Austurland


Austurland - 23.11.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 23.11.1956, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 23. nóvember 1956. Sögufélag Ausifirðinga Austfirðingar eru áreiðanlega öðrum fremur tómlátir um vernd- un þjóðlegra og sögulegra minja svo og söguritun. Ýmsir lands. hluta eiga þegar í fórum sínum merkilegar heimildir um sögu sína. En Austfirðingar eru mjög snauð- ir að öllu slíku. Þ.ess ber þó að geta, að gamlir Austfirðingar, sem flestir eru fyr- ir löngu fluttir af Austurlandi, gáfu út fjögur bindi af safnritinu Austurland og ber að þakka það. Þó efni ritsins hafi verið misjafnt að gildi, voru þar þó margar rit- gerðir, sem verulegur fengur var að. En útgáfa þessi virðist nú hafa stöðvazt, því mörg ár eru síðan síðasta bindið kom út. Þá ber og að geta þess, að Aust- firðingafélagið í Reykjavík hefur hafið útgáfu á hinu mikla ætt-i fræðiriti séra, Einars Jónssonar, „Ættir Austfirðinga" og eru þeg- ar komin út tvö bindi. Verður sú útgáfa vonandi ekki íátin niður falla. Ýmsir hafa og safnað gömlum þjóðsögum héðan að austan og var stórvirkastur á því sviði Sigfús Sigfússon frá Eyvindará, einhver afkastamesti þjóðsagnaritari, sem uppi hefur verið hér á landi. Er nú útgáfa á safni hans vel á veg komin, en ekki er vansalaust hve hægt það verk hefur gengið, því komið er hátt á fjórða áratug sið- an fyrsta bindið kom út á Seyð- ' isfirði. En sagan er alltaf að gerast og þörfin fyrir söguskráningu er allt- af jafn brýn, en fáir eru þeir, sem taka sig fram um að bjarga sögu- legum verðmætum. Fulltrúum á Fjórðungsþingi Austfirðinga 1956 var þetta ljóst og samþykkti þingið svohljóðandi ályktun: „Fjórðungsþingið felur væntan- legri stjórn að beita sér fyrir stofnun Sögufélags Austfirðinga, er hafi það meginhlutverk, að halda til haga og gefa út eftir því, siem ástæður leyfa, allskonar sögu. legan fróðleik snertandi Austur- land og Austfirðinga". Stjórn Fjórðungsþingsins mun fljótlega taka þetta mál til með- ferðar og gangast fyrir stofnun Sögufélagsins. Er þess að vænta, að Austfirðingar taki þessari við- leitni vel og gerist meðlimir fé- lagsins. Sérstaklega er því treyst, að áhugamenn í hverju sveitar-j félagi, og forystumenn í félags- málum, Ijái hugmyndinni stuðning og veiti hinu væntanlega félagi allt það lið, sem þeir mega. Ef tekizt getur að koma á nógu al- mennum samtökum í þessum efn- um, geta þau unnið stórvirki. Þó hér sé rætt um sagnasöfnun og útgáfu sem meginverkefni, get- ur félagið þó að sjálfsögðu látið önnur hliðstæð mál til sín taka, svo sem örnefnasöfnun, minja- gripasöfnun og söfnun mynda af mönnum og mannvirkjum. Vonandi fær þetta mál svo góð- ar undirtektir með Austfirðingum, að Sögufélagið geti komizt á fót næsta vor. Að því ber að vinna. Samningar hafnir um brottför hersins Eins og kunnugt er, var eitt helzta stefnumál núverandi stjórnarflokka í kosningunuin sl. sumar, að krefjast endurskoðunar herstöðvarsamningsins með brott- för alls herliðs af íslenzkri grund fyrir augum, samkvæmt þingsá- lyktunartillögu Alþingis frá 28. marz í fyrravetur. Samningar um málið standa nú yfir í Reykjavík, en ekkert hefur verið látið uppi um gang þeirra. Ihaldið hefur hert mjög róður- inn fyrir því hjartans máli sínu, að ísland verði hersetið um aldur og ævi. Reyndi það að fá Alþingis- samþykkt fyrir þeirri stefnu sinni, og eins, að hernámssinnar skyldu hafa 2 af 5 samningamönnum um þessi mál. Þessum tilraunum var ekki sinnt. Augljóst er, að íhaldið telur ólgu þá og vopnabrak, sem undan- farið hefur borið á, vatn á sína myllu og gerir nú allt sem það getur til að stappa stálinu í Bandaríkjamenn og að spilla fyrir því, að Isendingar geti náð þeim árangri í samningum sem þeir vænta. Með gangi þessa máls verður fylgzt af vakandi athygli og því ier treyst, að fast verði haldið á mál-i stað Islendinga. Tíðarfarið I haust hefur veðurfari verið þannig háttað hér eystra, að hlý- indi hafa verið mikil, en oft all- miklar