Austurland


Austurland - 07.12.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 07.12.1956, Blaðsíða 4
4 AU3TURLAND Neskaupstað, 7. desember 1956. Sluii ádrepa um hafnarmálin f---;--------—------ Sitt af hverju -___—.— --------------------1 1 Austra stendur í grein, sem annars er háðgrein um kvenfólkið og sérstaklega forystu þess í björgunarskútumálinu: . taka stýrið í sínar hendur bæði í eigin- legri og óeiginlegri merkingu, en reka okkur aftur í“. — Það er auðséð að hinn svokallaði ritstjóri, sem er gamall skipstjóri, hefur ekki fjallað um þessa grein, því hann veit, að sá sem rekinn er aftur í er rekinn að stýrinu en ekki frá. Nema svo sé, að stýrið á Framsóknarskútunni sé fest við framstefnið og fer þá að verða skiljanleg hin kynduga sigling fleytunnar á undanförnum árum. —o— Austri er að ónotast yfir því, að Austurland skyldi ekki ljósta upp fagnaðarópi ; yfir tillögu Björgvins Jónssonar um rannsókn á möguleikum til að byggja 2000 tonna togaraslipp á Seyðisfirði. — Austurlandi er það ljóst, að tog- araslippur á Seyðisfirði væri þýð- ingarmikið fyrirtæki, enda hefur ritstjóri blaðsins tekið meiri þátt í að ræða það mál og vekja á því áhuga en Björgvin Jónsson, sem ekki hefur heyrzt nefndur í sam- bandi við það fyrr en nú. Tillaga Björgvins ber hinsvegar of mikinn svip af lýðskrumi til þess að hægt sé að taka hana alvarlega. Eða hvaða 1000—2000 tonna togara er slippnum ætlað að taka? Sundfólk lieim- sækir Eiðaskóla 10 manna sundhópur frá Iþrótta- félaginu Þrótti heimsótti Eiða- skóla laugardaginn 1. des. sl. Sundmót milli skólans og Þrótt- ar fór fram þar og fara úrslit hér á eftir: 100 m bringusund karla: Lindberg Þorsteinsson Þ 1.20.7 Sveinn Þórarinsson E 1.24.5 Guðmundur Haraldsson Þ 1.29.6 Már Hallgrímsson E 1.32.3 100 m bringusund kvenna: Svala Halldórsdóttir Þ 1.37.3 Valgerður Jónsdóttir E 1.39.5 Hrefna Kristbjörnsdóttir E 1.46.9 Hallbjörg Eyþórsdóttir E 1.49.9 50 m frjáls aðferð karla: Eirikur Karlsson E 28,5 Lindberg Þorsteinsson Þ 32.5 Lárus Sveinsson Þ 36,5 Ágúst Blöndal Þ 37.2 50 m frjáls aðferð kvenna Svala Halldórsdóttir Þ 39.5 Ingibjörg Bjarnadóttir Þ 39.6 Elínborg Eyþórsdóttir E 41.0 Lára Ólafsdóttir Þ 41.2 Framhald á 2. síðu. Hafnarnefndarmaður Fram- sóknar heldur áfram að þrefa um fyrirhugaða hafnargerð. Ég fæ ekki betur séð en að hann hafi gefizt upp á að halda fram, nema einu atriði gegn hafnargerð við bryggjurnar, en það er, að ekki megi eyðileggja þær með því að gera þær að hluta hafnargerðar. Um verðmæti þeirra nefnir hann sem dæmi, að smáskemmd, sem ný. Athugasemd Er ég kom heim úr Reykjavík- urför minni, fór ég að líta í bæj- arblöðin, sá ég þá grein í Austur- landi frá 16. f. m., leikdóm um „Logann helga“. Greinin var eftir Davíð Áskelsson. Ekki mun ég gerá leikdóm hans að umritunar- efni, enda fáir færari í því en Davíð, en vil gera athugasemd við það sem kemur þar fram um fé-l lagsvist á vegum Sósalistafélags- ins. Ég, ásamt öðrum félögum (Davíð hefur aldrei sést þar) hef staðið fyrir félagsvist á vegum Sósíalistafélagsins, og er þetta fimmti veturinn. Höfum við alltaf spilað á fimmtudagskvöldum, er því fimmtudagurinn fastur dagur hjá okkur, og er öllum bæjarbúum það full ljóst. 1 öðru lagl má geta þess að á frumsýningum hjá Leik- félaginu undanfarin ár hefur allt- af verið fullt. Veit ég dæmi þess að þriðji maður sem komið hefur að miðasölu hefur ekki getað fengið miða nema á hliðarbekkj- um eða fremsta. Fólk er orðið hvekkt á þessu,og þarna mun vera að leita aðalorsaka þess, ásamt veikindunum, hvað fáir komu á umtalaða frumsýningu. Þess má geta að leikfélagið hafði ekkert samband við okkur um að aflýsa félagsvistinni. Getgátur um að við höfum neitað því, eru úr lausu lofti gripnar. Að endingu vil ég segja Davíð það, að verði farið að setja á vogaskálar dónaskap manna hér í bæ, munum við félagarnir, sem I höfum staðið fyrir félagsvistinni, fullkomlega treysta okkur að koma á móti honum og mun lítið hallast á. Þökk fyrir birtinguna. Sigfinnur Karlsson. Kirkjan Barnaguðsþjónusta n. k. sunnu- dag kl, 11, lega varð á bryggjunum, hafi verið metin á meir en 80 þús. kr. Þarna greinir okkur Sigurjón mjög á og er ekkert við því að segja. Það hefur lengi verið um það rætt að hér þyrftu að koma bryggjur úr varanlegu efni, en yf- irstjórn hafnarmála hefur ekki viljað fallast á það. Með hafnar-! gerð innfrá verða bryggjurnar gerðar varanlegar og viðhald fell- ur niður að mestu eða öllu. Og getur ekki dæmið, sem Sigurjón nefndi, hjálpað honum til að glöggva sig á því hvílíkur geysi kostnaður! hlýtur að verða ^ið viðhald bryggjanna þegar þær ganga úr sér? Eins og kunnugt er fóru fram í Reykjavík 20.