Austurland


Austurland - 06.04.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 06.04.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 6. apríl 1956. Austanrok í Hamri Hermangarar á undanhaldi Uriglingafræðarinn Oddur A. S gurjónsson var ekki iðjulaus ur.n páskahelgina, Hann hristi af sér slenið og gaf Hamar út. En ekki ber blaðið vott um kristilegt hugarþel ritstjórans um hátíð- arnar. Orðbragðið er eins og það gerist verst hjá götustrákum og er það raunar ekkert nýtt úr þess- ari átt. Hamar hefur ekki komið út í heilt ár, ef undan er skilið blað, sem út kom um áramótin. Oddur hefur ekki séð ástæðu til að taka svari alþýðunnar í þeim stórátök- um, sem undanfarið hafa orðið. Ilann hefur ekki séð ástæðu til að taka upp hanzkann þegar ríkis- valdið hvað eftir annað hefur ráð- izt gegn hagsmunum fólksins. En ef eitthvað skeður austur í Rússíá, sem nota mætti til að hallmæla þeirri þjóð er þar býr, þá hvín austanrokið í tálknunum! á Oddi og vindgangurinn birtist sem furðulegur þvættingur á síð- um Hamars. Oddi ferst ekki að tala um að aðrir séu fjarstýrðir, því hann er það sjálfum í ríkum mæli. Honum ferst heldur ekki að tala um að aðrir séu línudansarar, því sjálfur er hann mikill línu- dansari. Og línan sem hann dans- ar eftir er vissulega frá Moskva. Aðeins fer hún fyrst um greipar áróðurssmiðju auðvaldsins. Þetta páskablað Hamars er að meirihluta grein, sem nefnist „Skipbrot kommúnismians". Er því þar haldið fram að kommún- isminn sem þjóðmálastefna sé búinn að vera. Oft hafa skriffinn- ar afturhaldsins haldið þessu sama fram, en jafnoft hefur þetta reynzt lýgi. Og allir sem vita vilja, vita að í dag er kommún- isminn öflugri en nokkru sinni fyrr. Og það hefur áreiðanlega engin áhrif þó Oddur lýsi því yfir á degi hverjum að hann sé búinn að vera. Oddur er í ríkum mæli þeim hæfileika gæddur, að geta lokað sig inni í sinni eigin kráku- skel og skapað sér sinn eigin hugnjyndaheim, sem er víðsfjarri staðreyndum daglegs lífs. En þótt svo sé breytir það ekki gangi lieimsmálanna. Austurland sér enga ástæðu til að elta ólar við fúkyrðavaðal Hamars og heimspekilegar vanga- veltur. Það sér heldur ekki ástæðu til að gefa út neinar yfirlýsingar um utanríkismál. Hér í blaðinu hefur jafnan verið gert lítið að því að ræða um er- lenda atburði. Ekki vegna þess, að þeir séu ekki allrar athygli verðir, heldur er ástæðan sú, að þetta litla blað vill heldur helga íslenzkum málum sitt takmark- aða rúm. Sósíalistaflokkurinn hefur held- ur enga ástæðu til að gefa út neina yfirlýsingu um þinghald rússneskra kommúnista né held- ur orð þau, sem höfð eru eftir rússneskum leiðtogumi um Stalín. Sósíalistaflokkurinn er fiokkur íslenzkrar alþýðu og engum háður nema henni, þótt hann vissulega hafi samúð með viðleitni allra þeirra sem berjast fyrir því, að gera samfélagshugsjón sósíalism- ans að veruleika. Flokkurinn stendur engum öðrum en íslenzkri alþýðu reikningskap gerða sinna og tekur ,ekki við fyrirskipunum frá öðrum en henni, þó jafnt og þétt sé reynt að kaldhamra þá þjóðlygi inn í hugskot alþýðunnar, að flokkurinn lúti valdi Rússa. Væntanlega lifir Hamar nú að þessu sinni fram yfir kosningar. En þar sem svo er að sjá að Al- þýðuflokksmönnum hér verði skipað að kjósa Framisókn, verð- ur blaðið líklega málgagn þess flokks. Getur Oddur þá þjónað Framsókn í sátt og samlyndi við aðra slíka krata, en þarf ekki að laumast til að svíkja sinn flokk eins og síðast. Seyðíirðingar kaupa tvo báta Vélbáturinn Svanur frá Djúpa- vogi hefur nú verið seldur til Seyðisfjarðar. Eigendur hans eru nú Þorsteinn Jónsson og Olfur Ingólfsson. Þá hefur Aðalbjörn Haraldsson látið smíða 8 lesta bát á Akureyri. Austfirðingur h.f. kaupir Keflvíking Togarinn Keflvíkingur, sem leg- ið hefur í heilt ár í höfn, hefur nú verið seldur hlutafélaginu Aust- firðingur, sem er togaraútgerðar- félag Eskfirðinga, Reyðfirðinga og Fáskrúðsfirðinga. Mun skipið kosta um 5 millj. kr. Eins og gefur að skilja þarf skipið mikilla viðgerða við eftir að hafa legið svona lengi aðgerð- arlaust. Þó gera menn sér vonir um að viðgerðin taki ekki nema mánuð. Heimahöfn skipsins verður Eskifjörður. Austfirðíngur kom af veiðum um miðja viku með 150 tonn af saltfiski, sem landað var á Reyðarfirði og um 25 tonn af nýjum