Forsetakjör - 24.06.1952, Side 3

Forsetakjör - 24.06.1952, Side 3
FORSETAKJÖR 3 Valdhafarnir mega ekki verzla með isannfæringu þegnanna Síðustu daga virðist nokkuð hafa dregið úr skrafi almenn- ings, varðandi forsetakjörið, en þó er sennilega þeim mun meira um það hugsað, slíkt æsinga- og alvöru-mál, sem það er orðið. Valda því, að all-mestu leyti hin fágætu og ósvífnu áróðurs- skrif Morgunblaðsins og Tím- ans. Því að svo miklu siðprúð- ari og háttvísari er almenningur flokks-leiðtogunum og blaða- mennskunni, að ég hef ekki heyrt nokkurn mæla aukatekið orð neinu forsetaefninu til hnjóðs eða vansæmdar, enda þótt menn hljóti að meta þar einn öðrum fremur. Fer það líka mjög eðlilega, að sjálfs- metnaður og heilbrigt brjóstvit þjóðarinnar vilji ekki hafa, að þjóðhöfðingjaefni hennar séu vígð inn í embættið með þeim hætti, að ausa þau auri og ó sóma, enda ber slíkt athæfi hryggilegan vott um lítilsvirð- ingu gagnvart þjóðinni og for- setastólnum, fyrir nú utan hve það er endemislegt til afspurn- ar útávið. Nei. Ég hef ekki heyrt nokkra manneskju hér norður um bera brigður á, að þeir allir þrír, sem nú eru í kjöri til for- seta-tignar, séu valinkunnir sæmdarmenn. Hitt er svo allt annað mál, að skoðanir fólks um hæfni þeirra til þessa tigna embættis hljóta að vera skiptar, því að allir vita að það er sitthvað, að vera sæmdarmaður, eða að kunna vel til ákveðinna starfa. Eftir þeirri litlu nasasjón, sem ég hef af því, hvers muni við þurfa í forsetastóli, skilst mér helzt, að forsetinn þurfi að vera allvel heima í alls konar þjóð- málum, kunna sig vel á hvers konar „hirð- og hoffmanna- vísu“, vera gæddur umgengn- isgáfu í ríkum mæli og kunna skil á sem flestum tungumálum. Einkum skiptir það miklu þar sem smáþjóð á í hlut. Alla þessa kosti hefur Ásgeir Ásgeirsson til að bera, auk þess, sem hann er glæsilegt prúðmenni í sjón og raun. Sama máli gegnir um konu hans, og er það engan veginn veigalítið atriði, hvern- ig húsmóðursætið er skipað á Bessastöðum. Með þetta í huga, enda þótt fleira komi til — m.a. sú sann- færing mín, að flokkstjórn- ir eigi ekki að hlutast til um forsetakjör — er ég eindreginn fylgismaður Ásgeirs, að hinum frambjóðendunum öldungis ó- löstuðum. En nú kemur hið hryggileg- asta í málinu, sem sé það, að eins og nú komið, má segja að forsetakosningin, sem slík, sé í rauninni orðin aukaatriði, nema þá sem táknræn átök um frjálshyggju og þjóðarmetnað Íslendinga,því að svo ósæmilega hefur verið unnið að kosningu séra Bjarna, þessa mæta og vinsæla manns, að það er öllum aðiljum til minnkunar, og enda þjóðinni í heild. Þar sem sú að- ferð er viðhöfð, að í stað þess að þreifa fyrir sér með próf- kosningu, og láta síðan aðal- kosninguna hlutlausa, af hvers konar áróðri blaða og flokks- foringja, útnefna fáeinir flokks- leiðtogar í Reykjavík forseta- efnið og skipa síðan þjóðinni að kjósa hann afdráttarlaust, en tala jafnframt digurbarkalega um þjóðarciningu, sem þarna liggi til grundvallar, og undast stórum, að aðal-keppinautur- inn skuli ekki taka framboð sitt til baka vegna þessarar fárán- legu og fyrirskipuðu „þjóðar- einingar“. Síðan hefur svo slík- um kenningum verið framfylgt, sem kunnugt er, af meira off- orsi en dæmi munu til, og er það illa farið. Þjóðareining verður aldrei tryggð með valdboði, heldur einungis þjóðar-HRÆÐ- SLA. Hvað ætlar þjóðin lengi að engjast í bóndabeygju flokks- foringja-einræðisins. — Nú- jæja. Hún um það. En hitt ei víst, að eins og stjórnmála- þróunin hefur verið um sinn og nú horfir, verður raunveru- lega kosið um það þann 29. júni 1952, hvort þjóðin vilji endur- heimta það sjálfstæði og sjálfs- metnað, sem