Austurland


Austurland - 27.01.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 27.01.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 27. janúar 1956. Bœkur Fjárhagsáœtlunin ber Ijósan vott um stórhug og bjartsýni Tryggvi Gunnarsson Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út fyrra bindið af ævi- sögu Tryggva Gunnarssonar skráð af Þorkeli Jóhannessyni, háskólarektor. Þetta er mikil bók, 482 blaðsíður í allstóru broti. Síðari hluti 18. aldar var merkilegur tími í íslandssögunni. Þá var þjóðin að vakna af alda- löngum doðasvefni, var að öðlast skilning á rétti sínum og meðvit- und um mátt sinn. Á þessu tímabili eignuðust Is- lendingar marga afburðamenn á ýmsum sviöum, frábæra stjórn- málaskörunga, senu voru leiðtogar í frelsisbaráttunni, skáld, sem bíésu hugsjónumj frelsis og framfara í hvers manns brjóst, og áræðna athafnamenn, sem brutu upp á hverskonar atvinnumálum og verzlunarmálum. Tryggva Gunnarsson má fyrst og fremst leiða til sætis á bekk með síðasttalda hópnum. Hann lét hin margvíslegustu framfaramál til sín taka. Lengi var hann „bóndi og timburmaður“ norður í Fnjóskadal, gerðist síðan aðalleið- togi helztu verzlunarsamtaka Is- lendinga, Gránufélagsins, og átti þá lengi heima í Kaupmannahöfn. Síðar gerðist hann bankastjóri Landsbankans og gegndi því starfi í 16 ár. Tryggvi var fyrst og fremst framkvæmdamaður. Hann stóð í eigin persónu fyrir brúargerðum og öðrum verklegum framkvæmd- um, hratt af stað þilskipaútgerð og gekkst fyrir stofnun ýmiskon- ar sanutaka, sem sum eru enn í fullu fjöri og látið hafa margt gott af sér leiða. Svo sem vænta mátti um annan eins athafnamann óg Tryggvi var, lét hann ekki stjórnmálin af- skiptalaus og var þar allum- svifam'kill sem á öðrum sviðum. Gerðist hann þingmaður og átti sæti á Alþingi fjölda ára. Þing- maður Sunnmýlinga var hann fullan áratug, 1875—1885. Og bókin, sem minnzt var á í upphafi er æv;saga þessa mikla athafnamanns. Borgarastéttin ís- lenzka hefur ekki eignazt marga slíka. Nokkur hluti bókarinnar skýrir frá þjóðarhag um þær mundir, sem ævi Tryggva hefst. Einnig er skýrt frá ætt hans, umhverfi á æskuárunum og þeim áhrifum, sem hann varð fyrir í uppeldmu. Allt á þetta rétt á sér í ævisögunni því úr þessum jarðvegi er atorku- maðurinn Tryggvi Gunnarsson sprottinn. Þetta fyrra bmdi ævisögunnar tekur ekki nema yfir nokkurn hluta af starfsævi Tryggva. Margt bíður síðara bindis, En þó er öll- um, sem lesa þessa bók ljóst, að þar var á ferð mikill og eljusamur framkvæmdamiaður. Bókin er vel og skipulega rit- uð, fróðleg og skemmtileg aflestr- ar. Lestur hennar er ungdóminum hollur, ólíkt hollari en „bókmennt- ir“ þær, sem mest eru hafðar á vegi unglinga. Væri þe;m betra að velja sér Tryggva Gunnarsson og aðra slíka til fyrirmyndar í leikj- um og dagdraumum, en kvik- myndahetjur og vesturheimska kúreka. Enda þótt samkomulag hafi nú loks tekizt málli útvegsmanna og ríkisstjórnarinnar um rekstur bátaflotans, er þó ekki öllum vandamálum ráðið til lykta í sam- bandi við þetta mál. Það eru nefnilega ekki aðeins útgerðarmenn, ríkisstjórnin og frystihúsin, sem beinna hagsmuna liafa að gæta í sambandi við þessi mál. Sjómennirnir hafa þar vissu- lega hagsmuna að gæta líka, en kröfum þeirra hefur lítt verið sinnt á meðan í stappinu stóð milli hinna aðilanna. Það er auð- veldara að gera út án útgerðar- manna, ríkisstjórnar og frystihúsa en án sjómanna. Engri fleytu verð ur haldið út án þeirra. í janúarmiánuði 1954 voru gerð- ir samningar milli sjómanna og útgerðarmanna um fiskverð til sjómanna. Á þeim tveim árum, sem síðan eru l'fin hefur kaup bátasjómanna ekkert hækkað, en á sama tíma hafa laun annarra starfsstétta hækkað mikið. Raun- verulega hefur kaup sjómanna lækkað, því útgerðarkostnaður, sem þeir taka þátt í að greiða hef- ur farið vaxandi. Útgerðarmenn hafa líka hækkað sinn hlut með því að hækka álagið á bátagjald- eyrinn á síðasta ári, en ekki sáu þeir ástæðu til að hækka