Austurland


Austurland - 23.11.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 23.11.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 23. nóvember 1956. Nokkrar slaðreyndir um dreifingu mjólkurinnar f t AusÉurland j { Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. { j Kemur út einu sinni í viku. i ■ ■ Lausasala kr. 2.00. ■ ■ ■ ■ { Árgangurinn kostar kr. 60.00. { ■ Gjalddagi 1. apríl. ■ ■ ■ NESPRENT H-P \ ■ ». • ■ Nota flest í nauðum skal Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, greip mikil skelfing um sig innan sérréttindaklíku íhalds- ins. Henni var það fullljóst, að ríkisstjórnin hafði fullan hug á að stinga á kýlinu sem þjáir íslenzkt efnahagslíf, en kýlið er einmitt hin spillta filíka fjárplógsmanna, sem drottnar yfir Sjálfstæðisflokknum. Það mundi verða ráðizt á sérrétt- indaaðstöðu íhaldsins í bönkum landsins, í út- og innflutnings- verzluninni o. s. frv. — En ein- mitt á yfirráðunum yfir þessum stofnunum þjóðarinnar byggist vald íhaldsins og styrkur. íhaldinu var það ljóst, að ef ekki átti að svipta það þessari dýrmætu aðstöðu, varð að fella ríkisstjórnina áður en henni hefði unnizt tími til að koma stefnu- málum sínum í framkvæmd. Og það boðaði hörku í stjórnarand- stöðu sinni og vel mátti á því skilja, að það mundi einskis svíf- ast. Til skamms tíma stóð íhaldið uppi málefnasnautt og stjórnar- andstaðan kom fram í því, að tefja fyrir þingstörfum og flækjast með kjaftæði fyrir framgangi mála. En svo eignaðist íhaldið „hug- sjón“, eða öllu heldur: utanað- komandi atburðir urðu til þess að það reyndi að skinna upp á gamla ,,hugsjón“, sem allar horfur voru á, að því myndi aldrei takast að gera að veruleika, vegna andúðar almennings. Og hugsjón þess var að Island yrði hersetið um aldur og ævi. Þá vildi það til, að hörmulegir atburðir dundu yfir ungversku þjóðina. Og það duldist ekki að íhaldið tók þessum atburðum fagnandi og þóttist það hafa feng- ið bitran brand í hendur. Það efndi til mikillar herferðar, reyndi að koma af stað múgæsingum og óð- ur Heimdallarskríll undir forystu þjóðbankastjórans, sem jafnframt er bróðir Bjarna Ben. og tengda- sonur Ólafs Thórs, reyndi að koma af stað götuóeirðum. Og krafa íhaldsins var sú, að ís- lenzka ríkisstjórnin segði af sér, vegna þess að uppreisn hafði brotizt út í Ungverjalandi! Venju- legir menn með nokkurn veginn í aprílmánuði sl. skrifaði ég smágrein í blað þetta um mjólk- urdreifinguna hér í Neskaupstað. Grein þessi vakti meiri athygli en ég átti von á, jafnvel á fjarlægum stöðum og hefur nokkuð verið vitnað til hennar í umræðum manna á milli. Nokkur atriði í greininni eru þess eðlis að breytingar hafa orðið á þeim frá því að greinin var skrifuð og vil ég geta sumra þeirra hér, vegna þess að ég hef orðið þess var að áhugi er fyrir málinu ennþá og rétt er að hafa þann umræðugrundvöll sem nú er orðinn. óbrjálaða dómgreind eiga þó erfitt með að fá það inn í kollinn, að ís- lenzka ríkisstjórnin eigi sök á þessum hörmulegu atburðum. En annað bragð íhaldsins í sam- bandi við þetta var þó sýnu verra og stappar nærri landráðum. Það notar hörmungar, sem dunið hafa yfir erlenda þjóð til þess að reyna að fá því framgengt, að ísland verði áfram hersetið. Samtímis heldur það svo fram, líklega með réttu, að atburðirnir. í Ungverja- landi hefðu ekki skeð, ef enginn erlendur her hefði verið í landinu. Það er stundum dálítið skritið samhengið í málflutningi íhaldsi ins. íhaldið heldur því fram, að at- burðir síðustu vikna hafi sannað að ófriðvænlegt sé í heiminum og að þess vegna sé nauðsynlegt að „varnir“ séu á Islandi. Reynir það eins og það getur að stappa stál- inu i Bandaríkjamenn svo að þeir neiti að fara að vilja Islendinga og víkja með herinn. Ríkisstjórn okkar hefur heitið því, að bernum skuli vísað úr landi og ekkert hefur verið látið uppi, sem gefi til kynna breytingu á þeirri stefnu. Það er því engin ástæða til að ætla að ríkisstjórnin hviki frá stefnu sinni. Það er tvennt, sem íhaldið ætl- ar sér að vinna á þessu máli. í fyrsta lagi að tryggja áframhald- andi hernám svo hermangararnir geti haldið áfram að græða á smán Islendinga. í öðru lagi hugsar það sér að fella ríkisstjórnina, því það telur víst, að ef fallið verður frá kröfunni um brottflutning hers- ins, muni samstarfið rofna. En íhaldinu má ekki takast að koma klækjum sínum fram. Og landsmenn treysta því, að ríkis- stjórnin standi fast á samnings- bundnum rétti þjóðarinnar til að senda herinn úr landi þegar henni sýnist. 