hvort tveggja hef- HjcMhdi! í kjörklefanum ert þií frjáls! Þrjú af sérabjarnablöðun um, Mánudagsblaðið, Morgun- blaðið og Tíminn hafa vikið að litlu greininni, ,er ég setti í 1. tbl. Forsetakjörs. Þó að ummæli þessara sómablaða séu all mjög sitt á hvern veg, finn ég í tilefni af þeim ástæðu ur gengist nokkuð fyrir undir til að víkja á ný að því sem var ofstjórnar-áþján síðari ára. Eða hvort hún kjósi fremur að halda áfram, að vera nauðugt og nöldrandi unirlægju-þý' nokk- urra valdsjúkra flokksleiðtoga í Reykjavík. En með kjöri Ásgeirs Ás- geirssonar undirstrika íslenzk- ir þegnar, svo að ekki verður um villst, að þeir líði ekki vald- höfum þjóðarinnar framvegis, að hlutast til um, eða verzla með samvizku þeirra og sann- færingu. Akureyri 11. júní 1952. Björgvin Guðmundson. Hefur ávallt notið fylgis út yfir flokkstakmörk Vorið 1930 sá ég Ásgeir Ás- geirsson í fyrsta sinni. Ég var þá á kennarafundi. Hann kom þangað til skrafs og ráðagerða. Aldrei hefur maður hrifið mig meira við fyrstu sýn. Ástúðlegt viðmót og höfðingleg fram- koma fóru saman. Glæsileiki hans á Alþingishátíðinni gagn- tók alla, bæði íslendinga og er- lenda gesti. Ég gat ekki varizt þeirri hugsun, að vér hefðum eignazt nýjan þjóðarforingja. Seinna kynntist ég Ásgeiri sem fræðslumálastjóra. í stuttu máli sagt, var skilningur hans, hjálpsemi og ráðsnilld með þeim ágætum, að ég hef alla kennara heyrt lofa hann ein- óma fyrir mannkosti. Áhyggju- samir gengu þeir oft á hans fund. Glaðir fóru þeir þaðan. Skemmtilegri mann eða ljúf- ari hef ég ekki fyrir hitt. Árin liðu. Fundum okkar Ásgeirs bar saman á ferðalagi um Vestur-ísafjarðarsýslu. Á- kjósanlegri ferðafélaga er ekki hægt að hugsa sér. Tveir vor- um við farþegar á smábát í roki yfir Dýrafjörð. Sædrifið virtist ætla að fylla bátinn og gerði okkur holdvota. Gamansemi og æðruleysi Ásgejrs gerðu mér létt í lund. Framkoma hans var eins og sjóhetju. Mest undraðist ég þó og dáði, hve frábærlega Ásgeir fylgdist með lífi og kjörum fólksins í kjördæmi sínu, ekki sízt oln- bogabarna og munaðarlausra. Það var eins og hann vildi vita hvernig öllum liði og kysi að leysa hvers manns vandræði Þá skildi ég hvers vegna honum hefur tekizt að njóta þar ein- dæma vinsælda og fylgis, er náð hefur langt út yfir öll þröng flokkatakmörk. Og fátt mælir meira með Ásgeiri sem forseta en einmitt þetta. Um störf Ásgeirs sem banka- stjóra er ég ekki dómbær. En allir, sem ég hef hitt og við hann hafa skipt, ljúka upp ein- um munni um, hve vel þeim hafi líkað það. Kunnugir full- yrða, að þar láti hann sér jafn- annt um hag hinna umkomu- lausu sem æðri starfsmanna. Um stjórnmálahæfileika Ás- geirs hafa aðrir ritað. Skal það ekki endurtekið. En eigi mundi hann ungur hafa verið valinn forseti sameinaðs þings og æðsti fulltrúi á þúsund ára af- mæli Alþingis, ef hann hefði eigi þótt vel til foringja fall- inn, sem oft hefur verið að vik- ið. Síðan hefur þjóðina dreymt um hann sem forseta. Mér finnst hann hafa verið til þess fæddur. Heyrzt hefur, að sumir telji óheppilegt, að forsetinn sé val- inn úr þeim stjórnmálaflokki, er minnst fylgis nýtur með þjóðinni. Ég sé ekki neitt við það að athuga. Skiptir í þessu sambandi engu máli, hvort maður eins og Ásgeir Ásgeirs- lnn' son hefur áður verið í litlum flokki eða stórum. Herra Sveinn Björnsson aðalefni fyrri greinar minnar, en það var að benda kjósendum á, að hvað sem á kynni að ganga, væri valdið þeirra á kjördegi. Að valfrelsi þeirra milli frambjóðenda væri óskor- að. Þeir væru engum flokks- fjötrum háðir og því síður skyldir til að láta nokkuð uppi um afstöðu sína. Gert var ráð fyrir miklum tilburðum, yfir reiðum