Austurland


Austurland - 27.01.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 27.01.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 27. janúar 1956. Yinstri öflin í sókn Samið um smíði á nýjum báti Á laugardaginn var var undir- ritaður samningur milli Dráttar- brautarinnar h. f. annarsvegar og Kristins Marteinssonar, skipstj., Páls Þorsteinssonar, útgerðar- mianns og Péturs Sigurðssonar, stýrimanns hinsvegar um smíði á 55—60 lesta báti. Báturinn á að afhendast kaupendum fullsmíðað- ur 31. des. n. k. Eftir þessu er svo ráð fyrir gert að Dráttarbrautin afhendi þrjá nýsmíðaða báta á þessu ári, 55 lesta bát á næstunni, 20 lesta bát í júní og svo þennan um næstu áramót. Myndin sýnir bát í smíðum í skipasnjíðastöð Dráttarbrautar- innar h. f. Or bænum Afmæli: Lilja Jóhannesdóttir, ekkja Jóns Sveinssonar, Tröllanesi, varð 80 ára 24. jan. Hún fæddist á Nolli í Grýtubakkahreppi, en fluttist hingað 1898 og giftist 1902. Mann sinn missti hún 1950. Varð þeim 6 barna auðið og eru 5 á lífi. Lilja dvelst nú á heimili Jóhanns sonar síns á Tröllanesi. Margrét Þórðardóttir, Þórs- mörk, varð 90 ára 25. jan. Hún fæddist í Prestshúsum í Mýrdal og fluttist til Mjóafjarðar fyrir alda- mót og átti þar heima unz hún fluttist hingað fyrir 3 árum. Hún giftist 1901 Jóni Jakobssyni, en missti hann 1921. Eignuðust þau 3 börn, sem öll eru á lífi. Eitt þeirra er Þórarinn tónskáld. — Margrét dvelst nú á heimili dótt- ur sinnar og tengdasonar í Þórs- mörk. Margrét Þórðardót.tir er nú elzti borgari Neskaupstaðar, Sýnilegt er af úrslitum við stjórnarkjör í ýmisum verklýðsfé- lögum, að vinstri öflunum vex nú mjög ásmegin. 1 sumum félögum, s. s. Verklýðsfélagi Vestmanna- eyja, hafa vinstri menn verið sjálfkjörnir. Vörubílstjórafélagið Þróttur hefur í mörg ár verið eitt öflug- asta vígi íhaldsins í verklýðshreyf- ingunni og hefur það ráðið þar lögum og lofum. Nú er þetta vígi fallið. Við stjórnarkjör hlaut listi vinstri manna 112 atkvæði, en í- haldslistinn 107. Hinsvegar eru enn 2 afturhaldsfulltrúar í stjórninni, því kosningunni er þannig hagað, að kjósa má menn persónulega. Vinstri menn hafa 3 menn í stjórn og þar með örugg- an mleirihluta. Sjómannafélag Reykjavíkur hefur jafnan verið örugglega í höndum hægri krata og áhrif þeirra í verklýðshreyfingunni hafa að langmestu leyti byggzt á yfirráðum þeirra í þessu félagi, sem þeir þó væru búnir að missa fyrir löngu ef þeir nytu ekki full- tingis íhaldsins. Nýlega eru kunn úrslit stjórn- arkosninga í þessu félagi. Héldu hægri krata að vísu félaginu, en vinstri menn sóttu mjög á og þyk- ir nú margt benda til þess, að ekki líði á löngu þar til þeir ná yfir- höndinni í félaginu. Afturhaldslistinn hlaut 580 at- kvæði, en 546 í fyrra, bætti við sig 34 atkv. Vinstri menn fengu 465 atkv., en 313 í fyrra, bættu við sig 152 atkv. Úrslit þessara kosninga vekja mikla athygli og þykir benda til þess, að vinstri öflin séu í mikilli sókn í verklýðshreyfingunni. Fundur um vinstri stjórn Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Reykjavík gekkst fyrir almennum fundi í Gamla bíói s. 1. sunnu- dag til að ræða um1 stefnuyfirlýs- ingu Alþýðusambandsins um vinstri stjórn. Húsfyllir var. Ræðumenn voru Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðu- sambandsins, Alfreð Gíslasön, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, Hannes