—24. nóv. viðræður milli Islendinga og Bandarkja- manna um herstöðvar hér á landi. Ekkert var tilkynnt opinberlega um niðurstöður þessara viðræðna að sinni annað en það að sam- komulag hefði tekizt og spunnust af því hinar mestu tröllasögurj bæði hérlendis og erlendis. Ástæð- an fyrir þessum óheppilega drætti var sú, að beðið var eftir staðfest-j ingu Bandaríkjastjórnar á sam- komulaginu, sendimenn hennar voru umboðslausir. Síðdegis í gær var þetta sam- komulag birt, Höfuðatriði þess eru: 1. Aðilar telja að vegna ástands þess, sem skapazt hefur að undan- förnu sé þörf á varnarliði á Is- landi vegna öryggis landsins og hagsmuna Atlantshafsbandalags- ins. 2. Viðræðum um brottför varn- arliðsins er frestað og getur hvor ríkisstjórnin um sig krafizt þess, að viðræður verði teknar upp að nýju og skal það þá skylt. 3. Sex mánaða fresturinn, sem um er rætt í svokölluðum varnar- samningi, byrjar að líða, þegar önnur ríkisstjórnin ákveður. 4. Setja skal á stofn fastanefnd og skal hún skipuð mest þrem mönnum af hálfu hvors aðila. Skal hún ráðgast um varnarþarfir o, fl. Unnið skal að því, að Islendingar taki í ríkari mæli en áður rekstur hinna svonefndu varnarstöðva í sínar hendur. Utanríkisráðherra tók það skýrt fram, að engir baksamningar eða leynisamningar hefðu verið gerðir við þetta tækifæri. Ég sný ekki aftur r.ieð það, að deilur um mál þetta eru óheppi- legar eftir að ákvörðun hefur verið tekin. Þær áttu að fara fram áður. Oddur A. Sigurjónsson hefur nú blandað sér í málið með Hamri. Þar ríður flónskan ekki við ein- teyming frekar en vant er. Það sem hann hefur helzt til málanna að leggja, er að skammast út af því að ekki skyldu fleiri staðir at- hugaðir. En hvaða vit er í að halda áfram, með ærnum kostnaði, að leita eftir hafnarstæði hér^á ströndinni eftir að búið var að finna ákjósanlegan stað, vel fall- inn til hafnargerðar? Það væri álíka vitlegt, og ef maður kæmi að vatnsfalli sem hann þekkti ekki, en slampaðist á að finna gott vað, en brytist svo yfir um aftur til að fullvissa sig um að ekki væru fleiri vöð á ánni. Ráðherraf Alþýðubandalagsins gáfu út yfirlýsingu um afstöðu sína til þessa máls. Þetta eru að- alatriði yfirlýsingarinnar: 1. Ráðherrar Alþýðubandalags- ins hafa engan þátt átt í orða- lagi samkomulagsins og eru and- vigir forsendunum, sem það er byggt á. 2. Þeir eru samþykkir frestun viðræðnanna um nokkurra mán-i ,aða skeið, því aðstaða Islendinga er óhagstæð nú. 3. Þeir eru andvígir skipun fastanefndarinnar og telja hana þarflausa, þar sem hér er aðeins um að ræða bráðabirgðasamkomu- lag. 4. Þeir munu vinna að því, að samningar um brottför hersins verði sem fyrst teknir upp aftur og ályktun Alþingis frá 28. marz framkvæmd. 5. Til bóta er það, að það er á valdi íslenzku ríkisstjórnarinnar að ákveða hvort hér er þörf á her og hvenær samningar skuli teknir upp að nýju. Það eru öllum hernámsandstæð-i ingum sár vonbrigði, að ekki skuli þegar framfylgt samþykkt Alþing- is um brottför hersins. Hinsvegar munu þeir ekki, eftir atburði síð- ustu vikna, hafa gert sér miklar vonir um að það tækist. Baráttan gegn hernáminu held- ur því áfram. Hún verður háð innan rikisstjórnarinnar, innan veggja Alþingis og um land allt. Og hún snýst um það að fá samn-i ingana tekna upp að nýju þegar er taflstaðan breytist Islendingum í hag. Framhald á 3. síðu. Samningum um brottför Bandaríkjahers frestað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.