Austurland


Austurland - 11.05.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 11.05.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 11. maí 1956. AUSTURLAND 3 Togararnir Goðanes kom af veiðum s. 1. föstudag með 286 tonn af fiski. Að löndun lokinni fór skipið til Færeyja þar sem það lá í nokkra daga svo Færeyingarnir, sem á skipinu eru ættu þess kost að dvelja heima í nokkra daga. Einnig voru fleiri Færeyingar ráðnir á skipið. Skipið kom í dag úr Fær- eyjaförinni og heldur bráðlega til Grænlands og veiðir í salt. Austfirðingur landaði í vikunni á Eskifirði 60 tonnum af saltfiski og 120 tonnum af nýjum fiski. -— Skipið er nú í Færeyjum en fer bráðlega á Grænlandsmið. Isólfur landaði á Seyðisfirði í vikunni 114 tonnum af saltfiski og 100 tonnum af nýjum fiski. —• Isólfur er farinn á Grænlandsmið. Rafmagnsverð hækkar Bæjarstjórn hefur að tillögu rafveitustjórnar samþykkt breyt- ingar á gjaldskrá Rafveitunnar. Hafa breytingarnar í för með sér talsverða verðhækkun. Rafmagn til almennra heimilisnota hækkar Ur 85 aurum í 95 aura og aðrir gjaldskrárliðir tilsvarandi. Verðhækkun þessi stafar af rnikilli verðhækkun á olíum í vetur. Framboð Alþýðubandalagið hefur nýlega tilkynnt þessi framboð: Siglufjörður: Gunnar Jóhanns- son, alþm. og formaður Verka- mannafélagsins Þróttar. Mýrasýsla: Páll Bergþórsson, veðurfræðingur. Vestur-Skaftafellssýsla: Einar Gunnar Einarsson, héraðsdóms- lögmaður. Umferðarnefnd Bæjarstjórn hefur skipað ÞHggja manna nefnd til að gera tillögur um umferðamál bæjar- ins. Umferð er orðin mjög mikil í bænum og nauðsynlegt að koma t>etri skipan á umferðamálin. M. a. má benda á, að rétt mun að láta Strandgötu hafa aðalbrautarrétt- indi og jafnvel að fyrirskipa ein- stefnuakstur á Kvíabólsstíg og Stekkjargötu. I umferðarnefnd eru: Jón L. Baldursson, bifreiðaeftirlitsmaður °g bílstjórarnir Jón Finnsson og Guðgeir Jónsson. Flugvöllur í Norðfirði Frarnhald af 1. síðu. Flugmálastjóri staðhæfir, að engin von sé til að hægt verði að byrja á framkvæmdum í Norðfirði nema sérstök fjárveiting fáist. I því sambandi er rétt að geta þess, að fjárveitingin til flugvalla var hækkuð um 1 millj. og væri ekki óeðlilegt að einhverjum hluta þeirrar fjárveitingar verði varið til Norðfjarðarvallar. En við getum ekki búið árum saman við ríkjandi ófremdar- ástand í samgöngumálunum. Flug- völlinn verðum við að fá sem fyrst. En varla er í verulegar fram- kvæmdir leggjandi með minna fé en 300—400 þús. kr. Nú er það svo, að ríkissjóður á að kosta flugvallargerð að öllu leyti, en framlög hans hafa verið svo nánasarleg, að ýms sveitarfé- lög hafa útvegað bráðabirgðalán til framkvæmda. Og þá er að at- huga hvort þetta er hægt hér. Líklegt má telja, að ríkið legði fram á þessu ári 100 þús. kr. Bærinn mundi lána fram á næsta ár vinnu véla sinna og ekki væri óhugsandi að bílstjórar sæu sér fært að lána nokkurn hluta vinnu sinnar fram á næsta ár, en mikil bílavinna verður við að gera grjót- garðana yfir Leiruna. Mætti hugsa sér að þetta