Austurland


Austurland - 11.05.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 11.05.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 11. maí 1956. U nglinga vinna vinnuskóli j Ansturland ■ 5 Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. [ B ■ ■ Kemur út einu sinni í viku. : ■ ■ Lausasala kr. 2.00. : Árgangurinn kostar kr. 60.00. | ■ Gjalddagi 1. apríl. NESPRENT H-P ........................ Tryggið vinstri stjórn Islenzk alþýða á margt sameig- iginlegt þó henni andstæð öfl liafi komið ár sinni það vel fyrir borð, að hún hefur ekki náð að sam- eina krafta sína velferðarmálum sínum til framdráttar. En augu alþýðufólksins er nú sem óðast að opnast fyrir því hver óvinafögnuður sundrung hennar er. Og þessi vaknandi skilningur birtist í hinum ágætu viðtökum, sem Alþýðubandalagið hefur feng- ið og kosningarnar í sumar munu sanna, að augu fólksins eru að opnast. Og þann dag, sem alþýð- unni verður sá einfaldi sannleik- ur ljós, að hagsmunalega og skoðn analega er hún í raun og veru ein heild og á að standa saman, er lokið völdum afturhaldsins á Is- landi. Það er von íslenzkrar alþýðu, að upp úr næstu kosningum verði vinstri stjórn í landinu. Og vissu- lega er mikil ástæða til að vænta þess. Þegar er auðséð, að Alþýðu- bandalagið fær mikið fylgi í kosn- ingunum' og verður án nokkurs efa næst stærsti flokkurinn hvað atkvæðamagn snertir. Og einmitt við styrk Alþýðubandalagsins eru bundnar vonir manna um vinstri stjórn. Framsókn sver nú og sárt við leggur að hún vilji ekkert sam- neyti hafa við íhaldið framar. Samt situr hún enn þann dag í dag með því í ríkisstjórn. Fram- sókn hefur áður svarið af sér allt samneyti við íhaldið fyrir kosn- ingar, en lagzt með því þegar er þær voru afstaðnar. Það er ráðagerð Eysteins og annarra afturhaldspostula Fram- sóknar, að fleyta flokki sínum yfir brim og boða kosninganna með upploginni íhaldsandstöðu og kjaftæði, sem ekkert er meint með, um vinstra samstarf. Og takist að fleyta lekahripi Fram- sóknar nokkum veginn ósködd,- uðu í höfn, á aftur að ganga í eina sæng með íhaldinu og allir vita, hvort sem þeir viðurkenna það fyrir sjálfum sér eða ekki, hvað það þýðir fyrir alþýðuna. Komi Alþýðubandalagið sterkt út úr þessum kosningum, miui Eins og kunnugt er gekkst Nes- kaupstaður fyrir unglingavinnu í fyrrasumar. Umsjón með þeirri vinnu hafði Gunnar Ólafsson, skólastjóri. Hann hefur nýlega látið bæjarstjórn í té umsögn um reynslu sína af þessari vinnu og gert tillögur um fyrirkomulag hennar á þessu sumri. Gunnar segir: „Tvennt var það einkum, sem ég taldi athugavert við fram- kvæmd unglingavinnunnar í fyrra: 1. Of langur vinnudagur. 2. Kaup greitt samkvæmt dag- launataxta. Um fyrra atriðið mætti segja þetta: I fyrra var vinnuvikan 44 stundir eða langt til eins og hjá fullorðnum verkamönnum, og lengri heldur en hjá mörgum stéttum manna. Það var reyndar til mikilla bóta, að þriðju hverja viku var frí .. . Það kom greinilega í ljós, eink- um þegar leið á vinnutímann, að drengirnir voru farnir að þreyt- ast, þeir héldu sig ver að vei’ki og voru beinlínis afkastaminni.. Síðara atriðið er auðvitað ná- tengt því sjónarmiði, hvort líta beri á unglingavinnuna sem upp- eldisatriði eða fjáröflun. Ég þarf varla að taka það fram, að síðara atriðið tel ég ákaflega fráleitt, en því miður gaf tilhögun vinnunnar í fyrra því of mikið undir fótinn. Enginn ber á móti því, að börn og unglingar eiga að vinna, en sú vinna á fyrst og fremst að þjóna tvennum tilgangi, í fyrsta lagi gefa þeim viðfangsefni og í öðru lagi veita þeim kennslu og æfingu í vinnubrögðum bæði til lands og sjávar.. . I nokkrum bæjum hefur ung- lingavinna verið skipulögð um árabil, og þá fyrst og fremst í Reykjavík, þó að hún sé þar kannski smæst í sniðum miðað við íbúafjölda. Siglufjörður er kann- ski sambærilegur við okkar að- stæður og hef ég fengið ágætar upplýsingar þaðan varðandi alla framkvæmd og tilhögun. Einnig hef ég haft fréttir af samskonar unglingavinnu í Hafnarfirði. Hvergi er vinnudagur lengri en 5 Eysteinn ekki treysta sér til að leiða Framsókn enn einu sinni í hús íhaldsins. Þá sér hann hvert stefnir og þorir ekki annað en að ganga til vinstra samstarfs. Aðeins stórsigur Alþýðubanda- lagsins er trygging fyrir vinstri stjórn. Hvert atkvæði, sem greitt er Framsóknarflokknum, stælir hann til að halda áfram íhalds- samvinnunni. Framsóknarflokk- urinn þarf að fá ráðningu í kosn- ingunum. Það er eina ráðið til að koma fyrir hann yitinu. —6 stundir og kaup 25—45 krón- ur á dag. Það þekkist hvergi að greitt sé samkvæmt launataxta verklýðsfélaga. Að fengnum þessum upplýsing- um, en þó fyrst og fremst vegna reynslu minnar af vinnunni í fyrra, vildi ég gera eftirfarandi tillögur um unglingavinnuna á komandi sumri. 