fiskverð til sjómanna fyrir því. Eins og skýrt var frá hér í blað- inu á sínum tíma, gekkst Alþýðu- sambandið fyrir ráðstefnu um fiskverðið snemma í desember í vetur. Þessi ráðstefna lagði til að stéttarfélög sjómanna segðu upp fiskverðssamningnum frá 1954. Munu flest eða öll félögin hafa orðið við því, nema sjómannafé- lögin í Vestmannaeyjum. Þau fé- lög háðu í fyrravetur harðvítugt og langt verkfall til að knýja fram hærra fiskverð til sjómanna og Fjárhagsáætlun Neskaupstaðar, sem nú hefur verið afgreidd til annarrar umræðu, ber ljósan vott um stórhug bæjarstjórnar, því aldrei hafa aðrar eins upphæðir verið veittar til verk’.egra fram- kvæmda og atvinnulegrar upp- byggingar og mun vart nokkurt bæjarfélag leggja eins mikið af mörkum til þeirra mála. Stundum er bent á miklar fram- kvæmdir Reykjavíkurbæjar og ekki skal það véfengt, að þær séu tókst það og hefur þannig í nær- ' fellt ár verið hærra fiskverð til sjómanna í Eyjum en annars staðar. Fiskverðssam-ningarnir ganga úr gildi 1. febrúar og enn hefur '2kki náðst samkomulag um nýja samninga. Sáttasemjari ríkisins hefur fengið málið til meðferðar en hefur ekki tekizt að koma á samningum. Verklýðsfélögin, sem aðild eiga að þessum málum, hafa nú boðað til vinnustöðvunar og hefst hún innan viku, hafi samningar ekki tek;zt fyrir þann tíma. Þetta verk- fall nær til flestra íslenzkra fiski- báta utan Vestmannaeyja. Það sem sjómenn fyrst og fremst fara fram á er 20% hækk- un á fiskverðinu. Kaup verka- manna hefur á sama tíma hækkað úr kr. 14.60 í kr. 17.56, en það er rúmega 20% hækkun. Vitað er að kaup verkamanna hækkar til muna á þessu ári í krónum talið, vegna sýnilega hækkaðrar vísi- tölu. En sjómenn fá ekki greidda vísitölu á fiskverðið. Og í þessum útreikningi er ekki tekin með sú launask-erðing, sem þeir hafa orðið fyrir og verða fyrir vegna þátt- töku þeirra í útgerðarkostnaði. Illt væri til þess að vita, ef til nýrrar stöðvunar skyldi koma. Vonandi er að útgerðarmenn sjái sóma sinn í að verða við þessum sanngjörnu kröfurn sjómanna refjalaust. Það hefur hinsvegar frétzt að þeir séu ekki á þeim buxunum. Hafa þeir boðið þríggja aura hækkun á kg., en vitanlega sinna sjómenn ekki slíku smánarboði. AuglýsiS i Austurlandi iiiiiniiiiinni«unnniiMunpiniiimiiiii«i miklar. En þess ber að gæta, að Reykvíkingar eru margir og þar er mestur hluti fjármiagns þjóðar- innar saman kominn. — En fróð- legt væri að gera samanburð á því, hvað Reykjavík ætti að leggja til ýmissa framkvæmda, ef það væri jafnmikið og Neskaup- staður leggur, miðað við fólks- fjölda. Til byggingar sjúkrahúss legg- ur Neskaupstaður 250 þús. kr. eða um 200 kr. á hvern bæjarbúa. — Ef Reykjavík legði hlutfalls- lega jafnmikið til síkra fram- kvæmda væru það um 12% millj. kr. Til togarakaupa áætlar Nes- kaupstaður 300 þús. kr. eða um kr. 227 á íbúa. Ef Reykjavík legði tilsvarandi upphæð til togara- kaupa væri sú upphæð um 14 mj:llj. kr. — Sú upphæð mundi nægja til að kaupa togara í stað Jóns Ba'dvinssonar, án þess að nokkurt lán yrði tekið og samt yrðu afgangs a. m. k. 2 millj. kr. Til samkomuhússbyggingar á- ætlar Neskaupstaður 150 þús. kr. eða um kr. 113 á íbúa. — Tilsvar- andi tala í Reykjavík væri um 7 millj. kr. Til íþróttavallar áætlar Nes- kaupstaður 50 þús. kr. eða um kr. 38 á íbúa. Tilsvarandi tala í Reykjavík er um 2.350 þús. kr. Til togaraútgerðar, en þá fjár- veitingu má líta á sem atvinnu- bótafé, ætlar Neskaupstaður 150 þús. kr. eða um 113 kr. á íbúa. •— Tilsvarandi tala til atvinnubóa er um 7 millj. kr. í Reykjavík. Ansturland Málgagn sósíalista á Austur- landi. Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. Kemur út einu sinni í viku. Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi 1. apríl. NESPRENT H-F j Til sölu | Vil selja kápu og stígvél : við vægu verði. — Lítið notað. Sigríður Sigurðardóttir Elliheimilinu, Bjargi. Stöðvast bátaflotinn aftur eftir viku ?

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.