Austurland


Austurland - 17.08.1956, Blaðsíða 1

Austurland - 17.08.1956, Blaðsíða 1
Vísindcdeg rannsókn á áslandi eínahagsmála í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómarinnar segir svo: „Ríkisstjórríin mun ná þegar í samráði við stéttarsamtökin skipa nefnd sérfróðra manna til þess að rannsaka ástand efnahags- mála þjóðarinnar með það fyrir augum, að sem íraustastur grund- \ öllur fáist undir ákvarðanir hennar í þeim málum. Mun ríkisstjórnin leggja sérstaka áherzlu á að leysa efnahags- vandamálin í náinni samvinnu við stéttasamtök hins vinnaiuli fólks“. Rannsóknarnefnd skipuð I samræmi við þetta atriði stefnuyfirlýsingarinnar hefur rík- isstjórnin kvatt sérfræðinga til þessara starfa og auk þess 5 menn til að starfa með sérfræðingunum að þessum rannsóknum. Fréttatilkynning ríkisstjórnar- innar um þetta efni hljóðar svo: „Ríkisstjómin hefur í samráði við Alþýðusamband íslands og Stéttasamband bænda gert ráð- stafanir til að hafin er sérfræði- leg rannsókn á ástandi efnahags- mála þjóðarinnar til þess að fund- inn verði traustur grundvöllur undir ákvarðanir í þeim málum. Þá hefur ríkisstjórnin einnig skipað þrjá menn, — þá Jóhannes Elíasson, hæstaréttarlögmann, Karl Guðjónsson, alþingismann og Magnús Ástmarsson, formann Prentarafélagsins, ásamt þeim Eð- varð Sigurðssyni, ritara Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, til- nefndum af Alþýðusambandi Is. lands, og Sverri bónda Gíslasyni, tilnefndum af Stéttasambandi Hleypur af stokk- unum 4. september i Samkvæmt tilkynningu frá | þýzku skipasmíðastöðinni, sem smíðar nýja Norðfjarðartogarann Gerpi, verður honum hleypt af stokkunum 4. september. Einhver dráttur verður á af- hendingu skipsins. Upphaflega átti það að afhendast 1. okt. n. k., en tilkynnt hefur verið að það verði ekki tilbúið fyrr en mánuði siðar og enn má búast við einhverri frestun, en af því mun nánar frétt-. ast á næstunni. bænda, til þess að starfa að þess- ari rannsókn ásamt sérfræðingum. Þessi tilhögun er við það miðuð, að náið samstarf takist milli ríkis- stjórnarinnar og stéttasamtak- anna um lausn atvinnu-< og efna- hagsmála þjóðarinnar". Gildi rannsóknar Ég þykist vita, að margur muni hugsa sem svo: „Ein nefndin enn! Skyldi vera annars og betra að vænta af þessari nefnd en fjöl- mörgum öðrum ?“ Og það er von að menn hugsi svo í þessu landi hinna mörgu þýðingarlausu nefnda. Hvort eitthvað jákvætt leiðir af þeirri rannsókn, sem nú er hafin, verður að sjálfsögðu ekki dæmt um í upphafi rannsoknarinnar. En eins og til þessarar rannsóknar er stofnað má fyllilega vænta mik- ils árangurs af störfum hennar. Öllum ber saman um, að ástand- ið í atvinnu- og efnahagsmálunum sé mjög alvarlegt og fyrr eða síð- ar hlýtur efnahagskerfið að liðast sundur að fullu og öllu, ef áfram er haldið á sömu braut. Ríkis- stjórninni er því ærinn vandi á höndum er hún nú býr sig undir aðgerðir til að rétta þjóðarbÚH skapinn við og brýn nauðsyn, að allar aðgerðir séu vandlega undir- búnar. Lækni, sem fær til meðferðar sjúkling haldinn illkynjuðum | sjúkdómi erfiðum viðureignar, er nauðsyn að rannsaka til hins ítr- asta orsakir sjúkdómsins og ann- að sem máli skiptir, áður en hann getur hafizt handa um lækningu. Án slíkrar rannsóknar hlýtur við- leitni læknisins að verða fálmkennt kák og undir tilviljun komið hver árangur verður. Ef til vill er hann svo heppinn að lækna sjúklinginn. Ef til vill breyta