Austurland


Austurland - 13.07.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 13.07.1956, Blaðsíða 1
Málgagn sósfalista á Austiirlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 13. júlí 1956. 24. tölublað. Hvað líður myndun vinstri stjómar ? Þessarar spurningar spyr maður fflann um allt Island. Ekkert er nú eins ofarlega í huga þjóðarinnar, nema ef vé;ra skyldi sildv|3iðin(, enda veltur á miklu hvernig úr rætist báðum þessum málum. I stjórnarmyndunarmálinu hef- ur ekkert afgerandi gerzt svo blaðinu sé kunnugt. Viðræður ha’da þó stöðugt áfram milli Al- þýðubandalagsins og Framsóknar- flokksins og eftir því sem bezt er vitað er þar ekki um að ræða neina óyfirstíganlega erfiðleika. Væri ný stjórn líklega þegar tilbúin að taka við ,ef hún þyrfti ekki að leita stuðnings víðar að. Til þess að unnt sé að mynda vinstri stjórn, sem styddist við þingmeirihluta, verður Alþýðu- f'okkurinn að vera aðili að henni. En innan Alþýðuflokksins eru mjög skiptar skoðanir um þátttöku flokksins í ríkisstjórn með Alþýðu- bandalaginu. Enginn efi er á því að allur þorri hinna óbreyttu kjós- enda flokksins eru hlynntir aðild hans að vinstri stjórn. Og innan flokksforystunnar á sú stefna án efa öfluga talsmenn, því ef svo væri ekki, hefði aðild að vinstra samstarfi þegar verið hafnað. En það er ógæfa Alþýðuflokks- ins, að hann er að burðast með nokkra steingjörvinga, sem hafa bitið sig fasta í úreltar og rangar kenningar eins og steinbítur í þóftu. Og því taki sleppa þeir ekki á meðan þeir ekki eru tilneyddir. f’að eru þessir steinbítar, sem valda erfiðleikum Alþýðuflokksins °S gera allt sem þeir orka til að hindra myndun þriggja flokka vinstri stjórnar. Miðstjórn Alþýðuflokksins og þinglið hafa ekki getað sætt hin °hku sjónarmið, sem þar hafa komið fram. Því hefur verið grip- ið til þess ráðs að kalla hér fleiri nienn til. I dag kemur flokksstjórn •^lþýðuflokksins saman til fundar 1 Reykjavík en hana skipa auk miðstjórnarinnar í Reykjavík, Er flokksstjórninni falið að skera úr málinu og er að vonum beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir því hvernig sá úrskurður fellur. En hvað er það, sem þau öfl inn- an Alþýðuflokksins, sem ekki vilja þátttöku í vinstri stjórn, stefna að? í því sambandi er rétt að rifja það upp, að fyrir kosningarnar höfðu talsmenn Alþýðu- og Fram- sóknarflokksins allhátt um það, að ef þeir ekki fengju meirihluta á þingi, mundu þeir mynda minni- hlutastjórn. Er það slík stjórn sem Alþýðuflokkurinn óskar eftir? Ekki hefur það komið fram. Þeir, sem héldu þessari fráleitu kenn- ingu fram fyrir kosningar leituðu eftir því við Alþýðubandalagið, að það styddi slíka stjórn með hlut- leysi. Þeirri málaleitan var um- svifalaust hafnað og síðan hefur ekki verið á minnihlutastjórn minnzt. Öllum, sem skyn bera á þessi mál hefur alltaf verið ljóst, að skrafið um minnihlutastjórn var blekking. Hugsanlegt er að efnt verði til nýrra kosninga í haust, takist ekki að mynda ábyrga ríkisstjórn. Skyldu afturhaldsmennirnir í Al- þýðuflokknum stefna að því að knýja fram nýjar kosningar með þvermóðsku sinni? Ekki sýnist það trúlegt. Það væri dauðadómur fyrir Alþýðuflokkinn, ef hann gengi einn og óstuddur til kosn- inga í haust eftir að hafa komið í veg fyrir myndun vinstri stjórn- ar. En eru þá til fleiri hugsanlegar leiðir ? Já. Það er hægt að endurreisa gömlu ríkisstjórnina og bæta inn í hana ráðherrum frá Alþýðuflokkn um. Og þó Framsókn stæði við það að mynda ekki stjóm með