1. Unnið verði í tveim flokkum daglega verði eftirspurn svo mik- il, að nauðsyn sé á skiptingu, en ég tel óráðlegt að hafa fleiri en 6—8 í flokki. .. 2. Vinnudagur sé 5—6 stundir, líklegast heppilegast 5 stundir og sé þá unnið frá kl. 7—12 og kl. I— 6 með i/2 tíma hvíld og helzt klukkustundar hvíld, enda sé þá tíminn notaður til munnlegrar fræðslu um þau störf, sem verið er að vinna hverju sinni. 3. Kaup verði kr. 30.00 fyrir II— 12 ára, en kr. 40—45 fyrir 13—14 ára. 4. Verkstjóra sé heimilt að verja a. m. k. einum degi í mán- uði á þann hátt að verða megi unglingunum á einhvern hátt til sérstakrar skemmtunar eða fróð- leiks, svo sem ferðalags eðs skoðunar á vinnustað o. s. frv. 5. Að" því er að verkefnum lít- ur, sérstaklega varðandi sjó- vinnustörf, verði reynt að semja við vinnustöðvar eins og t. d. hraðfrystihúsin og einstaklinga. Greiði þeir aðilar þá kaup ung- linganna, en bærinn greiði ávalt kaup verkstjóra, enda sé fyrst og fremst litið á hann sem kennara“. Bæjarráð hefur fjallað um þetta erindi Gunnars og unglingavinn- una yfirleitt. Féllst það á sjónar- mið Gunnars og samþykkti að á vegum bæjarins skyldi í sumar rekinn vinnuskóli fyrir 12—1A ára drengi. Daglegur vinnutími skal verða 5 stundir og kaup drengja yngri en 13 ára vera kr. 35.00 á dag, en eldri drengja kr. 45.00 á dag. Samkvæmt þessu verður viku- kaup yngri drengjanna 210 krón- ur, eða kr. 7.00 um tímann, en eldri drengirnir hafa kr. 9.00 um tímann, eða kr. 270.00 á viku. Ef við tökum þriggja vikna tíma til samanburðar og liöfum það í huga, að í fyrra var frí þriðju hverja viku, kemur eftir- farandi í ljós: I fyrra var vinnutími þriggja vikna 88 stundir, en nú er gert ráð fyrir að hann verði 90 st. — Miðað við kauptaxta verklýðsfé- lagsins í dag, ættu drengir undir 14 ára að hafa í kaup kr. 8.89, en þeir sem náð hafa 14 ára aldri' kr. 13,68. Mundi þá þriggja vikna kaup í fyrra tilfellinu nema kr. 782.52, en í hinu síðara kr. 1203.84. Nú er hinsvegar gert ráð fyrir að yngri drengir en 13 ára hafi í kaup 630 krónur á þrem vikum, en eldri drengir kr. 810.00. Tilgangur bæjarstjómar með unglingavinnunni var frá upphafi .sá, að fá drengjunum verkefni og forða þeim á þann hátt frá sið- spillandi iðjuleysi og göturápi. Launin hafa frá sjónarmiði bæj- arstjórnar jafnan verið aukaat- riði, en sjálfsagt er þó að greiða drengjunum kaup. Það eykur sjálfsvirðingu þeirra og áhuga. Og þegar að er gætt, er þetta ekki svo lítið kaup fyrir börn. Starfsmaður sjúkra- húss ráðinn Sjúkrahússstjórn hefur ráðið Stefán Þorleifsson til að veita byggingarframkvæmdum forstöðu, koma rekstrinum af stað og veita honum forstöðu. Gildir ráðningin til 1. maí næsta ár. Hefur Stefán vegna þessa fengið ársleyfi frá störfum við sundlaugina, en ann- ast þó sundkennslu þar til annar sundkennari hefur verið ráðinn. Stefán hefur raunar haft með höndum umsjón með byggingar- framkvæmdum að undanfömu og er' þeim málum manna kunnastur. Augljóst er, að byggingarfram- kvæmdimar standa allt þetta ár og eitthvað fram á það næsta. Benda má á, að eftir er með öllu að reisa allstórt hús á spítalalóð- inni. Verður þar þvottahús, geymsla fyrir tvo bíla, líkhús og geymsla. Þá eru og óunnin ýms störf, sem að því lúta að undir- búa rekstur sjúkrahússins. Sjúkra hússstjómin leit svo á, að nauð- synlegt væri fyrsta árið að sam- eina framkvæmdastjórn við bygg- inguna og ráðsmannsstarfið. Næsta vor ætti öllum byggingar- framkvæmdum að verða lokið og reksturinn kominn í fullan gang. Þá ætti líka að hafa fengizt reynsla, sem sker úr um það hvort ráðsmannsstarfið er fullkomið starf, eða hvort fært verður að sameina það einhverju öðru starfi. Eins og áður er getið er hér um bráðabirgðaráðningu að ræða, en næsta vor verður starfi forstöðu- manns spítalans ráðstafað til frambúðar. Bæjarreilmingar afgreiddir Á fundi bæjarstjórnar í fyrra- dag voru reikningar bæjarsjóðs, hafnarsjóðs og rafveitu fyrir árið 1955 endanlega afgreidjdir.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.