á ríkiskostnað, fundum, heimsóknum, tiltölum gegnum síma og sendiboða, brigslum, hótunum, handjárnum. Því miður virðist allt þetta hafa ver ið viðhaft og í ríkara mæli en nokkurn gat órað fyrir — en fagurgala beitt ef slíkt var tal- ið líklegra til árangurs. En má ég spyrja nokkur ykk- ar, sem orðið hafið fyrir hinum ýmsu tegundum af umhyggju forkólfanna, hvernig þetta hef- ur verkað á ykkur? Þú, kjósandi, sem „grunaður“ hefur verið um stuðning við annan frambjóðanda en hinn smurða stjórnarmanna og hef- ur fengið tiltal frá stórhöfðingja í flokki þínum. Segjum að þú sért kona og hánn hafi minnt þig á gamlar og nýjar velgjörð- ir sínar við mann þinn og við- haft fleiri stór orð. Segjum að þú hafir bognað og fallist á að hverfa frá „villu“ þinni. Finnst þér þú vera bundin af slíku undanhaldi fyrir hótunum, fremur en sannfæringu þinni? Ég vona ekki og ekki væri það fráleit sálarfræði, að búast við minni starfsgleði af þinni hálfu í flokki þínum ~hér eftir, en hingað til. Og þú, sem vinnur hjá opin- berri stofnun og hefur látið uppi afstöðu, sem ekki hentar forystu flokks þíns, segjum að þú hafir verið kallaður á flokksmiðstöð og mætt þar fyr- ir t. d. 5 manna „dómstóli", verið hótað burtrekstri úr flokknum, sem þú hefur lengi og trúlega starfað fyrir og látið skína í atvinnumissi. Segjum að þú hafir staðið þig eins og hetja og lýst yfir, að þú færir þínu fram, því að flokknum kæmi þetta ekkert við. Finnst þér ekki sjálfum innst inni, að þú hafir vaxið við þetta og sért sjálfstæðari maður eftir en áð- ur? Eða þú, sem hefur verið minntur á, að jeppinn þinn, dráttarvélin eða síminn á bæn- um þínum sé fenginn fyrir at- beina þingmannsins þíns eða flokks hans og nú verðir þú að „gera það fyrir okkur að kjósa rétt“. Finst þér ekki vel hægt að segja við þinn Jón eða Gísla: Nei, góði. Afstaða mín nú kemur þér eða flokkunum ekk- ert við, en ég mun halda áfram að styðja þig og flokkinn við Alþingiskosningar, og ekki sízt ef þú lætur mig í friði nú.“ Eða heldurðu ekki að þú mundir fremur minnka í eigin augum, ef þú gengir frá skoð- un þinni fyrir fortölur eða bæn- arstað annarra og færir að gera gustukaverk með atkvæði þínu? Jú, þetta ber allt að sama brunni. Kjósendur munu halda vöku sinni og sjálfstæði þrátt fyrir hemjulausan áróður „þeirra stóru fyrir sunnan". Og. þó að tveir, eða svo, af þeim sem nú sitja í ráðherrastólum kunni að hóta því að fara í fýlu að loknum forsetakosningum, gerir það þjóðinni ekkert til. Bæði jafna þeir sig aftur og svo kemur alltaf maður manns í stað. kvaðst líta á störf forseta ís- lands sem þjónustu. Vér stuðn- ingsmenn Ásgeirs Ásgeirsson- ar treystum honum betur til þeirrar þjónustu en nokkrum öðrum manni, sem völ er á. Vér kjósum hann vegna foringja- hæfileika hans og göfug- mennsku. Ég trúi cngum betur til að bregða eigi við voveiflega hluti. Æðrulaus mun hann standa, þó að gefi á þjóðarskútuna, eins og þegar óveðrið geisaði á Dýrafirði um árið og sædrifið virtist ætla að fylla litla bát- 17. júní, 1952. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi. Kristjón Kristjónsson. • • Ofugmæli í síðustu „Landvörn“ seg- ir J. J., að Ól. Th. hafi haft „óbeit á ráðsmennsku Á. Á. vorið 1934“, en Ól. Th. segir í Mbl. 2. nóv. 1935, að J. J. hafi „reynt að beita öfund og rógi gegn lífsskilyrðum þjóðarinnar. Hann (J. J.) dæmi ég ekki hart. Aðrir, sem slíka iðju stunda nefnast þjóðníðingar“. Nákvæmur sagnfræðingur J. J.! Finnst ykkur ekki? VWftftMNWVWWVWVWWW

x

Forsetakjör

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forsetakjör
https://timarit.is/publication/812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.