta lands
okkar, er hennar alltaf getið
um leið. Það er ekki sama hvaða
kona ræður ríkjum á Bessastöð-
um.
Þessi er nú niðurstaðan hjá
fjölda fólks. Það álítur Ásgeir
og frú Dóru fullnægja bezt
kröfum þeim, sem gera verður
til forsetahjónanna. Það væri
óskandi, að um virðulegasta
embætti íslands yrðu engin
hrossakaup og úlfúð“.
Grein «r „iÞrtji'*:
Eðlilegt, að stórpólitískur undirbúningur
leiði til pólitískra kosninga
Persónulegur óvildartónn er ekki viðeigandi
um forsetakjör,
Eftirfarandi grein birtist í Framsóknarblaðinu „Degi“ s
Akureyri h. 21. þ.m. og er eftir ritstjórann.
Riklega húinn öllum kost-
um forseta
Ég hef þekkt Ásgeir Ásgeirs-
son allnáið í nærfellt þrjátíu
ár, og þó að ég hafi kynnzt
m ö r g u m
drenglyndum
og glæsilegum
vitsmuna- og
veraldar-
mönnum með-
al íslendinga,
er það sann-
færing mín,
að Ásgeir Ás-
geirsson sé í
ríkara mæli
búinn flestum þeim kostum,
sem ég tel æskilegt að forseti
íslands hafi til að bera, heldur
en nokkur annar maður, sem
ég þekki. Allir þekkja glæsileik
hans og prúðmennsku, og vits-
munir hans, víðtæk menntun
og margþætt lífsreynsla er
kunn alþjóð, en af langri kynn-
ingu þykir mér mest vert um
drengskap hans, virðingu lians
fyrir sannfæringu annarra
manna og rótgróinni ást hans
á öllu því bezta og traustasta í
íslenzkum menningarerfðum.
GUÐMUNDUR
GÍSLASON HAGALÍN,
rithöfundur.
Fyrir nokkrum vikum var
bent á það hér í blaðinu, að
þögnin um forsetakjörið væri
orðin löng og undarleg. Auglýs-
ing stjórnarráðsins um fram-
boðsfrest og kjördag var tekin
að gulna en þjóðin átti enga
frambjóðendur. Blöðin birtu
tillögur um menn í aðsendum
bréfum, en enginn andlegur né
veraldlegur leiðtogi lagði nafn
sitt við slíka uppástungu nema
einn þjóðsagnarritari.
^ Það er nú upplýst, hvernig á
þessari þögn stóð: Viðræður
flokksleiðtoganna sneru inn á
Við en ekki út á við. Foringjar
könnuðu fylgi líklegra manna
lijá öðrum foringjum, en hættu
ekki á opinberar yfirlýsingar
og fylgi þjóðarinnar. Þessi und-
irbúningur tók því á sig svip
samninga um stjórnarmyndan-
ir og málefnasamninga. En hér
var þó um annars konar mál-
efni að ræða. Alþingi kveður
á um stuðning við slíka samn-
inga, en þjóðin á að kjósa for-
setann.
Eins og í Pamunjom.
Samkvæmt þeim yfirlýsing-
um, sem fyrir liggja í sunnan-
blöðum, var mikil leit að ópóli-
tískum frambjóðanda, sem njti
stuðnings pólitísku flokkanna
og væri útnefndur af þeim. Eðli
málsins samkvæmt hlaut þó hér
að fara líkt og í Pamunjori
enginn árangur. Stórpólit;skur
undirbúningur gat ekki fætt af
sér ópólitíska kosningu né samn
ingaþóf flokksstjórnanna þjóð-
areiningu. Til þess að ná því
marki þurfti önnur tök. Hér
hefur áður verið mælt með
prófkosningum um land allt, í
tæka tíð fyrir kjördag. Ef
flokksstjórnirnar hefðu horfið
I að því ráði í þann mund er þær
KOSNINGASKRIFSTOFAN í
Austurstræti 17, tekur á móti
framlögum í kosningasjóð.
settust að samningaborði fyrir
12 vikum, má telja líklegt að
friðsamlegra hefði verið um
forsetakjörið en nú er orðið og
þjóðin stæði þá nær því að
kjósa sér raunverulegan þjóð-
höfðingja en útlit er fyrir í dag.