fiski, sem land- að var á Eskifirði. Þórður Sigurðsson, sem frá upp- hafi hefur verið skipstjóri á Aust- firðingi, hefur sagt starfi sínu lausu. - Allt frá því að þríflokkarnir af- hentu Bandaríkjamönnum her- stöðina á Reykjanesskaga hefur Sósíalistaflokkurinn barizt af öll- um mætti fyrir uppsögn hernáms- samningsins. En flokkarnir, sem að þeirri samningsgerð stóðu, hafa til þessa ekki mátt heyra á það minnzt. Frumvörp sósíalista hafa þing eftir þing verið látin daga uppi. En barátta Sósíalistaflokksins hefur nú borið sýnilegan árangur. Almenningsálitið í landinu er nú, vegna þessarar baráttu, orðið svo andstætt hernáminu, að Alþýðu- flokkurinn og Framsókn hafa ekki þorað að ganga til kosninga, nema gera eitthvað í málinu. Því sam- þykktu þeir, ásamt sósíalistum, þingsálykitunartillögu þar sem lagt var fyrir ríkisstjórnina að krefjast endurskoðunar hernámls- samningsins og segja honum upp, ef vissar kringumstæður væru fyrir hendi. Þessi samþykkt Alþingis er ein- hver þýðingarmesti sigur sem Sósíalistaflokkurinn nokkru sinni hefur unnið. En það ber að hafa í huga, að kosningar eru í nánd og hætt er við að hin fögru fyrir- heit verði svikin eftir kosningar. Þess vegna verða allir hernáms- andstæðingar að reka þann flótta sem brostinn er í lið hernáms- sinna. Og sá flótti verður bezt rekinn með því að efla til áhrifa þá, sem jafnan hafa af einurð og festu barizt. gegn öllu afsali lands- réttinda. Samþykkt Alþingis hefur vakið mikla athygli erlendis og ber mik- ið á því, að hún sé talin stór sigur fyrir utanríkisstefnu Rússa. Hugs- ið ykkur! Framsókn og kratar eru um allan heim taldir ganga erinda Rússa! Það má vel vera, að þessi sami- þykkt sé sigur fyrir Rússa. Það skiptir Islendinga engu máli. En það sem máli skiptir er, að þetta er sigur hins íslenzka málstaðar, sigur allra þeirra, sem barizt hafa fyrir því að endurheiinta Island úr tröllahöndum. En minnizt þess, íslendingar, að þetta er ekki fullnaðarsigur. Það er hægt að svíkja þetta eftir kosningar eins og svo margt annað. Fullnaðar- sigur getum við aðeins unnið með því að auka sem mest áhrif þeirra, sem alltaf hafa barizt gegn her- -náminu. Það gerum við við kjör- borðið í vor. En annars er Ijóst hvað Fram- sókn hugsar sér að vinna með þessu. Hún ætlar að svæfa óá- nægju flokksmanna sinna, en hún var orðin flokknum hættuleg og í öðru lagi hugsar hún þetta sem sterkan leik gegn þjóðvörn, en þjóðvörn getur orðið Framsókn hættuleg í fáeinum kjördæmum, jafnvel þótt hún fái ekki nema 5—10 atkvæði. Engu skal um það spáð hvern- ig tekst að sætta hina óánægðu Framsóknarmenn við flokkinn, en hitt er ekki ólíklegt, að þjóð- vörn hafi verið greitt rothögg, hafi hún ekki verið sjálfdauð fyr- ir. Þjóðvarnarmenn eru að „missa glæpinn11 og þá eru þeir búnir að vera. En full ástæða er til tortryggni. í þann mund sem þingmenn Fram- sóknar voru að samþykkja þetta, undirritaði utanríkisráðherra Framsóknar samning sem heimil- aði Bandaríkjamönnum að byggja höfn til hernaðarþarfa f Njarðvík fyrir hundruð milljóna króna. — Það lítur því svo út,_a.ð fyrirfram sé ákveðið að halda hernáminu áfram og það verður áreiðanlega gert, ef landsmenn ekki fylkja sér um bandalag alþýðunnar. Nema svo sé að Framsókn og kratar séu gengnir úr vistinni hja Bandaríkjamönnum og komnir i vinnumennsku hjá Riissum. Ekki þarf nú annað til en að Rússar bjóði betur. En landsmenn frábiðja sér allt herlið og vígvélar hvaðan sem það er komið. Or bnuin Hjónaband. Laugardaginn 31. marz voru gefin saman í hjónaband í Norð- fjarðarkirkju ungfrú Guðrún Árnadóttir verzlunarmær, Bræðra- horgarstíg 19, Reykjavík og Sveinn H. Sveinsson, skipasmiður frá Blómsturvöllum hér í bae. Séra Ingi Jónsson framkvæmdi hjónavígsluna, Staða sjúkrahússlæknis auglýst. Auglýst hefur verið laus til um* sóknar staða sjúkrahússlæknis við sjúkrahús Neskaupstaðar. Um- sóknarfr-estur er til 30. júní. Séra Ingi Jónsson sækir uni Hvanneyri. Sóknarpresturinn hér, séra Ing' Jónsson, hefur sótt um Hvann- eyri í Borgarfirði. Hann hefur áð- ur þjónað þessu prestakalli. Séra Ingi mun fara suður á næstunni í sambandi við umsókn sína. Aðrir umisækjendur um Hvanneyri ern séra Fjalar Sigurjónsson í Hrísey og Guðm. Þorsteinsson, kand. theol.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.