Austurland


Austurland - 14.10.1955, Síða 2

Austurland - 14.10.1955, Síða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 14. október 1955. Aiisturland Málgagn sósíalista á Austur- landi. Kemur út einu sinni i viku. Ritst jóri: Bjarni Þórðarson. Lausasala kr. 1.25. Árgangurinn kostar kr. 45.00. Gjalddagi 1. apríl. Nesprent h. f. Svik ríkisstjórnar- innar í húsnæðis- málunum Ríkisstjórnin, talsmenn hennar og blöð hafa básúnað út um byggðir landsins hvílíkt afrek hún hefði unnið í húsnæðismálunum. Og afrekið var lagasetning þar sem svo er fyrir mælt, að til bygg- ingar íbúðarhúsa skyldi lána 100 millj. kr. á ári. Og vissulega hefði hér verið um stórmerka lagasetn- ingu að ræða, ef efndirnar væru eitthvað í stíl við loforðin. En nú er það komiið á daginn, að allt er þetta skrum eitt. Allt sumarið, sem er bezti byggingar- tíminn, er látið líða hjá án þess að nokkuð sé aðhafzt. Loks þegar líða fer að hausti, er auglýst eftir umsóknum um lán og var umsókn- arfrestur til 1. okt. og nú, þegar farið er að nálgast veturnætur, er ekkert farið að lana úr þessu marglofaða lánakerfi. Það er því sýnilegt, að lítið verður byggt fyr- ir fé úr þessum sjóði á þessu áei. En eins og áður er sagt var 100 millj. kr. heitið. Það hefur koinið á daginn, að húsnæðismálastjórn hefur aðeins 10 millj. en ekki 100 millj. kr. til r áðstöfunar til bygginga í ár og annað eins næsta ár. Um 3000 umsóknir bárust um byggingalán. Samkvæmt lögun- um er gert ráð fyrir að veita 70 þús. kr. lán út á hverja íbúð. Ættu því 150, eða einn umsækjandi af hverjum 20, að geta gert sér von um úrlausn, en ef farið hefði ver- ið að lögunum, áttu nær 1500 að fá lán, eða annar hver umsækj- andi. Fjölda margir menn hafa í því trausti, að mark væri takandi á ríkisstjórninni, hafið byggingar- framkvæmdir og mörgum hefur verið gefið vilyrði fyrir lánum. T. d. er sagt, að Hannes félags- fræðingur hafi heitið ekki svo fá- um kjósendum í Kópavogi lánumi, í kosningabaráttunni í haust. Mikill fjöldi manna er svikinn af ríkisstjórninni í Jjessu máli og U nglinga vinn an í sumar Eins Jg áður hefur verið frú skýrt, hélt bærinn uppi talsverðri unglingavinnu í sumar. Er það í fyrsta skipti, sem skipulögð ung- lingavinna hefur átt sér stað hér í bæ. Það margir unglingar sóttu vinnu þessa, að nauðsynlegt reynd- ist að skipta vinnunni þannig, að hver þeirra um sig átti kost á að vinna í tvær vikur af þrem. Mjög var það misjafnt hvernig drengirnir sóttu þessa vinnu. Sum- ir byrjuðu seint, voru oft í ann- arri vinnu fyrst. Aðrir hættu snemma af einhverjum ástæðum, fóru t. d. í aðra vinnu. Einhverjir hafa misst eitthvað úr sakir las- leika. Vinnan tók yfir 10 vikna skeið. Enginn dagur féll úr vegna ill- viöra, en tvívegis var hætt að vinna vegna mikilla hita. Dagleg- ur vinnutími var einni stund skemmri en fullorðinna og viku- kaup kr. 363.88. Alls tóku 20 drengir á aldrinum 12—14 ára þátt í vinnunni. Allir saman unnu þeir fyrir kr. 36.146. 78, eða kr. 1.807.29 til jafnaðar. Kaup þeirra var mjög misjafnt, icr. 595.47 til kr. 2.840.13. Sá sem liæst komst sleppti engri vinnu- stund, sem hann átti kost á og forfallaðist aldrei. Margir drengjanna, e. t. v. flest- ir, hafa haft einhverja vinnu með bæjarvinnunni, t. d. þá vikuna, sem þeir fengu þar ekki vinnu. Verkstjóri var Gunnar Ólafs- son, skólastjóri, nema síðustu vik- una Eyþór Þórðarson, kennari. Það, semi drengirnir einkum unnu að var bygging vatnsgeym- ís, vegagerð og vegabætur, skolp- veita frá sjúkrahúsinu og skurð- gröftur við kirkjugarðinn til þurrkunar hans. Hafa þeir komið íurðu miklu í verk, enda búið við ágæta verkstjórn. Margir mundu hafa lent í vand- ræðum með að finna hæfileg við- hafa beinlínis orðið fyrir tjóni. Ætti þetta að vera mönnum á- minning um að gleypa ekki við öllu skrumi ríkisstjórnarinnar um ráðgerðar stórframkvæmdir. En þeir, sem hugsað liafa til bygginga, eiga siðferðilega kröfu á hendur stjórnarinnar um að hún standi við loforðin. Þessir menn eiga að heimta af ríkis- stjórninni, að hún tryggi 100 millj. kr. lán til húsabygginga á ári, eins og hún hefur heitið. Kosning- ar eru ekki mjög langt undan og á þvi stjórnin óhægt um vik að standa á móti kröfumi um að hún efni skýlaus