íhaldinu, hefði það og kratar næg- an þingstyrk til að mynda meiri- hlutastjórn eða 27 af 52 þing- mönnum. Það er slík ríkisstjórn, sem steingervingar Alþýðuflokks- I sambandi við flokksstjórnar- fundi Alþýðuflokksins í dag óskar íslenzk alþýða þess eins, að íhalds- sinnarnir verði ofurliði bornir og leið opnuð til að. mynda vinstri stjórn, sem styðst við öruggan þing meirihluta og hefði auk þess að baki öll þýðingarmestu samtök ís- lenzkrar alþýðu. En hverju mundi vinstri stjórn fá áorkað ? — Eru líkur til þess að henni takist að rétta þjóðar-, búskapinn við eftir hina heims- frægu óstjórn og efnahagsmála- stefnu síðasta áratugs? Það er að vísu rétt, að þar þarf að taka til hendinni. Það þarf mik- ið átak til að stöðva og draga úr dýrtíðinni. Það þarf mikið átak til að snúa hjólinu í hina áttina. En þetta er engan veginn ófram- kvæmanlegt, ef vilji er fyrir hendi og fólkið í landinu stendur að baki. Fyrsta og sjálfsagðasta verk-i efni vinstri stjórnar væri að koma í framkvæmd samþykkt Alþingis um uppsögn herverndarsamnings- ins svokallaða. Það mundi draga úr ofþennslunni og beina miklu vinnuafli, sem nú er bundið við þjóðhættulega hervirkjagerð og allskonar þjónustustörf í þágu hins erlenda hers, til þjóðnýtra starfa, sem efla mundu atvinnu- líf landsmanna og auka fram- leiðsluna. Brottför hersins mundi líka mjög draga úr hinni geig- vænlegu spillingu, sem siglt hefur í kjölfar hersins og náð hefur að gegnsýra hugi óhugnanlega Framhald á 3. síðu. Flugvallargerð að hefjast í Norðfirði menn hvaðanæfa að af landinu.ins stefna að. Fyrir nokkrum vikum var frá því skýrt hér í blaðinu, að unnið hefði verið að því að athuga skil- yrði til flugvallargerðar í Norð- firði og að þeirri athugun lokinni hefði af hálfu bæjaryfirvalda hér verið hafizt handa um að útvega fé til framkvæmda, þar sem fjár- skorti var mjög borið við er knúið var á um framkvæmdir. Þetta bar þann árangur, að lof- orð fékkst hjá Sparisjóðnum hér fyrir 150 þús. kr. láni og auk þess bauð bærinn að lána vélar sínar upp á greiðslu síðar. Þá var og líklsgt talið, að bílstjórar mundu sjá sér fært að lána hluta af akst-i urskostnaði, yrði um verulega vinnu að ræða. Flugráð þurfti alllangan um- hugsunartíma áður en það tók þessu góða boði, en í gær gekk það frá 150 þús. kr. lántöku í Spari- sjóðnum, en hafði áður þegið boð- ið um vélar bæjarins. Ólafur Pálsson, verkfræðingur flugmálastjórnarinnar, sá hinn sami og rannsakaði flugvallarskil- yrði hér, er væntanlegur hingað austur innan fárra daga og gengur frá nauðsynlegum undirbúningi og er þess vænzt, að framkvæmdir geti hafizt síðar í þessum mánuði. Aðflugs- og brottflugsskilyrði verða athuguð á næstunni á þann hátt, að flugvél mun fljúga yfir hið fyrirhugaða vallarstæði. Ekki er gott að segja neitt um það hve verkinu miðar áleiðis á þessu sumri. En flugráð mun hafa ákveðið að í sumar skuli a. m. k. gerður sjúkraflugvöllur 250 m langur og gæti hann jafnframt verið upphaf að frekari fram- kvæmdum. Norðfirðingum er líka vel trúandi til að skiljast ekki við þetta mál fyrr en hér hefur verið gerður viðunandi flugvöllur og þeir munu leggja kapp á að fram- kvæmdum verði hraðað svo hér verði kominn góður flugvöllur innan þriggja til fjögurra ára að minnsta kosti. Flugvöllur í Norðfirði mundi gjörbreyta samgöngumálum byggð arlagsins til hins betra. Og allir Norðfirðingar fagna því að nú skuli senn hafizt handa. Og „hálfnað er verk þá hafið er“.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.