Austurland


Austurland - 04.05.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 04.05.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað 4. maí 1956. Alhugasemd Herra ritstjóri. 1 blaði yðar 13. þ. m. birtust greinar tvær um veitingu skatt- síjóraembættisins í Neskaupstað og er mín minnst þar að nokkru. Ekki hirði ég um að leiðrétta allar þær rangfærslur og blckk- ingar, sem saman er þjappað í greinum þessum, en vildi þó biðja yður að leiðrétta eftirfarandi í blaði yðar. 1) Það mun ósatt að skatt- stjórastarfið hafi verið veitt og hefur því blað yðar talið sig geta „syndgað upp á náðina“ með fullyrðingum um, að ég hafi verið skipaður í starfið. 2) Þess er réttilega getið, að ég hafi fengið leyfi frá störfum við Eiðaskóla vegna dvalar erlendis, en þess gleymdist að geta, að ég hef þá greitt af mínum launum þeim, er kennslu hefur sinnt í fjarveru minni. Varla verður því talið, að leyfi án launa geti bundið skyldu- eða átthagafjötra. 3) Blaðið upplýsir, að umboðs- menn mínir hafi leitað eftir hús- næði til kaups og talið verðið skipta litlu. Ögætilegt og illa til- fundið er það að vejkja- niður- jöfnunarnefnd falskar vonir. Þá vildi ég vænta þess, að þér sneruð geiri yðar gegn mér, en hélduð föður mínum utan við þessi mál. Ég er það aldinn, að hann ber ekki meiri ábyrgð á mér eða mínum gerðum, e,n þeir Jósiep, Þórður, Ólafur og Þorleifur á sínum sonum. Virðingarfyllst Vilhjálmur Sigurbjörnsson. Athugasemd við athugasemd Það leynir sér ekki, að skatt- stjóranum á ísafirði hefur sviðið ekki svo lítið undan þeim mein- lausu orðum, sem til hans var beint í blaði því, sem hann gerir að umtalsefni. Ekki var þó mikil ástæða til þess, því ádeilunni var beint til húsbóndans. Skattstjórinn kveðst ekki hirða um að leiðrétta allar þær blekk- ingar og rangfærslur, sem í blað- inu séu, en þrennt (væntanlega það mikilsverðasta) vill hann láta leiðrétta. 1. Að rangt sé frá því skýrt, að skattstjóraembættið hafi verið veitt. — Embættið var ekki form- lega veitt, en þó veitt og auglýsing þess aðeins formsatriði. 2. Að enda þótt skattstjóri hafi fengið leyfi frá kennslu við Eiða- skóla, hafi hann sjálfur greitt staðgengli sínum. Hinu gagnstæða hefur ekki verið haldið fram hér í blaðinu, en hitt stendur óhaggað að skólinn naut ekki þeirrar við- bótarmenntun sem skattstjóri mun sjálfsagt hafa aflað sér, en einmitt á þeirri forsendu mun leyfið hafa verið veitt. 3. Að ógætilegt sé og illa til- fundið að vekja niðurjöfnunar- nefnd falskar vonir í sambandi við tilraunir skattstjórans til að festa kaup á húsi hér. Þetta er gáta, sem ég fæ ekki ráðið og hef ég þó verið fullan áratug í niðurjöfnun- arnefnd og lengi formaður henn- ar. Mun hér vera um að ræða ein- hver æðri skattavísindi, sem venjulegir dauðlegir menn fá ekki skilið. Þá mælist skattstjórinn til þess, að ég beini geiri mínum að hon- um, en haldi föður hans utan við þetta mál. — Ég hef engum geiri Barnaskólanum var sagt upp 30. apríl. Skólann sóttu alls 178 börn en prófi luku 169, þar af 28 barnaprófi. Próf fóru fram dagana 21.—26. apríl. Prófdómarar voru þau frú Anna Ingvarsd., séra Ingi Jónsson og Stefán Þorleifsson íþróttakennari. Tveir yngstu árgangarnir, 7 og 8 ára, voru í þrem bekkjardeild- um, en aðrir árgangar, 9—12 ára, ein bekkjardeild hver, þannig að bekkjardeildirnar voru alls 7. Hér verður getir nokkurra hæstu aðaleinkunna: 7 ára börn: 1. Guðrún Magnúsd. 5.0 2. Hafdís Jónsdóttir 4.8 3. Halldóra Axelsdóttir 3.9. Meðaleink. 7 ára barna 2.77. 8 ára börn: 1. Stefanía Stefánsdóttir 5.00. 2. —4. Guðný Óskarsd. 4.9 Hákon Aðalsteinss. 4.9 Steinunn Þorsteinsd. 4.9. Meðaleink. 8 ára barna 3.8. 9 ára börn: 1. Björn Magnússon 7.2 2. Ingi T. Björnsson 6.8 3. —5. Ásrún Davíðsd. 6.3 Hlín Aðalsteinsd. 6.3 Sigr. Birna Rockley 6.3. Meðaleink. bekkjarins 4.98. 10 ára börn: 1.—2. Steinunn L. Aðalst. 7.8 Sveinn Sveinbjörnss. 7.8 3,-—4. Hallveig Björnsd. 7.4 Kristín B. Jónsd. 7.4. 5. Skúli Magnússon 7.3. Meðaleink. bekkjarins 6.23. 