loforð sín og fram- kvæmi lög þau, er hún hefur sett og auglýst sem mikið afrek. fangsefni fyrir drengina í sumar, ef bærinn hefði ekki tekið upp þessa nýbreytni. Það er ekki ein- göngu, að drengirnir hafi getað aflað sér nokkurra tekna, heldur hefur vinnan einnig — og það er miklu þýðingarmeira — haidið drengjunum frá göturápi og strákapörum, en hætt er við að athafnaþráin brjótist út í óknytt- um, ef henni fæst ekki svalað á beilbrigðan hátt. Síðan unglingavinna bæjarins hætti, hefur verið talsvert um vinnu fyrir drengi, einkum línu- vinna og fiskvinna. Það má því telja, að sumarið í sumar hafi fært unglingum bæjarins viðun- andi viðfangsefni í hagnýtu starfi. Auk þessara 20 drengja, hefur bærinn haft í vinnu sumarlangt allmarga drengi á aldrinum 14— 16 ára og nokkra pilta sem sækja æðri skóla og þarfnast þess, að hafa viðunandi sumarvinnu, því oft eru efni af skornum skammti til að sækja skóla vetur eftir vet- ur. Sjálfsagt virðist að halda ung- lingavinnu uppi framvegis, eigi unglingarnir iekki kost á vinnu við framleiðslustörf. Það er illt að þurfa að kasta á glæ vinnuafli unglinganna, sem vissulega er verðmætt, og stuðla þannig að því, að þeir leiðist út í miður hollar athafnir. Hér í blaðinu hefur áður verið frá því skýrt, að Austfirðingur h. f. hefði á prjónunum áform um togarakaup og að ráðgert væri að Djúpivogur og Stöðyarfjörður yrðu aðilar að þeim skipakaupum. Togari Keflavíkurbæjar, Kefl- víkingur, hefur legið aðgerðarlaus í Reykjavíkurhöfn mestan hluta ársins og er til sölu, því Keflvík- ingar hafa gefizt upp á útgerð hans. Hugkvæmdist nú forráða- mönnum Austfirðings h. f. að fá það skip og munu hafa leitað til ríkisstjórnarinnar með tilmæli þar að lútandi. En svar ríkisstjórn arinnar mun hafa verið neikvætt og er sagt að hún hafi í hyggju að ráðstafa dkipinu til Vestfjarðe. Vestfirðingar eiga þó helmingi fleiri togara sem stendur, en Aust- firðingar. Margir hafa dregið í efa, að skynsamilegt væri fyrir Austfirð- inga að kaupa Keflvíking. Skipið er nú orðið 8 ára gamalt og talið illa farið. Auk þess bendir reynsl- an til þess, að rekstur skipsins yrði ekki hagstæður. Frá Alþingi Alþingi kom saman til funda 8. okt. og þegar hafa verið lögð fram mörg frumvörp, þar á meðal frum- varp til fjárlaga fyrir árið 1956. Fyrsta umræða um fjárlagafrum- varpið fer fram á mánudaginn kemur og verður lienni útvarpað. Blaðið mun eftir því sem tök eru á, skýra frá gangi þingmála. Kosnar hafa verið fastar nefnd- ir þingsins og þar gerðist það til tíðinda, sem raunar hefur skeð áður, að Alþýðuflokkurinn gerði bandalag við Framsóknarflokkinn um nefndarkosningar og tókst með því mióti að útiloka sósíalista frá flestum nefndum efri deildar. Aþýðuflokkurinn gumar mjög af hetjulegri baráttu sinni gegn núverandi ríkisstjórn og aftur- haldsstefnu hennar. En alltaf þeg- ar á skal herða, guggnar hann. Þarf ekki annað en að flokknum sé boðið sæti í ómerkilegri nefnd fyrir náð stjórnarinnar til þess að hann skríði undir pilsfald henn- ar o^ uni sér þar vel. En erfiðlega mun óbreyttum flokksmönnum Alþýðuflokksins ganga að samræma starfsaðferðir flokksins og „stjórnarandstöðu“ hans. Isólfur losaði hér í gær 175 tonn af fiski, nJest karfa. 1 fyrradag landaði hann 100 tonnum af farm- inum á Eskifirði. Fyrir þá staði, sem hér um ræð- ir, eru kaup á togara mikið hagS' munamál og vissulega hefði Kefl' víkingur haft mjög mikið gildi fyrir atvinnulíf þeirra, burcséð frá möguleikunum til að láta skipið bera sig. Vonandi leggja þeir ekki árar í bát, þótt rikisstjórnin neit- aði þeim um Keflvíking. Og þeir eiga að setja markið það hátt, að krefjast þess, að þsim verði gefinn kostur á nýju skipi. Ef vilji er fyr- ir hendi heima fyrir og samtök góð, hljóta þessir 5 staðir, hrepp' ar, kaupfélög og önnur fyrirtæki og einstaklingar, að geta boðið fram það mikið fé, að ríkisstjörn' in standi sig ekki við að neita um þá fyrirgreiðslu og aðstoð, sem n eð þarf. V V. s. Viðir af Djúpavogi kom 3 morgun hlaðið saltfiski frá Horna- firði. Verður hann verkaður 3 þurrkhúsunum hér. Einnig hefui fiskur af Hornafirði verið fluttuf á EskifjÖrð til verkunar þar. ^ Neitað um togara

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.