1 fyrsta lagi er þá að geta þess að í apríl sl. voru í stjórn Kaup- félagsins, sem álitið er að hafi mjólkursöluna á hendi, þó að það sé engan veginn víst, þrír fulltrú- ar sem kosnir voru úr hópi neyt- enda, en tveir úr hópi mjólkur- framleiðenda. Við brottflutning eins stjórnar- nefndarmanns úr bænum, hefur þetta breytzt svo, að nú eru stjórn. arnefndarmenn úr hópi mjólkur- framleiðenda í meirihluta. Þó að breyting þessi sé ekki á neinn hátt merkikg, nægir hún þó til þess að fulltrúar úr hópi mjólkurneytenda geta nú skotið sér undir það að þeir hafa ekki meirihluta í stjórn- inni, sem þeir gátu ekki áður. I öðru lagi hefur sú breyting orðið á að í aprílmánuði sl. greiddi ríkissjóður mjólkina „nið- ur“ um kr. 0.98 á hvern lítra seldrar mjólkur en í september- mánuði sl. hækkaði þessi niður- greiðsla um kr. 0.28 á ltr. í kr. 1.26 á hvern lítra seldrar mjólk- ur. Jafngildir þetta því að ríkis- sjóður greiði kr. 1260 á hverja 1000 lítra seldrar mjólkur nú en greiddi í aprílmán. sl. kr. 980 á sama mjólkurmagn. En það mun ekki óalgengt hér að mjólkurbúð- in taki við eitt.þúsund lítrum á dag. Samkvæmt upplýsingum er herra Sveinn Tryggvason forstj. hefur góðfúslega látið mér í té, mun meðaltal móttekinnar mjólk- ur vera um 800 til 900 ltr. á dag. Til skýringar skal það tekið fram að niðurgreiðsfla ríkissjóðs hefur ávallt verið og er enn mið- uð við það að mjólkurframleið- endur skili mjólkinni til vinnslu- stöðvar, eða kominnl á vigt á mjólkursölustað. Skv. upplýsingum er hr. Sveinn Tryggvason hefur góðfúslega lát- ið mér í té, be-r mjólkurframleið- endum,/þegar eins stendur á og hér, að fá hið skráða útsöluverð mjólkurinnar og 10 aura að auk á hvern lítra mjólkur, sem lág- marksverð. Ef gengið er út frá 850 Itr. sölu á dag og að niðurgreiðsla á það sé kr. 1.26 pr. ltr. en að af því fari kr. 0.10 á lítra til framleið- enda eru eftir: 850 x 1.16 kr. eða kr. 976.00 til að standa undir rekstri mjólkurbúðarinnar. Ekki verður komizt hjá því að gera sér það fyllilega ljóst að kr. 900.00 til 1000.00 styrkur á dag til starfrækslu mjólkurbúðar (rýrn- un, afskriftir og dagl. rekstur) þar sem aðeins starfar einn starfs- maður hluta 'úr deginum, er rausnarleg íhlutun ríkisvaldsins. Ef togaraeigendur, sem aðeins fá kr. 5000.00 á dag úr Framleiðslui sjóði til starfrækslu togara þar sem 30—40 fuílgildir karlmenn vinna fullan vinnudag, skildu vilja bera það saman við niðurgreiðsl- una til mjólkurbúðarinnar verður manni á að líta til þeirra með samúð. Eftir er svo að geta þess sem ekki var vitað í vor, að nú hefur niðurjöfnunarnefnd Neskaupstað- ar lagt útsvar á mjólkursöluna hér í bænum. Ekki skal hér lagð- ur dómur á réttmæti þess að leggja útsvar á mjólkursöluna. En óneitanlega kemur það einkenni- lega fyrir sjónir að mjólkursalan skuli v.era orðin útsvarsgreiðandi áður en hún gerir minnstu tilraun til að mæta kröfum neytenda um vörugæði. Þá sýnist mér það einn- ig vera óráðin gáta, hvernig fara eigi að því að innheimta útsvar þetta, ef greiðslu skyldi verða neitað, meðan ekki er vitað hver er eigandi mjólkurdreifingarinnar. Á aðalfundi Kf. Fram á sl. vori flutti ég tillögu um að stjórnin léti athuga um kostnað við að gerilhreinsa mjólk sem seld er til neyzlu í bænum. Tillaga þessi var að vísu kolfelld með öllum þorra þeirra 18 atkvæði sem á fundi voru. Þó hef ég gilda ástæðu til að ætla að til tillögu þessarar megi rekja ástæðuna fyrir því að hr. Sveinn Tryggvason lagði hing- að leið sína á sl. sumri. En árang- urinn af þeirri ferð hans hingað telur hann vera þann að nú sé unnið að teikningu af húsi fyrir mjólkurhreinsunarstöð sem Kf. Fram verði eigandi að og að pönt- uð hafi verið tæki til að fullgera þá áhaldasamstæðu til mjólkur- vinnslu, sem kaupfélagið á og hefur átt um nokkur ár. Nú kunna menn að halda það að mjólkurdreifingunni og mjólk- urhreinsuninni sé þar með komið - á góðan rekspöl. En ekki ,er nú alveg fullvist að svo sé. Því er sem sé haldið fram af mjólkurframleiðendum, og það er stutt af ráðamönnum mjólkur. framleiðslunnar, að mjólkurfram-i leiðslan muni dragast mikið sam- an ef farið verði að gerilhreinsa mjólkina hér og sumir framleið- endur hafa jafnvel við orð að hætta framleiðslu mjólkurinnar. Slíkar röksemdir og hótanir geta ef til vill tafið framkvæmdir um nokkur ár ennþá. Því er óspart haldið fram, að neytendur mjólkurinnar hafi ekk- ert vit á þessum málum og sjálf- Framifaia á 3. »I8u.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.