Pálsson, frá Undirfelli, þekktur Framsóknarmaður í mörgum trúnaðarstörfum hjá þeim flokki, Einar Olgeirsson, for- maður Sósíalistaflokksins og Gils Guðmundsson, þingmaður þjóð- •varnarmanna. Allir lögðu ræðumenn áherzlu á myndun vinstri stjórnar og sami- þykkt var einróma ályktun, þar sem skorað var á vinstri flokk- ana að mynda þegar stjórn á grundvelli stefnuyfirlýsingar Al- þýðusambandsins, Fundur þessi hefur vakið mikla athygli og þykir eindregið benda til, að hugmyndin um vinstri stjórn eigi mikinn og vaxandi hljómgrunn með þjóðinni. Sósíalistaflokkurinn hefur líka gengizt fyrir fundarhöldum í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík, Vestmannaeyjum og á Akranesi. Á fundum þessum hefur verið rætt um vinstri stjórn, landhelgismál, sjávarútvegsmál og fleira. Hafa þeir verið ágætlega sóttir og máli ræðumanna mjög vel tekið. Farnir á vertíð Auk Glófaxa, sem sagt var frá í síðasta blaði eru þessir bátar farnir á vertíð: Gullfaxi til Vest- mannaeyja, Sæfaxi til Grindavík- ur og Reynir til Grundarfjarðar. Björg verður gerð út frá Hafnar- firði og er þar, því hún hefur verið þar í viðgerð frá því vertíð lauk í fyrravor. Goðaborg og Hrafnkell eru líka farin. Verða þeir bátar báðir á útilegu. Goðaborg mun aðallega leggja upp í Hafnarfirði en Hrafn- kell í Reykjavík. Dagsbrún 50 ára Verkanuannafélagið Dagsbrún í Reykjavík var stofnað 26. jan. 1906 og varð því 50 ára í gær. Dagsbrún er langstærsta verk- lýðsfélag landsins og á að baki sér stórmerka sögu. Eins og gef- ur að skilja um svo fjölmennt og öflugt félag, er Dagsbrún forystu- félag íslenzkra verklýðsfélaga. Það hefur haft forj'stu í kjara- baráttu verkalýðsins og brotið ís- inn, þegar verkalýðurinn hefur lagt til atlögu. Og eins hefur Dagsbrún staðið öflugan vörð um sigra verklýðshreyfingarinnar. Félagið hefur verið sú brjóstvörn sem árásir afturhaldsins hafa brotnað á. Það er ekki sízt tilveru og starfi Dagsbrúnar að þakka, að verk- lýðssamtökin eru það stórveldi í landinu, sem stjórnendur þess verða að taka tillit til. Ef baráttu Dagsbrúnar hefði ekki notið við, væru kjör íslenzkr- ar alþýðu áreiðanlega önnur og verri, en raun er á. Islenzk alþýða stendur í mikilli þakkarskuld við forystufélag sitt Dagsbrún. Og á þessum merkilegu tímamótum í sögu félagsins, þakk- ar alþýðan Dagsbrún unnin störf og árnar félaginu allra heilla í framtíðinni í þeirri fullvissu, að það muni hér eftir sem hingað til standa trúlega á verði um það semi áunnizt hefur í áratuga bar- áttu og hafa forystu fyrir sókn verkalýðsins til nýrra sigra. Dagskrá útvarpsins í kvöld er helguð afmæli Dagsbrúnar og er ekki að efa að hún verður fróðleg og skemmtileg, enda undirbúin af færum mönnum. Þá hefur Sverrir Kristjánsson tagnfræðingur skrifað bók í tilefw afmælisins og mun hún hafa að geyma mikinn fróðleik um lS' lenzka verklýðshreyfingu. Hallar á Friðrik I skákeinvígi þeirra Friðriks og Larsen hafa nú verið tefldar 5 skákir af 8. Friðrik hefur 1 Yz vinn ing en Larsen 3y%. Horfir nú ó- vænlega fyrr Friðriki, því tap1 hann einni skák til eða geri tvö jafntefli, tapar hann Norður- landatitlinum í hendur Larsen. Goðane8 Goðanes kom af veiðum snemwa í morgun með ágætan afla — nær fullfermi. — sem verður frystur.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.