rigningar og stormar. Snjór er enginn, ekki einu sinni í fjallatoppum, og fjallvegir færir sem um sumar sé. Frost hafa eng-4 in verið og unnið er að byggingar- vinnu hindrunarlaust. Vegna storma hefur verið ó- gæftasamt og lítið róið. Samtök um gatnagerð Lauslega var frá því skýrt hér í blaðinu nýlega, að á fulltrúa- fundi kaupstaðanna á Norður-, Austur- og Vesturlandi, sem í haust var haldinn á Isafirði, hafi verið rætt um myndun samtaka með sveitarfélögum utan Reykjai víkur til kaupa og rekstrar gatna- gerðarvéla. Tillaga þessi er fram komin vegna þess, að hvarvetna er gatnagerð og gatnaviðhald hið erf- iðasta vandamál. Með sívaxandi umferð og vaxandi þunga farar- tækja vex þörfin fyrir góða vegi. Hinsvegar eru vegir í bæjum og þorpum yfirleitt msjafnlega gerðir moldarvegir, sem verða illfærir í misjöfnum veðrum. Kaup gatnagerðarvéla og gatna- gerð úr varanlegu efni er hinsveg- ar svo kostnaðarsöm framkvæmd, að hún er liinum minni bæjar- og hreppsfélögum algjörlega ofviða. Því hefur mönnum komið til hug- ar hvort ekki væri unnt að koma á samtökum um þessi mál. Jafnframt er svo gert ráð fyrir því, að þau sveitarfélög, sem að þessum samtökum standa, leituð- ust við að fá sameiginlega stórlán til langs tíma til vegagerðar. Mundu afborganir og vextir af því væntanlega ekki verða hærri en sem svarar árlegum kostnaði við gagnslitlar yfirkeyrslur vega, heflun og þess háttar. Væntanlega yrði tilhögun sú, að vinnuflokkur færi með tæjrin milli byggðarlaga og ynni skipulega að varanlegri vegargerð eins lengi ár hvert og veður leyfa. Fjórðungsþing Austfírðinga: Gagnrýnir aö Aust- íirðingar eiga ekki sæti í atvinnutækja- nefnd Fjórðungsþing Austfirðinga lýs. ir vanþóknun sinni og furðu yfir því, að fjórðungurinn skuli ekki eiga neinn fulltrúa í hinni svoköll- uðu atvinnutækjanefnd, sem ríkis- stjórnin skipaði nýlega til þess að gera tillögur um stofnun nýrra atvinnufyrirtækja og dreifingu þeirra um landið. Vegna þess að Fjórðungsþingið telur að atvinnutækjanefnd skorti næga þekkingu á þörfum Austur- lands í atvinnulegum efnum og tæpast hægt að bæta úr því með skýrslugerðum og bréfaskriftum, telur það nauðsynlegt að nefndin komi til Austfjarða þegar á þessu hausti til viðræðna við þær sveita- stjórnir, sem hlut eiga að máli. Dr bænum Kirkjan Barnamessa nk. sunnudag kl. 11. Andlát. Mareteinn Guðmundsson, verka. maður, varð bráðkvaddur 16. nóv. — Hann var 52 ára gamall, fædd- ur 31. ágúst 1904 á Ýmastöðum í Vaðlavík, en fluttist hingað með foreldrum sínum, Sólveigu Benja- mínsdóttur og Guðmundi Magn- ússyni, árið 1913. Marteinn var ó- kvæntur, en lætur eftir sig einn son 16 ára gamlan. Af mæli: Önundur Steindórsson, sjómað- ur, Hóli, varð 60 ára 21. nóv. Hann fæddist að Hruna í Hrunamanna- hreppi, en hefur átt hér heima frá 1898. Jónína Halldórsdóttir, kona Ár- manns Eiríkssonar, útgerðar- manns varð 50 ára 21. nóv. — Hún fæddist hér í bæ og hefur alltaf átt hér heima. Björgunar- bátur sýndur Árni Vilhjálmsson á Seyðisfirði var hér á ferð í gær með Heklu og hafði meðferðis 12 manna gúmmí- björgunarbát. Sýndi hann bátinn hér í sundlauginni og fræddi menn um notkun hans. Var allmargt manna viðstatt, einkum sjómenn. íslendingar hafa þegar fengið allmikla reynslu af bátum sem þessum og hafa tugir sjómanna, sem ella hefðu vafalaust farizt, komizt af, vegna þess að þessi björgunartæki voru í bátum þeirra. Innan skamms er von á reglu- gerð, sem skyldar menn til að hafa björgunarbáta af þessu tagi í bátum og skipum. Árni hefur í hyggju að sýna bátinn víðar hér á Austurlandi. Flokksstjórnar- fundur Nú um helgina hefst í Reykja- vík fundur í flokksstjórn Sósíal- istaflokksins, en í henni eiga sæti menn hvaðanæfa að af landinu. Með fundi þessum verður fylgzl af athygli, enda liggja fyrir honuir mörg mál og afstaða flokksstjóm- arinnar til þeirra getur haft mikii áhrif á stjórnmálaþróunina í land. inu. AuglýsiS i Ausfurlandi

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.