11 ára börn: 1. Ragna Ólafsd. 9.1 ág. 2. Magnús Gunnarss. 8.6 beint gegn Vilhjálmi Sigurbjörns- syni, þó hann haldi það. I greinum þeim, sem virðast hafa komið róti á sálarró hans er aðeins veitzt að fjármálaráðherra. Hinsvegar er ekki ósennilegt að ég eigi eftir að beina geiri mínum gegn Vil- hjálmi, ef Eysteinn þá ekki svíkur hann á embættinu og ekki sýnist mér ég hafa ástæðu til að kvíða þeirri viðureign. Um Sigurbjörn á Gilsárteigi, kunningja minn, hef ég ekkert ljótt sagt, nema ef það skyldi teljast illmælgi að kalla hann Framsóknarmann. Ég sagði að hann vildi koma sonum sínum til manns og það sagði ég honum til lofs en ekki lasts. Það vilja allir góðir feður. En kannski leyfðist mér að biðja Vilhjálm að halda föður mínum, sem legið hefur í gröf sinni í full 30 ár, utan við þetta skattstjórabrask. B. Þ. 3. Ágúst Guðröðarson 7.6 4. María Þorgrímsd. 7.4. Meðaleink. bekkjarins 6.22. 12 ára börn, barnapróf: Aðaleink. 8 eða meira: 1. Sigrún M. Magnúsd. 9.1 ág. 2. Hildigunnur Davíðsd. 8.8 3.—4., eink. 8.5: Bergþóra Óskarsdóttir Birna Ósk Bjarnadóttir 5. Ingunn Erlingsdóttir 8.4. 6.—9., eink. 8.3: Guðmundur Oddsson Hjördís Arnfinnsdóttir Jóhann Jóhannsson Óskar Helgason. 10,—-12., eink. 8.0: Annegrét Bergner Garðar Sveinn Árnason Jóhann Bergvin Oddsson. Meðaleinkunn bekkjarins 7.42. Verðlaun hlutu þessi börn: Sigrún M. Magnúsdóttir fyrir hæstu einkunn við barnapróf. Hlaut hún bókina Islenzkar þjóð- sögur og ævintýri, útg. Einars Ól. Sveinssonar. Bergþóra Óskars- dóttir 6. bekk og Ragna Ólafs- dóttir 5. bekk fyrir mestar fram- farir hvor í sínum bekk í lands- prófsgreinum. Hlutu þær einnig bókaverðlaun. (Ur skýrslu skólastj.). F élagsheimilið Vinna er nú hafin við félags- heimilið. Líkan af húsinu verður til sýnis nú um helgina í sýning- arglugga Kaupfélagsins Fram. Ættu sem flestir bæjarbúar að | gera sér ferð þangað og skoða þetta væntanlcga stórhýsi. ÍJr bænum Kirkjan Suiinud. 6. maí: Messa kl. 2. (Bænadagurinn). Uppstigningard.: Barnamessa kl. 11. Afmæli: Jón Einarsson frá Nausta- hvammi varð 90 ára í gær — 3. maí. Hann fæddist á Hólum í Mjóafirði, en hefur átt hér heima frá sex ára aldri, 1872. Jón var kvæntur færeyskri konu, Kristjönu Jacobsen, en hún lézt fyrir ári. Eignuðust þau 3 syni, Einar skipstjóra, Sigurð verkamann og Þorstein sjómann, en hann fórst af slysförum fyrir nokkrum árum. Á heimili hans dvaldist Jón og að honum látnum hjá ekkju hans, Sigríði Elíasdótt- ur. Jón ber hinn háa aldur vel, er beinn í baki og heilsuhraustur og minnugur 'á liðna atburði. Hjónaband: Laugardaginn 28. apríl gaf séra Ingi Jónsson saman í hjónaband ungfrú Grétu Björnsdóttur (Ingvarssonar) og Guðmund Borgar Gíslason, iðnnema, Rvík. Seyðisfjarðarkratar gefast upp Bjóða ekki fram, en styðja Framsókn Á Seyðisfirði býður Framsókn- arflokkurinn fram Björgvin Jóns- son, kaupfélagsstjóra, en Alþýðu- flokkurinn býður ekki fram. Mun mörgum þykja sem Alþýðuflokks- menn á Seyðisfirði leggist heldur lágt með því að hafa engan mann í kjöri og ótrúlegt að þeir séu allir ánægðir með þetta ráðslag- Alþýðuflokkurinn hefur þó oft haft uppbótasæti frá Seyðisfirði og síðasta kjörtímabil sat Eggert Þorsteinsson á þingi sem upp- bótamaður flokksins á atkvæðum Seyðfirðinga. Alþýðuflokkurinn hefur líka við ailar þnigkosning- ar verið miklu stærri en Fram- sóknarflokkurinn í kaupstaðnum. Síðast þegar báðir flokkarnir buðu þar fram, 1949, fékk Fram- sókn 50 atkv. en kratar 123. Hvað verður um Eggert er ekki Ijóst. Verði hann einhversstaðar * 1 2 3 * 5 kjöri mun það í vonlausu kjördæmi en Eggert er hinn eini úr þingbði krata, þegar Hannibal Valdimars- syni er sleppt, sem er í einhverj- um tengslum við verklýðshreyf- inguna. Eftir verða þá embættis- menn bg forstjórar ríkisstofnana. Dálagleg verklýðsforysta það. Með þessu hafa kratar á Seyðis- firði viðurkennt sig yfirunna af Framsókn. Uppsögn barnaskólans

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.