En til þess að hrinda málinu
áleiðis eftir þessari leið þurftu
flokksleiðtogar að ræða við
þjóðina áður en til útnefningar
forsetaefna kom, í stað þess að
ræða aðeins hver við annan.
Þeir þurftu með öðrum orðum
að undirbúa kosninguna út frá
því sjónarmiði að forsetinn er
þjóðkjörinn en ekki þingkjör-
, inn og þjóðin ætlaðist aldrei til
| þess að hann væri útnefndur í
I leyndarráðum flokkanna. Eftir
þessa forsögu er óþarfi að
hneykslast á því í flokksher-
búðunum, að forsetakosningin
er orðin pólitísk. Sá veldur
miklu, sem upphafinu veldur.
Hið bogna getur ekki orðið beint
og hið vantandi verður ekki tal-
ið. Ásakanir á hendur einum
frambjóðanda, að hann hafi
rofið eininguna, fá ekki staðizt.
Engin þjóðareining var fyrir
hendi um þær starfsaðferðir, er
uppi voru hjá flokkunum. Um
það eitt má telja líklegt að hægt
hefði verið að skapa þjóðarein-
ingu úr því sem komið var, að
menn fengju að velja í milli
frambjóðenda í friði og reynt
yrði að gera kosninguna virðu-
lega eftir því sem efni standa
til. — En óskir um slíka ein-
ingu hafa nú orðið að víkja fyr-
ir tilraunum til þess að fá flokks
lega einingu eftir á um ákvarð-
anir flokksstjórna. Enginn
möguleiki er til þess að sú von
rætist eins og nú er komið, en
meðan hún rennur sitt skeið er
þessi forsetakosning, sem þjóðin
hafði vilja til þess að gera sjálf-
stæða og virðulega, cfregin nið-
ur í svaðið.
Eins og kjördagur
væri á morgun.
Þótt enn séu margar vikur til
kjördags, líta stórblöð höfuð-
staðarins út eins og við ættum
að ganga til kosninga á morg-
un. Sú stund, sem rennur upp
yfir alþingiskjósendur undir lok
kosningabardagans, virðist því
þegar komin yfir þetta forseta-
kjör. Stórskotaliðinu hefur þeg-
ar verið skipað til leiks, 5 dálka
fyrirsagnir, heilsíðu heilræða-
greinar, stór nöfn og stórar
myndir eru táknmerki dagsins.
Allur þessi viðbúnaður sýnir
glöggt, hversu óralangt þessi
kosningaundirbúningur allur er
kominn út fyrir þau eðlilegu
mörk, sem almenningsálitið
hafði fyrir löngu sett honum.
Hin harðvítuga kosningabar
átta átti í huga fólksins aldrei
heima hér. Og þó finnst mönu-
um enn síður eiga heima á þess-
um vettvangi hið persónuiega
níð, sem allt of oft hefur skot-
ið upp kollinum í blöðum og á
mannfundum í hita hins póli
tíska bardaga á liðnum árum.
Þótt allir frambjóðendurnir séu
þeim hæfileikum búnir, sem til
þessa virðulega embættis þarf,
hefur leiður fylgifiskur pólitísks
ofstækis og ósanngirni skotið
upp kollinum: að unna ekki
kunna ekki það drengskapar-
bragð að lofa svo einn að lasta
ei annan.
Má ekki grafa óvildina í bili?
í Tímanum 18. maí er frá því
skýrt, að hafinn sé persónuleg-
ur áróður gegn séra Bjarna
Jónssyni. Ekki hefur hans orð-
ið vart hér um slóðir. Ekkert
blað hefur, að því bezt verður
vitað, dregið í efa mannkosti
hans. Meðal þeirra, sem hefðu
viljað hafa annan hátt á und-
irbúningi forsetakjörsins, er
ekki kunnugt um neinn, sem
hefur látið sér til hugar koma
að lítilsvirða hann. Hins vegar
hafa menn lesið persónulegan
áróður gegn öðrum frambjóð-
anda — Ásgeiri Ásgeirssyni —
einmitt í þessu sama blaði, sem
ber sig upp undan slíkum starfs-
aðferðum. Er ekki skotið yfir
markið þarna? Margir munu
svo mæla. Hér fer bezt á því
að blöð og pólitískir leiðtogar
hrapi ekki að því að láta per-
sónulega óvild brennimerkja
þennan kosningaundirbúning
meira en orðið er.
