Austurland


Austurland - 04.05.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 04.05.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 4. maí 1956. AUSTURLAND 3 Skrumauglýsing hræðslubandalagsins Framhald af 1. síðu. andstöðuflokkum íhaldsins ein- mitt um þetta efni og fleiri mál- efni dreifbýlisins. Það er sök Fram sóknarflokksins að það náði ekki fram að ganga. Og Framsókn felldi breytingartillöjju sósíalista við hið að endemum fræga „jafn- vægis“-frumvarp Gislanna, þess efnis að ráðizt skyldi í að fjölga togurum. Hinsvegar samþykkti hún að gera út þá togara, sem hún felldi að láta kaupa eða smíða. Lokakafli þessa plaggs fjallar Um utanríkismál og þá fyrst og fremst hemám íslands. Hafa þess- ir flokkar, sem báðir bera ábyrgð á hernáminu, nú loks uppgötvað, að til sé yfirlýsing hernámsþjóð- arinnar eða þjóðanna ,,um að eigi skuli vera erlendur her á íslandi á friðartímum". — Þetta áttu þeir nú að vita fyrr, svo oft er búið að vekja athygli þeirra á því. En gott væri að mega treysta því, að sinnaskipti hefðu átt sér stað hjá þessum herleiðingarpostulum. Þá er það tryggt, að hinum niður- lægjandi hernámssamningi verður Sagt upp, því ekki stendur á Al- þýðubandalaginu til þeirra hluta. Meira er ekki unnt að týna til að svo stöddu úr gjansmynda- safni hræðslubandalagsins. Óhreinu börnin hennar Evu Stejfnuskrá hræðslubandalagSrj ins er ekki merkileg fyrir það sem 1 henni stendur. Það eru bara Venjuleg kosningaloforð, sem hafna í glatkistunni að kosning- um loknum. Hún er fyrst og fre<mst merkileg fyrir það sem ekki stendur í henni. Hvergi er á það minnzt að varð- veita gengi krónunnar eða að koma í veg fyrir vöxt dýrtíðarinn- ar. Gengislækkun er líka „bjarg- ráð“ Framsóknarflokksins. En Það þykir ekki heppilegt að flíka Því fyrir kosningar. Hvergi er á það minnzt, að létta þurfi á alþýðu drápsklyfjum tolla og skatta. Eysteijii þykir Vænt um skattana sína. Þá vill hann ekki láta skerða. Hvergi er á það minnzt, að út- rýma skuli þeirri svívirðilegu stjórnmálaspillingu, sem náð hef- Ur að þróast í skjóli Eysteins- Thors-stjórnarinnar og sem aug- Ijósast birtist i hinni frægu helm- úigaskiptareglu. Hvergi er á það minnzt, að Svipta þurfi olíuhringana gróða- aðstöðunni, sem þeir nú hafa og n°ta vægðarlaust. Gleymt er hið kelga mál Alþýðuflokksins um olíueinkasölu ríkisins. Hvergi er á það minnzt, að létta þurfi af útveginum blóðsugum þ°im, er sjúga úr honum merg og NorðfjarSarbió IMeð söng í hjarta : Stórfengleg músikmynd er • sýnir sögu amerísku söngkon- « unnar Jane Froman. Aðalhlutverk: Susan Hayword. Sýnd laugardag kl. 9. Sýnd sunnudag kl. 3. Síðasta sinn. 24 tímar Framúrskarandi góð, ný, * dönsk stórmynd, gerð eftir ■ samnefndri sögu eftir R. Joli- ■ vet. Myndin hefur fengið frá- ■ bæra dóma í dönskum blöðum, ■ er telja hana stórsigur fyrir ■ danska kvikmyndalist. Sýnd sunnudag kl. 5. Götuhornið j Afarspennandi og vel gerð j brezk lögreglumynd, er sýnir j m. a. þátt kvenlögreglu í hjálp- : arstarfi brezku lögreglunnar. Sýnd sunnudag kl. 9. blóð. Olíuhringarnir skulu áfram hafa aðstöðu til að mergsjúga út- gerðina. Sömuleiðis fiskútflytj- endur og innflytjendur ýmissa út- gerðarnauðsynja að ógleymdum bönkunum. Væri þetta okurstarf fyrir- byggt, væri það haldbærasta ráð- ið til að rétta hlut útvegsins og bæta kjör sjómanna. Enginn maður með nokkurn veginn óbrjálaða dómgreind læt- ur blekkjast af plaggi þessu. Það er siður veiðiþjófa að breiða yfir nafn og númer, þegar þeir veiða í landhelgi. Tilburðir Framsóknarmanna, og raunar krata líka, eins og þeir birtast í skrumauglýsingu þess- ari, minna of mikið á þetta bragð veiðiþjófanna til þess að nokkur maður, sem á annað borð hefur augun opin, láti blekkjast af þeim. Fliigvallarstæði athugað Verkfræðingur frá flugmála- stjórninni og aðstoðarmaður hans eru nú staddir hér í bænum og athuga skilyrði til að gera flug- braut á Leirunni fyrir botni fjarð- arins. Fyrir samgöngumál Norðfirð- inga hefur flugvöllur mikið gildi. Við höfum fundið fyrir því í vetur í samgönguleysinu, að hafa ekki flugvöil. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að bygging flug- vallar verði hafin, ef skilyrði til þess reynast viðunandi. Flugvallarmálið verður nánar rætt hér í blaðinu innan skamms. Tilkpn!n8 um bótagreiðslur almannatrygginganna árið 1956. Bótatímabil almannatrygginganna ier frá 1. jan. s. 1. til ársloka. Lífeyrisupphæðir á fyrra árshelmingi eru ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bótum síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða til skerðingar bótarétti, verður skerðing lífeyris árið 1956 miðuð við tekjur ársins 1955, þegar skattframtöl liggja fyrir. Sækja þarf á ný um allar bætur skv. heimildarákvæðum almanna- tryggingarlaganna fyrir 25. maí n.k. í Reykjavík til aðalskrifstofu Tr.st. ríkisins, en úti um land til umboðsmanna stofnunarinnar, Til heimildarbóta teljast, hækkanir á lelli- og örorkulífeyri, hækk- anir á lífeyri til munaðarlausra barna, örorkustyrkur, ekkjuiífeyr- ir, makabætur og bætur til ekkla vegna barna, Með hinum nýju almannátryggingalögum nr. 24 frá 1956 verða nokkrar breytingar á bótum og bótarétti. Athygli er vakin á eftir- farandi, sem kom til framkvæmda hinn 1. april s. 1.: 1. Mæðralaun einstæðra mæðra jafngilda nú % óskerts ellilífeyris fyrir hvert barn umfram eitt, þó aldrei hærri en ellilífeyrir ein- staklings. Heimilt er að lækka eða fella niður mæðralaunin ef ástæður móður eru svo góðar, að hún þurfi þeirra ekki með. 2. Fjölskyldubætur falla niður fyrir 2. barn í fjölskyldu og greiðast nú aðeins ef börn eru 3 eða fleiri. 3. Ekkjur og aðrar mæður, sem misst hafa vegna giftingar rétt til barnalífieyris almannatrygginganna, öðlast nú aftur þennan rétt. Mæður þessar þurfa að sækja á ný og leggja fram tilskilin skil- ríki með umsóknum sínum. 4. Þær takmarkanir, sem gilt hafa um greiðslu bóta, ef bótaþegi hefur haft aðrar tekjur, breytast verulega. Er því rétt, að fólk á lífeyrisaldri, aðrir en þeir, sem njóta lífeyris úr viðurkenndum sérsjóðum, láti athuga bótarétt sinn með tilliti til lagabreyting- anna 1956. Áríðandi er að örorkustyrkþegar sæki fyrir tilsettan tíma, þar sem ella er óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er verja má í þessu skyni, er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vóttorð skulu fylgja umsókn- um, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til tryggingasjóðs, skulu sanna með tryggingaskír- teini sínu eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skil- víslega. Vanskil geta varðað skerðingu eða missi bótaréttar. Umsóknir um aðrar tegundir bóta, svo sem fæðingarstyrk, sjúkra dagpeninga og ekkjubætur, svo og allar nýjar umsóknir um lífeyri eða fjölskyldubætur verða afgreiddar á venjulegan hátt, enda hafi umsækjandi skilvíslega greitt iðgjöld sín til tryggingasjóðs. íslenzkar konur, sem gifzt hafa erlendum mönnum, geta öðlazt rétt til barnalífeyris frá Tryggingast. þótt þær hafi misst ísl. ríkis- borgararétt, ef eiginmenn þeirra hafa fallið frá, yfirgefið þær eða skilið við þær, enda dvelji þær með börnin hér á landi og njóti ekki lífeyris eða meðlags annars staðar frá. Norðurlandaþegnar, sem búsettir eru hér á landi, eiga samkvæmt milliríkjasamningum bótarétt til jafns við íslendinga, ef dvalartími þeirra og önnur skilyrði, sem samningarnir tilgreina, eru uppfyllt. Þó verður bótaréttur þeirra ekki jafn að því er tekur til mæðra- launa, ekknabóta, ekklabóta, endurkræfs barnalífeyris og sjúkra- dagpeninga og fjölskyldubóta að því er danska ríkisborgara varðar, fyrr en Norðurlandasamningur um félagslegt öryggi tekur gildi, sem væntanlega verður síðar á þessu ári og þá verður sérstaklega skýrt frá opinberlega, íslendingar, sem búsettir eru í einhverju Norðurlandanna, eiga gagnkvæman rétt til greiðslu bóta í dvalarlandinu. Athygli er vakin á, að bætur úrskurðast frá fyrsta degi þess mánaðar, sem umsókn berst umboðsmanni, enda hafi réttur til bótanna þá verið fyrir hendi. Þeir, sem telja sig eiga bótarétt, dragi ekki að senda umsóknir sínar, þar sem bótaréttur getur fyrnzt að öðrum kosti. Munið, að greiða iðgjöld til tryggingasjóðs á tilsett- um tíma, svo þér haldið jafnan fullum bótaréttindum. Reykjavík, 25. apríl 1956. Tryggingastofnun ríkisins. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■»■•■■■■■■4■■*■■■■■»■*■■■■■■■■■■

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.