hvort tveggja gæti numið 100 þús. kr. — Þá þyrfti bærinn að eiga kost á 150—200 þús. kr. láni, sem tekið yrði til þessara framkvæmda. Lánið skuld bindi flugráð sig til að greiða á tilteknum degi næsta ár. Ef tekizt gæti að koma verkinu á nokkum rekspöl, er tryggt að ekki verður við það skilizt fyrr en því er lokið, en flugvallargerðin mun alltaf taka ein þrjú ár, ef framlag ti;l þessara manpvi'rkja verður ekki hækkað til muna. Það, sem sérstaklega mælir með því að flugvöllur sé gerður í Norð- firði, er þetta: N orSfjarSarbió Götuhornið Afarspennandi og vel gerð brezk lögreglumynd, er sýnir m. a. þátt kvenlögreglu í hjálp- arstarfi brezku lögreglunnar. Sýnd laugardag kl. 9. Eldur í æðum Amerísk kvikmynd í litum. Aðalhlutverk: Tyrone Power. Sýnd sunnudag kl. 3. Njósnarinn Cicero Mjög spennandi amerdsk mynd frá 20th. Century Fox, byggð á sönnum viðburðum af frægustu njósnamálum síðari tíma. Sýnd sunnudag kl. 5. Síðasta sinn. Dætur götunnar (Girls in the Night.) Sýnd sunnudag kl. 9. i Trillubátar tU sölu ■ ■ : Vil selja tvo trillubáta. — i Tækifærisverð. Haraldur Hjálmarsson, Neskaupstað. Til sölu Hef til sölu barnakerru með j kerrupoka. Upplýsingar gefnar í síma j 132. Dömur! Úrval af sumarhöttum ný- j ■ ■ komið. ■ ■ ■ Lína Jónsdófcíir. Aðalfundur ■ ■ ■ 2 ■ Pöntunarfélags alþýðu verður haldinn í bíóhúsinu þriðjudag- : inn 22. maí kl. 9. ■ ■ DAGSKRÁ: ■ ■ Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Alvinna ■ ■ ■ Háseta vantar á v. b. Magnús Marteinsson sem verður gerð- i ur út á hringnót í sumar. Bátur og veiðarfæri allt nýtt. Upplýsingar gefur Sigfinnur Iíarlsson. 1. Norðfjörður er ver settur með samgöngur en nokkurt ann- að byggðarlag. 2. Mikið athafnalíf er á Norð- firði og þarf hann því á örum og öruggum samgöngum að halda. 3. Egilsstaðavöllur er lokaður Norðfirðingum 8 mánuði árlega að jafnaði og erfiðleikar samfara því að nota hann hina 4. Fleiri rök mætti til týna. Flugvöllur í Norðfirði mundi verða samgöngumiðstöð fyrir 3 sveitarfélög, Neskaupstað, Norð- fjarðarhrepp og Mjóafjarðar- hrepp með samtals 1500—1600 íbúa. Auk þess er miklu hagstæð- ara fyrir Eskfirðinga og Helgu- staðahreppsbúa að nota þennan völl en Egilsstaðavöll og má bú- ast við að hann verði miklu meira notaður af íbúum þessara hreppa, Þökkum samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Tómasar J. Zoéga sparisjóðsstjóra. Steinunn S. Zoéga og börn. ------------------------—----------------------------------------------> Alúðarþakkir færi ég öllum þeim, sem á einhvern hátt minntust mín á níræðisafmæli mínu 3. maí s. 1. Jón Einarsson. f •srsrvr'^N*>r>rvr>rsrvrvrsr>r>rvrvrvrr\r^r>rvr>rvr^rvr>rv<rrvrvrsrvr>rsrvrvrsrsrvrvr^rvrvrvr>r>r>rvr\rvr>rsrvr>r>rvr>rvrvrvrsrJ> I-----—---------------------------------------------------------------- Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra sem heiðruðu mig á sjötugsafmæli mínu heim heimsóknum, gjöfum og á annan hátt. Kristján Eyjólfsson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.