Framboðin eru komin fram,
afstaðan er tekin. Er til of mik-
ils mælst, að kjósendur fái að
ganga að kjörborðinu í friði og
kjósa eins og þeim sjálfum
finnst réttast, ótruflaðir af á-
róðri. Mundi það skaða nokk-
urn þótt óvildarorðin væru
grafin a. m. k. fram undir næstu
Alþingiskosninugar?
Haukur Snorrason.
Þekking á stjórnmálum
og atvinnumálum landsins
Þegar velja skal mann til
þess að skipa trúnaðarstarf, er
ávallt talið skylt að gæta þess
að h æ f a s t i
maðurinn
verði fyrir
valinu. Og
þegar við nú
s t ö n d u m
frammi fyrir
þcim vanda að
velja mann í
virðulegasta
embætti þjóð-
arinnar, ber
okkur vissulega fremur en
nokkru sinni, að gæta þess að
til þess veljist réttur maður.
Ekki mun bað orka tvímælis
að sá sem valinn er til forseta
verði að hafa sem víðtækasta
og raunhæfasta þekkingu á
stjórnmálum utanlands og inn-
an, sé kunnugur atvinnuvegum
landsmanna, kjörum þeirra og
viðhorfum. Þetta tel ég þau
höfuð sjónarmið, sem valið á
forseta okkar íslendinga verði
að byggjast á og skilyrði þess
að forsetinn geti orðið sannur
þjóðhöfðingi.
Öllum þessum kröfum full-
nægir Ásgeir Ásgeirsson öðrum
fremur, þessvegna styð ég hann
til forsetakjörs.
JÓN HJÁLMARSSON,
erindreki
Alþýðusambands íslands.
Kýs Ásgeir af sömu ástæðu
og Framsókn valdi hann
forseta alþingis 1930
Hversvegna ég kýs Ásgeir
Ásgeirsson — forseta? Því er
mér ljúft að svara. Það er ekki,
eins og menn
halda, vegna
30 ára vináttu
okkar. Séra
Bjarni hefur
verið vinur
minn í 40 ár,
og verður von-
andi áfram.
Nei það er af
sömu ástæðum
og Framspkn-
arflokkurinn valdi hann forseta
sameinaðs Alþingis 1930. Þá
fannst enginn hæfari í það veg-
lega starf. Framkoma lians öll,
sannaði, að vel var valið. Hann
var sjálfum sér og þjóð sinni
til hins mcsta sóma. Síðan eru
rösk 20 ár. Vaxið hefur
hann með vanda hverjum. Vax-
ið að reynslu og þroska. En
prúðmennska, drengskapur og
góðvild er lionum í blóð borin
Þjóðin hefur sjálf valið sér
forseta löngu áður en stjórnar-
flokkarnir komu sér saman.
Margir menn voru nefndir, sem
svo smátt ogr smátt týndu töl-
unni. Aldrei heyrði ég þar á
meðal nöfn þeirra manna, sem
efstir virðast hafa verið í liuga
stjórnmálaflokkanna. Séra
Bjarni hefur lokið miklu dags-
prýði og myndarskap. Menn
unna honum nú verðskuldaðrar
hvíldar.
Það er skrifað mikið um það,
að forsetinn eigi að vera sam-
einingartákn þjóðarinnar.. Um
þetta hljóta allir að vera sam-
mála. En hvor er nú líklegri til
að uppfylla þetta frumskilyrði,
maðurinn sem þjóðin hefur
valið sér sjálf af fúsum og
frjálsum vilja. Eða maðurinn,
sem stjórnarflokkarnir á elleftu
stundu scgja okkur að kjósa.
Það er alger blekking eða
hreinn misskilningur sem vcrið
er að hamra á, að Ásgeir Ás-
geirsson, sé borinn fram af Al-
þýðuflokknum. Enda væri slíkt
fásinna. Hans atkvæði lirökkva
skammt. Eins og landsnefnd-
in og framkvæmdanefnd-
in bera með sér, standa menn
úr öllum lýðræðisflokkum
landsins að framboði hans.
Heimili Ásgeirs og frú Dóru
er höfðingjasetur. Fer vel á
því, að þjóðin setji þau á mesta
liöfðingjasetur landsins, Bessa-
staði.
MAGNÚS KJARAN.
andstæðingi sannmælis og verki, og gert það með mikilli
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
VÍGLUNDUR MÖLLER.
Sími 3755.
Félagsprentsmiðjan.