tilraunirnar engu um heilsuna. En mestar líkur eru til þess að þær beri þveröfugan árangur við það, sem til er ætlazt. Læknir getur stillt kvalir sjúk- lingsins með deyfilyfjum, en ekki bætt honum nema hann viti full skil á sjúkdómnum. Nákvæmlega eins er þessu farið með viðleitni ríkisstjórnarinnar. Hún er í þessu tilfelli læknirinn, en sjúklingurinn hið fársjúka efnahagskerfi íslands. Ef ríkis- stjórninni á að takast að gera raunhæfar aðgerðir til úrbóta, þarf hún að láta fara fram ná- kvæma rannsókn á því hvað veld- ur sýkingunni í fjármálaiífinu. Án þeirrar rannsóknar verða allar endurreisnartillögur kák, sem að öllum líkindum mundu spilla ástandinu enn í stað þsss að bæta það. Samstarf við stéttasamtökin Undanfarin ár hafa opinberar aðgerðir í efnahagsmálum verið mjög fálmkenndar og við það eitt miðaðar, að halda öllu á floti enn um stund. Það var því ekki von að vel færi. En það sem þó hefur máski valdið mestu um árangursleysi þ:ssara aðgerða, var það, að þeim Það er kunnara en frá þurfi að segja, að éini umtalsverði tekju- stofninn sem sveitarfélögunum er ætlaður, er útsvörin. Útsvör eru mjög breytilegur tekjustofn. Þeg- ar vel árar er hægt að leggja á tiltölulega há útsvör og innheimta gengur þá val. Þegar illa árar er að vísu hægt að leggja á há út- svör, en innheimta gengur þá miklu lakar. Til sveitarfélaganna eru gerðar miklar og margvíslegar kröfur og þessar kröfur hafa vaxið mjög á undanförnum árum. Annars vegar gera íbúar sveitarfélaganna kröfur um að þau inni af höndum ákveðna var jafnan beint gegn alþýðunni í landinu og hlutu að mæta andúð hennar. Þessi andúð birtist í löng- um og hcrðum verkföllum sem alþýðusamtökin neýddust til að gripa til í varnarskyni. Og þar sem með þessum aðgerðum var stöðugt leytazt við að leysa öll vandamál á kostnað alþýðunnar og án alls samráðs við hana voru þær dæmd- ar til að misheppnast. Núverandi ríkisstjórn hefur aftur á móti ákveðið að leita sam- starfs við alþýðusamtökin og leita. að leið út úr ógöngunum í banda- lagi við þau. Og einmitt þetta gef- ur mönnum ástæðu til að vænta góðs árangurs. Það gefur til kynna að ekki eigi að vega í sama kné- runn, að ekki eigi enn að neyna að gera einhverjar bráðabirgðaráð-i stafanir á kostnað fólksins, að ekki eigi enn einu sinni með deyfilyfjum að stilla kvalir sjúklingsins. Og einmitt það, að ríkisstjórnin ætlar að starfa með alþýðunni en ekki gegn henni mun tryggja vinnufrið í landinu. Og það er sannarlega mikils um vert. Ihaldið með hundshaus Ihaldið hefur tekið illa þessum fyrirætlunum stjórnarinnar um að leysa efnahagsmálaöngþveitið á þ:nnan hátt í samstarfi við stétta- samtökin. Það sem það einkum hefur út á nefndarskipunina að setja er að þar skuli enginn íhalds- maður kvaddur til ráðuneytis og telur, að ekki sé unnt að gera Framhald á 3. síðu. þjónustu í þeirra þágu og liins- vegar leggur löggjafinn sveitar- félögum ýmsar skyldur á herðar og þær kvaðir hafa verið þyngdar mjög á síðustu árum, án þess að svo mikið hafi verið við haft að leita álits sveitarstjórna og auð- vitað án þess að sjá sveitarfélög- unum fyrir auknum tekjum. Hér við bætist, að fjöldi bæjar- og hreppsfélaga hefur lagt út í atvinnurekstur í þ:im tilgangi, að viðhalda atvinnu heima fyrr. Og þar sem hér er í flestum tilfellum um að ræða atvinnurekstur sem Framhald á 2. síðu. Fjárþörf sveitarfélaga

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.