Austurland


Austurland - 17.08.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 17.08.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 17. ágúst 1956. AUSTURLAND i r Gatnaheiti og húsa- númer endurskoðuð Hér í bæ hefur ríkt hin mesta óreiða í númerum húsa og skipting gatna er í sumum tilfellum ákaf- lega klaufaleg. Ruglingurinn í húsanúmerum stafar að mestu leyti af því, að upphaflega voru húsin tölusett án þess að tekið væri fullnægjandi tillit til óbyggðra lóða og þegar þær hafa byggzt hefur allt lent á ringuireið. Þetta er sérstaklega við Hlíðargötu þar sem algengt er að tvö eða þrjú hús stundum með löngu millibili, beri sama númer. Þessi ruglingur hefur valdið ýmsum talsverðum erfiðleikum, svo sem Brunabótafélaginu, bæjar- fógetanum, þar sem veðmálabæk- ur hljóta að vera ruglingslegar vegna þessa, Hagstofunni vegna manntalsins o. s. frv. Nýlega tók bæjarráð þetta mál fyrir og fékk þrjá menn, þá Jón L. Baldursson, Eyþór Þórðarson og Ivar Kristinsson, til að gera til- lögur um lagfæringar á þessu. Gengu þeir að störfum með mikl- um dugnaði og hafa nú skilað til- lögum sínum til bæjarráðs, sem taka mun þær til meðferðar á næst- unni. Gera þeir þremenningarnir tillögur um númer á hverju húsi og óbyggðum lóðum í bænum, og auk þess ýmsar nýjar tillögur um götuheiti. Ekki verður séð að bætt verði | um störf þessarar nefndar hvað húsanúmer snertir, en um götu- heiti er ekki víst að menn séu á eitt sáttir. Nánar verður sagt frá máli þessu þegar það hefur hlotið af- greiðslu í bæjarráði og bæjar- stjórn. A reknet. Einn Norðfjarðarbátur, Hrafn- keil, er að búast á veiðar með rek- net i Austurdjúpi. Bátur seldur. V. b. Enok hefur verið seldur til Djúpavogs. Fyrri eigendur bátsins, Flosi og Hörður Bjarna- synir, ætla að láta smíða 22ja lesta bát og hefur Dráttarbrautin h. f. tekið smíðina að sér. Enok er 5 lestir að stærð, gamall bátur, umbyggður 1925 og stækk- aður 1953. NorðfjarSarbió Forboðið Spennandi amerísk kvikmynd með Tony Curíis í aðalhlutverki. Sýnd föstudag kl. 9. Astarglettur Sýnd sunnudag kl. 5 fyrir börn. Viva Zapata Amerísk stórmynd um ævi mexíkanska byltingarmannsins Emiliano Zapata. — Kvik- myndahandritið samdi John Stfiinbeck. Sýnd sunnudag kl. 9. AusÉurland [ Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. [ ■ Kemur út einu sinni í viku. ■ ■ Lausasala kr. 2.00. ■ ■ ■ ■ j Árgangurinn kostar kr. 60.00. | ■ ■ Gjalddagi 1. apríl. ■ ■ ■ ■ NESPRENT H-P l ■ w • ■ Vísindaleg rannsókn Framhald af 1. síðu. neitt af viti, nema við njóti „holl- ráða“ íhaldsins, auk þess sem það telur gengið á hlut kjósenda sinna með því að hafa engan íhaldsmann í nefndinni. En spyrja má: Ætli íhaldið hafi haft þungar áhyggjur af órétti sem það gerði kjósend- um Sósíalistaflokksins er það hafði vald til nefndarskipana og skágekk alltaf fulltrúa þess flokks og reyndi alls staðar að útiloka þá? En annað kemur til. Vandi efna- hagsmálanna verður ekki leystur í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það verður óhjákvæmilegt að draga burst úr nefi braskara og milliliða, en það verður aldrei gert nema gagn harðri andstöðu íhalds- ins. Einmitt milliliðir og braskar-t ar eiga mjög mikinn þátt í því hvernig nú er komið og vandinn verður ekki leystur í samstarfi við þá. Öxlar með hjólum fyrir aftanívagna og kerrur, bæði vörubíla- og fólksbílahjól á öxlunum. — Einnig beizli fyrir heygrind og kassa. — Líka kerr- ur með járnbentum trékassa, sem má sturta úr. — Til sölu hjá Kristjáni Júlíussyni, Vesturgötu 22, Reykjavík e. u. — Póst- kröfusendi. T ogarakaupin Nú fer að líða að því að hinn nýi togari verði afhisntur, en miklir erfiðleikar eru í sambandi við greiðslur, enda hafa þeir erfiðleikar Isitt til vanskila við skipasmíðastöðina, en þau hafa aftur leitt til þess að smíði hefur tafizt og útgjöld, sem ella hefði verið hægt að forðast, hafa hlaðizt á skipið. Hér með vill Bæjarútgerð Neskaupstaðar skora á alla þá, sem heitið hafa að kaupa skuldabréf þau, sem Bæjarsjóður hefur gefið út til að afla fjár til togarakaupanna, að innleysa þau þegar, séu þeir ekki búnir að því. Ennfremur er skorað á þá, sem ekki hafa enn heitið að kaupa skuldabréf, að taka þátt í baráttu Norðfirðinga fyrir kaupum á nýjum togara með því að kaupa skuldabréf. Eigi að takast að firra vandræðum í sambandi við skipa- kaupin, verður að selja skuldabréf fyrir a. m. k. 60 þúsund krón- ur næstu daga. Sigfinnur Karlsson selur skuldabréfin á skrifstofu togar- anna og er hann þar að hitta á venjulegum skrifstofutíma. Hann mun þó sérstaklega hafa skrifstofuna opna á þriðjudögum og föstudögum kl. 5—7 til að afgreiða skuldabréf. Bæjarúígerð Neskaupstaðar. Frá Gagnfrœðaskólanum Væntanlegir nemendur I., II. og III. bekkjar gjöri svo vel og láti skrá sig fyrir 1. sept. I fjarveru minni tekur hr. Jón L. Baldursson sparisjóðsstjóri við umsóknum. Barnaprófsbörn- um ber að skila prófvottorðum. Neskaupstað, 14. ág. 1956. Skólastjóri. Sundkeppni Bæjarkeppni í sundi verður háð milli Neskaupstaðar, Akraness og Hafnarfjarðar sunnudaginn 19. ágúst. Keppnin fsr fram í Sundlaug Neskaupstaðar. Margir beztu sundinenn landsins keppa. Lúðrasveit Neskaupstaðar leikur. Inngangur: Fullorðnir kr. 10, börn kr. 5. Komið og sjáið mestu sundkeppni sem háð hefur verið á Austurlandi. Dansleikur verður í Barnaskólanum sunnudagskvöld kl. 10. 6 manna Dixielandhljómsveit leikur. — Veitingar. Þróttur.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.